Dagur - 13.01.1999, Síða 3

Dagur - 13.01.1999, Síða 3
 MIÐVIKUDAGVR 13. JANÚAR 1999 - 3 FRÉTTIR Lakkrísiim óvLn- sæll í listahverfí Brauðgerð KEA var staðsett í Listagilinu á Akureyri, en lakkrísgerð er ekki boðin velkomin í Gilið afþeim aðilum sem þar eru I forsvari fyrir menn- ingarstarfsemi. - mynd: brink Bæjarstjóri stendur franuni fyrir erfiðri ákvörðun: Hvort lakk rís og list geti þrifist saman í þágu atvinnu- lífsins. Haraldur Ingi Haraldsson, for- stöðumaður Listasafnsins á Ak- ureyri, er ekki hrifinn af hug- myndum lakkrísgerðarinnar Skugga um að leigja húsnæði Akureyrarbæjar í Kaupvangs- stæti 24, þar sem brauðgerð KEA var áður til húsa. Um ræðir hæðina ofan við Listasafnið og telur Haraldur Ingi að Iist og Iakkríslykt eigi vonda sambúð. „Brauðgerðin hefur starfað hér á efri hæðinni hjá mér frá upp- hafi sýningarhalds og brauðlykt- in oft verið pínlega sterk. Brauð- ið er hins vegar bakað á nóttunni þannig að lyktin hefur yfirleitt verið farin áður en við opnum á daginn fyrir almenning, en það er í raun hlægilegt að bjóða upp á sýningar á öndvegisverkum þjóðarinnar og geta sagt: Rúg- brauðslykt á þriðjudögum, vínar- brauð á miðvikudögum o.s.frv. Ekki mun hagur Strympu vænkast við að fá lakkrísinn í staðinn fyrir þetta. Hann er jú framleiddur yfir daginn," segir Haraldur Ingi. Mikil listauppbygging hefur átt sér stað í Kaupvangsstrætinu sem iðulega er nefnt Listagilið síðari ár. Iðnfyrirtæki hafa flust burt en Iistin helgað sér nýjar lendur. Forstöðumaður Lista- safnsins telur að mörg verkefni framtíðar útheimti meira rými og hann vill að plássið sem brauð- gerðin hafði áður, verði nýtt í þágu listagyðjunnar. Búið er að koma sjónarmiðum listunnenda í Gilinu á framfæri við bæjar- stjóra, en hans er að taka ákvörð- un eftir að bæjarráð vísaði beiðni Skugga frá sér til hans. Haraldur Ingi telur að það )rði í engu sam- hengi við uppbyggingu Grófar- gilsins ef Iakkrísgerð verður leyfð f Kaupvangsstræti. Flókin staða Fjárhagsvandi Skugga veldur því að forráðamenn telja brýnt að komast í hentugra húsnæði, en þeir hafa núna á Gleráreyrum. Komið hefur fram að enginn grundvöllur er talinn fyrir áfram- haldandi verkefni að óbreyttu og eru sex störf í húfi. Akvörðun bæjarstjóra er því allflókin. Hann þarf annars vegar að gera upp á milli hagsmuna atvinnulífs í þessu máli og hins vegar sam- bands iistar og lakkrísrótar. „Við verðum að athlægi ef þetta verð- ur samþykkt," sagði listunnandi í samtali við blaðið. — BÞ Þrírvilja 3. sætið Einar K. Guð- finnsson alþing- ismaður mun leiða lista sjálf- stæðismanna á Vestfjörðum og Einar Oddur Kristjánsson skipa annað Einar K. Guð- sætið. Þórir Örn fínnSson verður Guðmundsson á / 7 sætj Sjá/f. Þingeyri, for- stæðisflokksins maður kjör- á Vestfjörðum. dæmisráðs, seg- ------ ir að þrír sækist eftir 3. sætinu á listanum. Það er Olafur Hannibalsson varaþing- maður, Þórólfur Halldórsson, sýslumaður Barðstrendinga og Guðjón Arnar Kristjánsson, for- maður Farmanna- og fiskimanna- sambandsins. Sá síðastnefndi er talinn eiga mesta möguleika á að hreppa sætið en sumir vilja að höggvið verði á hnútinn með því að sætið skipi Isfirðingur. Hafa Þorsteinn Jóhannesson yfirlækn- ir og Kristín Hálfdánardóttir skrifstofumaður helst verið nefnd í því sambandi. Kjörnefnd ætlaði að koma sam- an 10. janúar sl. en vegna veðurs var því frestað en líklega kemur nefndin saman um næstu helgi. Hún mun skila tillögum um skip- an iistans til kjördæmaráðs. „Astæða þess að ekki er farið í prófkjör nú er sú að báðir þing- mennirnir hafa gefið til kynna að þeir vilja halda áfram og þeir hlutu nokkuð örugga kosningu í prófkjöri fyrir fjórum árum. Það er ekki trú manna að prófkjör nú breyti neinu þar um,“ segir Þórir Örn. - GG Lífróður íbúa á Breiðdalsrík Um 300 íbúar Breiðdalsvíkur róa nú Hfróður til að bjarga atvinnumálum staðarins. Kaupa til baka hluta þess kvóta sem þeir lögðu til við samein- iugima við Bú- laudstiud. Byggða- hruni afstýrt. Hluta- fjársöfnun og kvóta- kaup. „Þetta er Iífróður. Menn sáu fram á það að ef ekkert yrði að gert, þá hefði orðið hérna algjört byggða- hrun,“ segir Rúnar Björgvinsson, sveitarstjóri á Breiðdalsvík, sem telur liðlega 300 íbúa. Vinnsla í næstu viku Gert er ráð fyrir að vinnsla hefjist í frystihúsi staðarins í næstu viku eftir að Breiðdalshreppur lagði fram 20 milljónir króna hlutafé í stofnun Útgerðarfélags Breiðdæl- inga. Um 50 manns hafa unnið í frystihúsinu. Þá er hlutafjársöfn- un að fara af stað, en sveitarstjór- inn telur að auka þurfi hlutafé fyrirtækisins töluvert til viðbótar. Þetta var gert eftir að vinnsla lagðist af í frystihúsinu eftir að Vísir í Grindavík keypti meiri- hlutann í Búlandstindi á Djúpa- vogi af Olíufélaginu og Vátrygg- ingafélagi Islands. Útgerðarfélag- ið hefur jafnframt keypt frysti- húsið og allar aðrar eigur Bú- Iandstinds í plássinu. Erfítt að fá kvóta Það hefur einnig gert samning við Búlandstind um kaup á tog- bátnum Mánatindi en honum fylgir um 600 tonna þorskígildiskvóti. Þar af eru 200 tonn af þorski og en hitt eru blandaðar tegundir. Talið er að útgerðin þurfi um 700 tonna þorskkvóta til viðbótar svo út- gerðin beri sig. Sveitarstjórinn segir viðbúið að erfitt verði að ná þessum kvóta. Hann segir að menn muni reyna allt hvað þeir geta til að auka við kvótann. Þá eru einnig uppi hugmyndir að fá aðrar útgerðir til að leggja upp á staðnum. Hins vegar er aðeins ein trilla gerð út frá staðnum. Kaupa hluta kvótans til baka Þessi kaup Breiðdælinga eru at- hyglisverð í ljósi þess að þeir eru í raun og veru að kaupa til baka hluta þess kvóta sem þeir komu með í sameininguna við Bú- landstind á sínum tíma. Þá fylgdi með togarinn Hafnarey frá Breið- dalsvík og 1500 tonna þorsk- ígildiskvóti. Togarinn var síðan seldur kvótalaus í burtu. Nokkru áður en sú sameining átti sér stað undir merkjum hagræðingar hafði þáverandi Hraðfrystihús Breiðdælinga verið sameinað frystihúsinu á Stöðvarfirði. Það gekk ekki sem skyldi og samein- ingin gekk til baka. - GRH Dagur umhverflsms Ríkisstjórnin hefur ákveðið, að tillögu Guðmundar Bjarnasonar umhverfisráðherra, að lýsa 25. aprfl sem sérstakan Dag umhverfisins. Dagurinn er hugs- aður sem hvatning til skólafólks og almennings að kynna sér betur samskipti manns og náttúru og sem tækifæri fyrir stjórnvöld, félagasamtök og fjölmiðla til að efla umræðu um umhverfismál. Umhverfis- ráðuneytið hyggst halda í ár upp á Dag umhverfisins m.a. með veitingu viðurkenninga fyrir starf að um- hverfismálum. — SBS. Sími en ekki póstur Ragnlega var sagt í Degi í gær að Ragnhildur Guðmundsdóttir, sem sæti á í nefnd um aukna þátttöku kvenna í stjórnmálum, væri for- maður Póstmannafélags Islands. Hið rétta í málinu er að hún er for- maður Félags íslenskra símamanna. Beðist er velvirðingar á þessari missögn. Guðmundur Bjarnason. Skipulagsskrá staðfest Samhugur í verki, styrktarsjóður fyrir fórnarlömb náttúruhamfara, hefur tekið til starfa samkvæmt skipulagsskrá staðfestri af dóms- og kirkjumálaráðherra. Að stofnun sjóðsins standa þeir sem stóðu að samnefndri fjársöfnun í kjölfar snjóflóðsins á Flateyri í október 1995. Stofnfé sjóðsins, 53,6 milljónir króna, eru eftirstöðvar þeirrar söfrí- unar. Formaður sjóðsstjórnar er Benedikt Bogason, skrifstofustjóri í dómsmálaráðuneyti. Finnur Birgisson í framboð Finnur Birgisson, arkitekt á Akureyri, tilkynnti á fundi kjördæmisráðs Alþýðuflokksins í gærkvöld að hann tæki þátt í prófkjöri um skipan framboðslista Samfylkingarinnar á Norðurlandi eystra. Finnur segir framboð sitt án afsláttar, hann vilji gefa kjós- endum í prófkjörinu óskorað vald til þess að leiða í ljós raunverulegt fylgi og styrkleika einstaklinganna innan hins nýja stjórnmálaafls. Finnur er formaður kjördæmisráðs Alþýðuflokksins á Norðurlandi eystra. — GG

x

Dagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.