Dagur - 13.01.1999, Qupperneq 2

Dagur - 13.01.1999, Qupperneq 2
18 - MIÐVIKUDAGU R 13. JANÚAR 1999 Tfe^íir LÍFIÐ t LANDINU ■ SMflTT OG STÓRT UMSJÓN: BJÖRN ÞORLÁKSSON Eins og að rústa Highbury Eiríkur S. Jóhannsson, kaupfélagsstjóri KEA, er mikill knattspyrnuaðdáandi og fylgist vel með enska boltanum. Eiríkur lætur sig einnig boltalífið í heimabænum varða og mun honum ekki hugnast sú hugmynd að aðalknattspyrnu- velli bæjarins verði fórnað fyrir verslunarhús- næði. Þetta kann að hljóma undanlega þar Eiríkur S. sem KEA er einmitt annað tveggja fyrirtækja Jóhannsson. sem hafa sótt um Ióðina undir rekstur, en á það ber hins vegar að líta, að það var að frum- kvæði og ábendingu Akureyrarbæjar sem um- sóknin fór fram. Samkvæmt því sem kaupfé- lagsstjórinn segir, væri jafn gáfulegt að fórna Higbury í London fyrir stórmarkað og að fórna Akureyrarvelli og þar hafa menn það. „Þetta eru svona túttuskór, mér fannst kominn tími til að koma túttunni á markað aftur,“ segir Guðrún Mar- grét Jóhannsdóttir í Degi. Hún hefur sigrað í skóhönn- unarkeppni með því að gefa gamla tékkneska gúmmí- skónum nýtt líf. Lítill keppnismaður Eiríkur er sannur keppnismaður að sögn vina hans og sömu sögu má segja um toppinn hjá ÍE, sjálfan Kára Stefánsson. Kári og Eiríkur eiga boltann að sameiginlegu áhugamáli. Kári tekur hins vegar körfuboltann fram yfir allt annað og æfir reglulega körfu með nokkrum félögum. Smátt og stórt hefur heyrt því fleygt að Kári þyki mjög fylginn sér í íþróttinni og allt að því grófur. Ekki er ólíklegt að Edda Andrésdóttir hafi verið búin að heyra sama orðróm þegar hún spurði Kára út í þetta í Kryddsíld Stöðvar 2 um áramótin. General Kári kannaðist hins vegar ekkert við það að vera harður keppnismaður og trúi nú hver sem vill. Amijón Hafstein Fram til þess hafa augljós líkindi ekki verið með fyrrverandi ritstjóra Dags, Stefáni Jóni Hafstein og þingmanninum söngelska, Arna Johnsen. I gær upplýstist þó að þeir ættu a.m.k. eitt sameiginlegt. Nýtt fyrirtæki sem Stefán Jón hefur stofnað, hefur hlotið nafnið ísland ehf. og þótt Arni sé frá Vestmannaeyj- um telur hann sig Islending með upphafsstöf- um. Þannig ákvað Arni snemma að festa sér einkanúmerið ÍSLAND á bifreið sína og eiga þessir tveir því ísland sem stendur. Að öðru leyti mun afar fátt sameiginlegt með þessum tveimur. „Bygging tónlistar- húss á Borgarholti hér I Kópavogi er glæsilegt framtak og ég finn að Kópavogsbúar eru afar stoltir, “ segir Vigdís Esradóttir. mynd: E.ÓL Saluiinn er stórt hljóðfæri Salurinn í hinu nýja tónlistar- húsi á Borgarholtinu í Kópa- vogi var formlega tekin í notk- un 2. janúar. Tónlistarhúsið er tvískipt og er stefnt að því að ljúka sfðari áfanga þess næsta sumar, en þá mun Tónlistar- skóli Kópavogs flytja starfsemi sína í nýtt og glæsilegt kennsluhúsnæði. Framkvæmd- ir við húsið hófust síðla árs 1997 og þessi stutti bygginga- tími hefur vakið athygli. Heild- arkostnaður við Tónlistarhús Kópavogs er áætlaður um 400 milljónir, þar af er kostnaður við Salinn aðeins tæplega helmingur þessarar fjárhæðar. Bókað langt fram á árið Vigdís Esradóttir segir að eftirspurn eftir Saln- um sýni hve þörfin fyrir tónlistarhús sé mikil. Nú þegar hafa fjölmargir tónleikar verið haldnir í húsinu og um síðastliðna helgi hófst þar dag- skrá Myrkra músíkdaga, sem stendur fram eftir þessum mánuði. „Það er búið að bóka tónleika Iangt fram á árið, og má þar nefna kórtónleika, píanótónleika, einsöngstónleika, jasstónleika og svo mætti lengi telja. Salurinn er í raun og veru stórt hljóðfæri og rafmagn er ónauðsynlegt við allan tónlistarflutning. A það einnig við um tal- að mál og er það fátítt í svona stóru rými.“ Vigdís er kennari að mennt og stundaði síðar nám við tón- menntakennaradeild Tónlistar- skólans í Reykjavík. Einnig er hún menntuð í félagsfræðum, með áherslu á Ijölskyldumeðferð. Hún hefur um dagana starfað víða og síðustu tvö ár sem upplýsingafull- trúi Vesturfarasetursins á Hofsósi. Hún segir það hafa verið ánægju- legan tíma og Hofós hafi hún kvatt með söknuði. Það hafi hinsvegar verið ómótstæðilegt tækifæri fyrir sig sem gamlan Kópavogsbúa og áhugakonu um tónlist að sækja um þetta starf, sem hún svo fékk. Getur spilað vel saman „Ég trúi því að við í Kópavogi getum í framtíð- inni átt góða samvinnu við forsvarsmenn tón- listarhússins sem hefur verið ákveðið að reisa í Reykjavík. Starfsemi þessara húsa ætti að geta spilað vel saman. Almennt get ég þó sagt að bygging tónlistarhúss á Borgarholti hér í Kópa- vogi er glæsilegt framtak og ég finn að Kópa- vogsbúar eru afar stoltir af því frumkvæði sem bæjaryfirvöld hér hafa tekið með uppbyggingu alhliða menningarmiðstöðvar sem hér er að rísa,“ segir Vigdís. -SBS. Tónlistarmenn hafa eignastgóðan sama- stað. Vigdís Esradótt- ir erforstöðumaður nýs Tónlistarhúss Kópavogs. SPJALL ■ FRÁ DEGI TIL DflGS „Sá sem hefur vald á ástríðum sínum er þræll skynseminnar.“ Þetta gerðist 13. janúar • 1559 var Elísabet I. krýnd drottning í Englandi. • 1785 kom út fyrsta eintakið af London Times. • 1898 birtist fræg grein eftir Emile Zola þar sem hann kom Alfred Dreyfus til varnar. • 1930 birtist fyrsta teiknimyndin um Mikka mús. \ • 1949 var kviÍpijTid Lofts Guðmunds- sonar, MiIIi fjalls og fjöru, frumsýnd. • 1953 var Tito kosinn forseti Júgóslavíu. • 1958 undirrituðu 9.000 vísindamenn frá 43 ríkjum bænaskjal um bann við kjarnorkuyopnatilraunum. Þau fæddust 13. janúar • 1881 fæddist Sigvaldi Kaldalóns tón- skáld. • 1903 fæddist Hannibal Valdimarsson ráðherra. • 1929 fæddist bandaríski djassgítarleik- arinn Joe Pass. • 1939 fæddist danski rithöfundurinn Villy Sprensen. • 1967 fæddist Sigrún Eðvaldsdóttir fiðluleikari. Vísa dagsins I tilefni af risjóttu veðurfari undanfarna daga birtum við hér veðurvísu eftir Jónas Hallgrímsson: Veðrið er hvorki vont né gott, varla kdlt og ekki heitt. Það er hvorki þurrt né vott, það er svo sem ekki neitt. Afmælisbam dagsins Danski presturinn Kaj Harald Leininger Munk fæddist fyrir 101 ári, þann 13. janúar árið 1898. Is- lendingar þekkja vel til hans vegna leikrits Guðrúnar Asmundsdóttur um hann sem flutt var við góðar undirtektir. Sjálfur skrifaði hann mörg leikrit, sem Qalla einatt um harðstjóra sem berjast vonlausri baráttu gegn Guði. Andstaða hans gegn nasistuin aflaði honum vin- sælda og virðingar i Danmörku, og varð honum loks að Ijörtjóni í jan- úarmánuði 1944. Brandarinn Séra Guðmundur mætti Jónasi, þar sem sá síðarnefndi var að staulast illa fullur út úr þorpskránni. „Jónas, Jónas, Jónas,“ sagði séra Guð- mundur í vandlætingartón. „Ég geri ekki ráð fyrir að hitta þig á himnum eftir hið hinsta kall!“ „Hvað segirðu, séra Guðmundur?" draf- aði í Jónasi. „Hvað varstu að gera af þér?“ Veffang dagsins Hið alþýðlega vísindatímarit Scientific American er með ljómandi gott vefsetur á vvvvvv.sciam.com

x

Dagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.