Dagur - 05.01.1999, Blaðsíða 11

Dagur - 05.01.1999, Blaðsíða 11
ÞRIOJUDAGUR 5. JANÚAR 1999 - 11 Tkypr ERLENDAR FRÉTTIR Með fjöldaframleiðslu og miklum og víðlendum markaði hefur tekist að gera tækin ódýrari og samkeppnin gerir samtölin einnig ódýrari. Hver er sannleiJmriim uiii farsímana? ODDUR OLAFSSON SKRIFAR Notkun GMC síma, eða farsíma eykst óðfluga. Kerfin byggja á öflugu neti stöðva sem ýmist eru í gervihnöttum eða á jörðu niðri. Sterkar raf- og geislabylgjur gera það að verkum að hægt er að nota litlu, handhægu vasasím- ana hvar sem er og ná sambandi við hvern sem er í sömu bygg- ingu eða hinu megin á hnettin- um. Sem geta má nærri hefur þessi handhæga samskiptatækni náð örri útbreiðslu og mikill og öflugur iðnaður tengist henni. Með fjöldaframleiðslu og mikl- um og víðlendum markaði hefur tekist að gera tækin ódýrari og samkeppnin gerir samtölin ein- nig ódýrari. Er því orðið á nær hvers manns færi, að eiga far- síma og nota hann ótæpilega. Um nokkurt skeið hefur verið uppi þrálátur orðrómur um að þessi handhægu tæki séu ekki með öllu hættulaus. Talað hefur verið um í hálfkæringi að farsím- arnir syðu heilann og valdi heilsutjóni. Hafnar eru vísinda- legar rannsóknir á skaðsemi far- símanna og benda niðurstöður til að með mikilli notkun geti þeir valdið heilsutjóni, yfirleitt vegna heilaskemmda. Þessi litlu handhægu tæki eru geysiöflug og taka við og senda raf- og geislabylgjur sem ná inn í hehann þegar tólinu er haldið þétt að eyranu. Þráðlausu sím- arnir með sfnum móðurmóttak- ara, sem mikið eru notaðir í heimahúsum, nota til að mynda fimm sinnum minni orku en GMC farsímarnir, og eru því hættulausir. Áróðursstríð Þegar er hafið eins konar áróð- ursstríð milli vísindamanna, sem telja að líkur bendi til að farsím- arnir séu skaðlegir heilsu þeirra sem þá nota. Fjársterkir fram- leiðendur og símafélög beita sín- um sérfræðingum fyrir sig til að sanna hið gagnstæða. Er jafnvel bent á að hér séu á ferðinni svip- aðar uppákomur og þegar farið ,lii i>ot9 6n nimdd var að benda á skaðsemi reyk- inga og þær taldar orsaka ýmsa sjúkdóma. I fleiri áratugi tókst tóbaksframleiðendum að heimta meiri og betri sannanir fyrir því að tóbaksreykingar yllu heilsu- tjóni og væru til dæmis orsaka- valdur krabbameins og hjarta- og æðasjúkdóma. Enn þann dag í dag reyna tóbaksframleiðendur að gera vísindalegar rannsóknir á skaðsemi reykinga tortryggileg- ar. Samt er farið að dæma þau til að greiða sjúkum reykingamönn- um háar fjárbætur fyrir að hafa Baksvið Framleiðendur breg- ast við á svipaðan hátt og tóbaksfram- leiðendur áður. Þeir segja tilraunimar óvísindalegar og marklausar. logið til um að reykingar væru heilsunni ekki hættulegar. Nú eru að koma fram á sjónar- sviðið einstaklingar, sem líkur benda til að orðið hafi fyrir heilsutjóni af völdum mikillar notkunar farsíma. Englending- urinn Ralph Mills ók mikið um Evrópu vegna starfa sinna. 1985 lét fyrirtæki hans honum í té far- síma og var hann notaður að meðaltali í hálfa aðra klukku- stund í 12 ár. Þá hætti sá víðförli að getað ratað um garðinn sinn, hvað þá annað. I ljós kom að hann var kominn með stórt heilaæxli ofan hægra eyrans. Mills er nú óvinnufær og er að undirbúa lögsókn á hendur fyrir- tækinu sem framleiddi símann og varaði ekki við að notkun hans gæti skaðað heilsu manna. Um 20 manns til viðbótar eru að undirbúa málshöfðun á svip- uðum grundvelli. Það fólk þjáist af heilaæxlum, minnisleysi og skaða á ónæmiskerfi líkamans. Allt er það rakið til mikillar notk- unar farsíma. V'arnir eru til Farsímaframleiðendur neita með öllu að nein hætta stafi af notkun framleiðslu þeirra. Þeir hafa látið gera eigin rannsóknir sem eiga að sanna að símar þeirra séu hættulausir. En líf- fræðingar og sérfræðingar í áhrifum geislunar á lífræna vefi komast að þeirri niðurstöðu að sitthvað bendi til að mikil notk- un farsíma geti verið orsakavald- ur nokkurra sjúkdóma í heila. Framleiðendur bregðast við á svipaðan hátt og tóbaksframleið- endur áður. Þeir segja tilraunirn- ar óvísindalegar og marklausar og heimta að niðurstöðum sé breytt þeim í hag. Eða að þeir neita að Iáta birta þær. I The Sunday Times er sagt frá 27 ára gamalli konu, sem mun vera ein af aðalframkvæmda- stjórum farsímafyrirtækis, sem ætlar að stefna framleiðanda síma sem hún hefur notað að minnsta kosti klukkusund á dag í nokkur ár. Hún þjáist nú af æxli í heila. Orbylgjur og geislun eiga greiðan aðgang að heilanum úr farsímum sem haldið er nánast upp að honum. Þótt ekki hafi tekist að sanna á óyggjandi hátt, að símar þessir geti valdið heilaskaða benda rannsóknir til að langvarandi höfuðverkur og annars konar óþægindi geta staf- að af óhóflegri notkun farsíma. Framleiðendur eru ekki alltof ör- uggir með að símar þeirra séu óskaðlegir, því þeir hafa gert til- raunir með að framleiða skildi sem settir eru á símana til að varna geislum sem frá þeim ber- ast að komast inn í heilann. Kannski verður framtíðin sú að allir farsímar verði búnir slíkum varnartólum. En eins og nú standa sakir er keppikeflið að gera farasímana æ fyrirferðar- minni og geislavarnarskildir á þeim stefna því í öfuga átt. Sú gamla fullyrðing, að far- símanotkun sjóði heilann er ekki alveg út í hött. Orbylgjuofnar hita og sjóða mat á örfáum mín- útum. Orbylgjurnar sem farsím- arnir gefa frá sér eru ekki alveg ósvipaðar, nema margfalt sterk- ari. En á meðan hvorki tekst að sanna né afsanna heilsuspillandi áhrif farsíma er réttast að fara að öiiu með gát og nota þá í hófi, sem dregur þá mjög úr hættu þeirrra, sé hún fyrir hendi. F • ji-■ yffi.t Frá Dole í forsetaframboð Elisabeth Dole eiginkona Bobs Dole, sem féll fyrir Clinton í síðustu forsetakosningum, mun sækjast eftir framboði á vegum Repúblíkana í forsetakosningunum árið 2000. Þetta hefur ekki verið tilkynnt op- inberlega, en nú hefur hún sagt af sér sem forseti Rauða kross Bandarfkjanna, en þeirri stöðu hefur hún gegnt síðan 1991. Er það talin glögg vísbending um að hún hyggist gefa kost á sér til framboðs. En hún hefur áður verið talið líklegt forsetaefni repúblíkana. Evran á fljúgandi ferð Mikil eftirvænting ríkti á Ijármálamörkuðum þegar þeir voru opnaðir f gærmorgun í fyrsta sinn á nýju ári. Evran var orðinn gjaldmiðill 11 þjóða innan Evrópusambandsins, sem telja 300 milljónir íbúa. Evran komst strax á fljúgandi ferð á evrópskum mörkuðum og reyndist gengi hennar vera 1,19 dollarar þegar opnað var en lækkaði lítillega þegar leið á daginn. Fjármálamenn eru ánægðir með að eng- ir óvæntir erfiðleikar komu í ljós við þessi miklu umskipti á peninga- mörkuðum, enda var búið að undirbúa umskiptin vel, þar sem evran mun keppa við bandarískan dollara og japanska jenið sem höfuðgjald- miðill heims. Þótt evran sé skráður og gjaldgengur gjaldmiðill í við- skipum eru skipti með hana eingöngu í rafrænu formi og á bréfum, en seðlar og mynt verða ekki gefin út fyrr en á miðju ári 2002. Auglýsing um prófkjör vegna alþingis- kosninganna 1999 Alþýðubandalagið og Alþýðuflokkurinn í Reykjavík hafa undirritað og staðfest samkomulag um opið prófkjör við val á framboðslista Samfylkingarinnar í Reykjavík við alþingiskosningarnar 1999. ( samkomulagi þessu segir: „Laugardaginn 23. eða 30. janúar nk. skal fara fram opið prófkjör vegna röðunar á framboðslista Samfylkingarinnar í Reykjavík. Allir stuðningsmenn Samfylkingarinnar sem lögheimili eiga í Reykjavík geta tekið þátt í prófkjörinu. Þátttaka í prófkjörinu telst jafngilda stuðningsyfirlýsingu við Samfylkinguna.“ „Hver flokkur fyrir sig velur 6-9 frambjóðendur á sinn lista með þeir- ri aðferð sem flokkurinn ákveður. Þeim tilmælum er beint til flokk- anna að flokksaðild verði ekki gerð að skilyrði fyrir kjörgengi. Flokk- arnir skulu skila tilnefningum sínum á hádegi laugardaginn 9. janú- ar.“ „Kosningin fer þannig fram að á kjörseðli er frambjóðendum hvers flokks raðað undir bókstaf flokksins í stafrófsröð. Kjósendur ákveða röð frambjóðenda þess flokks sem þeir kjósa, með því að setja númer fyrir framan nöfn frambjóðendanna (t.d. 1.2.3.4.) Atkvæði hvers frambjóðenda eru talin þannig að sá á hverjum lista sem hlotið hefur flest atkvæði í 1. sæti telst 1. maður þess lista. Sá sem hlotið hefur flest atkvæði í 1. og 2. sæti samanlagt telst annar maður o.s.frv.11 Til þess að finna hve margir frambjóðendur hafa verið valdir af hverjum lista inn á framboðslista Samfylkingarinnar og í hvaða röð skal fara þannig að: (Sveitarstjórnarregla) a. Deila skal atkvæðatölu listanna með tölunum 1.2.3.4 o.s.frv. Útkomutölur eru skráðar fyrir hvern lista. b. Fyrsta fulltrúa fær sá listi kjörinn sem hæsta útkomutölu hef- ur. Sú tala er síðan felld niður. Annan fulltrúa fær sá listi er nú hefur hæsta útkomutölu. Þessu skal fram haldið uns úthlutað hefur verið jafn mörgum fulltrúum og kjósa á. C. Nú eru tvær eða fleiri útkomutölur jafnháar þegar að þeim kemur skv. b og skal þá hluta um röð þeirra." „Kosningin er um níu efstu sæti framboðslista Samfylkingarinnar.1' „Aðilarnir eru sammála um þá sanngirnisreglu að hver flokkur hljóti minnst tvo af átta efstu sætum listans." „Aðilarnir eru sammála um að bjóða Jóhönnu Sigurðardóttur alþingismanni að skipa fjórða sæti listans." í samræmi við þetta samkomulag þá auglýsii^Alþýðuflokkurinn hér með eftir að þeir, sem hug hafa á að gerast þátttakendur á vegum Alþýðuflokksins í prófkjörinu, gefi sig fram við skrifstofu hans Hverfisgötu 8-10, fyrir kl. 17.00 þann 8. janúar 1999. F.h. Fulltrúaráðs Alþýðuflokksins í Reykjavík Pétur Jónsson, formaður

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.