Dagur - 19.12.1998, Page 6

Dagur - 19.12.1998, Page 6
22 - LAUGARDAGUR 19. DESEMBER 199 8 D^ur LÍFIÐ í LANDINU „Minn maður var á leið í samkvæmi, hitti félaga sinn sem var búinn að ákveða að brjótast inn en minn maður nennti ekki að fara með. Þeir hittust svo seinna um nóttina og kunninginn gafmínum manni skópar, en hann hafði brotist inn í skóbúð. Næsta dag þurfti svo minn maður að fara til rannsóknarlögreglunnar til að sækja lykla að bílnum sínum en lögreglan hafði verið að skoða bílinn hans. Einn rannsóknarlögreglumaðurinn rekur fyrir tilviljun augun í skóna..." og þar með varð maðurinn að játa á sig innbrotið. Ekki gat hann sagt til vinar síns. Nýleg íslensk mnn- sókn sýnir aðum 12% fanga segjast einhvem tímann á glæpaferlin- um hafa lagtfram falskajátningu... Jón Friðrik Sigurðsson, sálfræð- ingur Fangelsismálastofnunar, hefur nýlega lokið við doktors- ritgerð um falskar játningar á Is- landi og hefur svo viðamikil rannsókn á fölskum játningum ekki áður verið gerð. Jón Friðrik hitti hvern einasta mann sem settur var i fangelsi á Islandi á árunum 1991-95, talaði samtals við 509 fanga auk 108 ungra sakamanna sem fengið höfðu skilorðsbundna ákærufrestun (þ.e. ekki komið fyrir dómara). Svarhlutfall var ótrúlega hátt, um 96% fanganna samþykktu að svara spurningum sálfræðings- ins, og þegar Dagur heimsótti Jón Friðrik niðri á Fangelsis- málastofnun sagðist hann oft hafa verið spurður að því í út- Iöndum hvað hann hafi eigin- lega gert til að fá fangana til að taka þátt... Hingað til hafa flestar kann- anir á fölskum játningum verið tilviljanakenndar, þ.e. byggðar á sögum fólks sem hefur dregið játningar til baka fyrir dómstól- um og þá yfirleitt vegna alvar- Iegra glæpa, s.s. morða eða hryðjuverka. Af þeim 481 fanga sem Jón Friðrik talaði við voru 52 sem sögðust hafa lagt fram faiska játningu. Einungis um þriðjungurinn drógu játninguna einhvern tímann til baka. Við- talsaðstæður Jóns Friðriks voru hlutlausar, þ.e. menn vissu ekki að hann væri sérstaklega að kanna falskar játningar þar sem sú spurning var falin innan um aðrar spurningar, og því má gera ráð fyrir að niðurstöðurnar gefi raunverulegar vísbendingar um það hversu algengar falskar játn- ingar eru. Forðast gæsluvarðhald eða yfírhylming En hvers vegna í ósköpunum játa saklausir menn á sig brot? Fyrir því eru ýmsar ástæður samkvæmt rannsókninni. Um helmingurinn gaf þá skjringu að þeir hefðu játað á sig sök vegna þrýstings lögreglu eða til að forðast að lenda í gæsluvarð- haldi. Hinn helmingurinn gaf upp þá skýringu að tilgangurinn hefði verið að vernda hinn seka og koma í veg fyrir að hann yrði ákærður eða handtekinn. Aðeins örfáar konur (7) voru í hópi fanganna sem höfðu lagt fram falska játningu en engin þeirra gerði það til að forðast gæslu- varðhald, allar nema ein sögðust hafa játað ranglega til að hylma yfir öðrum. „Þegar menn voru að hylma yfir einhverjum var það langoftast einhver sem þeir þekktu vel, vinur, kunningi eða ættingi." Fáir játa af hræðslu Otti manna við að hér sé kom- inn upp gegnrotinn undirheim- ur ofbeldis og fíkniefna endur- speglast því ekki í þessari rann- sókn. Einungis tveir af 52 sögð- ust hafa játað á sig ranga sök af ótta við hefnd gerandans. „Það kom mér kannski mest á óvart hvað það voru fáir sem sögðust vera hræddir við gerandann. Það voru bara tveir og í öðru dæm- inu var það fyrirfram ákveðið. Sá sem sagði mér söguna var á bar og til hans kom maður sem hann skuldaði pening fyrir fíkni- efnum. Maðurinn bað minn mann að taka á sig innbrot sem hann var að fara að fremja - ef eitthvað færi úrskeiðis," m.ö.o. þá átti maðurinn að greiða skuldina með þvf að taka á sig innbrotið ef það misheppnaðist. „Maðurinn kom svo aftur til hans og lét hann fá skóna sína því þegar hann fór af innbrots- staðnum áttaði hann sig á því að hann hafði skilið eftir fótspor.“ Upp komst um innbrotið en því má bæta við að þessi maður er einn þriggja bræðra sem tóku þátt í rannsókninni, allir með sína fölsku játninguna hver. Andfélagsleginneð langan sakaferil - Aíím þeir eitthvað sérstakt sam- eiginlegt, þeir fangar sem höfðu lagt fram falskar jútningar? „Það sem gerir þá frábrugðna öðrum föngum eru persónu- Ieikavandamál, andfélagsleg hegðun og langur sakaferill. Þeir eru líklegri til að láta undan þrýstingi og líklegri til að segja bara „já“ til að losna út úr yfir- heyrslu. Þeir byrja að meðaltali fyrr í afbrotum og komast fýrr á sakaskrá. Þeir eru að meðaltali fimm árum yngri en aðrir fangar þegar þeir koma fyrst í fangelsi, þeir hafa fengið fleiri dóma og hafa dvalið lengur í fangelsi en hinn hópurinn. I raun og veru má draga þá ályktun að það að játa á sig sök saklaus sé orðinn hluti af afbrotaheðgun þessara einstaklinga og það er meginnið- urstaða rannsóknarinnar." - Það felst sem sagt engin gagnrýni t þessu á rannsóknarfer- ilinn innan lögreglunnar? „í raun og veru ekki. Yfir- heyrslur eru stressandi í sjálfu sér og það er ekkert óeðlilegt. Sá grunaði vill gjarnan Iosna undan álaginu sem fylgir yfirheyrsl- unni.“ Vandræðaleg játning Stór hluti játninganna komu sem sagt til vegna þess að menn töldu einfaldlega ekki rétt að segja til vina sinna. Jón Friðrik riíjaði t.d. upp dæmi af ungum strák sem átti þá þegar langan sakaferil að baki. „Vinur hans hafði brotist inn í fyrirtæki og stolið tölvu. Hann bað strákinn um að taka á sig þennan þjófnað sem greiða og sagði honum ca. hvar fyrirtækið var til húsa. Vin- urinn var eldri félagi og það mun hafa verið nokkuð algengt í þessum hópi að biðja þá yngri að taka á sig afbrot. Nú, hann játaði þetta á sig og kom fyrir dómara. Dómarinn var eitthvað í vafa um sekt drengsins og spyr: Hvað gerðirðu við það sem þú stalst? Strákurinn áttaði sig ekki alveg á því hvað var að gerast. Sá fyrir sér tölvu og skjá og sagðist bara hafa hent henni, tölvan hefði verið svo þung að hann hefði ekki getað rogast með hana. Þá horfði dómarinn í augu hans og sagði: „Já, vinur, svona reiknivélar eru fjandi þungar.“ Þótt augljóst væri að drengurinn hafði hvergi verið nálægt þessu innbroti sagðist hann hafa verið dæmdur fyrir þennan þjófnað. 1 þessu tilviki var verið að dæma strákinn fyrir fleiri afbrot á sama tíma og segir Jón Friðrik það hafa verið býsna algengt að menn teldu að eitt brot til eða frá skipti litlu máli. „Það er viðurkennd dómsvenja að veita magnafslátt," segir Jón Friðrik og því voru aðstæður stundum þannig að játningin breytti engu fyrir þann sem ját- aði. Ef verið var t.d. að dæma hann fyrir tíu innbrot þá breytti litlu að bæta því ellefta á sig. En ef sá seki var á skilorði þá gat þetta eina afbrot orðið til að hann færi beint í fangelsi. „Margir sögðu að þetta væri bara prinsipp: Þú segir ekki frá. En ég held nú að hún sé meira í orði en verki - þessi samkennd afbrotamanna." Tvöföld bróðurvemd Almenningur, sem sjaldan kemst í kast við lögin og þekkir lítt til

x

Dagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.