Dagur - 13.01.1999, Qupperneq 11
MIÐVIKUDAGUR 13. JANÚAR 1999 - 11
t^MT
ERLENDAR FRÉTTIR
Áætlað er að vændi skapi Taílendingum hlutfallslega ámóta tekjur og sjávarútvegurinn íslendingum.
Sex-ið „stóriðja“
í Suðaustur-Asm
Áætlað er að tekjur af
vændi í Taílandi slagi
hlutfallslega hátt í út-
flutningstekjur ís-
lendinga af sjávaraf-
urðum.
„Sex-iðnaðurinn“ hefur nú náð
svo gríðarlegu umfangi í íjórum
Iöndum Suðaustur-Asíu að áætl-
að er að veltan samsvari orðið frá
2% og allt upp í 14% af þjóðar-
framleiðslu þessara Ianda, sam-
kvæmt nýlegri skýrslu Alþjóða-
vinnumálastofnunarinnar (ILO),
sem fjallað er um í blaði norsku
stéttarfélaganna. „Margar millj-
ónir fólks lifa nú orðið beint eða
óbeint af sex-iðnaðinum,“ segir
LO-blaðið. Til að átta sig betur á
umfanginu má benda á að út-
flutningsverðmæti íslenskra sjáv-
arafurða nam 17% íslenskrar
þjóðarframleiðslu 1997, eða tæp-
um 90 milljörðum króna, en
framleiðsla íslenskra stóriðjufyr-
irtækja innan við 4% þjóðarfram-
Ieiðslu. Samkvæmt þessu sýnist
áætlað að vændi skapi Taílend-
ingum hlutfallslega ámóta tekjur
og sjávarútvegurinn Islending-
um.
Kynlifsferðir nú ódýr munað-
ur
Kannski er það þess vegna að í
ILO-skýrslunni séu menn alvar-
lega farnir að ræða hvort lögleið-
ing vændis gæti hugsanlega
tryggt vændiskonunum aukin
mannréttindi. Um þetta eru samt
mjög skiptar skoðanir meðal for-
svarsmanna ILO. Karin Beate
Theodorsen segist til dæmis al-
veg á móti Iögleiðingu vændis,
enda leiði öll svið kynlífsverslun-
ar þrengingar á mannréttindum
en ekki öfugt. Hún tekur fram að
athyglin eigi ekki að beinast fyrst
og fremst að vændiskonunum,
heldur þeim sem græða á þeim,
þ.e. vissum hluta ferðaþjónust-
unnar og síðast en ekki síst kúnn-
unum. „Lág gengisskráning og
Iágt verðlag í þessum Iöndum
gerir kynlífsferðir að ódýrum
munaði fyrir vestræna ferða-
menn.“
Karin Beate bendir jafnframt á
að „sexverslunin11 fari Iíka vaxandi
í Evrópu í takt við aukna efna-
hagskrísu í Austur-Evrópu. „Lítið
bara á hvernig rússneskar vænd-
iskonur hafa byggt upp viðskipt-
in í Finnmörku.11 — HEI
Athygli
imsvioDi]
;lisverðustu
heimsviðburðimir 1998
Ritstjórar 84 Qölmiðla í 39 lönd-
um víðs vegar um heiminn hafa
valið hverjir eru 20 merkustu at-
burðir ársins 1998. Rannsóknin
á meintu meinsæri Bills Clinton
Bandaríkjaforseta og hugsanleg-
um réttarhöldum gegn honum í
öldungadeild Bandaríkjaþings
varð fyrir valinu sem mest áber-
andi atburður ársins. Þar skammt
á eftir í atkvæðamagni koma
efnahagsþrengingar margra ríkja
í Asíu. Þess ber að geta að könn-
unin var gerð áður en Bretar og
Bandaríkjamenn gerðu loftárás-
irnar á Iraq fyrr í mánuðinum.
Næst áðurnefndum atburðum
koma í þeirri röð sem atkvæði
féllu tilraunasprengingar Ind-
veija og Pakistana; fellibylirnir
Mitch og Georges; friðarviðræð-
urnar á Norður-írlandi; efna-
hagslegt og póltískt öngþveiti f
Rússlandi; stofufangelsi og ákær-
ur gegn fyrrum einræðisherra
Chile, Augusto Pinochet; innan-
ríkisdeilurinar í Kosovo; afsögn
Suhartos Indónesíuforseta og
ófriðurinn sem verið hefur við-
varandi síðan í Iandinu; deilurnar
milli Sameinuðu þjóðanna, aðal-
lega vopnaeftirlitssveitanna, og
stjórnvalda í Iraq; sprengjuárásin
gegn sendiráði Bandaríkjanna í
Kenya; friðarviðræðurnar í Wye
River milli ísraela og Palestínu-
manna; stjórnarskiptin í Þýska-
landi er Iangri stjórnartíð Kohls
lauk; stinningarlyfið Viagra;
söguleg heimsókn Jóhannesar
Páls páfa til Kúbu; umræður og
undirbúningur að Evrunni, nýju
Evrópumyntinni; heimsmeistara-
keppnin i knattspyrnu í Frakk-
landi; áframhaldandi útbreiðsla
AIDS; brottför Anwars Ibrahims
varaforsetisráðherra Malasyu úr
embætti og loks dauði leiðtoga
Rauðu-Khmeranna í Kambodíu.
- GG
I
| ARf !0T1 ya i 1
Lnul JUI 1 HEIMURINN
NATO stækkar strax í mars
NATO - Pólland, Tékkland og Ungverjaland hljóta aðild að Norður-
Atlantshafsbandalaginu strax í mars næstkomandi, að því er starfs-
maður NATO skýrði frá í gær. Ekkert er því til fyrirstöðu að ferlið
gangi hratt fyrir sig, þar sem öll núverandi aðildarríki bandalagsins,
16 að tölu, bafa samþykkt stækkunina. A leiðtogafundi NATO í lok
apríl verður nýju ríkjunum þremur fagnað með bátíðlegum hætti.
Vaxla meiriMuti fyrir
vantrausti
EVRÓPUSAMBANDIÐ - Svo virðist sem
ekki náist meirihluti á þingi Evrópusam-
bandsins fyrir vantrausti á framkvæmda-
stjórnina, en atkvæði verða greidd á fimmtu-
dag. Þess í stað virðist sem víkja eigi tveimur
framkvæmdastjórum, Edith Cresson og
Manuel Marin, úr framkvæmdastjórninni
vegna spillingar, en ásakanir hafa mest beinst
að þeim tveimur.
Manuel Marin, einn
framkvæmdastjóra
ESB.
1998 var hlýjasta árið til þessa
BANDARIKIN - Samkvæmt mælingum bandarískra vísindamanna
var árið 1998 það hlýjasta frá því skráning mælinga hófst. Meðalhit-
inn á jörðinni var 15,4° á Celsíus að sögn vísindamanna bandarísku
geimferðastofnunarinnar NASA, sem er 0,19° hlýrra en árið 1995,
sem átti metið til þessa. E1 Nino veðurfyrirbrigðið á töluverðan þátt
í þessum hita, þannig að ekki er reiknað með að 1999 verði hlýrra en
nýliðið ár.
Kúveitbúar hvattir til að spara
KÚVEIT - Emírinn í Kúveit, Dsjabir AI Ahmed Al Sabah, hefur hvatt
landa sína til að draga heldur úr þeirri óhóflegu neyslu sem einkennt
hefur lífstíl þeirra. Þeir þurfa að fara að aðlaga sig að breyttu efna-
hagsumhverfi, þar sem olíutekjur fara minnkandi. Lífskjör í Kúveit
eru með því besta sem þekkist í heiminum, og byggja þau einkum á
olíutekjum sem tryggt hafa landsmönnum störf hjá ríldnu, húsnæð-
isaðstoð, ókeypis menntun og heilbrigðisþjónustu.
Vill hraða umhótum á
ESB
EVRÓPUSAMBANDIÐ - Joschka Fischer,
utanríkisráðherra Þýskalands, sagði á Evrópu-
þinginu í Strassborg að leggja þyrfti áherslu á
endurbætur á Evrópusambandinu til þess að
unnt verði að taka ný aðildarríki frá Austur-
Evrópu inn í bandalagið. Þýskaland tók við
formennsku í Evrópusambandinu um áramót-
in, og hyggst Fischer hraða umbótum sem séu
nauðsynleg forsenda stækkunar.
Komið í veg fyrir hyssukaup
BANDARÍKIN - Frá því bandaríska alríkislögreglan (FBI) tók í lok
nóvember á nýliðnu ári í notkun tölvukerfi sem veitir aðgang að upp-
lýsingum um alla sem sækja um að kaupa byssu, hefur hún hindrað
11.584 einstaklinga í þeirri ætlan sinni. Flestir höfðu þeir hlotið
dóm, en í hópnum voru 1.541 sem eru eftirlýstir fyrir glæpi og voru
snarlega gerðar ráðstafanir til þess að hafa uppi á þeim.
Joscka Fischer, utan-
ríkisráðherra Þýska-
lands.
Baudaríkj ameim skjóta enu á írak
ÍRAK - Það gerist nú nærri daglega að bandarískar herþotur skjóti á
loftvarnarstöðvar í Irak. I gær, annan daginn í röð, skaut bandarísk
herþota á ratsjárstöð eftir að ljóst var að ratsjánni var beint að þot-
unni. Bandaríkjamenn telja slíkt jafngildi undirbúningi að skotárás
og því fullgilt tilefni til andsvara.