Dagur - 18.12.1998, Blaðsíða 8

Dagur - 18.12.1998, Blaðsíða 8
24- FÖSTUDAGUR 18. DESEMBER 199 8 ■ HVAB ER Á SEYÐI? SDagfur Hafnarfjörður í hátíðarskapi Nú er komið að fjórðu og síðustu aðventuhátíðinni í Hellisgerði í Hafnarfirði. A hátíð ljóss og friðar Qalla Gunnar og Felix um vináttu- boðskap jólanna, einnig verður at- riðið úr hinum vinsæla barnasöng- leik Avaxtakörfunni og Skrýtla og trúðurinn Barbara hugsa upphátt um lífið og tilveruna, en þar eru þær Ólafía Hrönn og Halldóra Geir- harðsdóttir á ferðinni. Flensborgar- kórinn syngur jólalög og Jóla- drengirnir koma syngjandi með kynninum Ólafi Þórðarsyni (Ríó Tríó). Þórhallur Heimisson prestur í Hafnarfjarðarkirkju verður með hug- vekju og hver veit nema að Kerta- sníkir renni á kertalyktina. Dagskrá- in hefst kl. 15. Æðruleysismessa í Dómkirkj- unni Sunnudagskvöldið 20. desember verð- ur helgistund tileinkuð þeim er leita eftir tólsporaleiðinni að bata í áfengis- sýki sinni eða sinna nánustu. Edda Borg syngur jólalög við undirleik Bjöms Thoroddsen, Bjarna Svein- björnssonar og Gunnars Gunnarsson- ar. Sr. Jakob Agúst Hjálmarsson flytur hugleiðingu, sr. Anna Sigríður Páls- dóttir annast bænagjörð og sr. Jóna Hrnn Bolladóttir leiðir samkomuna. Dómkirkjan opnar kl. 20 til þess að fólk hafi tækifæri til að fá sér kaffisopa og spjall á undan og í lok helgistundar- innar verður veitt blessun og jólaljósið tendrað. Skítamórall hingað og þangað Hljómsveitin Skítamórall verður á ferð og flugi næstu dag spilandi og áritandi. A sunnudaginn árita þeir nýútkomna bók sína í Músík og myndum Mjódd frá kl. 14 - 15. Á mánudaginn árita þeir í Samtónlist í Kringlunni frá kl. 14- 15. LANDIÐ Skítamórall hingað og þangað Hljómsveitin Skítamórall verður á ferð og flugi næstu dag spilandi og áritandi. A sunnudagínn árita j>cír nýútkomna bók sína í Músík og myndum Mjódd frá kl. 14 - 15. Á mánudaginn árita jjeir í Samtónlist í Kringlunni frá ld. 14 - 15. Jólatónleikar Tónmenntaskólans Jólatónleikar Tónmenntaskólans á Ak- ureyri verða laugardaginn 19. desem- ber kl. 13.30 í Lóni, Hrísalundi 1 a. Yngri og eldri nemendur koma fram og leika jólalög og aðra tónlist á hin ýmsu hljóðfæri. Allir eru velkomnir. Kórakvöld í Keflavíkurkirkju Á sunnudagskvöldið verðuf kórakvöld í Keflavíkurkirkju. Þar munu þrír kórar sem allir starfa í Keflavík flytja tónlist tengda aðventu og jólum. Aðgangur er ókeypis. í göngugötunni Anna Richards gerir jólahreingerningu 1 göngugötunni á Akureyri f dag milli kl. 16.30 og 17. Pétur Gautur Sýning á leikritinu Pétur Gautur er nú í fullum gangi hjá Leikfélagi Akureyrar. Súkkat íIðnó Sá rammíslenski dúett Súkkat heldur útgáfutónleika sína í hinu rammreykvíska Iðnó annað kvöld. Diskurinn nýi, sem hlaut nafnið Ull, hefur fengið afbragðsfína dóma og m.a.s. verið kallaður sá besti af þremur plötum þeirra og mun þá miklu til jafnað enda hefur þjóðin fallið kylliflöt fyrir nokkrum lögum þeirra félaga. Dúettinn skipa þeir Hafþór Ólafsson og Gunnar Örn Jónsson en þeir verða ekki einir á sviðinu í Iðnó. Þangað mæta og spila með þeim Rúnar Marvinsson, yfir- kokkur í Iðnó, Birgir Bragason, Gunnar Erlingsson, Kommi, Guðlaugur Óttars- son, Lárus Grímsson, Hörður Bragason, Gísli Víkingsson, Eyjólfur Alfreðsson, Einar Pálsson og Jens Hansson. Tónleikarnir hefjast kl. 22 og kostar miðinn 1200 kr. wwwvisir is FYRSTUR WIEÐ FRÉTTIRNAR mælirmeð... • •• frumlegum jólagjöfum. Finnið eitthvað sem ekki er aug- lýst, ekki á tilboði, ekki venjulega gefið í jólagjöf. • •• glögg og gleði en gleymum þó ekki að taka bara leigubíl heim ef þannig stendur á. Þú tryggir ekki eftirá. • • • söng barnanna í kirkjutröppunum á Akureyri á sunnudag klukkan 19.00. Þeir sem ekki eru komnir í jólaskapið nú þegar ættu að útbúa sér kyndil og lýsa upp skammdegið um leið og hlustað er á börnin syngja jólalögin í tröppunum. • •• jólapökkum fyrir bágstadda og ekki bara jólapökkum, heldur alvöru stuðningi við líknarfélög sem styðja við og hjálpa bágstöddum lyrir og um jólin. • • • fallegum myndum Frans Widerbergs á efri hæð Café Kar- ólínu. Tíu skemmtilegar litógrafíur tengdar Pétri Gauti eftir Henrik Ibsen. • • • tillitssemi, jafnt í umferðinni, verslunum og öðrum stöð- um þar sem örtröðin verður um þessa síðustu helgi fyrir jól þegar allir þurfa að gera allt ... í einu. Brosum til þeirra sem eru á und- an okkur í röðinni og bíðum glöð og róleg eftir því að röðin komi að okkur. Gefum sjéns í umferðinni. Verum glöð. Hi/að er á seyði? Tónleikar, sýningar, fyrirlestrar o.s.frv... Sendu okkur upplýsingar á netfangi, í símbréfi eða hringdu. ritstjori@dagur.is / fax 460 6171 / sími 460 6100 feþkb .úib. Kfiugöjí go ngiHiut -^ynil'jíjíí Frans Widerberg Á efri hæð Café Karólínu á Akureyri hefur verið sett upp sýning á verkum eftir einn þekktasta núlifandi listamann Noregs, Frans Widerberg. Litógrafíurnar tíu sem sýndar eru á Café Karólínu byggir Widerberg á efni leikritsins um Pétur Gaut eftir Henrik Ibsen. Sýningin er sett uþp fyrir tilstilli norska sendiráðsins í Reykjavík í til- efni af uppfærslu Leikfélags Akureyrar á verkinu. Widerberg sækir efnivið sinn í eftirfarandi atriði úr verkinu: Pétur segir móður sinni frá hreindýrsreiðinni (úr 1. þætti), brúðarránið (úr 2. þætti), dauði Ásu (úr 3. þætti) og Pétur Gautur hittir Anítru (úr 4. þætti). Ætlunin er að sýningin standi allan þann tíma sem Pétur Gautur verður á fjölum Samkomuhússins. 2f VÍKINGI vikun. 18. des. til 24. des. Stjómandi listans er j iÞróinn Bjömsson slR. LAG FLYTJANDI í Erase / rewind Cordigans 2 When you are gone Brian Adams & Mel C 3 1 Love the whay you love Boyzone 4 Tripicolia Beck 5 Fly amay Lenny Kravitz 6 Ástarfór Land og synir A* 7 Bíddu pobbi Sóldögg 8 Last Cristmas Rap Allstar 9 II you by this record The Tamperer 10 Until the time is through Five 11 Malibu Holes 12 Travel to ramantic Ase of base 13 Enjoy yourself A+ 14 Would you Touch and go A* 15 If 1 ever Tanita Tikaram 16 Big Big World Emilia 17 Ninety nine John Forte 18 Goodby Spicegirls 19 Breyttir tímar Á móti sól An 20 Falling apart Bang Gnng 1 VIKA AIISTA 16 Listinn er spilaður á föstudögum milli kl. 20 og 22 Hlustaðu á Frostrásina í beinni á internetinu http://nett.is/frosrasin 1 E-maiL frostras@nett.is • Stjórnandi listans er Þráinn Brjánsson tkUQLtt iíIíOOÍi tiiriua^

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.