Dagur - 05.01.1999, Blaðsíða 5
ÞRJÐJUDA GU R S. J A N Ú A R 1999 - 5
X^MT'
FRÉTTIR
Sex fábætur fyrir
ólðglega handtöku
Stefán Þorgrímsson, einn þeirra sem lögreglan handtók ólöglega við mótmælin á
Austurvelli: „Við erum ánægðir með fullnaðarsigurinn en ósáttir við refsinguna og
teljum að hún sé ekki nægilegt víti til varnaðar fyrir lögregluna." mynd: þúk
RíMð borgar 300 þús-
und krónur vegna til-
efnislausrar hand-
töku á mótmælendum
við Ansturvöll. Hand-
taka ólögleg ef ekki er
hætta á óspektum.
Hjörtur O. Aðalsteinsson hér-
aðsdómari hefur dæmt sex ein-
staklingum 50 þúsund króna
bætur hveijum auk dráttarvaxta
þar sem handtaka lögreglunnar á
þeim við mótmæli á Austurvelli
taldist ólögleg. Ekki er Ijóst hvort
ríkið áfrýjar dómnum, en að
óbreyttu felur dómurinn í sér
góðan sigur fyrir tjáningarfrelsið
og telur lögmaður sexmenning-
anna um fordæmismál að ræða.
Sexmenningarnir voru ásamt
tveimur öðrum á Austurvelli 16.
maí 1997, þar sem fram fór bein
sjónvarpsútsending „Good
morning America", hrópuðu
slagorð gegn ofbeldi og báru
mótmælaspjöld. A sama tíma var
fjölmenni á staðnum af fólki
ofan af Keflavíkurflugvelli í til-
efni sjónvarpsútsendingarinnar.
Lögreglan hafði um það skýr fyr-
irmæli frá Jónasi Hallssyni að-
stoðaryfirlögregluþjóni að „ljar-
lægja skyldi alla sem upphæfu
mótmæli og væru með óæskilega
háreysti“ og voru mótmælend-
urnir handteknir og fjarlægðir og
gistu fangageymslur í þrjá og
hálfa ldukkustund. A lögreglu-
stöðinni voru þeir yfirheyrðir,
gistu í fangaklefa og biðu drjúga
stund eftir ljósmyndara - voru
mótmælendurnir síðan ljós-
myndaðir. Sexmenningarnir telja
að stolt sitt sem þegna í lýð-
frjálsu Iandi hafi beðið stórkost-
legan hnekki.
Vildu harðari ávítur á lög-
regluna
Dómarinn taldi mótmælin vera
stjórnarskrárvarin. Svæðið hefði
ekki verið girt af eða að lagt hafi
verið að fólki að halda sig fjarri.
Ekki hafi heldur verið sýnt fram
á að athafnir sexmenninganna
væru til þess fallnar að valda
hættu á óspektum.
Asgeir Þór Arnason, lögmaður
sexmenninganna, segir að um
fordæmismál sé að ræða. „Þetta
er í fyrsta skiptið sem mótmæl-
endur fá bætur vegna mótmæl-
anna, en áður hafa menn fengið
bætur fyrir að hafa verið látnir
sitja of lengi inni. Núna var
handtakan sjálf tilefni bóta,“
segir Asgeir Þór.
Stefán Þorgrímsson, einn sex-
menninganna, segir í samtali við
Dag að þótt fullnaðarsigur hafí
unnist sé sigurinn þó ekki nógu
stór. „I niðurstöðum dómarans
er ekki nógu hart deilt á lögregl-
una, engar vítur eða alvarlegar
áminningar. Mér sýnist lítið mál
fyrir lögregluna að gera nákvæm-
Iega hið sama aftur ef því er að
skipta, því bæturnar eru smá-
munir. Mér finnst að það þurfi
að tryggja þetta betur með hert-
um viðurlögum, þannig að það
sé raunveruleg fráfæling í gangi.
Við erum því ánægðir með fulln-
aðarsigurinn en ósáttir við refs-
inguna og teljum að hún sé ekki
nægilegt víti til varnaðar fyrir
lögregluna," segir Stefán. — FÞG
Logregla
dreifir hópi
unglinga
Kveðja þurfti lögregluna á vett-
vang við Valhúsaskóla á Sel-
tjarnarnesi í gær vegna yfirvof-
andi óspekta í og við skólann í
kjölfar þess að unglingar úr
Hagaskóla Qölmenntu á staðinn
- vegna orðróms um að slagsmál
væru yfirvofandi. Rósturinn er
rakinn til símaats.
Nokkur órói var meðal nem-
enda í efstu bekkjum grunnskól-
ans á þessum fyrsta kennsludegi
eftir jólahlé og í Hagaskóla bar
nokkuð á því að nemendur væru
með flugelda og bombur. Hlé
var gert á kennslu vegna jarðar-
farar eins nemandans og fóru 30
til 40 nemendur Hagaskóla þá
til Valhúsaskóla, en þangað
hafði nemandi í fyrstu ætlað
með vinum sínum til að hitta
kærustu sína og spyrja einn
nemanda Valhúsaskóla hvort
það væri hann sem stæði að
símaati gegn sér. Orðrómurinn
snérist þó um að slagsmál væru
yfirvofandi og kvaddi skólastjóri
Valhúsaskóla lögregluna á vett-
vang þegar ljóst var að hætta var
á óspektum og truflun á
kennslu. Lögreglan dreifði
hópnum eftir að hafa tekið nið-
ur nöfn nokkurra unglinga og
keyrt þá áleiðis heim.
Öryggisráðstöfun
„Þetta var í sjálfu sér saklaust til
að byija með en til að afstýra
árekstrum og truflun á kennslu
báðum við lögregluna að mæta.
Þetta var öryggisráðstöfun," seg-
ir Sigfús Grétarsson skólastjóri
Valhúsaskóla, aðspurður um
málið. - FÞG
Þúsirnd inanii s gengu
í frainsokna rfélögin
Grídarleg smölim
vegna prófkjörs átti
sér stað hjá framsókn-
armönnum í Reykja-
vík lyrir áramótin og
yfir 1.000 umsóknir
um inngöngu hárust.
Prófkjör hjá Framsóknarflokkn-
um í Reykjavík fer fram dagana
11. til 15. janúar nk. Sex manns
hafa tilkynnt um þátttöku í próf-
kjörinu. Það eru þau Finnur Ing-
ólfsson, iðnaðar- og viðskiptaráð-
herra, sem sækist eftir 1. sæti
listans og keppir enginn við hann
um það. Um annað sætið keppa
þau Ólafur Örn Haraldsson al-
þingismaður, Arnþrúður Karls-
dóttir varaþingmaður, Alfreð
Þorsteinsson borgarfulltrúi, en
Jónína Bjartmars og Vigdís
Hauksdóttir keppa að 3. sætinu.
Rétt til þátttöku í prófkjörinu
hafa allir skráðir félagar í fram-
sóknarfélögunum í Reykjavík og
er þá miðað við 30. desember
síðastliðinn.
Hörð barátta
Baráttan um 2. sætið verður
gríðarlega hörð. Það sést best á
þeirri miklu smölun nýrra félaga
í framsóknarfélögin sem átti sér
stað síðustu daga liðins árs. Egill
Heiðar, framkvæmdastjóri Fram-
Ólafur Örn. Alfreð.
sóknarflokksins, sagði í samtali
við Dag að umsóknir um inn-
göngu í framsóknarfélögin hefðu
losað eitt þúsund um áramótin.
Nú verða umsóknirnar bornar
upp í félögunum til samþykktar
eða synjunar.
GamáLkunnug aðferð
Framsóknarmenn í Reykjavík
hafa oft háð mikla baráttu í próf-
kjörum. Þetta er langt í frá að
vera í fyrsta sinn sem smalað er
félögum til þátttöku í prófkjör-
um. Þegar Guðmundur G. Þór-
arinsson náði efsta sæti Iistans af
Haraldi Ólafssyni fór fram mikil
smölun fyrir prófkjörið og þá sér-
staklega innan íþróttahreyfingar-
innar en bræður Guðmundar G.
áttu þar ítök.
Þegar svo Finnur Ingólfsson
náði 1. sætinu af Guðmundi G.
Þórarinssyni beittu hann og hans
menn sömu aðferð og Guð-
mundur G. áður. Það var smalað
með þeim árangri að Finnur bar
sigur úr býtum. Það sama gerðist
þegar þau Asta Jóhannesdóttir og
Ólafur Örn Haraldsson háðu
mikla keppni um 2. sætið síðast.
Enn var smalað og Ólafur Örn
bar sigur úr býtum. Asta reiddist
svo mikið að hún sagði sig úr
flokknum og gekk til liðs við
Þjóðvaka Jóhönnu Sigurðardótt-
ur og var þar kjörin á þing. Nú er
Asta Ragnheiður gengin í Al-
þýðuflokkinn.
Bandalög
Þeir Finnur Ingólfsson og Ólafur
Örn Haraldsson hafa Iýst yfir
stuðningi hvor við annan í þessu
prófkjöri. Þeir eru sagðir styðja
Jónínu Bjartmars í 3. sætið. Því
er haldið fram að þau Arnþrúður
Karlsdóttir og Alfreð Þorsteins-
son hafi myndað með sér kosn-
ingabandalag í prófkjörinu en Al-
freð er sagður hafa verið drjúgur
við að ná inn nýjum félögum í
framsóknarfélögin í Reykjavík.
Fiiiiiur eiim öruggur
Almennt eru menn á því að þetta
prófkjör verði mjög tvísýnt og
spennandi. Það er aðeins Finnur
Ingólfsson sem er öruggur um að
fá það sæti sem hann sækist eft-
ir. Þótt mestar líkur séu á því að
Ólafur Örn Haraldsson haldi 2.
sætinu er hann ekki öruggur um
það. - S.DÓR
. Ijir! jíþ.UUl .jy'
Björgólfur til Síldarvtnnslmmar
Björgólfur Jóhannsson, framkvæmdastjóri Nýsköp-
unar- og þróunarsviðs Samheija á Akureyri, hefur
verið ráðinn forstjóri Síldarvinnslunnar á Nes-
kaupstað og tekur við því starfi af Finnboga Jóns-
syni 1. febrúar nk. Björgólfur starfaði áður sem
fjármálastjóri Utgerðarfélags Akureyringa. Síldar-
vinnslan hefur í auknum mæli verið að sinna upp-
sjávarfiskvinnslu á kostnað bolfiskvinnslu.
Björgólfur segir aðspurður að það kunni að vera
viss áhættupóstur en eins og fiskveiðar og fisk-
vinnsla hérlendis hafi verið að þróast hafi það ekki
komið niður á félaginu en vissulega sé það sterkara
að hafa breiðari grunn að byggja á. Aukin kolmunnaveiði hér við Iand
hafi m.a. gefið fyTÍrtækinu vel í aðra hönd. — GG
Úrskurður í giiiseng-stríði
Samkeppnisstofnun hefur skipað svo fyrir að Lyfja hf. skuli láta þess
getið á umbúðum ginsengs sem það selur að varan sé unnin úr rótar-
endum og ennfremur itrekar stofnunin að Lyfja noti ekki orðið „eðal“
um ginsengið frá Gintec.
Niðurstaða þessi er vegna erindis Samtaka verslunarinnar og vegna
kvörtunar Eðalvara ehf., sem um árabil hefur flutt inn og selt „Rautt
eðal ginseng". I fréttatilkynningu frá Eðalvörum er úrskurðinum
fagnað og bent á að Rautt eðal ginseng sé framleitt af Hðurkenndum
framleiðanda í Kóreu og unnið úr sérvöldum rótarbolum ginseng-
jurtarinnar. - FÞG
Ellefu fengu fálkaorðuna
Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Islands, sæmdi ellefu Islendinga
fálkaorðunni á nýársdag. Einar Egilsson, Gerður G. Óskarsdóttir
fræðslustjóri, Dr. Guðmundur Guðmundsson verkfræðingur, Helga
Ögmundsdóttir læknir, Ingvar Helgason forstjóri, Páll Skúlason há-
skólarektor, Sigrún Gísladóttir skólastjóri, Svanhildur Hermannsdótt-
ir skólastjóri og Þórunn Pálsdóttir hjúkrunarforstjóri voru sæmd ridd-
arakrossi hinnar íslensku fálkaorðu og Haraldur Asgeirsson verkfræð-
ingur og Ólafur Ólafsson fyrrverandi landlæknir stórriddarakrossi.
Jóhannsson.