Dagur - 02.12.1998, Blaðsíða 1

Dagur - 02.12.1998, Blaðsíða 1
 T"T Ég vildi að ég kynni að dansa erheiti á nýútkomnu greina- safni eftir GuðmundAndra Thorsson. Þarerað finna háttáþriðja tuggreina um ýmis konarefni og ersú elsta fráárinu 1988. - Síðasta setningin í þessari bók er „Eg veit það ekki". Var það meðvitað að loka verk- inu með henni? „Já ætli það ekki. Eg ætlaði reyndar að byrja bókina líka á langri grein um allt sem ég veit ekki en yfir-yfírlesarinn minn bannaði mér það. Sumir kunningjar mínir voru stundum að amast við þvf að ég væri vingull og tiltóku þá alltaf þennan frasa sem varð þá hálfgert vörumerki mitt. Eg er ekki leiðtogi, ég vil ekki hugsa fyrir aðra, en mig dreymir um að finna umhugsunar- efni fyrir aðra.“ - Er skoðanaleysi þá ekki böl? „Skoðanaleysi er skárra en skoðanagleði þess sem heldur að hann geti séð út alla hluti með brjóstvitinu. Eg veit ekki neitt og það er mín upphafsstelling, síðan reyni ég að fikra mig áfram með puttunum." - Eru greinarnar í þessari bók brot afþvt besta sem þií hefur skrifað á liðnum árum? „Þetta er brot af því sem fannst með hjálp góðviljaðs fólks. Eg er ekld hirðu- samur og geymi helst aldrei neitt því ég \il ekki burðast í gegnum lífið með mikið af gömlum hugsunum. Greinarnar hafa hirst í alls konar blöð- um og tímaritum eða verið fluttar í útvarpi í tiltekinni gerð en ég skrifaði þetta allt meira og minna upp, þótt ég setji ártöl undir til að gefa einhverja hugmynd um hvenær þær voru upphaflega skrifaðar. Skemmtilegast var að yfirfara þá pistla sem fluttir höfðu verið í útvarp, það var svo mikið af rausi í þeim sem auðvelt var að skera burt. Einhver höfundur sagði ein- hvern tímann að það skemmtilegasta við skriftir væri að skera burt. Eg er sammála þvf. Eg hef nautn af því að skera niður eig- in texta.“ - Gagnast það rithöfundi að sinna greinaskrifum ? „Eg skil ekki spurninguna." - Nú, Itturðu ekki á þig sem rithöfund? „Eg lít nú bara á mig sem Andra.“ - Til að við komumst áleiðis ætla ég að umorða s-puminguna: Eleldurðu að það sé gagnlegt fyrir menn sem fást við skáldskap að fást við greinaskrif? „Eg held að það sé nauðsynlegt.“ - Af hverju? „Þannig glöggvar maður sig á ýmsum hlutum. Hafi maður þessa áráttu til að skrifa þá hugsar maður með puttunum. Og þegar maður skrifar grein þá er maður að koma einhverri reglu á það sem geisar í kollinum á manni. Ef maður hugsar ekki með puttunum þá er maður ekkert að hugsa; þá er maður bara að kveða upp alls konar dóma, og kemur þeim ekki heim og saman. Með puttunum kemur samhengið í hugsuninni. Eg skrifa skáldskap á nokkurra ára fresti. Astæðan fyrir því að ég skrifa ekki meira af skáldskap er einfaldlega sú að mér dettur ekkert í hug, það eru engar sér- stakar hugmyndir sem fanga mig þannig að mig langi til að vinna sérstaklega úr þeim. Það að skrifa ritgerðir eða stuttar greinar heldur mér í æfíngu. Og svo hef ég feikna gaman af því að skrifa. Þess vegna er ég nú að því. Einfaldlega vegna þess að ég skemmti mér svo vel.“ -KB „Skoðanaleysi er skárra en skoðanagleði þess. sem heldur að hann geti séð út alla hluti með brjóstvitinu. Ég veit ekki neitt og það er mín upphafsstelling, síðan reyni ég að fikra mig áfram með puttunum." mynd: e.ól. f ‘íh; .i.’ b tciapiiir öíiii c . é n'i.'íöiðhaiia 'é nv i^sl iLr.iin i VGðiLjllmi k -a.i.'Gg i rnj.'thGd í^ö'jVh* ii -$•>} t\va'A vriv. i xl

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.