Dagur - 10.12.1998, Blaðsíða 2
18 — FIMMTUDAGUR 10. DESEMBER 1998
ro^tr
LÍFIÐ í LANDINU
■ SMÁTT OG STÓRT
UMSJÓN:
SIGURDÓR
SIGURDÓRSSON
Höfnuðu þjóðarauðnum
Stundum eru menn seinheppnir. Fyrir
nokkrum árum síðan, meðan Fiskiþing var og
hét, var stundum tekist á um veiðistjómunar-
kerfið sem í gildi var hverju sinni og þá ekki
síst kvótakerfið. Þegar lögin um stjóm fisk-
veiða, þar sem segir í 1. grein að auðlindirnar í
Reynir Traustason. hafinu séu sameign þjóðarinnar, voru til um-
-------- fjöllunar á Fiskiþingi þótti mönnum þessi 1.
grein skrípaleikur miðað við þær greinar sem á
eftir komu svo sem 5. og 7. greinina. Þá gerð-
ist það að formaður Skipstjóra og stýrimanna-
félagsins Bylgjunnar á Isafirði, Reynir Trausta-
son, þá stýrimaður en nú stórfréttamaður á
DV, bar fram tillögu um að í 1. grein Iaganna
stæði að fiskurinn í sjónum væri sameign út-
gerðarmanna. Uppi varð fótur og fit. Fundar-
hlé var gert og Reynir beðinn um að draga til-
lögu sína til baka en hann hafnaði. Síðan voru
greidd atkvæði og Reynir einn greiddi tillög-
unni atkvæði, allir aðrir voru á móti. Reynir
sagði að það hefði hlakkað í sér þegar hann sá
LlÚ-mafíuna á þinginu greiða atkvæði á móti
og hafna þannig þjóðarauðnum. Það væri
margt öðruvísi nú hefði þessi hugmynd verið
samþykkt.
Priscilla fær varla
mikinn t'íma til að
sakna heima-
landsins - hún fer
heim til Filippseyja
á hverju ári.
Marniréttindainál
ísoma
„Ég hefði getað
talað miklu leng-
ur.“
Hjörleifur Gutt-
ormsson eftir 6
klukkusatunda
ræðu á Alþingi í
fyrrinótt.
Snorrabúð
í bókinni Herra forseti segir frá því að ónefnd-
ur alþingismaður hafi eitt sinn verið staddur á
Þingvöllum ásamt dönskum kollega sínum.
Þegar þeir komu að rústum Snorrabúðar
bendir sá íslenski á þær og sagði: „Der stod nu
Snorra Sturlusons butik.“
Gróa á Leiti
I sömu bók segir frá því að þegar Gunnar
Thoroddsen var forsætisráðherra hafi hann í
sjónvarpsþætti verið spurður að því hvort hon-
um leiddist ekki þessar Gróusögur, sem sagðar
væru um þingmenn. „O, nei ekki finnst mér
það nú, enda vel að merkja þá var það nú afi
minn sem bjó Gróu á Leiti til. Mikil! og ein-
lægur aðdáandi Gunnars sat fyrir framan sjón-
varpið sitt í Vesturbænum og hlustað á hann
segja þetta. Hann skellti sér á lær um leið og
hann sagði: „Nei, blessuð kerlingin. Var hún
föðursystir hans Gunnars?"
Dýrt kveðið
Þeir eru ekki margir hagyrðingarnir nú á dög-
um sem geta ort jafn dýrt og Látra-Björg gerði
þegar hún átti að sverja þess eið að hætta að
flakka:
Beiði ég þann er drýgði dáð
og deyð á hörðum krossi leið,
að sneiða þig af nægt og náð
ef neyðirðu mig að vinna eið.
Priscilla Zanoria Emilsson er
verkfræðingur að mennt, starfar
hjá Fjarhitun hf. en rekur einnig
verslun á horni Hverfisgötu og
Barónstígs. Hún hefur búið á Is-
Iandi í 19 ár, fluttist hingað með
íslenskum eiginmanni sínum eft-
ir að þau böfðu kynnst úti í
Bandaríkjunum þar sem hann
var í flugnámi. Síðan hafa þau
eignast 3 stelpur. Priscilla stofn-
aði árið 1990 Filippínska-ís-
lenska félagið og hefur Iengst af
verið formaður þess. Félaginu er
einkum ætlað að kynna fil-
ippínska menningu fyrir Islend-
ingum og íslenska menningu fyr-
ir Filippseyingum. I fyrra voru
rúmlega 150 manns skráðir í fé-
lagið og um 60% þeirra eru Fil-
ippseyingar. Fólk úr félaginu verður meðal
þeirra sem skemmta gestum á afmælishátíð
Húmanistaflokksins sem verður haldin á morg-
un kl. 20 í Risinu á Hverfisgötu, í tilefni af 50
ára afmæli Mannréttindayfirlýsingar Sameinuðu
þjóðanna. Þar koma m.a. fram Megasukk (Meg-
as og Súkkat), Hörður Torfason og félagar úr
Filippínska-íslenska félaginu sýna dans og leiki.
Til að kanna hvort hún befði einhvern tímann á
ferli sínum sem formaður félagsins orðið vör við
að brotið væri á réttindum nýbúa var Priscilla
heimsótt í búðina sína á Hverfisgötunni.
Þekkja ekki kerfið
Flestir Filippseyingarnir komu hingað í lok ní-
unda áratugarins og algengast er
að þeir vinni í fiski, verksmiðjum
eða við sjúkrahúsin. Priscilla hef-
ur í einstöku tilvikum þurft að
hjálpa fólki vegna þess að það
þekkir ekki þá meðferð sem það á
rétt á í kerfinu. Að sögn Priscillu
er það ekki vegna þess kerfið
hafni nýbúum, heldur komi örð-
ugleikarnir yfirleitt til vegna
bágrar íslensku- eða enskukunn-
áttu viðkomandi sem hafi hamlað
þeim í að afla sér upplýsinga um
réttindi sín. Hún nefnir sérstak-
lega tvö dæmi, í báðum tilfellum
konur sem skildu við íslenska eig-
inmenn og var ekki leyft að hafa
samband við börn sín. Onnur
þeirra vissi t.d. ekki að hún gæti
farið í mál við fyrrum makann
fyrir dómstólunum. Priscilla aðstoðaði hana við
að komast til lögfræðings og upplýsa hana um
rétt sinn en því næst fór forsjárdeilan fyrir dóm-
stóla og endaði með því að Hæstiréttur úrskurð-
aði konunni forsjána. „Hún hélt að hún gæti
ekkert gert af því að hann er íslendingur. Hann
hafði hótað henni að senda hana aftur til Fil-
ippseyja og svona."
„Fólk þarf að leita sér upplýsinga og af því að
Filippseyingar eru duglegir í ensku þá þora þeir
alveg að spyijast fyrir. Islendingar bafa lært að
taka á móti útlendingum eins og þeir eru. Hér
höfum við frelsi, getum tjáð okkur. Maður þarf
ekkert að vera hræddur við að búa íslandi." LÓA
Priscilla fráFilipps-
eyjum segirað sam-
kvæmtsinni reynslu
sé íslenska ketfiðfor-
dómalaust og mann-
réttindi ekki brotin á
nýbúum.
8PJALL
■ FRÁ DEGI
Fyrstu merki taugaáfalls eru oft þau að
maður telur sig ómissandi á vinnustað.
Milo Bloom.
Þettagerðist 10. desember
• 1898 lauk stríði milli Bandaríkjanna og
Spánar.
• 1924 var Rauði kross Islands stofnaður
í Reykjavík.
• 1948 var Mannréttindayfirlýsingin
samþykkt á allsherjarþingi Sameinuðu
þjóðanna.
• 1955 tók Halldór Laxness við Nóbels-
verðlaununum í Stokkhólmi.
• 1982 skrifuðu íslendingar undir haf-
réttarsáttmála Sameinuðu þjóðanna,
sem tók þó ekki gildi fyrr en árið 1994.
Þau fæddust 10. desember
• 1822 fæddist belgíska tónskáldið César
Franck.
• 1870 fæddist austurríski arkitektinn
Adolf Loos.
TIL DAGS
• 1891 fæddist þýska skáldkonan Nelly
Sachs.
• 1908 fæddist franska tónskáldið Olivier
Messiaen.
• 1914 fæddist bandaríska leikkonan
Dorothy Lamour.
• 1960 fæddist breski leikarinn og leik-
stjórinn Kenneth Branagh.
Vísa dagsins
Hjörleifur Jónsson fæddist 1890 og var
alla tíð bóndi á Gilsbakka. I Skagfirskum
skemmtiljóðum II segir hann um póli-
tíska samvinnu:
Við skulum standa hlið við hlið
og hlaða niður í svaðið,
hjálpa þeim á höfuðið
sem hafa upp úr staðið.
Afmælisbam dagsins
Bandaríska skáldkonan Emily
Elizabeth Dickinson fæddist þann
10. desember árið 1830, en hún
lést árið 1886. Hún ólst upp í afar
trúaðri fjölskyldu og dró sig sem
ung kona fljótt út úr skarkala Iífs-
ins, en hafði samband við vini sína
nánast eingöngu gegnum bréfa-
skriftir. Ekkert Ijóða hennar birtist
meðan hún lifði. Þau stungu nokk-
uð í stúf við ljóðagerð þess tíma en
voru tekin opnum örmum
ljóðaunnenda Ioks þegar þau birt-
ust.
•s#fök m isfiA -víMitmsib. $æmsik wpMueA
Blaðurskjóða
I mjög fi'nni opinberri veislu sat kunnur
lögfræðingur til borðs með frú nokkurri
sem var málgefin í meira Iagi og honum
fannst hún heimsk og heldur Ieiðinleg.
Hún var lengi búin að þreyta lögfræðing-
inn með málæði og spurningum og spurði
svo:
„Yður hefur auðvitað langað til að vera
lögfræðingur frá æsku?“
„Onei,“ svaraði lögfræðingurinn.
„Nú, hvað vilduð þér verða?"
„Drykkjumaður og kvennamaður" svar-
aði Iögfræðingurinn að bragði og varð þá
ekki meira úr spurningum að sinni.
Veffang dagsins
Verið er að afhenda Nóbelsverðlaunin
þessa dagana, eins og sjá má á vefsetrun-
um www.nobel.se og www.almaz.com/-
nobel - og á síðarnefnda setrinu má m.a.
fræðast um það af hverju engin Nóbels-
verðlaun eru veitt í stærðfræði.