Dagur - 10.12.1998, Page 7

Dagur - 10.12.1998, Page 7
FIMMTUDAGUR 10. DESEMBER 1998 - 23 Thypr. LIFIÐ I LANDINU MEINHORNIÐ • Jólaseríufram- leiðendur eru einhverjir verstu óþokkar í ver- öldinni og valda meira veseni og vandræðum á jólum en flestir aðrir. Þú seríu- væðist fyrir jól- in og smellir seríunum í alla tiltæka glugga og hin og þessi tré með ærinni fyrirhöfn og ert harla ánægður. Svo Iíður að næstu jólum og seriurnar teknar fram á ný og þá kemur í ljós að ein og ein pera hefur gefið sig. Og þá er þrammað í raf- tækjabúðina til að kaupa vara- perur. Og þá fer nú að vandast málin. Því hom- grýtis seríu- framleiðendurn- ir hafa af ein- hverjum ástæð- um örlítið breytt fram- leiðslunni á milli ára, peru- stæðin eru ein- um millimetra þrengri eða víð- ari en þau voru í fyrra, þannig að það er ekki hægt að fá vara- perur. Með öðr- um orðum, þig vantar 5 perur til að gömlu ser- íurnar fúnkeri, en þær fást bara ekki, það er hætt að fram- leiða þær. Þannig að þú þarft að kaupa nýjar jólaseríur með 500 perum í staðinn fyrir 5 varaperur. Og svona geng- ur þetta jól eftir jól. Niður með jólaseríuvara- peruframleið- endur! FOLKSINS Mannréttmdayfírlýsing Sameinuðu þj óðanna SERA YRSA ÞÓRÐARDÓTTIR SKRIFAR Til að mannréttindi séu öllum tryggð, verður fólk að þekkja til þeirra og vita hvernig þau virka. Við eigum bágt með að krefjast réttar sem er svolítið loðinn. Hvernig krefst ég þess að fá að vera hamingjusöm? Hvaða viðurlög eru við því ef ég fæ ekki að njóta þess réttar að fá atvinnu að frjálsu vali og hagkvæm vinnuskilyrði, sbr. 23. grein. Samnmgana í gildi Við sem erum almennir borgarar, þátt- takendur í lýðfrjálsu samfélagi, eigum að æfa okkur í því að hugleiða hverja grein mannréttindayfirlýsingarinnar og leita að því fólki sem nýtur hennar ekki. Það er trúlega einhver okkar á meðal sem þekkir yfirlýsinguna ekki, nýtur ekki tómstunda og lista, hefur ekki mannsæmandi laun og veit ekki hvað það er að vera aðili að lögum. Skoðana- frelsi er naumt skammtað, við mismun- um væntanlega fólki eftir kynferði, kyn- hneigð, uppruna og trúarbrögðum. Við bara tökum svo sjaldan eftir þeirri mis- munun því að þegar grannt er skoðað umgöngumst við fáa útlendinga, eða fólk sem andmælir okkur. Eg held ekki að við ættum að velta því fyrir okkur hvaða afleiðingar það hefði ef allir færu nú að Ieita réttar síns. Og við ættum alls ekki, að mínu mati, að fara að leita skilgreininga á því hvað flokkast undir mannréttindi og hvað ekki. Látum dóm- stólum það eftir og lögvitringum. Leyndardómur iiiennsktmnar Það er vitlaust gefið. Við núverandi kerfi og venjur í samfélagi okkar hér á landi er undir hælinn lagt að fólki sé kunnugt um rétt sinn. Það stóð til að allir fengju við fæðingu að vera jafnir og fá að lifa við það öryggi sem tryggir mannsæmandi líf, skoðana - og trú- frelsi, griðland, fjölskyldulíf og frjálsan persónuþroska hvers einstaklings. Þetta eru ekki nema orðin tóm fyrir þær fjöl- skyldur hér á Iandi sem eiga ekki húsa- skjól og mat. Konur fá lægri laun en karlar. Sumum útlendingum er vísað úr „Ég skora á stjórnvöld að kynna mannrétt- indayfirlýsingu Sameinuðu þjóðanna fólki á öllum aldri og minna okkur á hverju við höf- um lofað á erlendri grund. Þau loforð skulu efnd hér á landi, “ segir séra Yrsa Þórðardóttir meðal annars í ávarpi sínu. landi formálalaust og flóttamönnum synjað um hæli. Við eigum ekkert með að sitja ein að réttindunum og gauka þessum sannleika aðeins að eigin vinum og Ijölskyldu. Okkur sæmir að vera sniðug og upphugsa leiðir til að fólk sem við höfum kannski litlar mætur á eða þekkjum alls ekki, og kærum okkur ekkert um að kynnast, fái alla okkar virðingu og umhyggju. Kynmngax er þörf Eg skora á stjórnvöld að kynna mann- réttindayfirlýsingu Sameinuðu þjóðanna fólki á öllum aldri og minna okkur á hverju við höfum lofað á erlendri grund. Þau loforð skulu efnd hér á landi. Eg bið um liðsinni frjálsra félagasamtaka við að sýna hvernig á að fylgja yfirlýsing- unni eftir svo að við verðum virkir mannréttindasinnar. Við vitum ekki hvernig við þolum breytingarnar. Þær verða nefnilega örugglega heilmiklar. Það hljótum við að sjá, því að núna nýt- ur mannréttinda svo lítið við. Við eigum ekkert að sætta okkur við smá hluta af mannréttindum ýmsum til handa. We’re going for the full monty. Bankahneyksli ELIAS DAVIÐSSON SKRIFAR Strandgötu 31, 600, Akureyri Þverholti 14,105 Reykjavík Sími umsjónarmanns lesendasíðu: 460 6122 Netfang: ritstjori@dagur.is Símbréf: 460 6171/551 6270 Óskað er eftir að bréf til blaðsins séu að jafnaði hálf til ein vélrituð blaðsíða, 1000-1200 tölvuslög. Dagur áskilur sér rétt til að stytta lengri bréf. Auðvitað eru samningar um Iífeyris- greiðslur til bankastjóra Landsbankans og Búnaðarbankans hneyksli. Auðvitað er hægt að breyta þessum samningum ef báðir aðilar vilja. Einn bankastjóri Sverrir Hermannsson - sem langar í atkvæði smælingj- anna - sagðist skilja óánægju launamanna en ætlar nú samt að hirða gullið. Hann sagðist taka því sem honum væri rétt, sem sagt aðeins þolandi í málinu. Hinir fimm hirða, þegjandi. Athugum þó eitt. Það er ver- ið að beina markvisst ljóskastinu að bankastjórum ríkisbankanna. Þetta er m.a. gert til að undirbúa einka- Hnavæðingu þeirra. Þetta bragð hefur þegar sannað ágæti sitt. Þetta skýrir hvers vegna fjölmiðlar velta sér upp úr þessu máli. Þá hverfur sukkið eins og dögg fyrir sólu bak við trúnaðarvegg einkaeignar. Og þetta virkar. Því það sem sést ekki, er ekki til. Og það sem er gert bak við Iás og slá hjá „einkafyrirtækjum“, þ.m.t. sukkið er „einkamál" sem komi þér og mér ekkert við. Er ekki „eðlilegt” að for- stjórar svonefndra einkafyrirtækja búi við tíföld eða tuttuguföld kjör starfs- manna sinna? Fái verðbréf fyrirtækj- anna á lágu verði? Ríflega risnu? Ókeypis ferðalög til útlanda? Örlát líf- eyrissjóðsréttindi? Líftryggingu? Og geti keypt sér þingmann? landið? þjóðina? Hver eru t.d. kjör forstjóra olíufé- laganna, Flugleiða, tryggingafélaga, einkabanka, verðbréfafyrirtækja og stærstu útgerðarfyrirtækja? Er hugsan- leg að þau séu enn hærri, þótt leynt fari en þau hneykslanlegu kjör sem banka- ráðsmenn og bankastjórar hafa deilt með sér? Hvaðan taka þessir menn pen- ingana ef ekki frá mér og þér, þ.e. frá neytendum sem hafa engra kosta völ en að skipta við þessi fyrirtæki? Er ekki kominn tími til að hætta að pukrast um kjaramál, fjárfestingar og verðalagningu þessara einokunarfyrirtækja? VEÐUR Veðrið í dag... Norðaustan kaldi eða stíuningskaldi og slydda eða snjókoma norðvestanlands en annars hægari og skúrir eða slydduél. Kólnandi veður, einkum norðvestantil. Hiti 0 til 5 stig Reykjavík Akureyri Sun Mán mrý '15 SSA2 NNA4 NA2 VSV3 VSV2 NA3 NNA3 SSA2 N3 ANA2 NA3 ASA2 SA2 NNA2 NA3 NA3 S3 Stykkishólmur Egilsstaðir Sun Mán 1 NNA5 ANA3 NA4 NA3 VS2 NNA2 NA4 NA3 ASA3 Bolungarvík 5 Fös Lau Sun Mán o- -5 -10 5 o SSV3 V1 NNA2 NNV2 SV2 VSV3 N3 NNA4 SSA2 Kirkjubæjarklaustur °? Fös Lau Sun Mán —...................i-20 -15 -10 -5 ™NNA5 NA4 NA4 NA2 ANA3 NA4 NA4 NA3 A2 SV2 NA2 SSA2 VSV2 SV2 ANA2 NA2 SSV1 Blönduós Stórhöfði Sun Mán mm_ 15 ;s. ^ -10- NNA3 NA2 NA3 ANA2 ANA1 NA2 NA3 NA3 SSA1 Lau Sun Mán mms 10 - 5 o -5 VSV7 SV3 NA6 V3 V6 SV5 ANA6 N3 S4 Veðurhorfur næstu daga Linuritin sýna fjögurra daga veðurhorfur á hverjum stað. Linan sýnir hitastig, súluritið 12 tima úrkomu en vindáttir og vindstig eru tilgreind fyrir neðan. Færð á vegum Hálka er á Holtavörðuheiði. Á Vestfjörðum er snjóþekja á Steingrímsfjarðarheiði. Allir helstu þjóðvegir landsins eru greiðfærir. SEXTIU OG SEX NORÐUR

x

Dagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.