Dagur - 19.12.1998, Page 11

Dagur - 19.12.1998, Page 11
LAUGARDAGUR 19. DESEMBER 1998 - 27 Xk^iir- Maftar UMSJÓN: VIGDÍS STEFÁNSDÓTTIR Þorláksmessuskata Hjá mörgum kemurekk- ertajinaðtil greina en að borða skötu áÞorláks- messu og ilminn legg- uryfirnær- liggjandi hús. Sumum finnstað vísu lyktin ekki sem best... Mörgum þykir skatan góð og er það orðin hefð að borða hana á Þor- láksmessu, en sá siður er upprunn- inn á Vestfjörð- um. Hún var löngum vel kæst og stundum svo að halda þurfti fyrir munninn þegar hún var etin, en nú er hún yfirleitt ekki eins mikið kæst. Óskar Guð- mundsson, fisk- sali í Sæbjörgu, segir Vestfirðing- ana sækja í tinda- bykkjuna, enda hún mest veidd þar. „Lyftinga- mennirnir, þunga- vigtarmennirnir, f skötunni vilja ekki salta hana, heldur kæsa hana mikið.“ Um það hvemig maður þekkir góða skötu frá vondri, segir Óskar: „Það eru tveir flokkar manna sem kaupa skötu. Annar hópurinn þekkir skötuna og það er ekki nokkur leið að plata inn á hann lélega skötu en hinn hópurinn, þeir sem ekki þekkja inn á hana, þeir verða bara að treysta því að þeim sé sagt rétt til.“ Óskar heldur skötudag síðasta laugardag fyrir jól og þar sem fjöldi manna kemur við sögu. „Stundum kemur fólk innan af göt- unni, gengur á lyktina og ég hef haft 20-30 manns í skötuveislu,11 segir Óskar. Ekki í kot vísað hjá Sverri Seint í desember blótar Sverrir Hermanns- son Þorlák og býður þá til sfn matmönnum í skötu. „Eg fæ alltaf senda til mín skötu að vestan og hér koma 12-14 manns. Þetta eru ekki allt Vestfirðingar, en þeir sem ekki vilja skötuna geta fengið feitt Hólsfjallahangikjöt, harðfisk, smjör, rúgkökur, rúgbrauð og svo síld.“ „Það er ekki vandasamt að matreiða skötu," heldur Sverrir áfram. „Eg er fæddur og uppalinn við þetta í Ögurvík á Svalbarða, þar sem faðir minn kæsti skötu á haustin en hún var ekki hirt nema til þess. Þegar hún Skatan afgreidd í fiskbúðinni Sæbjörgu þar sem Óskar Guðmundsson ræður ríkjum. hafði verið veidd, voru börðin skorin af henni, því annað er ekki nýtilegt. Sett í rimlakassa og látin kæsast fram til Þorláks- messu. Þessi skata var mikið kæst, oft svo að við þurftum að halda fyrir nefið til að geta borðað hana, en þetta var alltaf mikil tilhlökkun.“ Sverrir sagði skötuna hafa ver- ið soðna í geysistórum potti með mörfloti. Borðuð heit með kart- öflum „og svo voru afgangarnir, sem voru oftast miklir, steyptir með mörnum í mót og notaðir ofan á brauð. Þetta entist í 2-3 mánuði og þótti hið mesta lostæti, vinsælasta álegg sem við fengum. Soðin skata með kartöfl- um og hamsatólg, upp- skrift Sverris Hermannssonar Skatan skorin í hæfilega bita, sett í pottinn við suðu og soðin í ca 10-12 mín. Hamsatólgin helst brædd í vatnsbaði til að forðast brækju (of- hitnun). Skemmtileg og vel heppn- uð máltíð ef skatan er vel kæst og rétt útvötnuð. „Perla hins mengaða sjávar- fangs“ I skötustöpp- una sem stendur undir nafhi, álíta menn að að- eins kæst vest- firsk tinda- bykkja og gamall hnoð- mör geti leikið þar titilhlut- verk. Þó ber að geta þess að gjarnan setja menn saltfiskaf- ganga, jafnvel siginn fisk, saman við all- an bræðinginn þar til úr verð- ur sælgætið sem Úlfar á Þrem frökkum hefur gert heimsfrægt á Islandi. Skötu- kæfa í bókinni Matarást er að finna upp- skrift að skötukæfu og er hún svohljóðandi. 250 g kæst skata, soðin, 200 g kartöfl- ur, soðnar og afhýddar, 200 g smjör (eða bráðin tólg), nýmalaður pipar. Skatan stöppuð saman við kartöflurnar og lint smjörið meðan hún er heit. Kryddað duglega með pipar og kælt vel. /I' r, A'd SKntstofu Sæ- fuðmundsson, i tjggáksmessu. MflTflR- MOLAR Málamatur... Hjónin borða hangiket, hjúin svöng það vita, smalinn sárt afsulti grét, samtfékk engan bita. Þetta var kveðið fyrr á öldum þegar sultur var algengur og sparnaður mikill áhafður, sér- staklega við vinnufólk og sveitalimi. Stundum sultu þeir sem síst máttu við því, börnin og ómagarnir, þó svo húsbændur héldu sig bæri- lega. Málamatur á 18. öld var venjulega hræringur úr grasa- graut og súru skyri (nýju á sumrum) með mjólk útá norð- an lands. A Suðurlandi tíðk- aðist víða að hafa flóaða mjólk á morgnana og einn spón útí af súru skyri. I sjávarsveitum var oft fiskæti í allar máltíðir, grásleppa á vorin, kútmagar, hausar með lifur og fl. Þó keyptu menn sér skyr og sýru úr sveit fyrir fiskæti. Fátæk- lingar gerðu sér og grauta úr grásleppuhrognum, strokkuðu þau, hleyptu í suðu með vatni og létu ákast útá. Grautur þessi þótti ætíð harðindamat- ur, en vel etandi ef hann var bættur með sýru. Af skepnum var allt notað sem notað varð. Fiskar voru hafðir til matar eins og gerist og fátt annað og hákarl og hákarls- stappa var ætíð í mildum met- um. Bein öll og uggar, haus- bein, roð og dálkar úr fiskum var sett í súr og notað til mat- ar. Stundum var gerður bruðningur úr fiskbeinum, dálkum og uggum, var þetta annaðhvort soðið afarlegni, þar til beinin voru orðin meyr eða þá sett í tunnu með botn- um í báðum endum, en annar botninnn með götum á. Bruðningur þótti ólystugur harðindamatur. Við sjóinn var fiskur oftast borðaður nýr, en almennara var þó að lofa að slá í hann og voru til þess dæmi að menn hengdu hann í Ijós til að ýlda hann. Hausar oftast etnir nýir og soðin lifur með. Kútmagar einnig fylltir með lifur og etn- ir nýir, annað hvort soðnir eða steiktir á glæðum. Hrognin voru hnoðuð upp í brauð með mjöli og gerðar úr soðkökur. (Úr ísl. þjóðháttum) V

x

Dagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.