Dagur - 14.01.1999, Blaðsíða 3

Dagur - 14.01.1999, Blaðsíða 3
LÍFIÐ í LANDINU FIMMTUDAGIJR 14. JANÚAR 1999 - 19 Margur verður af aurum api? Laumkröf- urleik- mannaí ensku úr- valsdeild- inni eru orðnar áhyggjuefniforráða- manna deildarinnar. Leikmenn hlóðmjólka félög sín með hótunum um aðfara hurt. Nær útilokað erað Liver- poolgeti haldið Steve McManaman og Robbie Fowler. Spum- ing hvað gerist hjá Amari Gunnlaugssyni íBolton. Enskir fjölmiðlar eru nú farnir að vekja athygli á svimandi háum launum bestu leikmanna í ensku úrvalsdeildinni. Það eru ekki endilega launin sem knatt- spymumennirnir hafa í dag sem menn hafa áhyggjur af heldur heimtufrekja og græðgi margra af svokölluðum stjörnuleik- mönnum. Þar fara íremstir í flokki Liverpoolleikmennimir og vinirnir, Steve McManaman og Robby Fowler. Launakröfur þeirra em meira en nóg til þess að menn hugsi sig um hvort knattspyrnuíþróttin sé á réttri leið eða ekki. Margir telja að nú sé tími kominn til að staldra við og sjá hvert stefnir. Nýjustu fregnir herma að Arn- ar Gunnlaugsson hafi farið fram á sölu frá Bolton Wanderes þar sem hann fær ekki nógu gott til- boð. Ekkert skal fullyrt um „heimtufrekju og græðgi stjörnuleikmanns" en ljóslega er tekist á um peninga. NBA er víti til vamaðar Það er ljóst að íþróttir eru orðin ein aðal peningamaskína skemmtanaiðnaðarins. Topp- íþróttamenn hika ekki við að gera kröfur um mánaðarlaun sem venjulegur launþegi væri hálfa ævina að nurla saman. I því ljósi er fróðlegt að skoða bandarísku ofurdeildina í körfu- bolta, NBA. Þar eru meðallaun leikmanna um 200 milljónir á ári. Leikmennirnir í NBA létu sig samt hafa það að fara í margra mánaða verkfall til þess að reyna að bæta þau sultarlaun sem eigendur liðanna skömmt- uðu þeim úr hnefum sínum. Þeim tókst ætlunarverk sitt, að hluta, á síðustu stundu eftir að forráðamenn NBA höfðu sagt Núverandi laun kappans eru um 220 milljónir á ári og síðan getur hver og einn velt því fyrir sér hvort hann sé verðugur launa sinna. Meiðsl hafa reynd- ar sett strik í reikninginn hjá honum en þau afsaka ekki slaka frammistöðu síðustu tvö árin. Nú er svo komið að hann stend- ur í tunglmyrkva af Michael Owen, sem vonandi reynist betri fjárfesting en Fowler. Þegar 18 mánuðir eru eftir af samningi Robbie Fowler við Liverpool vill félagið enn halda í hann og hefur boðið honum þó nokkuð sæmileg laun, 4,2 millj- ónir á viku. Til samanburðar er íslenskur grunnskólakennari þrjú ár að nurla þessum milljón- um saman. En glópagullkálfur- inn sagði einfaldlega nei takk, ég vil mun meira. Hann á nú þegar fjórar íbúðarvillur, í Glas- gow, Liverpool og London auk sveitaseturs í hjarta Englands. Honum er þó að sjálfsögðu vor- kunn þegar þess er gætt að vini hans, Steve McManaman, sem Úrvalsdeildtn í sömu hug- leiðingum Forráðamenn ensku úrvalsdeild- arinnar eru í sömu hugleiðing- um og starfsbræður þeirra í Vesturálfu. I dag eru launin í úr- valsdeildinni 56 prósent af tekj- unum. Hækki laun leikmanna sem hlutfall af tekjum telja menn að hætta sé á ferðum og þá komi að því að deildirnar verði endanlega gjaldþrota. Það er því komið að þeim tímapunkti í enska boltanum að farið verði að spyma við fótum gegn hömlulausri frekju einstakra leikmanna sem telja sig hátt yfir flesta félaga sína hafna. Það liggur í augum uppi að at- vinnumaður í íþróttum á skilið há laun. Meira að segja mjög há laun. Ferillinn er stuttur og það er þvi sjálfsagt að leikmenn geti séð sér farborða til æviloka af launum sínum eins og allir aðrir launþegar. En það verður að ætlast til þess, af öllum Ieik- mönnum, bæði stórstjörnum og meðaljónum, að þeir skilji hveij- ir það eru sem borga þeim laun- in. Hærri Iaun leikmanna þýðír einfaldlega hærra miðaverð á völlinn sem sauðsvartur almúg- inn verður að rífa úr vösum sín- um ætli þeir að berja goðin aug- um. Robbie Fowler. þeim að ekkert yrði leikið á keppnistímabilinu ef þeir kæmu ekki strax að samningaborðinu með jákvæðu hugarfari, sáu þeir sína sæng útbreidda og gengu tilneyddir til samninganna sem margir þeirra eru hundóánægðir með. Forráðamenn NBA voru hinsvegar skynsamir þegar þeir, fyrstir forráðamanna íþrótta- deilda í heiminum, settu launa- þak við 57% af heildartekjum deildarinnar. Þeim tókst að koma vitinu fyrir Ieikmenn sína. Fyrir utan launin þiggja þessir snillingar síðan tugi milljóna í „aukapening" fyrir ýmis viðvik eins og að lána nöfn sín og and- lit í auglýsingar. Fowler og McManaman. Fowler er vorkunn Robbie Fowler var á sínum tíma talinn undrabarn í enskri knatt- spyrnu. Þessi 23 ára leikmaður sló rækilega í gegn í fyrsta heimaleik sínum á sínu fyrsta heila tímabili í liði Liverpool. Þrenna á 4 mínútum, gegn Arsenal í sigurleik á Anfield Road í ágúst 1994, eru senni- lega afdrifaríkustu mínútur sem þessi ungi leikmaður hefur lifað. Eftir leikinn var hann tekinn i guðatölu meðal stuðningsmanna liðsins. „I love that Fowler kid“ sungu íbúar borgarinnar við Mersey og væntu mikils af undraunglingnum í framtíðinni. Enginn sá eftir einu einasta pundi sem rann inn á banka- reikning táningsins. Robbie Fowler var þyngdar sinnar virði í gulli og gimsteinum. Hann stóð undir væntingum en bara í tvö ár. Síðustu tvö ár hefur Fowler ekki skilað því sem forráðamenn Liverpool töldu sig vera að Ijár- festa í þegar þeir gerðu betri samning við leikmanninn en áður hafði þekkst í enska bolt- anum. Steve MacManaman. á bara sex mánuði eftir af sínum samningi, bjóðast nú tæpar 14 milljónir á viku gangi hann til liðs við Barcelona á Spáni. En af hverju fær McManaman svona miklu betra tilboð? Það er ein- faldlega vegna þess að félagið sem hreppir hann þarf ekki að greiða Liverpool eitt penný fyrir leikmanninn. Því getur nýja fé- lagið bætt verðgildi hans við vikulaunin sem þá jafna sig út sem 14 milljónir á viku í 5 ár. Blcik er snarbrugðið Forráðamönnum ensku úrvals- deildarliðanna er öllum brugðið vegna framkomu Liverpoolleik- mannanna tveggja. Þeir vita sem er að aðeins eitt lið á Englandi, Manchester United, getur staðið undir jafn svimandi háum laun- um og standa McManaman til boða. I dag greiðir United að- eins 25 prósent af tekjum sínum í laun. Forráðamönnum Iiðsins dettur ekki í hug að hækka það hlutfall til muna og því síður að eyða 14 milljónum í vikulaun til eins leikmanns. Skynsemin ræð- ur á Old Trafford. Síðan enska úrvalsdeildin var stofnuð, fyrir sex árum og sjón- varpsstöðin SKY-Sport fór að moka peningum í fótboltann, hefur fjárhagsstaða félaganna breyst til hins betra. Þar með gátu félögin greitt leikmönnum sínum hærri laun en áður og nú er svo komið að laun meðaljón- anna í úrvalsdeildinni eru um 100 milljónir á ári. Þetta eru ekki það léleg laun að leikmaður með meðalskynsemi ætti að geta látið sér líða vel í ellinni eftir að 7-15 ára ferli er lokið. Þeir leik- menn, sem ekki skilja að lengra verður ekki gengið í græðginni, ættu að leiða hugann að því hve lengi stuðningsmenn þeirra hafa getu til að borga sig inn á völl- inn. Hvernig í andskotanum á t.d. venjulegur hafnarverkamaður í Liverpool að geta verið jákvæður í garð hinna Armaniklæddu krydddrengja, sem leynt og ljóst reyna að þvinga félagið til að greiða sér mánaðarlaun sem þeir sjálfir eru 50 ár að þræla fyrir? Það er alla vega erfitt fyrir verkamanninn, stuðningsmann Liverpool, að finna að hjarta leikmannanna slái fyrir félagið sem ól þá upp og gaf þeim tæki- færið. I þessu ljósi er rétt að líta á ummmæli Ruperts Lowe, stjórn- arformanns Southampton: „Ef leikmennirnir skilja ekki hvað gerist ef gengið verður að kröfum þeirra þá einfaldlega drepa þeir hænuna sem verpt hefur gullegginu.“ Arnar Gunnlaugsson.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.