Dagur - 14.01.1999, Blaðsíða 1

Dagur - 14.01.1999, Blaðsíða 1
^ — :.ftíS Ur öllu má búa til nytjalist! Fríða A. Kristinsdóttir hefur sérhæft sig í að vefa smá- hluti úr vír og þykja þeir afar sjarmerandi og flottir. Sannkallað listaverk! Karfan er ofin úr koparvír þó því sé erfitt að trúa, svo fínleg og falleg er hún. - myndir: e.ól. Fimmtudagui lA.janúar 1999 i 1 1 1 1 1 1 Að vefa,prjóna og hekla úr kopar er ekkert mál. Fríða A. Kristinsdóttirframleiðir kertapoka, vasa og engla úr skipavír. Stíft og óþjált? Nehei, aldeilis ekki. „Ég ætlaði að búa til tösku árið 1994 og var þá að vinna með hör. Ég fór að forma til og Ieika mér með litla prufu og var að hugsa um hvernig ég gæti búið til nytja- hlut fyrir kerti. Ég velti fyrir mér hvaða efni myndi ekki brenna og þannig þróaðist þetta. Þessir koparpokar hafa haldið sessi hjá mér síðan,“ segir Fríða A. Kristinsdótt- ir. Býr til poka Fríða er mynd- og handmenntakennari og kennir á listasviði Fjölbrautaskólans í Breiðholti auk þess sem hún rekur vinnu- stofu í Listhúsinu við Engjateig. Þar vefur hún munina sína og selur svo í Kiijsu- beijatrénu við Vesturgötu. Fríða vefur einkum úr koparvír og gráum málmþræði. Hún vefur aðallega tvöfaldan vefnað sem heitir pokavefur. Ur þessum pokavef vefur hún poka. „Ég vef í hringi í vefstólnum og fæ út vef sem er lokaður £ botn og á hliðum. Ég fæ eiginlega út flata poka sem ég forma til eftir á. Ég klippi á milli verka og þarf svo að ganga frá vírunum neðan á, snúa þá saman og búa til botn og ganga frá að ofan. Vírinn kemur lakkaður og heldur sér þannig," útskýrir hún. Prjónar og heklar úr skipavímtnii Munirnir hennar Fríðu þykja gríðarlega sjarmerandi og smartir en hún hefur ofið og jafnvel prjónað og heklað úr þessum vír í nokkur ár. Það eru nytjahlutir af ýmsu tagi, vasar og kertakoparpokar, jafnvel englar, jólakúlur og aðrir smámunir. Fyrir jólin var Fríða að gera tilraunir með að pijóna og hekla og segir að það hafi verið lítið mál. - Er þetta ekki harður efniviður að vinna með í höndunum? „Það er hægt að fá margar gerðir af vír. Vírinn, sem ég nota, er frá því að vera nánast eins og tvinni upp í það algrófasta, rafmagnsvír sem er notaður á kefli í skip,“ svarar hún. „Þeim mun grófari sem vírinn er þeim mun óþjálli er hann. Þeim mun fínni sem hann er þeim mun þjálli er hann. Þetta er engin sérstök kúnst. Þetta er bara spurning um æfingu." Pappírsþráður í hliðartöskiun Vírinn er lakkaður og breytir því ekki um lit í meðferð Fríðu. Hún velur grófleika vírsins eftir því hvernig hlut hún ætlar að vinna hverju sinni. I koparpokana velur hún 0,5 millimetra vír, sama vír í uppi- stöðu og ívaf, og því getur pokinn staðið án stuðnings. I hliðartöskum, sem hafa verið afar vinsælar, er hún hins vegar með koparvír og sterkan pappírsþráð, sem hún pantar frá Finnlandi. „I þeim körfum, þar sem ég hef notað pappírsþráðinn, má ekki kveikja á kerti því að hann brennur. Kertapokarnir eru hins vegar yfirleitt eingöngu úr koparvírnum og málmþræði, þá má hengja á vegg eða láta standa á borði, og þeir hitna ekki að utan, maður brennir sig ekki þó að maður taki á poka með brennandi kerti og getur því flutt þá til,“ segir hún. Margur hefði haldið að vinna með vír gæti haft áhrif á hendurnar og Fríða er oft spurð að því hvernig hendurnar á henni fari við þessa vinnu. Hún segir að vefnað- urinn hafi Iítil sem engin áhrif á þær. Hún noti hanska þegar hún þrýstir á vírinn og sveigir kanta enda mikið nákvæmnisverk, ekki er hægt að breyta miklu þegar komið er brot í vírinn. -GHS SOLUSTAÐIR KRAFTMESTA OG HRAÐUI i|a NiNTBfmo. LEIKJATÖLVAIHEIMI • Einföld í • Aflmikil notkun (Barnavæn) - 64 bita * Rauntíma - þrívídd * Enginn biðtími. (Allt að 15 min i öðrum leikjatölvum) * Allt að 4 spilarar í einu ■sj^ 'J lsl'fj&i** dxtef-É ■ ■ . ; IIIVIUIUU. • Besta leikjatölvan ‘98 * Golden Eye 007, hæst dæmdi leikurinn 1998(98%) * Margföld ending leikja • Um 80 leikjatitlar Reykjavík: Hagkaup, Elko, Hljómco, BT-tölvur, Bræöurnir Ormsson, Heimskringlan, Heimislistæki, SAM-tónlist, Japis, Vesturland: Málningarþjónustan, Akranesi. Hijómsýn, Akranesi. Kf. Borgfiröinga Borganesi. Vestfirðir: Gelrseyjarbúðin, Patreksfiröi. Rafverk, Bolungarvík. Straumur, Isafirði. Norðurland: Kf. Húnvetninga, Blönduósi. verslunin Hegri, Sauöárkróki. Hljómver, Akureyri. Bókval, Akureyri. Hagkaup Akureyri. Öryggi, Húsavík. Suðurland: Árvirkinn, Selfossi. Kf. Arnesinga, Selfossi. Rás, Þorlákshöfn. Reykjanes: Hagkaup, Keflavík. Ljósboginn, Keflavík. Samkaup, Keflavík. t

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.