Dagur - 10.12.1998, Qupperneq 4

Dagur - 10.12.1998, Qupperneq 4
20-F1MMTVDAGVR ÍO. DESEMBER 1998 Dagur MENNINGARLÍFIÐ í LANDINU Nýj ar Andvökur Stephan G. Stephansson, bóndi og rithöfundur, er í hópi íslenskra höfuð- skálda. Stephan G. Stephansson. 1998. Andvökur - Nýtt úrval. Finnbogi Guðmundsson valdi. Skjaldborg, 313 blaðsíður. Stephan G. Stephansson (1853-1927), bóndi og rithöf- undur vestan hafs er í hópi höf- uðskálda íslenskra. Önnur út- gáfa á Ijóðasafni hans Andvök- um er fjögur stór bindi (Akureyri 1953-1958) og Bréf og ritgerðir hans eru líka fjögur væn bindi (Akureyri, 1938-1948). Sigurður Nordal gaf út úrval af Andvökum Stephans 1939 með andríkri inngangsritgerð, og hafa kynni íslenskra Iesenda af Stephani G. síðan verið mjög svo bundin þeirri útgáfu. Síðustu áratugina hefur Stephani G. verið sýndur sómi. Heimilið hans gamla vestur við Klettaljöll hefur verið endur- byggt af smekkvísi og segja má að drjúgur hluti af bújörð hans þar vestra sé fylkis- eða þjóð- garður sem fjöldi fólks heimsæk- ir á ári hverju. Fyrir þrem árum var alþjóðleg ráðstefna við há- skólann í Red Deer í Alberta að verulegu Ieyti helguð skáldinu og hér heima hefur Finnbogi Guðmundsson nú um langan aldur sýnt Stephani G. mikla ræktarsemi með margs konar út- gáfum, og má rétt skjóta hér inn í að fyrir nokkrum árum komu nokkrar ritgerða hans um Steph- an út í vandaðri þýðingu á ensku. Síðast en ekki síst ber að geta um Bréf til Stephans G. Stephanssonar I-III úrval. 1971- 1975, sem Finnbogi safnaði og gaf út. Andvökuúrval Finnboga er nýtt, eins og getið er um í bók- artitli, enda er þar sleppt „að kalla öllum þeim kvæðum, er Sigurður Nordal tók upp í sitt úrval“. Munu þeir sem einungis hafa kynnst ljóðum Stephans af þeirri bók sakna flests í þessari nýju útgáfu Finnboga. Hins veg- ar styrkist staða slíkra lesenda meira en Iítið hafi þeir bæði úr- völin við höndina og ugglaust hefur Finnbogi fylgt skynsam- legri stefnu í því að halda á önn- ur mið heldur en Sigurður Nor- dal gerði forðum. Finnbogi ritar inngang að kvæðunum sem ber heitið „Fel ei lýsigullið góða“. Er þar rætt um lífsviðhorf skáldsins og mat þess á sjálfu sér og eigin ljóða- gerð. Og því víða borið niður í Ijóðum og bréfum Stephans. Aldamótaárið síðasta hefur ekki alltaf legið vel á Stephani en þá felldi hann meðal annars eftir- farandi orð í bréf til Jóhanns Magnúsar Bjarnasonar: „Eg er hálfleiður á heiminum, öld hug- sjónanna er liðin í bráðina, öld ofbeldisins tekin við, og við hana hefi ég ekkert gott að sýsla. Af öllum smáþjóðum á að kúga þjóðerni, alheimurinn að verða Rússi eða Englendingur eða Þjóðverji, en það er sama sem að höggva á rætur heimsmenn- ingarinnar. Allar þjóðir, eins þær smærri, hafa lagt henni sinn skerf, sem engin önnur gat gert á sama hátt, einmitt af því að þær voru hver um sitt. Ein þjóð eða tvær, og menningin trénast. En svo verður það aídrei, líf og andi gengur aldrei svo sjálft fyrir ætternisstapa, aðeins heimsku- leg og blóðug tilraun í bráðina, sem strandar og klofnar fyrr en síðar.“ Þegar Stephan G. Stephans- son leit til nýrrar aldar var hann þegar orðinn glöggskyggn heim- spekingur og skáld og þess að vænta að Iandar hans sjái sér fært að hyggja að spekimálum Klettafjallaskálds á nýjum alda- mótum. A þeirri stund verður Andvökuúrval Finnboga Guð- mundssonar þeim stuðningur og leiðarljós. BÆKURl Sú nótt sem aldrei gleymist Hólar setja á jólamarkaðinn bókina Sú nótt sem aldrei gleymist, en þar er sögð hin stórkost- Iega og tregs- ára saga um Titanic-slysið árið 1912. Höfundur bókarinnar er Walter Lord en Gísli Jónsson fyrr- verandi menntskólakennari á Akureyri þýddi bókina. I frétt frá forlaginu segir að þetta sé án vafa sú ítarlegasta bók um Titanic-slysið sem um það hafi verið skrifuð. „Saga skipsins er hér sögð með orð- um þeirra sem komust af. Hún hefur hlotið einróm lof allra gagnrýnenda og lesenda og þykir sú bók er skýrir best frá afdrifum skips og far- þega,“ segir í frétt frá forlag- inu. Á kröppum öldufaldi Þennan titil valdi Jón Kr Gunnarsson á viðtalsbók um fjóra landskunna sjómenn, sem hafa frá mörgu og mis- jöfnu að segja. Þeir sem rætt er við eru Gísli Jóhann- esson frá Gauksstöðum í Garði, Jón Magnússon á Patreksfirði, Guðmundur Arnason á Sauðárkróki og Gunnar Magnússon í Reykjavík. Allir hafa þessir menn langan starfsferil á sjó að baki og hafa lifað fjöl- breytilegu lífi, barist gegn veðri og vindum, komist í hann krappan, en einnig fisk- að og siglt Ijúfari byr. Bókaútgáfan Skjaldborg gefur út. Chomský sjötugur Það var í sjónvarpsfréttum á Stöð 2 fyrir skömmu að mynd birtist af yfirveguðum rússneskum ung- mennum í atvinnuleit. Þau gengu hæversklega inn um dyr á ein- hverri vinnumiðluninni og yfir fréttinni baulaði fréttamaðurinn að þarna færu ungmennin eins og „hópur villihesta“, eða eitthvað á þá leið. Svo geta sumir frétta- menn talað um - rússnesk og önnur óæðri ungmenni - í þessu Iandi án þess að rekið sé upp ramakvein, jafnvel þegar dagur og nótt skilji að túlkun fréttamanns og staðreyndir myndanna líkt og var í þessu tilviki. Sumir íjölmiðlamenn standa fastir á þeirri skoðun að hér sé öllum hliðum mála komið á framfæri, báðir aðilar stríðandi fylkinga fái að koma sínum sjónarhornum á framfæri - einkum og sér í lagi af því að efnið er bara þýtt frá Reuters og öðrum útlenskum fréttastofum og útlendingar eru svo hlutlausir. Jú, jú mikil ósköp en hvaða gagn er að því að íraskir ráðamenn fái að segja (undir rós) að útflutningsbann- ið sé argasta mannvonska - þeg- ar fréttirnar eru rammaðar inn af háttsettum bandarískum embættismönnum? Þegar það þarf bandaríska mannréttinda- sinna til að minna okkur á, (og komast í sjónvarpsfréttir til að segja okkur það) það sem við þykjumst öll vita, en fáum eiginlega aldrei að heyra það, að írösk börn eru að svelta, veikjast og deyja? Fréttix háskalegar Fréttir eru stórhættuleg tæki. Það er t.d. alveg sama hvursu mikið ég veit að fólk var drepið í Persaflóastríðinu, hafi ljós- myndir í kollinum af brunnum líkum, Chomsky hefur haft geysileg áhrifá málvís- indi og stjórnmálaumræðu I gegnum tíðina eins og sást á heiðursvef sem MIT Press opnaði vegna sjötugsafmælisins. þá segir fréttaþokan í heilabúinu mér að í Persaflóastríðinu hafi engu blóði verið úthellt. Samt horfði ég samtals aðeins örfáar mínútur á CNN. Noam Chom- sky, sem varð sjötugur nú á mánudag- inn, hefur barist fyrir því að greiða úr fréttaþokunni með ítarlegum og djúp- hyglum rannsóknum á ýmsum átaka- MENNINGAR VAKTIN málum síðari hluta þessarar aldar, eink- um þar sem duldir hagsmunir valda- stéttarinnar í Bandaríkjunum hefur átt hlut að máli. Hann hefur verið einn öfl- ugasti gagnrýnandi ósjálfráðrar og hugs- unarlausrar fréttamennsku sem með- eða ómeðvitað þjóni hagsmunum valda- stéttanna.

x

Dagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.