Dagur - 14.01.1999, Blaðsíða 9

Dagur - 14.01.1999, Blaðsíða 9
FIMMTVDAGVR 14. JANÚAR 1 9 9 9 - 9 Tkgur FRÉTTIR ismanna. - mynd: brink inn eru vaxtabætur, þó aldrei hærri en 144.400 kr. til einstaklings, 185.700 kr. til einstæðs foreldris og 238.000 kr. til hjóna. Vaxtabætur geta líka skerst og jafnvel fallið nið- ur vegna eigna yfir ákveðin mörk. Vernleg uppstokkun Að mati Gunnars S. Björnssonar stjórnarformanns Ibúðalánasjóðs þýða breytingarnar verulega upp- stokkun á íbúðalánakerfinu. „Greiðslumatið og öll umíjöllun um Iánssamninga viðkomandi aðila og kaupsamninga fer allt fram í bönk- unum og síðan í gegn um beinlínu- tengsl hingað inn til Ibúðalána- sjóðs, um símalínur.“ Upplýsingar á vefsíðu sjóðsins eigi að auðvelda fólki að gera sitt eigið bráðabirgða- greiðslumat og afla sér nauðsyn- legra upplýsinga þannig að það viti nokkurn veginn hvar það stendur. Reyna að forða frá strandi „Við ætlum að reyna að vanda til, enda skiptir geysilegu máli, við öfl- un húsnæðis, að fólk fái góðar leið- beiningar og sé sér meðvitað um hvað það er að gera. Það er að binda sig um stóra Ijármuni til 25 eða 40 ára og því ekkert Iítið atriði að það sé í góðu lagi, en fólk reki ekki upp á sker einhvers staðar á leiðinni." Gunnar telur að nýja greiðslumat skapi einstaldingum mun meira svigrúm en það gamla og opni fleir- um Ieið til íbúðarkaupa, til dæmis námsmönnum. Sama frjálsræöi og hver annar „Félagslega kerfið gjörbreytist líka. Eftir að einstaklingur hefur keypt sér íbúð hefur hann nákvæmlega sama frjálsræði og hver annar á markaðnum: Hann getur gert við hana það sem hann vill, til dæmis lagfært hana og gert hana verðmeiri og nýtur þess síðan að fullu þegar hann selur. Hann getur líka selt íbúðina sína á almenna markaðnum hvenær sem hann vill og hvetjum sem hann vill. Þetta teljum við kannski stærsta þáttinn í þessum breytingum. Að vísu erum við fyrstu tvö árin (1999 og 2000) bundin af því að þeir sem koma inn í félags- lega kerfið verða hugsanlega að lúta skilmálum húsnæðisnefndanna um að kaupa innlausnaríbúðir innan kerfisins. En eftir tvö ár getur ein- staklingurinn farið beint út á mark- aðinn og keypt hvar sem er, án nokkurra annarra skilyrða, en að viðkomandi sveitarfélag sé tilbúið að leggja fram þann skerf sem það þarf að leggja fram í ábyrgðarsjóð- inn vegna viðbótarlánanna," segir Gunnar. Bankanna að gefa góð ráð Hlutverk bankanna segir Gunnar ekki síst verða það, að ráðleggja fólki. Komi einstaklingur til dæmis út úr greiðslumati nánast á núllinu, sé það stór spurning hvað hann á að gera? A hann að fara út í íbúðar- kaup og festa sig með ákveðna greiðslubyrði á mánuði um langa framtíð, út á það að eiga ekkert eft- ir af laununum umfram allra brýn- ustu nauðsynjar? Þarna reyni á aukið hlutverk bankanna, þannig að fólk sjái kannski sínum fótum for- ráð og hafi eitthvað smávegis til ráð- stöfunar umfram nauðþurftir. Öll lán sem veitt eru í nýja félags- lega kerfinu, þ.e. bæði húsbréfalán- in og viðbótarlánin, verða til 40 ára. Húsbréfalán hafa verið til 25 ára eða 40 ára að vali lántaka, en 15 ára húsbréf detta út, vegna þess að nán- ast engin eftirspurn var eftir slíkum bréfum. Rússneski togar- inn til vandræða Eim stefnt að því að gera rássneska togar- ann Oiiinyu haffæran. Rússneski togarinn Omnya, sem legið hefur víðs vegar um höfn- ina á Akureyri síðastliðið eitt og hálft ár, er nú farinn að verða til verulegra vandræða. Ástæðan er sú að fyrir dyrum stendur að ráð- ast í umfangsmiklar dýpkunar- framkvæmdir við höfnina og hefur skipið nú verið fært úr fiskihöfninni og yfir á svokallað- an slippkant. Að sögn Harðar Blöndal hafnarstjóra er það ákveðin hefndargjöf fyrir höfn- ina að fá svona sendingu, því skipið sé einir 60 metrar og liggi við hafnargarð sem kosti um milljón krónur hver lengdar- metri. Legugjöldin sem inn koma eru tiltölulega lág enda miðast gjaldskrá Hafnarinnar við losun og lestun skipa en ekki Ianglegur. Hörður segir þó að umboðsaðili skipsins sé í fullum skilum með legugjöldin. Hafnar- stjóri segir höfnina ekki hafa neina heimild til að neita því um pláss og bendir á að raunar sé þetta víða erlendis orðið mjög mikið vandamál. Sverrir Gunnlaugsson hjá Marel Trading í Reykjavík, sem er umboðsali rússneska togar- ans, segir að eigendur vonist enn til að geta önglað saman fyrir viðgerð á skipinu, það sé allt of verðmætt til að fara í brotajárn en hafi hins vegar ekki haffærn- isskírteini. Sverrir segir viðgerð þó ekki í augsýn og því bíði skip- ið væntanlega í Akureyrarhöfn í einhverja mánuði eða ár. Ahöfn- in er farin heim fyrir nokkru síð- an. Kvennalistiim úr leik á Nl.-eystra Líkur á að fiinm muni berjast íun 1. sætið í prófkjöri A-flokka á Norðurlaudi eystra. Ljóst er eftir fund A-flokkanna í gærkvöld að ekkert verður af því að Kvennalistinn verði með á Norðurlandi eystra í sameigin- legu framboði. Jafnframt er ljóst að Kvennalistinn býður ekki fram sérstaklega á Norðurlandi eystra, enda telja oddvitar stjórn- málaaflsins ekki grundvöll fyrir því. Finnur Birgisson upplýsti á fundinum að hann hygðist bjóða sig fram í 1. sætið fyrir sameinað framboð A-flokkanna. Þá eru alls fjórir fulltrúar búnir að lýsa því yfir, auk Finns þeir Sigbjörn Gunnarsson, Svanfríður Jónas- dóttir, alþingismaður, og Örlygur Hnefill Jónsson á Húsavík. Frestur er gefinn til 20. janúar að gefa kost á sér en kosningin mun fara fram 6. febrúar. Grun- ur leikur á að Pétur Bjarnason muni einnig blanda sér í slaginn en það er óstaðfest. Sigrún Stefánsdóttir varabæjarfull- trúi á Akureyri mun ekki taka þátt í prófkjöri samfylkingar á Norður- landi eystra. Finnur segir að markmið framboðs A-flokkanna sé að ná tveimur þingmönnum. Hann segist sjálfur einkum ætla að berjast fyrir skattamálum sem honum hafi verið hugleikin. „Þar er mikið verk óunnið og ég tel að það verði best unnið með því að komast inn á sjálfan aðalleik- vanginn." Samfara ákvörðun hans um að bjóða sig fram hefur hann jafnframt lagt niður störf sín sem formaður kjördæmaráðs fram yfir prófkjör. Sigrún úr leik Engar líkur eru á að Sigrún Stef- ánsdóttir, varabæjarfulltrúi Ak- ureyrarlistans á Akureyri og kvennlistakona, muni bjóða sig fram fyrir næstu alþingiskosn- ingar, eins og hún hafði hug á ef samfylkingin næði saman. Þau tilboð sem Kvennalistinn gerði A-flokkunum voru annars vegar að öllum þremur stjórnmálaöfl- um samfylkingarinnar yrði tryggt eitt af þremur efstu sætunum. Hin tillagan gekk út á að allt yrði opið og engar girðingar fyrir prófkjör, en A-flokkamenn hafa sem fyrr segir hafnað þessu al- farið. Komið hefur fram í Qöl- miðlum að þreifingar hafi átt sér stað um samstarf Kvennalista og Vinstri hreyfingar Græns fram- boðs á Norðurlandi. Þessu neit- ar Sigrún og eru því allar líkur á að nafn hennar verði ekki að finna á framboðslistum komandi kosninga. - BÞ

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.