Dagur - 12.01.1999, Síða 2

Dagur - 12.01.1999, Síða 2
18 — ÞRIÐJUDAGUR 12. JANÚAR 1999 ro^tr LÍFIÐ í LANDINU ■ SMflTT OG STÓRT UMSJÓN: SIGURDÓR SIGURDÓRSSON Þar á skalla dunar dans Undanfarið hefur lúsafaraldur í skólum verið all mikið í fréttum og eftir að hafa heyrt eina slíka frétt í útvarpinu kvöld eitt í síðustu viku orti Hákon Aðalsteinsson: Lífs á palli lúsafans liðkar snjalla fætur. Þar á skalla dunar dans daga alla og nætur. Hákon Aðalsteinsson. „Hann skuldar ekki neinum neitt og á að gera þetta bara fyrir sjálfan sig - láta vaða á súðum eins og honum einum er lagið. Ég er sann- færður um að þetta fer að detta hans megin. Við skulum sýna smá þolinmæði." Haukur Jóhanns- son skíðakappi um kollega sinn Krist- inn Björnsson. Um störf þmgsins Þegar Alþingi kom saman í síðustu viku til að fjalla um frumvarp til laga vegna kvótadóms Hæstaréttar hafði sjávarútvegsnefnd þingsins ekki lokið sinni vinnu. Fór þá Steingrímur J. Sigfússon í ræðustól um störf þingsins og hafði uppi harða gagnrýni á þau vinnubrögð að kalla þing saman en hafa ekkert tilbúið nema útbýtingu skjala. Síðan komu margir stjórnarandstæðingar og tóku í sama streng en Ólafur G. Einarsson forseti Alþingis tók þessu öllu með stóískri ró. Þá orti Hjálmar Jónsson: Andstaðanfór öll í hring og engar skorður við því settar. En Ólafur setti síðan þing samkvæmt dómi Hæstaréttar. Þjóðleikhús í hvert þorp Það urðu margir hissa þegar ríkisstjórnin boð- aði til fréttamannafundar og tilkynnti um að nú ætti að byggja fimm menningarhús á hin- um ýmsu stöðum á landinu. Flestir þóttust muna eftir því að í hverju þorpi og hreppi í landinu væri félagsheimili þar sem haldið væri upp ýmiskonar menningarlífi sem þó dyggði ekki til að koma í veg fyrir fólksflótta til höfuð- borgarinnar. En þá mundu menn líka eftir því að það eru þingkosningar í vor og þóttust vera búnir að finna kosningaslagorð ríkisstjórnar- innar: „Þjóðleikhús í hvert þorp.“ Meimingln Páll á Höllustöðum kom í sjónvarpsviðtal vegna menningarhúsanna og sagði þau nauð- synleg vegna þess að fólk segði, þegar það flyt- ur af landsbyggðinni til höfuðborgarsvæðisins, að það vilji komast í menninguna. Morguninn eftir var viðtal við þrjár manneskjur út á landi í morgunþætti Rásar 2. Ein var af Snæfellsnesi, ein úr uppsveitum Arnessýslu og sá þriðji á Borgarfirði eystra. Þau voru sammála um að svo mikið væri að gerast í menningarlífinu á þessum stöðum að fólk kæmist ekki yfir að sjá allar listsýningarnar, Ieiksýningarnar eða hlusta á þá tónleika sem í boði væru. Hvað ætli verði þegar menningarhúsin öll verða ris- in? „Þingmennska ekkiþað sem ég hef verið að stefna að, en vissulega er hún spennandi, “ segir Magnús Árni Magnússon. Mtugur þmgmaður „Við fyrstu kynni virkar Alþingi vel á mig sem vinnustaður," segir Magnús Arni Magnússon, nýbak- aður þingmaður Alþýðuflokks. Hann kemur á þing í stað Astu B. Þorsteinsdóttur, sem lést sl. haust. Þegar andlát hennar bar að var Magnús Arni við nám í Bandaríkjunum, sem hann lauk um jólin. í mastersnámi í San Fransico „Ég var að Ijúka meistaranámi í hagfræði vestur í San Francisco og þar sem háskólanám í Banda- ríkjunum er dýr fjárfesting vildi ég heldur Ijúka því en setjast strax inn á þing,“ segir Magnús. I námi sínu lagði hann áherslu á alþjóða- og þróunarhag- fræði og lokaritgerð sína skrifaði hann um verð- bréfamarkað þróunarlanda Afríku. „Þessir mark- aðir eru enn litlir en þó glettilega skilvirkir. Fjár- festar hafa vaxandi áhuga á Afríku, en álfan verður varla komin á kortið fyrir alvöru í þeim efnum fyrr en Iiðið er nokkuð á næstu öld.“ Magnús Arni er þrítugur að aldri, fæddur í Reykjavík 1968. Stúdentsprófi frá Fjölbrauta- skólanum í Breiðholti lauk hann af fjölmiðla- braut 1989 - og var lokaverkefni hans og Stef- áns Árna Þorgeirssonar í Gautaborg gerð klukkustundarlangar kvikmyndar með þeim Hilmi Snæ Guðnasyni og Jóhanni G. Jóhann- essyni í aðalhlutverkum. Samvinnan við þá fé- laga vakti Ieiklistaráhuga Magnúsar og varð úr að hann fór í Leiklistarskóla Islands þar sem hann stundaði nám í tvo vetur. Hann segist Þingmennska er vissulega heillandi. Magnús Ámi Magn- ússonernýrþing- maðurAlþýðu- flokksins. hinsvegar hafa snúið frá því þeg- ar hann var kominn með fjöl- skyldu; líf listamannsins hafi ekki átt við sig. Þess í stað fór hann út í háskólanám í heimspeki og hag- fræði - og í framhaldinu til fram- haldsnáms vestanhafs. SPJALL Fjölskyldan er áhugamál mitt „Þingmennska er kannski ekki það sem ég hef verið að stefna að, en vissulega er hún spenn- andi þegar til kemur. Því hef ég ákveðið að gefa kost á mér í próf- kjöri samfylkingarinnar, sem haldið verður í næsta mánuði," segir Magnús Ami. Jómfrúar- ræðu sína flutti hann í umræðum sem þá var efnt til um breytinga á lögum um stjórn fisk- veiða vegna kvótadóms Hæstaréttar. „Skoðanir mínar á þessum málum eru dæmigerðar skoð- anir jafnaðarmanns. Ég get stutt kvótakerfið sem stýritæki á sókn í takmarkaða auðlind, en það er ekki eðlilegt að í krafti þess geti réttir menn sem voru á réttum tíma á réttum stað rakað að sér miklum auði með braski á sameign þjóðarinnar." Eiginkona Magnúsar Arna er Sigríður Björk Jónsdóttir sagnfræðingur og eiga þau einn son, Ulf Bæring, sem er tveggja ára að aldri. - Fjöl- skylduna og samveruna með henni segir Magn- ús Arni vera sitt helsta áhugamál, þó alltaf sé reyndar líka gaman að grípa í góðar bækur, ekki síst um heimspeki og trúarbrögð hverskonar. -SBS. ■ FRÁ DEGI „Betra er að deyja virðulega en Iifa skammsamlega.“ Ólafurjarlá Katancsi Þetta gerðist 12. janúar • 1830 fór fram síðasta aftaka á íslandi þegar Friðrik Sigurðsson og Agnes Magnúsdóttir voru tekin af lífi. • 1940 Iést Einar Benediktsson skáld. • 1950 rakst sænsk flutningaskip á breskan kafbát í Thames-á, og létu þar 64 lífið. • 1954 urðu tvö snjóflóð í Austurríki og létust þá samtals 315 manns. • 1990 var Kommúnistaflokkurinn í Rúmeníu bannaður. • 1993 var EES-samningurinn samþykkt- ur á Alþingi. Þau fæddust 12. janúar • 1863 fæddist Indverjinn Vivekananda, sem reyndi að sameina indverska trúar- hugsun og vestræna framfaratrú. ■tíUú.giWí'A 1 TIL DAGS • 1876 fæddist bandaríski rithöfundur- inn Jack London • 1903 fæddist Pierre Brossolette, sem var einn helsti leiðtogi frönsku and- spyrnuhreyfingarinnar í seinni heims- styrjöldinni. • 1916 fæddist Pieter Willem Botha, sem var forsætisráðherra (1978-84) og for- seti (1984-89) í Suður-Afríku. • 1944 fæddist Joe Frazier, sem um skeið var heimsmeistari í boxi. • 1955 fæddist Elísabet Þorgeirsdóttir rithöfundur. Vísa dagsins Vísa dagsins vísar til hins sanna gildis til- verunnar. Þó hurt sé dýrum demant fleygt í duftið, er hans gildi jafnt; og eins er duftið ávallt samt þó upp til skýja sé þvífleygt. 'fíjHP.ii ‘iííÍMfífjóiPJi 'þdi-.yt'í VAPiifiÞi 'úih'Sh Afmælisbam dagsins Jack London var áberandi maður á sinni tíð, bæði sem rithöfundur og blaðamaður. Skáldverk hans nutu töluverðrar virðingar og voru þýdd á fjölda tungumála, þótt núna sjáist þau helst í misgóðum sjónvarpsútgáf- um fyrir stálpaða krakka. Hann var afkastamikill í skrifum sínum og gerði tilraunir með jonis bókmennta- form. Jack London fæddist í Kali- forni'u árið 1876 og lést árið 1916. tijrJ) ojljljíj t, Ifífl/i| f .i J.jyfi;pflP/i, Brandarinn Nýgift hjón voru að ( ræða um stöðu kvenna. „Þú verður að skilja að guð skapaði karl- manninn fyrst,“ sagði hann. „Já, ég skil það,“ svaraði hún. „Þegar ég skrifa bréf geri ég alltaf uppkast fyrst." Veffang dagsins Alþjóðlegur skákklúbbur er starfræktur á Netinu á www.chessclub.com og fullyrða forsvarsmenn hans að allt að 50.000 skák- ir séu í gangi í einu þegar mest er. Þetta er hrein gullnáma fyrir skákáhugamenn, og meðal annars hafa Gary Kasaprov og áskorandi hans Peter Borisovitsj Stidler ekki getað stillt sig um að tefla þar.

x

Dagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.