Dagur - 18.12.1998, Blaðsíða 9

Dagur - 18.12.1998, Blaðsíða 9
 FÖSTVDAGUR 18. DESEMBER 19 9 8 - 2S LÍFIÐ í LANDINU Höfundur Frankensteins Mary Shelley vareiri- ungis nítján ára þegar hún skrifaði söguna um Frankenstein sem hefurhaldið nafni hennará lofti. Lífs- hlaup skáldkonunnar einkenndist afmiklum áföllum. Foreldrar Mary Shelley voru af- burða einstaklingar. Móðir hennar var Mary Wollstonecraft, einn af frumkvöðlum kvenfrels- isbaráttu, og faðir hennar var William Godwin, áhrifamikill heimspekingur. Mary Wollsto- necraft lést einungis þrjátíu og átta ára gömul, tíu dögum eftir fæðingu dóttur sinnar. Eigin- maður hennar syrgði hana mjög en giftist fjórum árum síðar konu sem vinir hans töldu bæði illa gefna og þreytandi. Mary fyrirleit stjúpmóður sína en til- bað föður sinn. I bréfi til vinar síns lýsti Godwin ungri dóttur sinni: „Hún er einstaklega fram- hleypin, jafnvel hrokafull og mjög hugmyndarík. Hún er einkar fróðleiksfús og lætur ekki deigan síga hvað svo sem hún tekur sér fyrir hendur.“ Strax á unglingsárum hóf Mary að skrifa skáldsögur. Hún var sextán ára þegar faðir henn- ar vingaðist við skáldsnillinginn Shelley sem þá var tvítugur, gift- ur og tveggja barna faðir. Þau Mary urðu yfir sig ástfangin og áttu ástarfundi við leiði Mary Wollstonecraft en þangað hafði Mary iðulega Ieitað á æskuárum sínum til að njóta næðis. Fæðing Frankeiisteins Shelley var ábyrgðarlaus tilfinn- ingamaður. Hann var hrifnæmur eldhugi sem bjó ekki yfir vott af sjálfsaga og hafði einstæða hæfi- leika til að réttlæta fyrir sjálfum sér allar hæpnar gjörðir sínar. En hann vildi öllum vel og vilj- andi gerði hann engum illt. Reynar bar hann í brjósti barns- lega trú á mátt hins góða. Godwin dró enga dul á and- stöðu sína vegna samdráttar dóttur sinnar og hins unga skáldsnillings. I júlímánuði 1814 struku Shelley og Mary, sem þá var barnshafandi, til Sviss. Síðar settust þau að á ítal- íu. Mary fæddi dóttur sem lést tæpa tveggja vikna. Ari seinna fæddi hún soninn William sem hún unni ákaflega og þótti snemma mannvænlegt barn. Kvöld eitt þegar hjónin voru í heimsókn hjá Byron barst talið að eftirlætisumræðuefni Byrons, því yfirnáttúrulega og þeim möguleikum sem fælust í vis- undunum. Byron stakk upp á því að þau skrifuðu hvert um sig draugasögu. Framlag Mary var Frankenstein. Hún var einungis nítján ára þegar hún skrifaði bókina og skapaði frægasta skrímsli sögunnar. Sagan kom út árið 1818 undir nafnleynd. AI- mennt var álitið að verkið væri eftir karlmann. Walter Scott sem skrifaði mjög jákvæðan rit- dóm um verkið áleit Shelley vera höfundinn. Nokkrir rítdómarar hnéytaluðust ákaflega á bókinni sem hafði misst þijú börn. Hún flutti til Englands og helgaði sig uppeldi sonar síns, sinnti rit- störfum og lagði ríka áherslu á að skapa ljóma um nafn eigin- manns síns. Einmanalegt líf Mary skrifaði sex skáldsögur en engin þeirra naut viðlíka hylli og Frankenstein. Hún einbeitti sér af miklum krafti að því að koma verkum Shelleys á framfæri og skrifaði ítarlegar skýringar við Ijóð hans. Rúmlega fertug skrifaði Mary í dagbók sína: „Faðir minn lagði ríkt á við mig að verða mikilhæf og góð. Shelley ítrekaði það... En Shelley dó og ég var ein... Vináttuleysi mitt, hræðsla mín við að vera framhleypin og tregi til að koma sjálfri mér á fram- færi hefur gert það að verkum að ég bý við einmanaleika sem mér finnst að engin önnur mannvera hafi kynnst...“ Mary átti Percy, son þeirra Shelley, og gerði til hans vænt- ingar sem hann stóð ekki undir. Hún leitaði snillingsins í honum en fann ekki. I Percy bjó ekki vottur af ímyndunarafli eða skáldlegri hugsun. Honum datt aldrei neitt frumlegt í hug. Hann var rólyndur, vingjarnleg- ur, jarðbundinn maður sem var aldrei til vandræða. Percy reyndist móður sinni vel og síðustu árin sem hún lifði bjó hún á heimili hans og Jane, eig- inkonu hans. Miklir kærleikar voru milli Mary og Jane. Jane var mikill aðdáandi Shelley, sem hún hafði þó aldrei séð, og gerði herbergi á heimili sínu að minn- isvarða um hann. AHir sem stigu þar inn urðu að taka ofan í minningu skáldsins. Reyndar var slík lotning talin sjálfsögð í hópi þeirra sem þekkt höfðu Shelley. Ein vinkona Mary og Shelley frá æskuárum hafði þann sið að hneigja sig í hvert sinn sem ein- hver nefndi nafh Shelley. „Hann var ekki maður, hann var andi,“ sagði hún. Arið 1851 fékk Mary á stutt- um tíma nokkur hjartáföll sem lömuðu hana. Hún lést fimmtíu og þr*8Sa ara gömul. Eftir sem þeim þótti siðspillt, hrotta- leg og beinlínis andstyggileg. Með þessari bók skrifaði Mary Shelley sig inn í bókmenntasög- una og forðaði sér frá því að verða einungis þekkt sem dóttir foreldra sinna og eiginkona Shelley. Ástvinamissir I desember, sama ár og Mary hóf að rita Frankenstein, drekkti eiginkona Shelleys sér. Mary og Shelley giftu sig tveimur vikum eftir lát hennar. Dómstólar dæmdu Shelley óhæfan föður vegna siðlauss lífernis og börn- um hans var komið í fóstur. Þetta var hjónunum mikið áfall. Annað áfall var dauði dóttur þeirra sem lést einungis þriggja vikna gömul. Níu mánuðum síð- ar veiktist William sonur þeirra og lést þriggja ára gamall. Mary var óhuggandi. Hún var tuttugu og tveggja ára, hafði fætt þrjú börn og misst þau öll. Þessi reynsla markaði hana og rændi hana lífsgleðinni. Hún þjáðist af þungþmdi en öðru hvoru bráði af henni. I nóvember, sama ár og hún missti William, fæddist sonurinn Percy. Gleðin vegna Mary Wollstonecraft móðir Mary Shelley var stórgáfuð kona og einn helsti taismaður kvenréttinda. Skáldsnillingurinn Shelley. Mary kynntist hon- um þegar hún var sextán ára og bjó með honum í átta ár. Hann drukknaði tuttugu og sex ára gamall. fæðingar hans dofnaði næsta ár þegar Mary missti fóstur og hún tók að fjarlægjast eig- inmann sinn sem hún elskaði þó heitt. Shelley drukkn- aði í júlímánuði 1822. Líkami hans var brenndur að viðstöddum vinum hans. Einn þeirra, Edward Trelawny, hrifsaði hjarta Shelleys úr eldin- um og það var síð- an í vörslu annars vinar, Leigh Hunts. Mary bað Hunt um að gefa sér hjartað en hann neitaði og sagði harðorðu bréfi að hún ætti ekki skilið að fá það þar sem hún hefði brugðist eiginmanni sínum síðustu vikurnar sem hann lifði. Eftir þrýsting frá sameiginlegum únum lét Hunt þó loks undan og afhenti Mary hjarta Shelleys. Mary tók að trúa því að hún hefði brugðist eiginmanni sínum og fylltist sektarkennd. Hún hafði aldrei borið mótlæti vel og nú hafði hún ríka ástæðu til að dekra við sorg sína. Hún var tuttugu og fjögurra ára, ekkja dauða hennar fannst í skrif- borðsskúffu hennar duft vafið innan í silkiklút. Það var hjarta Shelley sem hún hafði aldrei skilið við sig. KB Mary Shelley árið 1840, rúmlega fertug. Vonbrigði og ástvinamissir höfðu þá sett mark sitt á hana.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.