Dagur - 14.01.1999, Blaðsíða 12

Dagur - 14.01.1999, Blaðsíða 12
h ■■■■■■■■■■ ■ ■ ■ iii mnmriMMiimMMM m»J mnmmmiu ■■ ■ n ■ ■ tt ■ i ■ m ■■■■■ b ■■■■■■ ■ ■■■■■■■■ ■ ■ ■ Ðgur IÞROTTIR SMALL SOLDIERS STÆRÐIN SKIPTIR MALI 12'-FIMMTUDAGUR 14. JANÚAR 1999 EoreArbíc S 462 3500 Sjörnuleiliiir KKI Árlegur Stjörnuleikur KKÍ - ESSO og Sprite í körfuknattleik fer fram í íþróttahúsi Vals að Hlíðarenda nk. laugardag. Þar verður boðið upp á heilmikla körfuboltahátíð sem hefst kl. 16:30 með þriggja stiga keppni, troðslukeppni og parakeppni Ieikmanna úr efstu deildum karla og kvenna. Sjálfur stjörnuleikurinn milli ESSO-liðsins og Sprite-liðsins hefst síðan klukkan 17:00, en þau hafa verið valin af þeim Sig- urði Ingimundarsyni, þjálfara Keflavíkinga, og Friðrik Inga Rúnarssyni, þjálfara Njarðvík- inga, en lið þeirra voru stigahæst í DHL-deildinni eftir fyrri um- ferð Islandsmótsins. Þeir sem mæta með Sprite- tappa, Sprite-dós eða safnkort ESSO fá frítt á leikinn, en aðrir Sigurður ingimundarson. Friðrik Ingi Rúnarsson. greiða krónur 500,- í aðgangs- eyri. ESSO-liðið: Damon Johnson Keflavík John Woods Tindastóli Eric Franson Skallagrími Hjörtur Harðarson Keflavík Arnar Kárason Tindastóli Teitur Orlygsson Njarðvík Guðjón Skúlason Keflavík Kristinn Friðríksson Skallagrími Birgir Örn Birgisson Keflavfk Herbert Arnarson Grindavík Jón Arnar Ingvarsson Haukum Pá)l Kristinsson Njarðvík Varamenn: Tómas Holton Skallagrími Ósvaldur Knudsen fsafjrði Þjálfari: Sigurður Ingimundarson Keflavík Sprite-liðið: Brenton Birmingham Njarðvík Keith Vassel KR Rob Wilson Snæfelli Friðrik Stefánsson Njarðvík Friðrik Ragnarsson Njarðvík Gunnar Einarsson Keflavík Hermann Hauksson Njarðvík Eiríkur Önundarson KR Kristján Guðlaugsson Keflavík Ólafur Ormsson Isafirði Sigfús Gizurarson Haukum Fannar Ólafsson Keflavík Varantenn: Jón Þór Eyþórsson Snæfelli Dagur Þórisson IA Þjálfari: Friðrik Ingi Rúnarsson Njarðvík Það verður mikið um að vera í HiíðarfjaiH um helgina. Heimur alþjóðanjósna og hryðjuverka er viðfangsefni hasarkappans Jean Claude Van Damme í þessari hasarhlöðnu og kraftmiklu spennumynd. Fimmtud. kl. 23. SiðastaSýmng STÆRÐIN SKIPTIR EKKI MALI! - Smóir hermenn - STORMYND Pimmtud. kl. 2f. □□ [ DOLDY | D I G I T A L CHRIS TUCKER The fíisi&st haads In the Enst versus the higgest mouth ín the West. ir\« ■■ \UR RUSHhour Einn stærsti smellur órsins. Þeir Jackie Chan & Chris Tucker eru fróbærir í þessari grínspennu sem fór beint ó topp bandariska listans. □□[oolbyI Pimmtud. kl. 21 og 23:00. Fyrsta skíðamót ársÍTis í IUíðarfjalIi Um helgina verður miMð um að vera á „Skíðahelgi“ í Hlíðar- fjalli. Þarferfram fyrsta skíðamót vetr- arins, einnig sólar- hringsskíðaganga og kynning á nýrri upp- lýstri göngubraut, auk þess sem almenn- ingi verður hoðið upp á skíðagöngukennslu. Fyrsta skfðamót vetrarins fer fram í Hlíðarfjalli um helgina. Um er að ræða Akureyrarmót í Alpagreinum, þ.e.a.s. svigi og stórsvigi og verður keppt bæði á laugardag og sunnudag. Að sögn Oddgeirs Sigurjónssonar, for- manns Skíðaráðs Akureyrar, er ætlunin að keppnin í svigi heljist á laugardaginn klukkan 10:00 og í stórsviginu á sama tíma á sunnudag. „Annars er mjög erfitt að tímasetja keppnina fyrr en við sjáum veðurspá helgarinnar og ef veðúrútlitið verður ekki gott, þá gætum við þurft að breyta keppn- istímanum. Við þurfum að hafa miklu betra veður í stórsvigið og þess vegna þurfum við jafnvel að færa það yfir á Iaugardaginn, ef veðurútlit er betra þann dag og klára þá svigið á sunnudag. Þess vegna bíðum við spenntir eftir veðurhorfum og ákveðum keppn- istímann samkvæmt þeim,“ sagði Oddgeir. Sólarhríngsganga Um helgina mun Skfðaráð Akur- eyrar einnig standa fyrir kynningu á nýrri upplýstri göngubraut. Að sögn Harðar Blöndal, sem er einn af skipuleggjendum kynningar- innar, er um að ræða nýja göngu- braut sem lokið var við að legga á sl. hausti. „Heildarlengd Iengstu brautarinnar er tíu kílómetrar, en upplýsti hlutinn er fimm kíló- metrar. Síðan eru einnig minni hringir, sem eru einn og hálfur kílómetri, þrír og hálfur og fimm kílómetrar. Lagning brautanna hófst fyrir tíu árum, auk þess sem byggt var gönguhús og nú er búið að slétta allt Iand þarna undir, þannig að við getum byijað að troða snjóinn miklu fyrr en ann- ars staðar. Það var til dæmis byrj- að að ganga þarna strax í október við mjög góð skilyrði, sem gerast varla betri,“ sagði Hörður. Sólarhringsgangan hefst klukk- an 15:00 á laugardaginn og verð- ur stanslaust gengið til klukkan 15:00 á sunnudag. Hver og einn getur gengið að vild, en ætlunin er að alltaf verði einhver á ferð- inni. Að sögn Harðar var ákveðið að ganga í heilan sólarhring til að vekja athygli fólks á þessari frá- bæru aðstöðu og þá möguleika sem lýsingin gefur. Skiðagöngukennsla fyrir al- menning Fyrir rúmri viku hófst árlegt út- breiðsuátak Skíðasambands Is- Iands „Skíðagöngukennsla fyrir almenning". Ágúst Grétarsson, verkefnisstjóri SKI, sem sér um kennsluna, hefur að undanförnu verið á ferðinni norðanlands og hefur þegar lokið við námskeið á Dalvík og í Eyjaljarðarsveit, þar sem þátttaka var mjög góð á báð- um stöðum. Nú er komið að Ak- ureyri um helgina og verður Ágúst þá í Hh'ðarfjalli og mun kennsla fara fram á laugardag og sunnudag frá klukkan 14:00- 17:00 báða dagana. Þar gefst Ak- ureyringum kostur á að fá skíða- göngukennslu, sér að kostnaðar- lausu og munu þátttakendur geta fengið lánaðan búnað, endur- gjaldslaust á staðnum, allt frá skíðastaf ofan í skó. Börn yngri en tólf ára sem mæta í skíðagöngukennsluna fá gjafakort í Skíðaskóla Skíðaráðs Akureyrar sem ætlunin er að starfrækja í framhaldinu, næstu tvo mánuðina og verður kennt tvisvar í viku. Einnig verða allir sem skrá sig í göngukennsluna þátttakendur í happdrætti, þar sem utanlandsferð er í vinning. Auk þess verður Skíðaþjónustan með kynningu á skíðaútbúnaði. Það er því ljóst að mikið fjör verður í Hlíðaríjalli um helgina og vonandi að veðurguðirnir verði skíðaunnendum hliðhollir.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.