Dagur - 02.12.1998, Blaðsíða 4

Dagur - 02.12.1998, Blaðsíða 4
20-MIÐVIKUDAGUR 2. DESEMBER 1998 Thyytr MENNINGARLÍFIÐ í LANDINU Dagur B. Eggertsson er ungur maður, komungur, en þess sér ekki stað í bókinni Steingrímur Her- mannsson, fyrra bindi, sem er komið út hjá Vöku-Helgafell. Fyrir- fram gerði ég hálfpartinn ráð fyrir flýtisblaða- mennsku á textanum og bókinni. Það er ekki vegna þess að ég vantreysti Degi heldur vegna þess að tíminn sem hann hefur haft er ótrúlega stuttur. En bókin er mikið meira en góð blaðamennska í bók. Hún er góð og skemmtileg bók og mikilvæg sam- tímaheimild um stjórnmálamann sem hef- ur búið í fremstu víglínu íslenskra stjórn- mála Iengur en nokkur annar maður á þessari öld, ýmist sem beinn þátttakandi eða sem áhofandi í þjóðhöfðingjastúkunni næst sviðinu. Sá sem byijar að lesa bókina um Steingrím hættir því ekki; hún er svo Iipur í framvindu sögunnar og á köflum spennandi. Og hún Iýsir Steigrími vel. Hann er lifandi kominn í bókinni. EftMæti Það uppeldi og eftirlæti sem Steingrfmur Hermannsson bjó við í bernsku sinni er ótrúlegt og í rauninni ólýsanlegt. Það er nærri óskiljanlegt að Steingrímur skuli hafa orðið að þeim manni sem hann varð með öllu þessu eftirlæti. Nema skýringin sé keppnisskapið og sigurviljinn sem hon- um var innrætt á ungum aldri. Hann segir frá því (bls. 38) þegar hann lenti barn í ryskingum við jafnaldra sinn. Hermann spurði son sinn: Komstu á hann höggi? Já, sagði barnið. Fékk hann blóðnasir, spurði forsætisráðherrann son sinn: Já, sagði son- urinn. Þá ætti þetta nú að vera í lagi, sagði faðirinn. Steingrímur ólst upp í mörg ár bernsku sinnar í ráðherrabústaðnum og bjó þar um sig í öllu húsinu nema aðalstofunum: lá nærri að hann sprengdi sjálfan ráð- herrabústaðinn í loft upp. Vorið 1940 var hann, 9. maí, á Laugarvatni með föður sínum sem var að fylgjast með skotæflng- Steingrímur Hermannsson sér sjálfan sig sem stjórnmálamann æviniega í samanburði við föður sinn, segir Svavar Gestsson í ritdómi sínum um ævisögu Steingríms. Hér er Steingrímur í fangi föður síns. fyrir virkjunum og iðjuverum á íslandi og tók sæti í ráðherranefnd um álverið í Straumsvík. Þetta gerði ég sannarlega á viðreisnarárunum" (bls. 295). Þannig tekst Steingrími á sinn hátt að komast frá umdeddustu málum aldarinnar og er vafasamt að margir hefðu gert það betur. Kaflarnir hér á undan um stóriðju og her eru innskot í ævisöguna koma í lokin eins og mórölsk niðurstaða; „... moralen er ...“ Samskonar predikun birtist um Samein- uðu þjóðirnar og Öryggisráðið (bls. 213). Og stundum leyfir hann sér að senda Framsóknarflokknum afar sérstakar kveðjur eða skot:..Framsóknarflokkur- inn hefur lengst af verið sá flokkur sem helst hefur kennt sig við félagshyggju og þykir mér undarlegt að undanfarin miss- eri hafa forystumenn flokksins forðast að nefna það orð“ (bls. 196). Ósammála Steingrimur fjallar svona um endalok vinstri stjórnarinnar 1958: „Eg er eindreg- ið þeirrar skoðunar að slit vinstri stjórnar- innar hafi verið afdrifaríkari en almennt er viðurkennt. Segja má að með henni hafi Iokið einu alvarlegu tilrauninni sem gerð hefur verið á Islandi til að veita samtökum Iaunafólks beina aðild að landstjórninni. Eftir daga vinstri stjórnarinnar hefur slík- um hugmyndum ekki verið hreyft. Enginn hefur viljað enda í sporum föður míns á Alþýðusambandsþinginu árið 1958. Það eina sem líkja má við þetta á síðari árum er samstarfið í undanfara þjóðarsáttar- samninganna 1990. Þá var þó fremur um að ræða samkomulag ríkisstjórnarinnar, vinnuveitenda og verkalýðshreyfingarinnar en að stofnanir verkalýðshreyfingarinnar hafi haft bein áhrif.“ Höfundur þessa texta er ekki sammála þessari niðurstöðu. Hann telur að verkalýðshreyfingin hafi haft bein áhrif á stjórnirnar 1978 til 1983. Um það verður hins vegar ekki íjallað nánar hér því það yrði allt of langt mál. Það er gaman að mörgu í bókinni með- al annars frásögnunum af því þegar þeir synir Eysteins og Hermanns, félagi Eyjólf- ur, glímdu og standlampinn fór í Tjarnar- Alveg eins og Steingrímur um lögreglunnar. Krakkinn, 11 ára, fékk að skjóta í flöskur og svo fékk hann að arka með riffil um öxl á gúmmískónum bísperrtur um svæðið. ....marseraði al- varlegur um í gúmmískóm og vetrarúlpu með húfi á höfði og allt of stóran óhlaðinn riffil um öxl.“ Þeir feðgar lögðust svo til svefns um kvöldið en voru vaktir seint og þeir héldu af stað til Reykjavíkur á björtu vorkvöldinu í ráðherrabflnum. Sem þeir nú aka undir Ingólfsfjalli sjá þeir gæsa- hóp og strákurinn biður um að fá að fara út og gá hvort hann hitti eina gæsina. Vel að merkja var Hermann að fara að taka á móti fyrsta innrásarliði Breta til íslands í seinni heimsstyrjöldinni. Er varla hægt að hugsa sér brýnni erindi eins forsætisráð- herra og þeim mun minni líkur til að hann megi vera að því að sinna dyntum í krökkum. En Hermann lét bflstjórann stoppa. „Lét faðir minn það eftir mér og leyfði mér að skjóta" (bls. 72). Föður síns naut Steingrímur oft og hann dregur enga dul á það. Hann keypti jeppa þegar þeir voru skammtaðir eins og dýrasta gull á nafni bónda í Borgarfirði og segir frá því blygðunarlaust! Hann hefur vafalaust einnig notið föður síns er hann var ráðinn verkfræðilegur ráðgjafi utanrfldsráðherra er hann kom frá Bandaríkjunum, var sendur á vegum atvinnumálanefndar til Bandaríkjanna eða á végum ríkisstjórnar- innar til Bandaríkjanna að kynna sé hús- næðismál. Eða verður forstjóri Rannsókn- arráðs kornungur maðurinn. Hann segir það reyndar eins skýrt og hægt er að hann hafi notið föður síns eins og þegar hann byggði á Arnarnesinu: ...... í þeim lántökum hef ég eflaust notið föður míns. En með þessu er höfundur ritdómsins ekki að segja að Steingrímur Hermanns- son hafi ekki unnið fyrir því trausti sem honum var sýnt af föður sínum og öðrum. Þvert á móti var það svo að hann stóð undir þeim væntingum sem gerðar voru til hans ekki síst af Hermanni. Samband þeirra feðga var algerlega óvenjulegt. Það byggðist ekki bara á umfjöllun um Ijármál og frama. Það byggðist líka á persónuleg- um bréfuðum ráðleggingum. Jafnvel í ástamálum og kynferðismálum. Frá hægri Það kom snemma í ljós í tíð Steingríms að í honum var forystueðli. Það sést til dæmis vel í frásögninni af Röskum drengjum. Það kom síðar í Ijós á öðrum sviðum og skilaði Steingrími að lokum við óvenjulega aðstæður í stól forsætisráðherra vorið 1983. Eitt af því sem kemur mér á óvart við lestur bókarinnar er að Steingrímur virð- ist hafa togað í föður sinn frá hægri. Ég hafði ekki áttað mig á því áður. Þeim mun meiri verður að vísu aðdáun mín á Her- manni sem vinstri sinnuðum stjórnmála- manni. Steingrímur viðurkennir að hann hafi verið andstæðingur vinstri manna eins og hann segir í lýsingu sinni á McCartyismanum í Bandaríkjunum: ....... andkommúnismi var landlægur og fáir mæltu vinstri mönnum bót. Þar var óg engin undantekning" (bls. 143). Og þegar Alþýðubandalagið náði undirtökunum í verkalýðshreyfingunni sendi Steingrímur föður sínum þessi skilaboð: „Er ekki eina ráðið að stofna strax nýtt Alþýðusamband og stimpla þetta kommúnístískt? Getið þið ekki fengið þessa Krata sem þið hafið til þess?“ Hann segir líka um vinstri stjórn- ina 1956 til 1958: ... ég óttaðist aukin áhrif kommúnista í stjórninni." Eins tog- aði hann í Hermann úr frjálshyggjuáttinni þegar kom að verslunar- og viðskiptamál- um. Saga hans af ísbarnum og Pálma í Hagkaupum er kostuleg og lýsandi fyrir þessa tíma. Herinn Það er afar fróðlegur kaflinn um samskipt- in við herinn þar sem Steingrímur reynist hafa verið mjög tengdur því er stjórnar- flokkarnir þá eins og nú, Framsóknarflokk- ur og Sjálfstæðisflokkur skiptu með sér því sem var fært upp úr kjötkötlunum. Um hermangsfyrirtækin segir hann hreinskiln- islega: „...samsetningu fyrirtækjanna má nefna sem dæmi um hina svonefndu helmingaskiptareglu Framsóknarflokks og Sjálfstæðisflokks" (bls. 171). Hann segir skemmtilega frá sumum átökum kalda stríðsins eins og í kaflanum um „kyneitur" og „frygðarpillur". Hann segir frá því er Hermann hótaði að láta herinn fara: „...gáfu þeir ekki eftir fyrr en fulltrúar rfk- isstjórnarinnar þar á meðal faðir minn höfðu látið skína í að varnarsamningnum yrði sagt upp að öðrum kosti" (bls. 170). Og svo að Iokum í umfjöllun sinni um her- inn: „Eg var og er hins vegar sammála föð- ur mfnum um það að hér eigi ekki að vera her á friðartímum. Það er niðurlægjandi fyrir okkur Islendinga hvernig við höfum gengið betlandi fyrir dyr Bandaríkjanna og Nató á síðustu árum til að biðja þá lengstra orða að halda hersveitum sínum hér áfram þegar þeir telja sjálfir skynsam- legast að láta þær fara. Það er háðung“ (bls. 173). Þessi lýsing Steingríms fyrrver- andi utanríkis- og forsætisráðherra er stórtíðindi um samskiptin við herinn. Stóriðjan Þá dregur hann glöggt fram að hann var frumkvöðull stóriðjunnar hér á Iandi og dregur málið svo saman svona í lokin: „Á haustdögum árið 1997 ætlaði allt um koll að keyra vegna áhuga míns á um- hverfismálum eða afskiptum mínum af þeim málaflokki eins og sumir kusu að kalla það. í þeirri orrahríð virtist ég vera nær eini framsóknarmaðurinn sem hefði efasemdir um gildi stóriðju og ný álver. Hafði þá taflið heldur betur snúist við frá því ég gekk gegn forystu flokksins talaði götunni sem endaði svo með því að Stein- grímur varð formaður FUF og sneri sér að stjórnmálum. Fróðlegt er einnig að sjá getið um mikilvægan hlut Þráins Valdi- marssonar í þessu sambandi. Þannig eru ótalmargir stórskemmtilegir þættir í bók- inni. Og svo hvernig hann sér sjálfan sig sem stjórnmálamann ævinlega í saman- burði við föður sinn: Þannig var samsvör- un milli síðustu kosningabaráttu Her- manns og Steingríms af því að í kosning- unum 1991 og 1963 var tekist á um aðild að Evrópubandalaginu, segir á einum stað. Pólitísku skotin eru stundum óþarflega gagnsæ í ritinu, eins og pólitískir leiðarar frekar en ævisaga. Predikunarkaflarnir eru ekki nægilega góðir. Þar finnst mér að ævisöguritarinn hefði þurft að hafa aðeins betri tök á frásögumanni. Bókin er ævi- saga ekki pólitískt barátturit í núinu. Texti bókarinnar er ekki fullkomin og hefði þurft að lesast yfir einu sinni enn. Dæmi: „Prófessor Bauer eða Páll eins og við kölluðum hann stundum var jarðeðlis- fræðingur að mennt. Hann lauk þó aldrei doktorsprófi." Ég er ekki viss um að alltaf sé farið nægilega nákvæmlega með stað- reyndir: Var ekki undirskriftarsöfnun sex- tíumenninganna 1963? Já, ég hef gleymt að minnast á Dollý og þau vandamál öll sem eru beinlínis átakanleg. Mér finnst að þau fái of mikið rúm í bókinni og að þau séu óþarflega ítarleg. Það er einiljóðurinn á heildarverkinu að mínu mati en ég við- urkenni að það er hreint smekksatriði. Aðalatriðið er það að hér er á ferðinni ljómandi bók sem heldur mönnum vak- andi þangað til hún hefur verið lesin upp til agna. Degi B. Eggertssyni hefur tekist að skfla bók sem er alveg eins og Stein- grímur.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.