Dagur - 26.11.1998, Blaðsíða 7

Dagur - 26.11.1998, Blaðsíða 7
Tk^ur FIMMTUDAGUR 26. NÓVEMBER 1998 - 7 ÞJÓÐMÁL Oryggismálin á nor- rænu viðræðuborði Ólafur Ragnar Grímsson skýrir hér ólíkar gangtegundir íslenska hestsins fyrir Lillian prinsessu á leið sinni frá Hagahöllinni utan við Stokkhólm. - mynd: gtk Ræða forseta Islands Ólafs Ragnars Gríms- sonar í hátíðarkvöld- verði hans hátignar Carls XVI Gustafs í Stokkhólmi Eg þakka yðar hátign hlý orð og vináttu í minn garð, fjölskyldu minnar og Islendinga allra. Sú virðing sem þér sýnduð Guðrúnu Katrínu með komu yðar til útfarar hennar snart við- kvæma strengi í brjóstum þjóð- arinnar og verður ætíð varðveitt í hugum okkar. Við Guðrún Katrín nutum ríkulega samverustunda með yðar hátign og Silvíu drottningu þegar þjóðhöfðingjar Norður- landa fögnuðu því í Kalmar að 600 árum áður höfðu heimkynni norrænna frændþjóða orðið ein heild. Bræðralag okkar á sér svo djúpar rætur að saga einnar nor- rænnar þjóðar verður ekki skilin til hlítar án tilvísana til hinna. Það var sænskur maður, Garðar Svavarsson, sem sigldi til Islands áður en fyrsti Iandsnámsmaður- inn, Ingólfur Arnarson, festi þar búsetu. Segir svo í Landnámu, frumbók íslenskrar byggðar: „Hann fór að leita Snælands að tilvísan móður sinnar fram- sýnnar. Hann kom að landi fyrir austan Horn hið eystra; þar var þá höfn. Garðar sigldi umhverfis Iandið og vissi, að það var eyland. Hann var um veturinn norður í Húsavík á Skjálfanda og gerði þar hús.“ Þessi knappi texti segir mikla sögu um tengsl ís- lands og Svíþjóðar á árdögum Is- landsbyggðar. Hann lýsir kunn- áttu sænsks landkönnuðar sem reisti fyrsta hús eyjunnar og minnir okkur á að snemma fór- um við norrænir synir að hlýða mæðrum okkar vitrum og fram- sýnum. I annarri höfuðbók íslenskra fornrita, Eddu Snorra, er sjálf Gylfaginning kennd við konung Svíþjóðar sem „var maður vitur og fjölkunnugur; hann undraðist það mjög er ásafólk var svo kunnugt, að allir hlutir gengu að vilja þeirra". í frásögn hins ís- lenska skálds verður sænskur konungur leiðsögumaður um heim guðanna. Landnámabók og Edda eru meðal hornsteina ís- lenskrar menningar, tungumáls og sjálfsvitundar sem í fyllingu tímans færðu okkur sjálfstæði; í ritunum skipar Svíþjóð öndveg- issess. Rætur vináttu okkar, sam- eiginlegrar sögu og menningar geta vart verið dýpri. Frá landnámstíð og þjóðveldis- tímum til þeirrar aldar sem senn er á enda hafa þjóðir okkar varð- veitt þá samkennd sem æðri er hagsmunum og hagrænum ávinningi sem mjög er nú tíðkað að gera að æðsta mælikvarða í samskiptum þjóða. Við Islend- Þátttaka íslands í Evrópska efnahags- svæðinu Iieinr sýnt okkur að innan Evr- ópusambandsins kappkostar Svíþjóð að vemda hagsmuni allra norrænna frændþjóða. ingar metum mikils að æskufólk okkar hefur í áratugi sótt mennt- un og þjálfun til sænskra skóla og þeir íslendingar sem hér kjósa að búa um langa hríð eða skamma hafa ávallt verið sér- staklega velkomnir. Um þessar mundir eru sænsk- ar forystustöður á sviðum mann- réttinda og menningar á hönd- um íslendinga og Qölmörgum löndum mínum hefur verið fal- inn trúnaður f sænskum háskól- um og heilbrigðisstofnunum. Nýjasta framlag okkar til sænsks þjóðlífs er svo að íslenskt at- gervisfólk í knattspyrnu og frjáls- um íþróttum æfir hér nú og keppir. Þrátt fyrir breytingar á heims- myndinni hefur norræn sam- vinna haldist efnisrík og sterk. Að mörgu leyti er hún mikilvæg- ari en áður. Ný viðhorf og sam- starfsform hafa fært öryggismál- in inn á norræn viðræðuborð og stofnun þriggja svæðasamtaka í Norður Evrópu hefur fengið Norðurlöndum í hendur nýtt forystuhlutverk. Eystrasaltsráðið, Barentsráðið og Norðurheimskautsráðið eru myndbirting þess hvernig hin nýja heimsmynd hefur breytt stöðu Norðurlanda. Innan allra þessara svæðasamtaka eru Norð- urlönd í lykilhlutverki og hafa af- gerandi áhrif á þróun efnahags, umhverfis, mannréttinda, stjórn- arfars og öryggis í heimshluta sem nær frá Rússlandi um Eystrasalt og Norðurlönd yfir til Ameríku. Það er áríðandi að nor- rænar frændþjóðir flytji hefðir vináttu og farsælla lausna á þennan nýja vettvang. Við Islendingar fögnum þeim áhuga og áherslum sem Svíar sýna í þessum efnum og metum mikils þá rækt sem Svíar leggja áfram við norræna samvinnu þótt aðild Svíþjóðar að Evrópu- sambandinu feli óhjákvæmilega í sér nýjar skyldur. Þátttaka Is- lands í Evrópska efnahagssvæð- inu hefur sýnt okkur að innan Evrópusambandsins kappkostar Svíþjóð að vernda hagsmuni allra norrænna frændþjóða. Nor- ræna vegabréfasambandið er sönnun þess að sú varðstaða innan Evrópusambandsins snýst ekki aðeins um efnahag og við- skipti. Yðar hátign, virðulegir gestir. Saga okkar og menning eru greinar af sama ættarmeiði. Við upphaf nýrrar aldar erum við tengd svo traustum böndum að næsta einstakt er í veröldinni. Þér hafið, yðar hátign, nýlega sýnt okkur Islendingum að strengir vináttu og samhugar hljóma ekki aðeins á stundum gleði heldur einnig á tímum sorgar. Með virðingu og þökk lyfti ég glasi mínu til heilla yðar hátign, Carl Gústaf konungur Svíþjóðar, og yðar hátign, Silvía drottning, hinni konunglegu Qölskyldu og til heilla sænskri þjóð um leið; ég bið gesti að rísa á fætur og láta hljóm aldanna og tónslátt framtíðarinnar klingja í skálaglösum. Leiðtogar leysa mál mmm svavar PPH GESTSSON V ALÞINGISMAÐUR — ,-Sll ALÞÝÐUBANDALAGSINS * SKRIFAR Á að vera prófkjör? Svona er spurt og Alþýðu- bandalagið í Reykjavík hefur tek- ið að sér það óvinsæla hlutverk að reyna að gæta heildarhags- muna eins og íyrri daginn. Og er fyrir vikið úthrópað í pistlum. En skoðum málin samt af fullri vinsemd. Hvað er samfylk- ing? Fyrir Iiggja málefni þar sem hefur náðst samkomulag um drög að verkefnaskrá til fjögurra ára. Hún hefur verið kynnt í AI- þýðubandalaginu og um hana er all góð samstaða. Þar er gert ráð fyrir sama ágreiningi í utanríkis- málum og verið hefur, þar er eft- ir að ráða nokkrum fleiri málefn- um til lykta. Og um auðlinda- gjald. En það gæti tekist að leysa þau mál. Vandinn eru framboðsmál. Þar vilja sumir prófkjör aðrir ekki. Þeir sem vilja ekki prófkjör vilja gæta heildarhagsmuna. Það er ekki af því að þeir séu hræddir við prófkjör af einkaástæðum heldur af því að þeir eru hrædd- ir um að prófkjör skilji eftir blóð- völl. Auk þess eru hér þrír aðilar að efna til prófkjörs og það er ljóst að það verður erfitt að hafa alvöru prófkjör, eða hvað? Sá sem þetta skrifar telur að opið prófkjör í flokki með mikið fylgi geti komið til greina og að það geti komið til greina þegar flokkur er farinn vel af stað. En það getur verið varasamt ella. Það er rangt sem einhveijir segja nú að opið prófkjör leysi vand- ann. Það gerir það ekki vegna þess að þá yrði minnsti flokkur- inn Iíklega alveg úti. Samfylking- in er samfylking þriggja flokka, ekki tveggja. Þess vegna hefur Alþýðu- bandalagið lagt áherslu á röðun í Reykjavík ef um það mætti nást samkomulag. Það virðist ekki ætla að verða. Aðrir vilja ekki koma til móts við þau sjónarmið. Prófkjörið yrði þá svokallað girð- ingarprófkjör sem er þó vitlaus- ast af öllu þar sem þá yrði ekki opið fyrir lýðræðislegt val á Iist- ann; þar með yrði ekki tekið tillit til fylgis heldur kosið í hólf. Þriðji maður listans lenti þá kannski í 11 ta sæti og svo fram- vegis. Sporin frá prófkjöri Reykjavík- urlistans hræða. Þau verða von- andi ekki stigin aftur. Prófkjörs- raunir samfylkingarinnar benda til þess að þátttakendur hafi ekki verið eins tilbúnir í samfylking- una og sumir vildu vera láta; því miður. Það verður að leysa mál- in. Þau leysast ekki með fjöl- miðlaæfingum einstakra forystu- manna. Leiðtogar eru til að leysa mál; þeirra hluU'erk er ekki að búa til vandamál úr sjálfum sér.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.