Dagur - 14.01.1999, Page 2

Dagur - 14.01.1999, Page 2
4- 18 - FIMMTUDAGUR 14. J A N Ú A R 1999 LÍFIÐ í LANDINU SMATT OG STORT UMSJÓN: SIGURDÓR SIGURDORSSON Egill Jónsson. Selj avallakvótinn Síðan kvótalögin voru sett hafa yerið'gerðar smá breytingar á þeim öðru hvoru. Við eina slíka breytingu var ákveðið að komá upp kvótapotti sem Byggðastofnun réði yfir og út- hlutaði úr til byggðarlaga þar sem allt væri að snarast um hjá. Egill Jónsson, alþingismaður og bóndi á Seljavöllum, er formaður stjórnar Byggðastofnunar og þessi kvótapottur kallaður Seljavallakvótinn. Það er samt ekki vegna þess að Egill er formaður stjórnar. Heldur var það svo að hann mun hafa sagt þegar deilt var um þennan kvótapott: „Þeir selja varla þennan kvóta.“ Þar með var komið nafnið Seljavalla- kvótinn. Kristinn H. Gunnarsson. „Og Breiðdæling- ar munu kjósa eins og þeir eru vanir. Eftir fjögur ár verða þeir svo komnir í sæluna syðra og geta þá kosið sálmaskáld- ið, og kemur enda í einn stað niður.“ Sverrir Hermanns- son um vanda Breiðdælinga í grein í Mbl. Bolungarvíkurlögin Eins og menn muna sakaði Kristján Ragnars- son, LIÚ greifi, ákveðna nefndarmenn í sjáv- arútvegsnefnd Alþingis um að hygla Bolvíking- um sérstaldega í lagasetningu á dögunum vegna kvótadóms Hæstaréttar. Þar átti hann við vestfirsku þingmennina Einar Odd og þá alveg sérstaklega Kristinn H. Gunnarsson, for- mann nefndarinnar, sem á heima í Bolungar- vík. Nú kalla menn þessi Iög „Bolungarvíkur- lögin.“ Allt svart Útgefendur Vestra leituðu til Strandvölvunnar, um að spá fyrir um þetta ár. Það verður ekki sagt að bjart sé yfir tilverunni á Vestfjörðum og raunar landinu öllu hjá völvunni. Millifyrir- sagnir blaðsins á spá hennar eru: „Tvær hol- skeflur slæmra tíðinda.“ „Dökk blika skríður upp á hirninn." „Hrun Kvótakerfisins?" „Enn er vegið að Vestfirðingum." „Þrjú mögur ár.“ „Fólksfækkun ekki stöðvuð." Aframhaldandi samruni fyrirtækja.“ Þrengingar í landbúnaði." „Ný hreyfing.“ „1999 verður ár uppgjörs." „Ljóstýra í myrkrinu." „Mjög óvænt niðurstaða í kosningum." „Stór dómstóll." „Jarðhræringar fyrir sunnan og norðan.“ „Af misjöfnu þrífast börnin best.“ Nú segir maður eins og séra Sigvaldi forðum að tími sé kominn til að biðja fyrir sér. Einar hefur elt sitt skott Það hefur ekki farið mikið fyrir vísum eftir Arna R. Arnason alþingismann og ekki margir sem vita að hann er vel hagmæltur. Eg hef heilmildir fyrir því að þegar deilum stjórnar- liða varðandi kvótafrumvarpið í sjávarútvegs- nefnd Iauk, en þar á Arni Ragnar sæti, hafi hann ort þessa vísu um Einar Odd og afstöðu hans í málinu: Eflaust fæst hér ekkert golt út tír þessu að mati flestra. Einar hefur elt sitt skott upp á land áfjörðum vestra. .Ð^ur „Ég efast um að Páll hefði ráðið mig aðstoðar- mann sinn hefði ég ekki starfað innan Framsókn- arflokksins eða væri héðan úr kjördæmi hans, “ segir Gunnar Bragi Sveinsson. mynd: hilmar þór. Króksari Páli til aðstoðar „Ég efast um að Páll hefði ráðið mig aðstoðarmann sinn hefði ég ekki starfað innan Framsóknar- flokksins eða væri héðan úr kjör- dæmi hans á Norðurlandi vestra. Mér finnst fullkomlega eðlilegt að ráðherra ráði sér aðstoðar- mann sem hann þekkir fyrir og það sé maður sem hann getur treyst," segir Gunnar Bragi Sveinsson, sem um áramót tók við starfi aðstoðarmanns félags- málaráðherra, Páls Péturssonar. Umdeild mál hafa sannað sig Gunnar Bragi er 31 árs að aldri og fæddur og uppalinn á Sauðárkróki. „Króksari í húð og hár,“ segir hann sjálfur. Hann bjó nyðra allt þar til fyrir þremur árum, þegar hann flutti til Reykja- víkur ásamt fjölskyldu sinni. Þá fór hann í fé- lagsfræðinám við Háskóla Islands þar sem hann hefur tekið atvinnulífsfræði sem sérgrein. - Síð- ustu misseri og fram að áramótum síðustu starf- aði hann sem verslunarstjóri heildsölumarkaðar Skeljungs í Reykjavík, en segir þegar þetta ein- staka tækifæri bauðst hafi hann ekki hikað. „Þegar ég kem hingað inn í ráðuneytið er skammur tími eftir af kjörtímabilinu og svigrúm ekki mikið. En það þarf þó að fylgja eftir og koma á framfæri þeim góðu málum sem Páll Pétursson hefur unnið að í sinni ráðherratíð, sem reyndar voru umdeild á sinni tíð en eru það alls ekki lengur. Þar nefni ég sérstaklega breytta og bætta húsnæðislöggjöf, lög um samskipti aðila á vinnumarkaði, jafnréttislög sem nú eru til með- ferðar í ríkisstjórn og fleira gæti ég nefnt. I raun hefur verið tekið til í öllum málaflokkum sem und- ir ráðuneytið heyra," segir Gunn- ar Bragi. Félagsmál, íþróttir og stang- veiði Sem áður segir hefur Gunnar Bragi talsvert starfað innan vébanda Framsókn- arflokksins. Hann var varamaður í bæjarstjórn Sauðárkróks frá 1990 til 1995 og átti þá meðal annars sæti í félagsmálaráði og íþróttaráði. „Síð- an var ég líka varamaður í nokkrum nefndum á vegum bæjarins," bætir hann við. - Sambýlis- kona Gunnars er Elva Björk Guðmundsdóttir og eiga þau einn son saman, en fyrir á hún úr fyrri sambúð tvo syni. „Maður segir auðvitað ekki að fjölskyldan sé áhugamál, en auðvitað er hún númer eitt, tvö og þijú hjá mér. Síðan koma fé- lagsmálin, íþróttir og auðvitað stangveiðin sem mér finnst afskaplega gaman að fást við,“ segir Gunnar Bragi Sveinsson að síðustu. -SBS Þarfað fylgjagóðum málum eftir. Gunnar Bragi Sveinsson er nýr aðstoðarmaður félagsmálaráðherra. SPJALL FRÁ DEGI TIL DAGS Upphaf viskunar er að kalla hlutina réttum nöfnum. Kínverskt máltæki Þettagerðist 14. janúar • 1699 héldu íbúar í Massachussetts í Bandaríkjunum iðrunardag fyrir að hafa ranglega ofsótt „nornir“. • 1814 afhenti Danakóngur Svíakonungi Noreg. • 1914 hóf Henry Ford færibandafram- leiðslu á bifreiðum. • 1918 var Læknafélag Islands stofnað. • 1976 hlaut Ólafur Jóhann Sigurðsson bókmenntaverðlaun Norðurlandaráðs. • 1984 staðfesti páfinn helgi Þorláks biskups. Þau fæddust 14. janúar • 1818 fæddist finnski rithöfundurinn Zacharias Topelius. • 1892 fæddist bandaríski kvikmynda- leikstjórinn Hal Roach. • 1896 fæddist bandaríski rithöfundur- inn John Dos Passos. • 1902 fæddist pólski stærðfræðingurinn og rökfræðingurinn Alfred Tarski. • 1909 fæddist bandaríski kvikmynda- leikstjórinn Joseph Losey. • 1926 fæddist Rúrik Haraldsson leikari. Vísan Vísa dagsins er kaffikvæði: Kajfið hitar ekki ögn innri mögn. Það er aðeins ást á þér sem yljar mér. Afmælisbam dagsins Albert Schweitzer (1875-1965) er einn þeirra sem hafa haft viður- nefiiið „mannvinur“ nánast að starfsheiti. Hann lauk guðfræði- prófi árið 1900, en eftir að hann ákvað að halda til Afríku að gera fólki þar lífið léttara fór hann í læknanám að auki. I Afrfku dvald- ist hann meira eða minna allan seinni hluta ævi sinnar, og sinnti þar jöfnum höndum læknisstörfum og prestshlutverki auk þess að byggja upp heilt þorp og hafa þar yfirumsjón með öllu. Friðarverð- laun Nóbels hlaut hann árið 1953. Djúpstæðar tilfinningar! Eitt kvöldið kom Magga að Jónasi þar sem hann stóð yfir vöggunni sem nýfæddur sonur þeirra svaf í. Hún passaði sig að láta ekki heyra í sér og fylgdist með honum. Þarna stóð hann og horfði á barnið og hún sá á andliti hans blöndu af ýmsum hug- hrifum: vantrú, efa, fögnuð, undrun, hrifningu, tortryggni. Magga varð snortin af þessum djúpstæðu tilfinningum eigin- mannsins, og tárvot smeygði hún handlegg sínum utan um hann. „Segðu mér hvað þú ert að hugsa," sagði hún blíðlega. „Er þetta ekki furðulegt?" sagði Jónas. „Ég bara skil ekki hvernig nokkur maður getur smíðað svona vöggu fyrir aðeins 12.850 krónur.“ Veffang dagsins Bandaríska tímaritið The Atlantic Monthly hefur verið gefið út í á aðra öld. Efnið er jafnan athyglisvert, og vefsetrið þeirra er enn betra en sjálft tímaritið: www.theatl- antic.com

x

Dagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.