Dagur - 05.01.1999, Blaðsíða 4
A1 o o o *- ct i\ ij r 1 '» u u rx f> n u » u fi
4 - ÞRIÐJUDAGUR S. JANÚAR 19 9 9
FRÉTTIR
Brenndist á læri
Annasamt var hjá lög-
reglu í höfuðborginni
um áramótin að því er
fram kemur í dagbók
lögreglunnar. Eins og
búast mátti við var
mikið um útköll að-
faranótt fyrsta dags
ársins og voru verk-
efnin margvísleg. Alls
voru bókuð rúmlega
600 verkefni á ofan-
greindum tíma. Sem
betur fer var ekki mik-
ið um slys vegna notk-
unar flugelda þótt
alltaf séu einhver til-
vik þar sem menn
hljóta brunasár.
Þannig slasaðist 11
ára piltur er flugeldur
sem hann hafði
sprakk. Hann hlaut
brunasár á innan-
verðu læri. Lögreglan
er ánægð að sjá hver-
su margir nota sérstök
hlífðargleraugu og
hefur það komið fram í því að fátítt er að einstaklingar hljóti augn-
skaða á þessum tíma sem áður var algengt.
Þótt góða skapið sé með í för hjá flestum borgarbúum á þessum
tímamótum er svo ekki hjá öllum. Af þeim sökum þurfti lögreglan að
hafa afskipti af einstaklingum í átökum bæði á heimilum og
skemmtistöðum.
Sem betur fer var ekki mikiö um slys vegna
notkunar flugelda þótt alltafséu einhver tilvik
þar sem menn hljóta brunasár.
Fjölmörg innbrot
Einstaklingur braut sér Ieið inní strætisvagn sem stóð við Hlemmtorg
að morgni fimmtudags. Hann var talsvert ölvaður og við leit fann lög-
reglan nokkurt magn af hlutum sem erfitt reyndist að gera grein fyr-
ir. Hann var því vistaður í fangageymslu og unnið úr því að koma þýf-
inu til skila.
Brotist var inní mynd-
bandaleigu í austurborginni
á fyrsta degi ársins. Einhveij-
ar skemmdir voru unnar og
stolið vindlingum. Brotist var
inní verslun á Laugavegi með
því að spenna upp glugga.
Stolið var peningum og áfen-
gi sem var í ísskáp á staðn-
um.
Þrennt var handtekið að
morgni nýársdags grunað um
þjófnað á ökutæki, árekstur
og afstungu.
Hald lagt á haglabyssur
Karlmaður var handtekinn að morgni nýársdags eftir að hafa verið í
slagsmálum í miðbænum. Við leit á honum kom í ljós að hann hafði
merkjabyssu innanklæða og skot. Hann var fluttur í fangahús Iög-
reglu.
Lögreglan lagði hald á haglabyssu eftir að tilkynnt hafði verið um
að fólki hafi verði ógnað með henni í gleðskap. Engin skotfæri reynd-
ust vera á vettvangi. Þá lagði lögreglan hald á aðra haglabyssu eftir
að karlmaður hafði ógnað sambýliskonu sinni með henni.
Fíkniefni og tól
Lögreglumenn á eftirlitsferð veittu athygli kyrrstæðri bifreið í Breið-
holti aðfaranótt mánudags. Við skoðun fundust ætluð fíkniefni og
neysluáhöld.
Lögreglan fór inní húsnæði á Laugavegi aðfaranótt mánudags þar
sem grunur Iék á fíkniefnaviðskiptum. Efni fundust á tveimur ein-
staklingum og voru þeir handteknir og fluttur í fangahús. Auk þess
fannst talsvert af neysluáhöldum.
Þá fór lögreglan inní hús í austurborginni í nótt og fundust þar ætl-
uð fíkniefni og meint þýfi. Einn maður var handtekinn og fluttur á
lögreglustöð.
FéH af svölum
Á þessu tímabili var tilkynnt um 28 bruna til lögreglu, flestir minni-
háttar þótt oft sé skammt í mikla hættu. Um miðnætti á nýársdag var
tilkynnt um eld á svölum húss í vesturbænum. Reyndist þar hafa
kviknað í fatnaði og öðrum hlutum. Slökkvilið kom á staðinn og
slökkti eldinn.
Stúlka var flutt á slysadeild eftir að hafa fallið af svölum á 2. hæð
húss í austurborginni. Málsatvik eru óljós en stúlkan kenndi til í baki.
Um helgina voru tilkynnt 32 umferðaróhöpp, þar af lenti ein lög-
reglubifreið í óhappi um miðjan sunnudag. Það voru 22 ökumenn
stöðvaðir vegna gruns um ölvun við akstur og jafnmargir sem sættu
kæru vegna hraðaksturs.
-ÍJpgur
„Samkenndin um velferð hvers og eins er þrátt fyrir allt svo samgróin íslenskri þjóðarsál að við viljum standa vörð
um þá skipan sem veitir öllum rétt til lækninga, hjúkrunar, umönnunar, menntunar og þroska, “ sagði Úlafur
Ragnar Grímsson forseti m.a. í nýársávarpi sínu.
Mannshuguriim
mesta orkuverið
Forseti íslands gerði
framtíðarmarkmiðm í
heilbrigðiskerfi Jijóö
ariimar og mennta-
kerfi að umræðuefhi í
nýársávarpi sínu.
„I aðdraganda nýrrar aldar þegar
rætt verður um ætlunarverk og
lífssýn einstaklinga og þjóða, þá
er eðlilegt að við spyijum um
framtíð þeirrar samfélagslegu
arfleifðar sem dugmiklar kyn-
slóðir færðu okkur að gjöf, um
framtíð þess samfélags sem sett
hefur heilbrigði og menntun
allra í öndvegi", sagði forseti Is-
lands, Olafur Ragnar Grímsson,
í nýársávarpi.
Samkenndm í þjóðarsálmni
í áralangri glímu um fjárhags-
vanda heilbrigðisstofnana hafi
e.t.v. verið vanrækt að spyija um
tilgang og markamið, um kjarna
þess: að þjónusta fólk í vanda.
Þegar veikindi knýi dyra séu
umræður um skattstiga og ríkis-
rekstur flestum fjarri. „Sam-
kenndin um velferð hvers og
eins er þrátt fyrir allt svo samgró-
in íslenskri þjóðarsál að við vilj-
um standa vörð um þá skipan
sem veitir öllum rétt til lækn-
inga, hjúkrunar, umönnunar,
menntunar og þroska“.
Viðvaranir
Forsetinn varpaði fram spurn-
ingunni: „Hvernig ætlum við að
tryggja að Islendingar verði
áfram í fremstu röð að kunnáttu
og hæfni?“ Undanfarin misseri
hafi þjóðin fengið margvíslegar
viðvaranir um að íslendingar
neðar í stigatöflu alþjóðslegs
samanburðar í gæðum og um-
fangi menntunar en flestir höfðu
vænst.
Á hinn bóginn sjáist þess ein-
nig fjölmörg dæmi á íslandi
hvernig menntun, þekking og
vísindi ráði nú úrslitum um vöxt
nýrra atvinnugreina, auðgi
mannlífið, Iistsköpun og menn-
ingu ásamt því að efla orðstír ís-
lendinga á sviðum sem æ meir
móti álit þjóða og áhrif. M.a.
hafi nýskipan tónlistamenntunar
fyrir fáeinum áratugum umbylt
listalífi landsins og hliðstæð þró-
un hafi orðið í leikhúslífi og öðr-
um listgreinum.
Mesta orkuverið
Við lok aldar sem fært hefur
mannkyni meiri tæknilegar fam-
farir en allar hinar fyrri til sam-
ans er það ótvírætt niðurstaðan
að mannshugurinn er mesta
orkuverið sem völ er á, að virkj-
un hans er haldbesta ávísunin á
hagsæld og velferð, að menntun
og þjálfun er ekki síðri kraftur en
sá sem felst í fallvötnum og iðr-
um jarðar,“ sagði forseti Islands.
Því sé brýnt að samstaða skapist
um að efla og styrkja menntun í
landinu. Forseti íslands, Ólafur
Ragnar Grímsson, lagði líka
áherslu á að við þurfum að finna
leiðir til að varðveita 1. desem-
ber og gera hann á ný að virðing-
ardegi íslendinga.
Fiimbogijónsson
forstjón IS i mars
Finnbogi Jónsson
framkvæmdastjóri
Síldarvinnslimnar
hefur verið ráðinn
framkvæmdastjóri ís-
lenskra sjávarafurða.
Stjórn íslenskra sjávarafurða
hefur ráðið Finnboga Jónsson
rekstrarhagfræðing, fram-
kvæmdastjóra Síldarvinnslunar á
Neskaupstað, framkvæmdastjóra
ÍS í stað Benedikts Sveinssonar,
sem tekið hefur við starfi fram-
kvæmdastjóra Iceland Seafood
Corp. í Bandaríkjunum. Finn-
bogi tekur við starfinu í byijun
marsmánaðar nk.
Finnbogi hefur átt sæti í
stjórnum ýmissa sjávarútvegsfyr-
irtækja, m.a. SÍF, Samtökum
fiskvinnslustöðva, SH, Coldwa-
Finnbogi Jónsson hættir að stýra
Síldarvinnslunni og tekur við sem
framkvæmdastjóri ÍS í marsbyrjun.
ter í Bandaríkjunum, Nord
Morue og Delpierre í Frakk-
landi, Félagi íslenskra fiskimjöls-
vérksmiðia. Uthafssiáv'arfanvi osj
stjórnarformaður í Íslandssíld og
Skagstrendingi. Finnbogi segir
aðdragandann að ráðningunni
mjög stuttan en hann segist hafa
verið framkvæmdastjóri Síldar-
vinnslunnar síðustu 12 ár og
bæði hafi verið kominn tími til
að skipta um starfsvettvang þótt
hann sjái eftir starfinu á Nes-
kaupstað og eins sé nýja starfið
mjög spennandi og jafnframt
kreijandi. Finnbogi telur að ÍS
eigi alla möguleika á að ná sér
upp úr þeim öldudal sem fyrir-
tækið hafi verið í að undanförnu.
Of snemmt sé þó að segja til um
hvort einhverjar breytingar verði
á æðstu stöðum f fyrirtækinu.
Finnbogi hefur verið stjórnar-
maður ( SH, en hann telur að
frekari umræður um sameiningu
sölufyrirtækjanna SH og ÍS sé
ekki á dagskrá en æskilegt væri
að auka samstarfið á einstökum
sviðum. GG