Dagur - 15.12.1998, Side 4

Dagur - 15.12.1998, Side 4
20-ÞRIBJVDAGUR ÍS. DESEMBER 19 98 BRÉF TIL KOLLU Elsku Kolla. Hér hefur verið einmuna blíða undanfama daga. Krókusar og páskaliljur spretta upp um alla borg. Janfvel farfuglamir em átta- villtir. Þessi óvænti sumar- hiti mglar óneitanlega hrynj- andi mannlífsins. Menn em löngu byijaði að selja jólatré, en nú er hætta á, að þau skrælni í hitanum og verði til h'tillar prýði jóla- dagana. Það er að vísu búið að hengja upp jólaskraut í glugga og garða, en það er samt ósegjanlega asnalegt að föndra við jólaskraut klæddur stuttbuxum og sólblússu. Eg fór í mína daglegu gönguferð um borg- ina í morgun. Trén láta þó ekki gabba sig. Þau standa visin og grá, teygja æðrulaus kræklótta fingur upp til himsins á meðan þau biða vorsins. Laufin þekja ekki lengur gangstéttar og fylla niðurrennsli. Af moldu munu þau aftur upp rísa með vorinu. Fólk í draumalandi Þó að bílisminn hér sé yfirgengilegur, eru þó ekki allir, sem aka til vinnunnar. A leið minni um götumar geng ég fram á strætisvagna- stoppistöð. Þar er alltaf mikil örtröð snemma morguns. Hefurðu tekið eftir því, Kolla, að fólk, sem er að bíða eftir strætó, hefur alveg sérstakan svip. Það er alveg sama, hvort það er á Vesturgötunni eða í Washington. Eg veit ekki, hvernig ég á að lýsa því. Sumir eru kannski ekki alveg vaknaðir, eru enn í draumalandinu, óraljarri, ganga í svefni. Þeir heilsa ekki, hvað þá brosa, horfa bara í gegn- urrí mann, án þess þó að sjá. Alveg merkilegt. Árum saman stóð ég, eins og þetta fólk, snemma morguns og beið eftir strætó. Var að fara í vinnuna. Hvemig sem viðraði. Það var ekki alltaf sól eins og hér. Stundum var slydda eða þá norðangarri og hnédjúpur snjór. Mér fannst þetta ekkert óeðlilegt þá. Líklega hlakkaði ég alltaf til að fara í vinnuna. Það hlýtur eiginlega að vera. En núna hryllir mig við tilhugsuninni. Og þar sem ég var í þessum hugleiðingum í morgunsárið, þyrmdi allt í einu yfir mig. Eg fylltist skyndilega miklu þakklæti til guðs og manna fyrir þá hamingju að mega ganga hér um götur sjálfri mér tíl hughreystingar og andlegrar uppörvunar, þurfa ekki að fara í strætó á einhvern óyndislegan vinnustað, heldur ráða mínum degi sjálf. Fara heim í sturtu, setjast við skriftir, flytja erindi um Is- land í hádeginu og kaupa jólagjafir síðdegis. Allt svo skemmtilegt. Frá og með deginum í dag ætla ég að hætta að kvarta, Kolla. Eins og þú veizt, þá hef ég ekkert starf lengur. Þar af leiðandi hef ég engin laun og greiði þar með enga skatta. Iíannski er búið að svipta mig nafnnúmerinu líka. Eiginlega er ég ekki til, stundum jafnvel ekki fyrir sjálfri mér heldur. Eg heiti bara „maki“. Hugsaðu þér. Svona er nú komið fyrir mér, hinni sjálfstæðu konu. Þetta allt saman ergir mig oft, og þá verð ég afslcap- lega döpur. Ljós í myrkrinu Það er þó ljós í myrkrinu. Eg heiti enn mínu sama gamla nafni „Bryndís Schram". Enginn „Krókusar og páskaliljur spretta upp um alla borg. Janfvel farfuglarnir eru áttavilltir. Þessi óvænti sumarhiti ruglar óneitan- lega hrynjandi mannlífsins." getur tekið það frá mér, þó svo að það tíðkist ekki hér í landi, að konur gangi undir öðru nafni en eiginmenn þeirra. En nafnið mitt hefur svo sem bakað mér ýms vandræði á liðnum árum. Bara seinast í gærkvöldi kom bréf inn um lúguna, sem á stóð Hr. og frú Ambassador Schram. Þetta hlýzt af því að vera að þvælast ein um alla borg og skilja eftir nafnspjaldið mitt. Eg lét auðvitað bréfið hverfa hið skjótasta, og er ekki meira um það að segja. Þegar við Jón Baldvin vorum nemendur við Edinborgarháskóla forðum daga, vorum við önnur af tvennum hjónum við skólann. Þetta þótti svo merkilegt, að um okkur var skrifað í skólablaðið. Þar var Jón Baldvin nefndur Hr. Schram, eiginmaður Bryndísar. Eins og þú veizt, Kolla, þá er hann sein- þreyttur til vandræða, maðurinn minn, en svei mér þá, ef hann ætlaði ekki að murka lífið úr vesalings ritsjóranum, sem lofaði bót og betrun. Annað skipti gerðist það, að okkur var boðið til Portúgals að vera viðstödd vígslu Soaresar forseta. Jón Baldvin var þá nýorð- inn formaður Alþýðuflokksins og hafði farið geyst um öll Norðurlönd. Þótti bæði kjaftfor og óháttvís. Menn biðu því spenntir að vita, hvernig hann hegðaði sér í návist göfugra Evrópukrata. Jú,jú, það var ekki nóg með að hann væri kjaftfor og óháttvís, heldur Iíka ósvífinn. Hann hefði gert það af skömmum sínum að hafa í farteskinu „glamúrkvendi" ofan af Islandi og ekki mátt af henni sjá all- an tímann. En þrátt fyrir svona leiðindamisskilning í ókunnum löndum, þá ætla ég samt sem áður að halda dauðahaldi í nafnið mitt. Það er mitt haldreipi. Það sannar, svo ekki er um villzt, að ég er til. Og ég ætla líka að halda áfram að hafa nafnspjöld í töskunni minni, þó svo að það geti leitt til vandræða. Vand- ræðin snúast nefnilega oft upp í hin ótrúleg- ustu ævintýri. Nú er spáð kólnandi veðri á ný, og þá er loksins hægt að fara að hlakka til jólanna. Kær kveðja, þín Bryndís Náðug Vöxtur hefu frú ur gefið Náðuga frúin frá Ruzomber- ok, sem eru æviminningar Laufeyjar Ein- arsdóttur eftir Jónas Jónas- son. Hún var þekkt íþrótta- kona á yngri árum og gift- ist tékknesk- um manni, Jan Jed- licka, árið 1938 og hélt með honum til heimalands hans. Nasistar réðust inn í landið og síðar hremmdu kommún- istar það og biðu Jans grimm örlög. Laufey var fangelsuð og íslensk stjórnvöld skárust í málin. Hún býr nú í Reykjavík fjörgömul, og segir nú sögu sína í fyrsta sinn til að reisa manni sínum minnisvarða. Vafamál Vafamál eftir Atla Harðarson eru ritgerðir um stjórnmála- heimspeki og skyld efni. Þar Ijallar höfund- ur um ýmis álitamál í stjórnmála- heimspeki Vesturlanda. I lann ræðir og skýrir grund- vallaratriði í stjórnmálahugs- un eldri spekinga, svo sem af- stöðu Platons til lýðræðis, ójafnaðarstefnu Aristótelesar, hugmynir Hobbes um samfé- lagssáttmálann, skoðanir Lockes á hlutverki ríkisvaldins og viðhorf Hegels til sam- bands gildismats og ríkis. I umræðum um stjórnmál er ýmislegt haft fyrir satt að lítt athuguðu máli, svo sem orðaleppar um Iýðræði, jöfn- uð, fullveldi, leiðsögn sam- viskunnar og að kosningar endurspegli þjóðarvilja. Reynt er að sýna fram á að allt séu þetta vafamál. Fjögur rit Jóns Þorleifssonar Komin eru út fjögur ný rit eft- ir Jón Þorleifsson. Þrjú þeirra eru bæklingar um málefni líð- andi stundar: „Mannvit á villi- götum," „Fyrir hverja á ísland að vera?“ og „Fallandi vé.“ Þá hefur Jón sent frá sér ljóðabókina „Ofrjáls orð“ en í henni eru 30 ljóð. „Athyglisverðar“ bækur „Ofuráhersla dómnefndar á það athyglisverða umfram gæði er ekki heppileg. Nú er það svo að hver bók er at- hyglisverð á sinn hátt. Þetta á ekki hvað síst við um bækur þar sem flest fer úrskeiðis." verðlaunanna hafi verið hið athyglis- verðasta þótt það hafi ekki verið með öllu gott. Hver og ein bók sem tilnefnd er til Is- Iensku bókmenntaverðlaunanna á að vera líkleg verðlaunabók. Tilnefningar eiga að jafngilda gæðum. Þess vegna ætti dómnefndin ár hvert að skunda festulega á svið, og ef hún tilkynnir að hún hafi valið athyglisverðustu bækur ársins á hún um leið að leggja áherslu á að viðkomandi bækur séu fyrst og fremst athyglisverðar vegna gæða sinna. Það má ekki verða gengisfall á Islensku bókmenntaverðlaununum en svo mun fara ef valið hættir að snúast um gæði verkanna. Þá er búið að tilkynna um til- nefningar til Islensku bók- menntaverðlaunanna. Það er mikill vandi að stíga fram og til- kynna um val á bestu bókum árs- ins. Slíkt val ber vott um afdrátt- arlausa skoðun sem sennilega verður umdeild. Því lagði dóm- nefndin í fagurbókmenntaflokkn- um þunga áherslu á að hún væri einungis að velja athyglisverðustu bækur ársins. Ekki hefur dóm- nefndin þó sloppið við gagnrýni því þessa dagana er fátt meira rætt bókmenntamanna á meðal en val dómnefndar sem þykir sumpart sér- kennilegt. Ofuráhersla dómnefndar á það athyglisverða umfram gæði er ekki heppileg. Nú er það svo að hver bók er athyglisverð á sinn hátt. Þetta á ekki hvað síst við um bækur þar sem flest fer úr- skeiðis. Höfundar hafa ætlað sér að skapa góð og eftirminnileg verk en skiia frá sér dapurlegum afurðum. Hvers vegna svo fór þrátt fyrir einlægan vilja er oft athyglisverð stúdía. Eins getur klámrit verið hið athyglisverð- asta vegna þess að það opinberar sérkennilegan hugarheim þeirra sem að því standa. Svo má náttúrlega segja að val dómnefndar Islensku bókmennta- MENNINGAR VAKTIN

x

Dagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.