Dagur - 05.01.1999, Blaðsíða 13
ÞRIBJUDAGUR S. JANÚAR 1999 - 13
ÍÞRÓTTIR
Þrjú úrvalsdeildarlid
fallin úr bikarkeppn in n i
Japp Stam, leikmaður Manchester United, í baráttu um boitann við Brian
Deane hjá Middlesbrough.
Markalaust jafnteili
Leeds gegn utan-
deildaliðinu Rushden
& Dimond. Sout-
hamton stálheppið á
móti FuIIham. West
Ham fær annað tæki-
færi á móti Swansea.
Owen með sögulegt
mark á Vale Park.
Mörg undarleg úrslit litu dagsins
ljós í þriðju umferð ensku bikar-
keppninnar um helgina. Uppúr
stendur þó 0-0 jafntefli Leeds
við utandeildaliðið Rushden og
Dimond. Leeds, í toppbaráttu
úrvalsdeildarinnar, hafði skorað
21 mark í síðustu átta leikjum
sínum en nú var það hunda-
heppni sem færði þeim aðra til-
raun, á Elland Road, til að fram-
lengja líf sitt í bikarnum.
Utandeildaliðið, sem er 90 sæt-
um á eftir Leeds, í ensku deild-
unum, var mun sterkara í fyrri
hálfleik og átti þá m.a. skot í
stöng og hefði getað gert út um
leikinn.
„Svona eiga bikarleikir að
vera,“ sögðu þjálfarar liðanna,
Brian Talbot og David O’Leary,
sem urðu bikarmeistarar með
Arsenal fyrir 20 árum. O’Leary
bætti við að hann reiknaði með
að sitt lið ætti meiri möguleika á
heimavelli sínum í næsta leik.
Eyðumerkurganga Forest
heldur áfram
Þrjú úrvalsdeildarlið félllu út úr
bikarnum í þriðju umferðinni.
Nottingham Forest mátti þola
enn eina niðurlæginguna þegar
Portsmouth kom, sá og sigraði,
0-1, á City Ground í Notting-
ham. Dave Basset, stjóri Forest,
sagði upp eftir leikinn en seinna
var sú uppsögn dregin til baka.
Charlton og Middlesbrough
fylgja Forest út úr keppninni eft-
ir töp gegn Blackburn og
Manchester United. Blackburn
er á rjúkandi siglingu þessar vik-
urnar og fór Iétt með 2-0 sigur á
Charlton. Manchester United
þurfti hins vegar að hafa veru-
Iega fyrir 3-1 sigri sfnum á Midd-
lesbrough, sem náði forystu í
leiknum eftir enn ein mistökin
hjá Jaap Stam, sem bjó til mark-
tækifærið fyrir Andy Townsend,
þegar hann sat eftir þegar aðrir
varnarmenn gerðu Townsend
rangstæðan.
Hundaheppni bjargaði Sout-
hampton frá niðurlægingu á
heimavelli sínum, The Dell, þeg-
ar Kevin Keegan mætti með sína
menn í Fullham á svæðið. Egil
Östenstad náði að jafna leikinn,
1-1, liggjandi á vellinum á loka-
sekúndunum. Southampton fær
því annað tækifæri til að ldekkja
á Keegan, fyrrum stórstjörnu
sinni, í London.
Pylsuárás á Durkin dómara
Chelsea átti ekki í teljandi vand-
ræðum með annarrardeildarlið
Oldham. En 0-2 sigurinn var
samt ekki án dramatíkur. Paul
Durkin, dómari leiksins, varð
fyrir sérkennilegri árás þegar
hann bar saman bækur sínar við
aðstoðardómara. Pylsu, með öllu
tilheyrand,i var kastað í hann frá
stúkunni. „Mér brá skelfilega
þegar ég fann bleytuna, strauk
hnakkann og sá „blóð“, sem bet-
ur fer reyndist aðeins vera
tómatsósa þegar betur var að
gáð,“ sagði Durkin, sem fékk lög-
reglufylgd í burtu eftir leikinn.
Arásin verður Oldham að öllum
líkindum mjög dýrkeypt.
Watford náði forystunni á
White Hart Lane en það dugði
ekki til. Tottenham vann góðan
sigur, 5-2, sem hefði getað orðið
mun stærri ef Norðmaðurinn
Steffen Iversen hefði notað öll
færi sín til fullnustu. Hann lét
sér nægja tvö mörk í stað fimm
eftir færunum.
Michael Owen skoraði sögu-
Iegt mark gegn Port Vaie þegar
hann setti inn sitt fyrsta hikar-
mark, úr vítaspyrnu. Leikurinn
var reyndar fyrsti bikarleikur
Owens sem nú hefur skorað í
öllum keppnum sem hann hefur
tekið þátt í. Annars einkenndist
Ieikurinn af fautagangi heima-
manna á Vale Park. Öwen var
sárt leikinn og jafnan með tvo
öskupoka á sér hvar sem hann
var á vellinum. Það dugði þó
ekki til þegar hann lagði upp fal-
legasta mark leiksins, sem
Fowler skoraði á síðustu mínútu,
eftir snilldarleik táningsins. Þrjú
núll sigurinn var auðsóttur.
Stórleikur fjórðu umferðarinn-
ar verður því á Old Trafford þar
sem Manchester United tekur á
móti sérstökum vinum sínum,
Liverpool. — GÞÖ
Enski bikamm
3. umferd
Wimbledon - Man. City 1-0
Coventry - Macclesfield 7-0
Aston Villa - Hull 3-0
Oldham - Chelsea 0-2
Blackburn - Charlton 2-0
Leicester - Birmingham 4-2
Southampton - Fulham 1-1
Cardiff - Yeovil 1-1
Lincoln - Sunderland 0-1
Nott. Forest - Portsmouth 0-1
Rotherham - Bristol Rov. 0-1
Newcastle - Cr. Palace 2-1
Bolton - Wolves 1-2
Bradford - Grimsby 2-1
Bristol City - Everton 0-2
Crewe - Oxford 1-3
Bournemouth - WBA 1-0
West Ham - Swansea 1-1
Tottenham - Watford 5-2
Rushden & Dim. - Leeds 0-0
QPR - Huddersfield 0-1
Plymouth - Derby 0-3
Bury - Stockport 0-3
Sheffield Wed. - Norwich 4-1
Man. Utd - Middlesbr. 3-1
Port Vale - Liverpool 0-3
Wrexham - Scounthorpe 4-3
Tranmere - Ipswich 0-1
Southport - Leyt. Orient 0-2
Sheff. Utd - Notts County 1-1
Swindon - Barnsley 0-0
4. umferð
Sheff. Wednesday/Norwich -
Stockport
Wolves - Preston
Bristol Rov. - Leyton Orient
Wrexham - Huddersfield
Portsmouth - Rushden &
Dimon/Leeds
Oxford - Chelsea
Sheff. Utd/Notts County -
Cardiff/Yeovil
Swindon/Barnsley -
Bournemouth
Newcastle - Bradford
Leicester - Coventry
Aston Villa -
Southampton/Fulham
Blackburn - Sunderland
West Ham/Swansea - Derby
Man. Utd - Liverpool
Wimbledon - Tottenham
Everton - Ipswich
Knattspymuhetjiir í synd og sköntm
Paul Gascoigne er
ókrýndur viUikóngur
enska boltans. Jóla-
gleði knattspymn-
manna engar jólatrés-
skemmtanir. Mælir-
inn íulliir segir enska
knattspymusamband-
ið.
Enskir knattspyrnukappar hafa
verið iðnir við að verða sér til
skammar undanfarna mánuði,
bæði innan vallar og ekki síður
utan þeirra. Nú síðast var það
Jamie Carragher, varnarmaður
Liverpool, sem setti ljótan blett á
lið sitt að mati stjórnarmanna
Liverpool. Hegðun knattspyrnu-
manna í Englandi hefur verið
áhyggjuefni enska knattspyrnu-
sambandsins í langan tíma og
það hvatt félögin til að taka hart
á málum þar sem leikmenn, með
ósæmilegri framkomu sinni
skaða orðstír íþróttarinnar. Nú er
svo komið að mælirinn er fullur
og enskir áhugamenn um bolt-
ann eru búnir að fá nóg af hegð-
un nokkurra Ieikmanna. Þar fór
að sjálfsögðu fremstur gleðipinn-
inn hjá Middlesbrough, Paul
Gascoigne, sem nú hefur lofað
sjálfum sér og öðrum bót og betr-
un á hegðun sinni. Hér á eftir
fylgja nokkur dæmi um fáránlega
hegðun fyrirmynda ungviðsins,
knattspyrnuhetja í ensku úrvals-
deildinni.
Október 1997
Sjónvarpsstjarnan Davinia
Murphy var send alblóðug á
sjúkrahús eftir að fyrrum kærasti
hennar, knattspyrnumaðurinn
Ryan Giggs hjá Manchester
United, hafði brotið á henni nef-
ið. Það sem fór fyrir brjóstið á
Giggs var að hún hafði fundið sér
annan vin.
Nóvember 1997
Paul Gascoigne, sem þá lék með
Glasgow Rangers, var kærður til
lögreglu fyrir að míga á fyrrum
félaga sinn hjá Rangers, Danann
Erik Bo Andersen.
Maí 1998
Gascoigne til vandræða á tveggja
daga fylleríi með rokkstjörnunni
Rod Steward. Kærður fyrir að
hella úr bjórglösum yfir bargesti
auk þess að fara niðrandi orðum
um fólk.
Júní 1998
David Seaman hjá Arsenal og
Paul Ince hjá Liverpool urðu að
beita sauðdrulckinn Gascoigne
valdi til þess að hindra að hann
gengi í skrokk á Glenn Hoddle
landsliðsþjálfara. Astæða ætlaðr-
ar árásar var að Hoddle hafði
rekið Gazza úr landsliðshópnum.
Júní 1998
Vandræðagemlingurinn hjá
Aston Villa, Stan „The Man“
Collymore, barði kærustu sína,
Ulriku Johnson, til óbóta á veit-
ingahúsi í París. Gestir hússins
höfðu náð að stöðva Stan áður
en lögreglan kom á staðinn og
handtók kappann.
Ágúst 1998
Sheryl Failes, eiginkona Paul
Gascoigne, heimtar skilnað frá
kappanum eftir að hann hafði
margsinnis gengið í skrokk á
henni. Hin 33 ára gamla eigin-
kona hafði fengið nóg af drykkju-
skap og ólifnaði hetjunnar.
Október 1998
Góðvinur Paul Gascoigne sækir
hann meðvitundarlítinn, grát-
andi og skjálfandi á járnbrautar-
stöð er hann kom heim eftir
fjögurra daga gleðireisu til Ir-
lands. Knattspyrnumaðurinn var
lagður á sjúkrahús þar sem hann
afréð ganga nú út af hinum
breiða vegi Bakkusar og feta hinn
þrönga veg dyggðanna. Sú ganga
gengur vel sem stendur og verður
vonandi löng.
Jólin 1998
Southamptonleikmaðurinn,
Matt Le Tissiér fluttur á sjúkra-
hús eftir að gestur á veitingahúsi
hafði barið hann í hausinn með
bjórkönnu. Astæða árásarinnar
var að gestinum Iíkaði ekki að Le
Tissier daðraði við fáklædda feg-
urðardís er liðsmenn fögnuðu
einum af fáum sigrum sínum.
Jólin 1998
West Ham leikmennirnir Travovr
Sinclair og Neil Ruddock, hand-
teknir og látnir dúsa í dyflissu
eftir að hafa ráðist á tvítuga feg-
urðardís á bláum Mini. Stúlkan
átti leið framhjá næturklúbbnum
þar sem leikmenn West Ham
fögnuðu jólunum.
Jólin 1998
Jamie Carragher tekur eina af
nektardansmeyjunum, sem leik-
menn Liverpool höfðu fengið til
að skemmta á jólafagnaði sínum,
á löpp. Tveir af þeim áttatíu gest-
um sem boðið var á fagnaðinn
fengu sér einnig smá hopp hjá
dömunum. „Live Show“ félag-
anna var ekki á dagskrá skemmt-
unarinnar og fór mjög fyrir
brjóstið á fyrirliðanum, Paul
Ince, og fleiri leikmönnum.
Ekki fer sögum af því hvort tví-
menningarnir sem nutu ásta með
dansmeyjunum voru Roy Evarv
og Doug Livermore, cn þen
heiðruðu leikmennina með nær-
veru sinni. Enginn af núverandi
leiðtoguui !,/'nfins var á staðn-
lim. - GÞÖ