Dagur - 14.01.1999, Blaðsíða 5

Dagur - 14.01.1999, Blaðsíða 5
FIMMTUDAGUR 14. JANÚAR 1999 - 21 X^MT. LÍFIÐ í LANDINU Fæddlst þú undir góðu tungli? Vissulega hafði þessi trú djúptæk áhrif á fjöiskyiduiíf kínversku þjóðarinnar, vináttu manna, viðskipti og hjúskaparáform. Mynd úr bók Erró. Austurlandabúar hafa rannsakað stjömumerki sín á gangi tunglsins og styðjast stjömuspekingar þeirra því viðgang tungls- ins - eða þó öllufremur tunglárið. Spumingin hjá þeim erþví: „Fæddistþú undirgóðu eða slæmu tungli?“ f einu tunglári eru tólf ný tungl og er því þrettánda bætt við tólfta hvert ár samkvæmt Aust- rænu spekinni, þessvegna er ný- ársdagur í Austurlöndum aldrei sá sami frá ári til árs. Þó eru stjörnumerki Austurlandabúa 12 eins og á Vesturlöndum - en áhrif þeirra vara í eitt ár en ekki aðeins í um það bil einn mánuð einsog við eigum að venjast í sólarmerkjunum. Hvert merki er táknað með tilteknu dýri og þetta dýr hefur áhrif á ævi, örlög og skapgerð þess fólks sem fætt er það ár sem viðkomandi dýr ræður. Hvert dýr hefur verið val- ið þannig svo að það býr yfir táknrænni vísbendingu, dæmi: Rottan verður að varast gildr- una, Haninn verður að róta með klóm og nefi eftir æti, Geitin tekur að jarma sé haginn lélegur og Kötturinn kemur alltaf niður á fæturna, en árið 1999 er einmitt ár Kattarins hjá Austur- Iandabúum og hefst 16. febrúar. Austrænu sjörnumerkin eru jafn gömul sólarmerkjunum sem við eigum að venjast og njóta jafnmikils álits í Asíulöndum og sólarmerkin gera á Vesturlönd- um. Sjöhundruð milljónir Kín- verja hafa hagað Iífi sínu sam- kvæmt spám sem gerðar hafa verið fyrir hvert tungláranna í aldaraðir. Hver maður vissi að sum merki áttu ekki saman og gátu ekki samlagast hvert öðru og það varð til þess að margt var harðbannað vegna þess að tvö eða fleiri merki rákust á. Vissu- lega hafði þessi trú djúptæk áhrif á fjölskyldulíf kínversku þjóðarinnar, vináttu manna, við- skipti og hjúskaparáform. Kyrrð og makræði umfrain allt Nafn þessa merkis „Kattarins" er ekki eins í öllum Asíulöndun- um, t.d. kalla Japanir þetta merki Hérann og enn aðrir Kan- ínu, en öll dýrin eiga það sam- eiginlegt að þau koma alltaf nið- ur standandi. Fólkið í merki Kattarins er það hamingju- samasta á þessari jörð þ.e. fólkið sem er ákveðnast í því að vera hamingjusamt. Það er vel af guði gert, þægilegt í umgengni, fágað í framkomu og hefur sinn metnað, en aldrei um of. Samt mun enginn líta framhjá þessu fólki, því það er hinn besti fé- lagsskapur. En það hlýtur að vera erfitt að rogast með svona mikið af góðum eiginleikum, því fylgja nefninlega nokkur óþægindi að vera smádýr einsog Kötturinn. Þeim sem fæddir eru í þessu merki hættir til yfirborðs- mennsku og það verður að segj- ast að margir hinna fögru ofan- greindra eiginleika eru mest á yfirborðinu. Kötturinn elskar góðan félagsskap, góð sam- kvæmi, krassandi hneyklissögur og er sjálfur kjaftatífa en segir þó kjaftasögurnar af hinni mestu hæversku. Kettirnir hafa gaman af að skemmta öðrum og heimili þeirra eru oft með af- brigðum falleg og bera vitni ágætum smekk. Þetta eru heimsmenn, stundum „snobbar- ar“. Það er ekki auðvelt að espa Köttinn upp, því hann er hægur og rólegur og friðsemdin sjálf, hneigist til tilfinningavellu í stað tilfinninganæmi og persónuleg vandamál snerta hann meira en vandamál heimsins. I Asfulöndum líta menn á Köttinn með nokkurri tor- tryggni. Alþýðutrúin segir að nornir og galdrahyski bregði sér í kattarlíki og voru slík fyrirbæri brennd á báli grunuð um makk við djöfulinn. Þrátt fyrir þetta illa orðspor sem af Kettinum fer er ekki víst að það sé verðskuld- að. Egyptar dýrkuðu jú Köttinn einsog guð til forna. - Guð, galdrakarl eða maður - hvað um það? Alltaf verður eitthvað tor- kennilegt og dularfullt í fari Kattarins, líkt og hann búi yfir einhverjum Ieyndardómsfullum sannindum, sem hann mun aldrei láta uppi. Svo skulum við ekki gleyma því, að þótt Köttur- inn sé ekki stórt dýr getur hann samt verið ótrúlega sterkur. Ár Kattarins 1999 - Arið 1999 mun þykja rólegt ár Kattarfólks, því er rétt að nota tækifærið og taka það rólega - þar sem næsta ár getur reynt á þrekið. Fólk ætti að skemmta sér, Iesa og gefa sér tíma til að tala saman á kvöldin. - Frábært ár fyrir diplómata í utanríkisþjónustunni. Breyting- ar kunna að verða gerðar, eink- um lagabreytingar. Arið verður semsagt hagstætt fyrir þá lög- Iærðu. - Börn fædd á ári Kattarins munu verða hamingjusöm og ró- leg sérlega þau sem fæðast að sumrinu. -W Hvemig verjast má lúsmni 8V0JMA ER LIFID Pjetur St. Arason skrifar Pjetur svarar í símann! Ertu með ráð, þarftu að spyrja, viltu gefa eða skipta? Pjetur svarar í símann kl. 9—12. Síminn er 563 1626 (beint) eða 800 7080. Póstfang: Þverholt 14 Rvk. ;ða Strandgötu 31 Akureyri. Netfang: ritstjori@dagur.is Lús er andstyggilegt kvikindi eins og allir vita. Undanfarið hef- ur orðið vart við lús í nokkrum grunnskólum Iandsins. Af því tilefni hafði ég samband við Ingibjörgu Hjálmarsdóttur, skóla- hjúkrunarfræðing. Hún mælir með því að foreldrar skoði börn- in sín. Hún segir það vera algjörlega á þeirra ábyrgð að fylgjast með því hvort börn þeirra séu með lús. „Það er engin leið fyrir skólana að sjá til þess að enginn sé með Iús, þá jafnvel bæri maður smitið á rnilli," segir Ingibjörg. Hún segir að hvert eitt foreldri eigi að vera vakandi fyrir þessu og að foreldrar eigi ekki að gleyma því að skoða sig sjálfa, ef grunur leikur á lús. Foreldrum er ráðlagt að að kemba börnum sínum daglega ef grunur leikur á lús. I öllum apótekum er hægt að fá lúsa- kamba, þeir eru til í nokkrum gerðum en algeng gerð af lúsa- kambi kostar um 600 krónur. I Reykjavíkur-apóteki fengust þær upplýsingar að algengustu lúsalyfin væru Nix og Príóderm. Báðum þessum efnum fylgja leiðbeiningar á íslensku. Þetta eru hársápur sem drepa hæði lúsina og nitin, sem eru egg lúsarinnar. Nauðsynlegt að sápan nái alveg niður í hársvörðin og að passa uppá að efnin fari ekki í augun. Annars er mikið atriði að fylgja leiðbeiningunum. Venju- lega nægir ein meðferð en komi Iús upp aftur má endurtaka hana að tveimur til þremur vikum liðnum. Þessi aðferð á að drepa lúsina, en hún kemur ekki í veg fyrir að lús komist ekki aftur í hárið. Því er gott að kemba hárið reglulega til fylgjast með því að lúsin komi ekki aftur. Lúsin get- ur Iíka falið sig í fötum og yfirhöfnum því er nauðsynlegt að þvo yfirhafnir og föt. Föt sem eru viðkvæm fyrir þvotti er hægt að frysta, það drepur lúsina. ■ HVAD ER Á SEYII? RÖKKURKÓRINN LÝSIR UPP TILVERUNA Rökkurkórinn í Skagafirði á 20 ára starfsafmæli á þessu ári og af því tilefni verður tónleikahald með meira móti en ella. Rökkurkórinn er blandaður 60 manna kór og eru æfingarbúðir þeirra í Miðgarði í Skagafirði. Stjórnandi kórsins er Sveinn Árnason frá Víðimel og undirleikari Pál Szabo, en hann tónlistarkennari á Sauðárkróki og ættaður frá Ungverjalandi. Rökkurkórinn hyggst byrja á því að Iýsa upp tilveru norðlendinga í janúarmánuði og er fyrsti viðkomustaður Glerárkirkja á Akureyri en þar verða tón- leikarnir sunnudaginn 17. janúar kl. 15.00 og seinna sama dag Verða aðrir tónleik- ar að Breiðumýri í Reykjadal kl. 21.00. Seinna í mánuðinum eða þann 31. janúar eru fyrirhugaðir tónleikar í Ólafsfirði og Dalvík (nánar augl. síðar). Dagskráin er fjölbreytt þar sem fríður og föngulegur hópur kórsöngvara og einsöngvara ásamt kvennahópssöngvurum syngur verk eftir bæði innlenda og erlenda höfunda. Norð- lendingar komið og takið þátt í söngvagleði Rökkurkórsins á nýju ári. HOFUÐBORGARSVÆÐIÐ Speglar samtímans Sýningunni Speglar samtímans sem Museet for samtidskunst í Osló sýnir í Listasafni Islands lýkur sunnudaginn 17. janúar. Þeir sem ekki hafa séð sýninguna ættu ekki að láta þetta tækifæri fram hjá sér fara. Það er ekki áhveijum degi sem gefst kostur á að sjá samankomið hér á landi jafn mikið magn af samtímalist eft- ir marga heimsþekkta listamenn. Félag eldri borgar Ásgarði, Glæsibæ Brids kl. 13.00 í dag. Sveitarkeppni í brids hefst mánudaginn 8. febrúar. Bingó kl. 19.45 í dag, allir velkomnir. Kaffistofan í Asgarði er opin kl. 10.00 til 13.00 alla virka daga. Lífæðar 1999 Sýningin Lífæðar 1999 stendur yfir á Landspítalanum til 8. febrúar. Tólf myndlistarmenn sýna samtals þrjátíu og íjögur myndverk og tólf ljóðskáld birta átján ljóð. Listamennirnir eru á ólíku aldursreki en allir legja þeir út ffá lífinu og tilverunni. í raun endurspegla þátt- takendur helstu strauma og stefnur í myndlist og ljóðagerð frá síðari heim- styijöld til dagsins í dag. Galleríi Ingólfstræti 8 Asgerður Búadóttir opnar sýningu í Gall- eríi Ingólfstræti 8, í dag kl. 17.00. Ás- gerður sýnir níu verk sem hún hefur unnið sérstaklega fyrir þessa sýningu. Ásgerður á fjölda sýninga að baki og hef- ur hún sýnt víða um heim og eru verk hennar víða í söfnum og opinerum bygg- ingum hér á landi og erlendis. Sýningin stendur til 14. febrúar og er galleríið opið fimmtudaga til sunnudaga kl. 14.00 til 18.00. LANDIÐ Lýrískar abstraksjónir Páll Sólnes opnar sýningu í Ketilhúsinu, Listagilinu á Akureyri á laugardaginn nk. kl. 16.00. Myndirnar á sýningunni eru 11 Iýrískar abstraksjónir, unnar í olíu á striga á síðustu tveimur árum. Allir eru hjartanlega velkomnir á opnun sýningar- innar á laugardaginn en hún stendur til 28. janúar.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.