Dagur - 02.12.1998, Blaðsíða 3

Dagur - 02.12.1998, Blaðsíða 3
Xk^ur MIÐVIKUDAGUB 2. DESEMBER 1998 - 19 LÍFIÐ í LANDINU Skorið í fátækrabrauðið Góð þátttaka varí keppniískurðiá laufobrauði sem hald- in varíÞingeyjarsýsl- um um helgina. Ýmis form eru til í laufa- hrauðsskurðinum, sem erí raun sérstök menn- ingþareystra. Dagur fylgdist með og ræddi við keppendur. „Laufabrauðsskurðurinn er það sem ég vildi síst missa í undir- búningi jólanna. Þetta er ómissandi. Ætli ég hafi ekki verið fimm ára þegar ég fór að skera fyrstu kökurnar út og því eru komin 5 5 ár sem ég hef gert þetta fyrir jólin," segir Alfhildur Jóns- dóttir á Víðifelli í Fnjóskadal. Hún eru meðal þeirra kvenna í Þingeyjarsýslum sem mynda fé- lagið Handverkskonur milli heiða, en síðastliðinn Iaugardag stóðu þær í veitingahúsinu við Goðafoss fyrir næsta sérstæðri keppni í því að skera út laufa- brauð. Keppnin gengur út á að skera út fallegasta brauðið, þá með tilliti til forma og mynda. íslend- Átta blaða rósir Laufabrauðsmenning inga er hvergi rót- fastari en í Þingeyjarsýsl- um og í Eyja- firði. Upphaf- lega var farið að baka laufa- brauð til þess að spara mjöl í bakstri, enda eu kökurnar örþunnar. Var því gjarnan tal- að um fátækra- brauð. Upp- skrift að laufa- brauði stendur saman af hveiti, sykri, salti, mjólk, smjöri og lyftiefni. Sínu Iitlu af hverju. Uppskriftin getur verið breytileg frá einum bæ til annars, en allir vilja halda í sína og þar með sitt bæjarbragð. Einsog keppnin sem haldin var á sunnudaginn er gleggst dæmi um liggur þessi menning- arhefð ekki síst í Iagninni að skera út falleg form og mynstur í kökurnar. Margir skera út hin- ar svonefndu átta blaða rósir og jafnvel geta blöðin orðið 32 hjá þeim sem allra lagnastir eru. Aður fyrr var svo algengt á sveitabæjum að fólk skæri stafi sína í köku sem væri síðan efst í þeim laufabrauðsbunka sem hverjum manni var skammtaður fyrir jólin. Það var í þann tíð þegar matur fyrir hvern og einn var ekki of mikill. -, Og slfkt hnossgæti þótti laufabrauð í eina tíð að fyrir aldamót tíðkuð- ust meira að segja brúðkaups- veislur þar sem þetta brauð var uppistaðan í vetingunum, ásamt skonroki - og var þetta síðan borið fram með sírópi. Þær stóðu fyrir laufabrauðskeppninni á Fosshóli. Svanhildur Sigtryggsdóttir á Engi í Bárðardal, Úsk Helgadóttir á Merki í Fnjóskadal, Álfhildur Jónsdóttir á Víðifelli í Fnjóskadal og Sigrún Hringsdóttir á Lundarbrekku í Bárðardal. þessum jólasið kynntist ég fyrst beqar ég fluttist í Bárðardal fyrir 45 Bólstað í Bárðardal. „Mér finnst ómissandi að skera út laufabrauð. Ég hefbara aldrei skilið íþeim fyrir sunnan að gera þetta ekki líka fyrir jólin einsog við Norðiendingar," sagði Þóra Arnardóttir. myndir: sbs Það þarf ekkert listfengi „Það þarf ekkert Iistfengi við þetta, fyrst og fremst er þetta íagni og æfing. Þetta Iærist líka með árunum,“ sagði Sigrún Garðarsdóttir, húsmóðir á Lækj- armóti í Köldukinn, sem er búin að skera út laufabrauð fyrir fimmtíu jól. Hún skar út átta blaða rós og lagði inn f keppn- ina, en hún kann líka mörg fleiri form í skurðinum - rétt einsog þing- eyskra húsmæðra er siður. „Eg Iegg aldrei upp með að baka færri en hundrað kökur fyrir hver jól. Þær klárast yfirleitt alltaf, nema að það hefur reyndar einstaka sinnum komið fyrir að fá- einar kökur hafi verið eftir til þess að eiga á þorra- blótið.“ Til keppninnar mætti einnig dóttir Sigrúnar, Þóra Arnardótt- ir, sem búsett er á Akureyri. „Mér finnst al- veg ómissandi að skera út laufabrauð. Eg hef bara aldrei skilið í þeim fyrir sunnan að gera þetta ekki líka fyrir jólin, einsog við Norðlend- ingar gerum,“ sagði Þóra. Að- spurð segir hún laufabrauðs- menningu standa traustum fót- um á Akureyri, meðal fólks á öll- um aldri, hvort heldur það eru innfæddir Akureyringar eða að- fluttir. Alveg sjálfsagður siður „Þessum jólasið kynntist ég fyrst þegar ég fluttist í Bárðardal fyrir 45 árum. Þetta var alls óþekkt þar sem ég ólst upp vestur í On- undarfirði,“ sagði Ingileif Ólafs- dóttir á Bólstað í Bárðardal. Frægasti jólasiður Vestfirðinga er auðvitað skatan góða sem borðuð er á messu heilags Þor- láks - og við hann ólst Ingileif líka upp. „Mér finnst það nú orðið vera alveg sjálfsagður siður að skera út og steikja laufabrauð fyrir jólin. Enda fara fállega út Ungu mennirnir sem tóku þátt í keppninni voru þeir Allan Haywood frá Foss- hóli og Sævar Páll Stefánsson á Merki í Fnjóskadal. skornar kökurnar alltaf vel á jólaborðinu," segir hún. Ungu mennirnir sem tóku þátt í keppninni voru þeir Sævar Páll Stefánsson á Merki í Fnjóskadal og Allan Haywood, sem býr á Fosshóli. Þeim fannst þetta skemmtileg iðja sem þeir kváðust jafnvel vilja að yrði tek- in upp í skóla þeirra Stóru- Tjarnaskóla, sem er í Ljósa- vatnsskarði. „Það sem ég er að skera út eru engin form, þetta er alveg út í höttinn," sagði Allan. Keppt í þremur Ilokkum Hin merka laufabrauðskeppni, sem nú var efnt til i annað sinn var haldin siðastliðinn Iaugar- dag. Keppt var í þremur flokk- um, það er í barnaflokki 6 til 10 ára, unglingaflokki 11 til 15 ára og fullorðinsflokki sem nær frá 16 ára og uppúr. Fagurkerar Iaufabrauðanna skoða þessa dagana kökurnar sem svo listi- lega voru skornar út - en á laug- ardagskvöldið um aðra helgi verða svo úrslit kunngjörð. Það verður á jólagleði á Fosshóli en að henni stendur áðurnefnt fé- lag handverkskvenna, sem búa í sveitunum milli Vaðlaheiðar og Fljótsheiðar. -SBS. BÆKUR Stiómlaus liLkka Skáldsagan , Stjórnlaus lukka eftir Auði Jóns- dóttur er komin út hjá Máli og menningu. Lýst er mót- unarárum ungrar stúlku í kunnuglegu umhverfi sem fáir þekkja þó af raun. Tæp tólf ár eru liðin frá því að Didda fluttist með mömmu sinni í Iítið sjávarþorp úti á landi. Nú á hún sér fast pláss á flæðilínunni í frystihúsinu og þær mæðgur orðnar hluti af sérstæðu mannlífi smábæj- arins. Blikktrommaii Blikktromman er fyrsta bók þýska rithöfundarins Gúnter Grass. Fyrsta bók af þremur er nú komin út í íslenskri þýð- ingu Bjarna Jónssonar. Sögð er saga Óskars sem rifjar upp sér- kennilega og viðburðarríka Giím Ews rP\0mW ævi, en þriggja ára ____ gamall ákveður hann að hætta að vaxa. Hann verður vitni að uppgangi nas- ismans, lendir í hringiðu heimsstyrjaldarinnar og upp- lifir þýska efnahagsundrið. Hann stendur utan og ofan við umhverfi sitt og berst við örvæntingu sína og ótta með því að slá blikktrommu af mikilli ástríðu í tíma og ótíma. Veröld víð Vaka-Helgafell hefur gefið út skáldsöguna Veröld víð eftir Jónas Krist- jánsson. Fjall- ar hún um ævi Guðríðar Þorbjarnar- dóttur, sem ferðaðist víð- ar um heiminn og sá fleiri lönd en aðrar konur á fyrri öldum. Hún fluttist með manni sínum, Þorfinni karls- efni, til Vínlands og dvöldu þau þar nokkur ár og þar fæddist sonurinn Snorri. Eftir átök við frumbyggja fluttu þau aftur til Islands og á gamals aldri fór Guðríður pílagríms- för suður til Rómar. Veröld víð er söguleg skáld- saga sem sækir efni sitt að miklu leyti til frásagna í ís- lenskum fornritum, en höf- undurinn, sem var fyrrum for- stöðumaður Árnastofnunar hefur yfirgripsmikla þekkingu á söguefninu. Fvlgdu mér slóð Fylgdu mér slóð heitir nýútkom- inn Ijóðabók eftir Eystein Björnsson, og er þetta önnur ljóðabók hans, en hann hefur einnig skrifað skáldsögur og smásögur. Nýútkomna bókin skiptist í þrjá hluta: Tíbrá, Svipir og Heiðmyrkur. Norðurljós gefur út.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.