Dagur - 14.01.1999, Blaðsíða 7

Dagur - 14.01.1999, Blaðsíða 7
FIMMTUDAGUR 14. JANÚAR 1999 - 23 LÍFIÐ t LANDINU VEÐUR L Nýja S-tínan frá Benz er frumsýnd í Bandaríkjunum um þessar mundir. WkWjá % * / ' W /mBt B-t -í-íáP Benz á flugi í Ameríku Nokkur hollráð dagana. Mercedes Benz sýnir BÍLAR nánast alla fram- leiðslulínuna á bila- sýningunni í Detroit í Bandaríkjunum, en hún stendur til 18. janúar. Nýi S-Class bíllinn er frumsýnd- ur í Bandaríkjunum og er meðal þeirra bíla sem Benz sýnir á ríf- lega þúsund fermetrá sýningarbás. Tveir hug- myndabílar grípa athýgli sýningargesta, en þeir eru Vision SLR og ML 55 AMG. Þessir bílar gefa vísbendingu um hvernig bílar Mercedes Benz - Chrysler gætu litið út í framtíðinni. Vision SLR er sportbíll með vængjahurðum og sækir ýmislegt til Silver Arrow Formula 1 bíls- ins og hinna þjóðsagnakenndu SLR sportbíla frá sjötta áratugnum. Vælir viftureim- in? Viftureimin vælir þó það sé búið að strekkja hana og sprey- ið þaggar bara tímabundið niðri í henni. Óþolandi! Það er reynandi að nudda reimhjólið með mjög fínum sandpappír. Handþvottakrem á kertaþræðina Handþvottakrem er upplagt til að ná olíu og feiti af kertaþráð- um, hosum og fleiru. Smá vatnsleki? Lekur vatnskassinn svolítið? Það er hægt að stoppa Iekann með skeið af pipar eða svolítilli eggjahvítu. Þetta er einungis tfmabundin viðgerð, en bjargar málunum þar til tími vinnst til að gera almennilega við vatns- kassann. Áttu lásasprey? Ef svo er þá er það ágætt, en vonandi geymirðu það ekki í hanskahólfinu á bílnum - því þá gæti reynst erfitt að nálgast það þegar Iásinn á bílnum er frosinn fastur. En þú hefur kannski nú þegar komist að því. En passaðu að setja Iása- olíu í skráargatið eftir að lása- spreyinu hefur verið sprautað inn. Það leysir nefnilega upp olíuna í lásnum. Netfang umsjónarmanns bílasíðu er: olgeirhelgi@islandia.is Veðrlð í dag... Suðlæg átt, víða kaldl og éljagangur suunanlands og vestan, en nrkomulaust og sums staðar léttskýjað norðan- og austantil. Frost á bilinu 2 til 5 stig, en allt að 8 til 12 stig inn til landsins. Veðurspárit 13,1.1999 Unurit lofthíti, *págídi fyrir miórwetti og hádegi. Súlurit: Úrkoma, uppsöfnuð i 12 klst. Vindörvar: Vrtdur bices im að punkti. Vmdhraði er táknaður með skástrikum; heít striktáknar 5 m/s en hált2ð m/s. Þribyrningur táknar 25 rn/s. * táknar norðvestanátt. 7.5 m/s. v> táknar vest-suðvestanétt. 25 m/s. SCQ_____MKtSffi. rp Bbnduás r!\ \ í íi c fC) Botunqarvlk ■ - ■ N ' J. I 1,1 ■ |Q BcgggiMr Ms Lau G»< Nai IS, \ í í /v ÍII 1 N \ í í N. i ^—L ^ X m wm 1ríí\ • i M.d Rm Na U ,rc) KtrkjutapjsrktKustur j \ \ í rs Veðiirhorfur næstu daga Línuritin sýna fjögurra daga veðurhorfur á hverjum stað. Línan sýnir hitastig, súluritið 12 tlma úrkomu en vindáttir og vindstig eru tilgreind fyrir neðan. Færð á vegum Hálka er á Hellisheiði, í Ámessýslu og uppsveitum. Þæfingsfærð er á Mosfellsheiði og þungfært um Kjósaskarðsveg og Geldingardraga. Einnig er þungfært frá Bjarkarlundi og í Kollafjörð. Éljagangur og skafrenningur er við norðausturströndina, en vegir þokkalega færir. Á Austurlandi er Breiðdalsheiði ófær. Greiðfært er svo með austur- og suðurströndinni, en víða er hálka á þjóðvegum landsins, þó síst um suðaustanvert landið.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.