Dagur - 13.01.1999, Side 7

Dagur - 13.01.1999, Side 7
MIDVIKUDAGUR 13. JANÚAR 1999 - 23 LÍFIÐ í LANDINU VEÐUR L FOLKSIIMS MEINHORNIÐ • Meinhyrning- ur dagsins er óhress með þá sem halda að þeir geti lagt bifreiðum sín- um hvar sem þeim dettur í hug bara af því að nú er snjór og svell yfir gangstéttum og görðum. Víða ber á því að bif- reiðum sé lagt upp á gangstétt- ar og upp að ijölbýlishúsum. Þannig eru tepptar leiðir fyrir til dæmis sjúkrabifreiðar ef upp koma neyðartilvik. Ekki gott. • Oft hefur það komið fyrir að meinhyrningur hefur gleymt að athuga dagsetn- ingar á vöru sem fljótt renn- ur út og skemmist. Alltof algengt er að slíkar vörur standi í hillum verslana löngu eftir að síðasti söludagur er liðinn og virðist mjög skorta á að eftirlit sé haft með slíkum vörum í verslun- um. Ragnheiður Þorgilsdóttir formaður íþróttafélags heyrnarlausra leggur áherslu á að Vesturhlíðarskóli kom hvergi nærri skipulagi eða framkvæmd Nýársfagnaðar íþróttafélags heyrnarlausra. Nýársfagnaður Iþróttafélags heymarlausra RAGNHEIÐUR ÞORGILSDÓTTIR FORMAÐUR ÍFH SKRIFAR Vegna fréttar sem birt var í Degi viljum við koma eftirfarandi á framfæri: Iþróttafélag heyrnarlausra stóð fyrir nýársfagnaði sem fór friðsamlega fram. IFH hefur oft staðið fyrir opnu húsi og árshátíðum og leyft unglingum að vera með, þar sem samfélag heyrnarlausra er lítið og það er ljóst að unglingarnir vilja hitta eldri félagsmenn og þurfa til þess að forðast félagslega einangrun. Hins vegar hafa þær reglur alltaf verið skýrar að einstaldingar undir lögaldri gætu ekki keypt áfenga drykki. Rétt er að bjór var seldur einum unglingi og er það miður að slíkt gerðist og var það gert án vit- undar forráðamanna félagsins. Rangfærslur Asakanir komu fram um að unglingar hafi getað keypt bjór, en svo var ekki. Einungis var um þennan eina einstak- ling að ræða. Annað er að Þröstur Frið- þjófsson er ekki formaður félgsins held- ur undirrituð. Aðgengi heyrnarlausra að almennu fé- laglslífi er takmarkaður og var þetta við- Ieitni okkar til að bæta úr því. Rétt er að taka fram að Vesturhlíðaskóli kom hvergi nærri skipulagi eða framkvæmd þessarar samkomu og ber á engan hátt ábyrgð á því sem gerðist, þó húsnæði ÍFH sé á Ióð skólans. Mér finnst það miður að Vesturhlíðaskóla var blandað í þetta mál. Fylgist líka með því jákvæða Við erum ákveðin í að fyrirbyggja að sh'kt gerist aftur, markmið félagsins er að efla íþrótta- og tómstundastarf og er von okkar að við getum áfram sinnt þessum unglingum, án vandræða. Við viljum ítreka að okkur finnst það afar miður að þetta hafi gerst. Að lokum vil ég benda á þau afrek og góða frammistöðu heyrnarlausra íþrótta- manna í gegnum tíðina. Loksins þegar að við fáum mikla umfjöllun og mikið pláss í blaði, þarf það að vera á neikvæð- um nótum. Mig langar að hvetja blaða- menn til að fylgjast með því jákvæða og uppbyggilega starfi sem íþróttafélagið vinnur að og hefur að markmiði. i Aheitasjóður Þorláks biskups helga Strandgötu 31, 600, Akureyri Þverholti 14,105 Reykjavík Sími umsjónarmanns lesendasíðu: 460 6122 Netfang: ritstjori@dagur.is Símbréf: 460 6171/551 6270 Óskað er eftir að bréf til blaðsins séu að jafnaði hálf til ein vélrituð blaðsíða, 1000-1200 tölvuslög. Dagur áskilur sér rétt til að stytta lengri bréf. EYJÓLFUR GUÐMUNDSSON SKRIFAR Gegnum tíðina hafa ýmsir heitið á Strandarkirkju og gefist nokkuð vel. - En ekki er verra að heita á Þorlák biskup helga, sem einu sinni var kíerkur í Odda, og síðar biskup í Skálholti. Hann var fæddur að Hlíðarenda árið 1133. Þeim sem hafa við ein- hver vandamál að stríða eða óska sér einhverra hagsbóta er bent á að heita á Þorlák. Til er Áheitasjóður Þorláks helga, sem ávaxtaður er í Búnaðarbankanum á Hellu. Með stjórn hans fara banka- stjóri Búnaðarbankans á Hellu, sókn- arpresturinn í Odda og sýsluinaður Rangæinga á Hvolsvelli. Fjármagn sem sjóðnum kann að ber- ast verður notað til lagfæringar á manngerðum hellum í Rangárþingi. Sá sem þetta ritar hefur af og til heitið á Þorlák helga og fengið óskir sínar uppfý'lltar. Auðvitað geta menn um það deilt hvort það sé að þakka hinum forna Skálholtsbiskupi eða öðr- um góðum öflum. En ekki skaðar að heita á Þorlák, bara að prófa það. Veðrið í dag... Norðvestan- og vestanátt, strekkmgur með norðurstrimdiimi en annars yfirleitt hægari vindur. É1 norðan- og vestanlands en úrkomulaust í örðum landshlutum. Frost uni mest allt land. Veðurhorfur næstu daga Línuritin sýna fjögurra daga veðurhorfur á hveijum stað. Línan sýnir hitastig, súluritið 12 tíma úrkomu en vindáttir og vindstig eru tilgreind fyrir neðan. Færð á vegum Ófært var um Hellisheiði í gærkvöld, en búið að opna nm Þrengsli fyrir bíla búna til vetraraksturs. Þá er ófært um Fróðárheiði á Snæfellsnesi. Skafrenningur er á Holtavörðuheiði. Þæfingsfærð er í ísafjarðardjúpi

x

Dagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.