Dagur - 14.01.1999, Blaðsíða 13
Tfe^ur
FIMmVOXÓVR 14. jAfíÓAR 1999 -13
ÍÞRÓTTIR
Þau Jóhanna Rósa Ágústsdóttir,
þolfimikona úr Gerplu, og Geir
Sverrisson, frjálsíþróttamaður úr
Breiðabliki voru kjörin íþrótta-
karl og -kona Kópavogs á íþrótta-
hátíð bæjarins um síðustu helgi.
Þetta er í fyrsta skipti sem kjörið
fer fram með þessum hætti, að
valin eru íþróttakarl og -kona og
jafnvel í fyrsta skipti á öllu land-
inu, þar sem bæjarfélögin velja
íþróttamenn ársins.
Jóhanna Rósa og Geir voru
valin úr hópi tuttugu íþrótta-
manna sem tilnefndir höfðu ver-
ið fyrir hátíðina, en þeir voru
valdir úr tveimur aldurshópum,
fimm karlar og fimm konur úr
hvorum aldurshópi sem voru eft-
irtaldir:
Yngri hópur 13 -16 ára
Knattspyrna: Erna Sigurðardótt-
ir og Hjörvar F. Eiðsson, Breiða-
bliki. Skíði: Kristín B. Ingadótt-
ir og Sindri Már Pálsson, Breiða-
bliki. Sund: Þuríður Eiríksdótt-
ir, Breiðabliki. Golf: Gunnar Þór
Gunnarsson, GKG. Dans: Hall-
dóra Ósk Reynisdóttir og Isak
Eldri hópur afreksmanna á íþrótta-
hátíð Kópavogs.
Halldórsson Nguyen, Dansfél.
Hvönn. Fimleikar: Lilja Er-
lendsdóttir og Viktor Krist-
mannsson, Gerplu.
Eldri flokkur 17 ára og eldri
Tennis: Arnar Sigurðsson, TFK.
Hestaíþróttir: Ásta Dögg Bjarna-
dóttir, Gusti. Sund: Bára B. Er-
Iingsdóttir, Ösp. Fijálsar. Geir
Sverrisson og Sólveig Hildur
Björnsdóttir, Breiðabliki. Knatt-
spyrna: Marel J . Baldvinsson og
Margrét R. Ólafsdóttir, Breiða-
bliki. Fimleikar: Jóhanna Rósa
Ágústsdóttir og Rúnar Alexand-
ersson, Gerplu. Handknattleik-
ur: Sigurður Valur Sveinsson,
HK.
fþróttakarl og -kona Kópavogs 1998. Geir Sverrisson og Jóhanna Rósa
Ágústsdóttir.
Afreksstyrkir
Á hátíðinnni veitti íþrótta- og
tómstundaráð Kópavogs einnig
afreksstyrki samtals að upphæð
krónur 1.600 þúsund krónur, til
íþróttadeilda og félaga í bænum,
vegna unnina afreka á liðnu ári.
Knattspyrnudeild Breiðabliks
fékk 600 þúsund krónur, Fim-
leikadeild Gerplu 600 þúsund,
Frjálsíþróttadeild Breiðabliks
200 þúsund og Siglingafélagið
Ymir, Tennisfélag Kópavogs,
Iþróttafél. fatlaðra og Iþróttafé-
lagið Ösp 50 þúsund krónur
hvert félag.
Þá útnefndi íþróttaráð „flokk
ársins 1998“ og varð Trompfim-
leikaflokkur Gerplu fyrir valinu,
en þær urðu Islandsmeistarar
bæði í unglingaflokki og í flokki
fullorðinna, auk þess sem þær
unnu til bronsverðlauna á Norð-
urlandameistaramótinu í tromp-
fimleikum.
fþróttakarl og -kona
kj orin í Kópavogi
Nýtt fyrirkomulag var
á vali íþróttamanns
Kópavogs á íþrótta-
háíð bæjarins, sem
haldin var uin helg-
ina. íþróttakarl og
kona voru nú valin í
fyrsta skipti. Afreks-
styrkir að upphæð
samtals 1.600 þús-
und krónur veittir
fyrir unnin afrek á
liðnu ári.
SKODUN
GUÐNI Þ.
ÖLVERSSON
Á að segja
af sér
Það á ekki að taka með neinum
vettlingatökum á íþróttamönn-
um sem misnota lyf til að auka
getu sína. Þeir vita það best
sjálfir, áður en þeir neyta lyfj-
anna, að þeir eru að fara fjalla-
baksleið að markmiði sínu. Þar
með útskúfa þeir sjálfum sér úr
íþróttunum með fíflalegu atferli
ef upp um þá kemst. Þeir geta
sjálfum sér um kennt. Þess
vegna er það grafalvarlegt þegar
upplýsingar frá lyijanefnd ISI, á
einstökum íþróttamönnum, leka
í íjölmiðla áður en rannsókn á
meintri lyfjanotkun lýkur.
Nú hefur það gerst að ungur
körfuknattleiksmaður, sem er í
rannsókn hjá lyfjanefndinni,
hefur orðið fyrir barðinu á Gróu
á Leiti vegna þess að upplýsing-
ar Iáku frá einhveijum nefndar-
manna til fjölmiðla. Körfuknatt-
leiksmaðurinn er nú „stimplað-
ur“ sterabolti og á því, að margra
mati, ekki að vera gjaldgengur í
opinberum mótum körfuknatt-
leikssambandsins né nokkurri
annarri keppni á vegum ÍSÍ.
Með óheyrilega lágkúrulegum
vinnubrögðum hefur einhver
nefndarmanna í lyfjanefndinni,
eða kannski nefndin öll, algjör-
lega brugðist þeim trúnaði sem
íþróttamenn eiga að geta borið
til hennar. Hvort sem
körfuknattleiksmaðurinn verður
fundinn sekur eða ekki er Ijóst
að nagdýr þau sem nærast á níði
eru þegar búin að dæma hann
sekan. Hann verður að bera
þann þunga kross það sem eftir
er ævinnar, að vera stimplaður
óheiðarlegur íþróttamaður, hvort
sem hann á það skilið eða ekki.
Lyfjanefndin ber ábyrgð á
þeim skaða sem körfuknattleiks-
maðurinn hefur mátt þola að
ósekju, þar til sök verður sönn-
uð. Lyfjanefhd ÍSÍ á að segja af
sér. Hún nýtur ekki trausts leng-
ur.
ÍÞR Ó T TA VIÐTALID
MíMll áhugi fyrir skiðagöngu
Ágúst
Grétarsson
verkefnastjórí SKÍ
Árleg sMðagönguketitisla
jyrir altnenning á vegutn
SKÍ nú hafin. Að sögn
Ágústs Grétarssonar, verk-
efnisstjóra verðahaldin
námskeið um allt land í
vetur og sérstakar skíða-
helgará stærri skíðastöðun-
um.
- L/m livað snýst þetta skíóu-
gönguverkefni?
„Verkefnið snýst um það að
kenna almenningi á gönguskíði
og að auka þátttöku fólks í
íþróttinni."
- Hefur það verið lengi í
gangi?
„Þetta er fimmta árið sem
verkefnið er í gangi, en þess ber
að geta að í fyrra féll það að
miklu leyti niður, aðallega vegna
snjóleysis. Okkur tókst aðeins að
komast yfir eina þrjá staði á
landinu, en vonum að þetta
gangi betur í vetur.“
- Verið þið ú ferðinni utn allt
land?
„Verkefnið í vetur er það
Iangstærsta til þessa, en við ætl-
um okkur að heimsækja eina
fimmtíu staði á Iandinu og þar af
eru nokkrir staðir sem við dvelj-
um á í meira en einn dag. Til
dæmis á Akureyri, þar sem við
erum yfir heila helgi og komum
svo aftur í mars og verðum þá í
þrjá til fjóra daga til viðbótar. Við
byrjuðum fyrir norðan síðastlið-
inn fimmtudag og erum þar bún-
ir með tvö námskeið, í Eyjafjarð-
arsveit og á Dalvík. Síðan eru
Skútustaðahreppur, Húsavík,
Akureyri og Siglufjörður á dag-
skránni áður en haldið verður
norður á Strandir og á Vestfirð-
ina. Þaðan höldum við svo aftur
norður í • land og verðum á
Blönduósi, Skagaströnd, Sauðár-
króki, Varmahlíð og Hofsósi.
Síðan er búið að fastsetja Aust-
urland frá 1. febrúar og eftir það
Suður- og Vesturland."
- Hvernig hefur þátttakan
verið til þessa?
„Á þessum tveimur stöðum
sem nú eru búnir hefur þátttak-
an verið mjög góð og sjálfur er ég
alveg í skýjunum yfir móttökun-
um. Til dæmis á Dalvík, komu
104 á almenningsnámskeiðið og
78 krakkar úr skólanum. Bærinn
er ekki þekktur sem skíðagöngu-
bær, en samt tóku um 14 pró-
sent bæjarbúa þátt í námskeið-
inu, sem hlýtur að vera mjög gott
og sýnir að mikill áhugi er fyrir
þessari hollu íþrótt.“
- Eru skólamir líka ttteð í
þessu verkefni?
„Við byrjuðum á því núna í vet-
ur að bjóða 4. og 5. bekk grunn-
skólanna upp á þessa kennslu og
þar er líka mikill áhugi.“
- Hvemigfer kenttslan fratn?
„Kennslan er í samvinnu við
skíðafélögin eða viðkomandi
íþróttahreyfingu á hveijum stað
og þeir aðilar sjá um að auglýsa
hana f fjölmiðlum og með
plakötum sem við höfum látið
útbúa. Við byrjum á því að fræða
fólk um það hvernig það velur
sér skíðabúnaðinn og hvernig
skíði og skóbúnaður hentar best.
Síðan er farið í byijunaratriðin
og undirstöðuna og hvernig fólk
hegðar sér við gönguna í byrjun.
Við reynum líka að sýna fólki
fram á að þetta sé ekki eingöngu
ganga og aftur ganga heldur sé
Iíka hægt að hafa meira gaman
að þessu. Krakkarnir fá líka sitt,
þar sem farið er með þeim í Ieiki
og þeim sýnt fram á að mögu-
leikar gönguskíðanna eru fjöl-
breyttir. Eg vil benda fólki á að
við lánum því búnað ef með þarf,
þannig að allir geta prófað áður
en Ijárfest er f búnaði.
Auk göngukennslunnar verða
svo haldnar skíðahelgar í öllum
landsfjórðungum og verður sú
fyrsta á Akureyri um næstu
helgi. Síðan verður skíðahelgi á
Egilsstöðum 6. og 7. febrúar, þar
næst á Isafirði og síðan fyrir
sunnan ef hægt verður."
- Er skíðagangan sífellt vin-
sælli hjá altnenningi?
„Þú þarft ekki annað en líta á
útivistarsvæðin í nágrenni
Reykjavíkur, eins og í Heiðmörk-
inni. Þar sérðu að sífellt fleira
fólk er farið að ganga á skíðum
sér til ánægju og heilsubótar.
Ekki síst eldra fólkið, sem virðist
í auknum mæli vera að uppgötva
þessa skemmtilegu almennings-
íþrótt.
Markmiðið með þessu
kennsluátaki okkar er líka að
auka áhugann og reyna að fá alla
fjölskylduna til að sameinast á
gönguskíðunum. Þetta er alls
ekki dýrt sport og góður búnaður
kostar um það bil 14 til 16 þús-
und krónur fyrir fullorðna og
eitthvað minna fyrir börnin.
Venjulega dugir búnaðurinn í 6
til 8 ár, miðað við venjulega
notkun, þannig að segja má að
þetta sé ekki dýrt sport, sem
hentar flestum."