Dagur - 21.01.1999, Síða 5

Dagur - 21.01.1999, Síða 5
 FIMMTUDAGVR 21. JANÚAR 1999 - S FRÉTTIR L Daníel Áraason í 2. sæti en ósigur hjá Jakob Björassyni. Páll Pétursson öraggur í 1. sæti á Norðurlandi vestra. Valgerður Sverrisdóttir alþingis- maður varð í fyrsta sæti í próf- kjöri framsóknarmanna á Norð- urlandi eystra. Jakob Björnsson, sem stefndi líka á 1. sætið í þessu prófkjöri, varð hins vegar að láta sér nægja 4. sætið. Það var hins vegar Daníel Arnason, framkvæmdastjóri á Akureyri, sem náði 2. sætinu eins og hann hafði stefnt að, en Elsa Frið- finnsdóttir, lektor við HA, sem líka hafði stefnt að 2. sætinu, lenti í því þriðja. „Eg þakka þennan sigur minn því að ég hef verið þingmaður í kjördæminu í 12 ár og fólkið þekkir mig. Þar hafði ég visst for- skot á keppinautinn, en nú tel ég að sé kominn tími til að snúa bökum saman og tryggja það að Framsóknarflokkurinn verði áfram stærstí fiokkurinn í kjör- dæminu. Eg tel raunhæft að við getum unnið 3. þingmanninn,“ sagði Valgerður í gærkvöld. Baráttan milli þessara fjögurra frambjóðenda var búin að vera löng og ströng og þótti afar tví- sýn. Dagur hefur það frá stuðn- ingsmönnum Jakobs að þeir hafi allt eins gert ráð fyrir því að svona gæti farið þar sem barátt- an snerist fyrst og fremst um 1. sætið og ef það næðist ekki gætu menn allt eins „pompað hressi- lega niður“. Jakob sagði í samtali við Dag í gærkvöld: „Þetta eru mikil vonbrigði, en það var Ijóst að samkvæmt prófkjörsreglunum gæti þetta komið fyrir þann sem tapaði baráttunni um 1. sætið. Eg mun nú hugsa minn gang. Eg vil nota tækifærið til að þakka öllum þeim sem studdu mig í þessari baráttu." Talning gekk nokkru betur en menn töldu og var henni lokið rétt undir kl. 23:00 í gærkvöld. Valgerður Sverrisdóttir telur raun- hæft fyrir framsókn að vinna 3. þingmanninn á Norðuriandi eystra. Kjörsókn var ágæt og flestir kusu á Akureyri en alls kusu um 2.500 manns. Niðurstöðurnar urðu sem hér segir: Valgerður Sverris- dóttir fékk 1.343 atkvæði í 1. sætið; Daníel Árnason fékk 1.493 atkvæði í 1.-2. sæti; Elsa B. Friðfinnsdóttir fékk 1.701 at- kvæði í 1.-4. sæti; Jakob Björns- son fékk 1.844 atkvæði í 1.-4. sæti; Axel Yngvason bóndi fékk 1090 atkvæði í 1.-5. sætið; og Bernharð Steingrímsson 1.089 atkvæði í 1.-6. sætið. Arni í annað sætið Talning gekk nokkuð hægar á Norðurlandi vestra í gær og voru tölur einungis birtar fyrir eitt sæti í einu. Þegar Dagur fór í prentun var orðið ljóst að Páll Pétursson, félagsmálaráðherra og þingmaður, var öruggur í 1. sæti listans með tæplega 1.750 atkvæði af rétt rúmlega 2.300. Baráttan stóð hins vegar milli þeirra Árna Gunnarssonar, Her- dísar Sæmundardóttur og Elínar Lfndal. Skömmu áður en blaðið fór í prentun var ljóst að Árni náði 2. sætinu. Stendur á Aðaldæl- ingum Aðaldælahrepp- ur sker sig úr hvað varðar fyr- irhugað sam- starfsverkefni aðila við gufu- aflsvirkjun við Þeistareyki, á þann hátt að hreppurinn hef- ur ekki afgreitt málið frá sér. Dagur Jóhann- esson, oddviti Aðaldælahrepps, segir að Aðal- dælir muni Ieggja til einhverjar breytingar á framkvæmdinni, en hann vill ekki upplýsa á þessu stigi í hveiju þær felist. Dagur segir líklegt að sveitarstjórn muni afgreiða málið frá sér í byrjun febrúar. „Eg get ekki tjáð mig um hvað það er sem stend- ur í mönnum en menn vilja sjá ákveðna hluti öðruvísi. Auðvitað er pressa á okkur,“ segir Dagur. Þeir sem standa að verkefninu eru auk Aðaldælahrepps, Reyk- dælahreppur en þessi tvö sveit- arfélög eru landeigendur. Einnig Orkuveita Húsavíkur, Rafveita Akureyrar, Hita- og Vatnsveitan á Akureyri. „Vitaskuld vildu menn að þetta kláraðist sem fyrst því stefnan er að undirbún- ingsframkvæmdir heljist strax í sumar. Því fyrr sem menn ná saman, því betra,“ segir Rein- hard Reynisson, bæjarstjóri á Húsavík. Tímamótasamningur um þýðingu á Windows stýrikerfinu yfir á ísiensku undirritaður í gær. - mynd: hilmar Windows á íslensku í gær undirrituðu Björn Bjarna- son menntamálaráðherra og Mats Wennberg yfirmaður Microsoft á Norðurlöndum samning um þýðingu á Windows stýrikerfinu frá tölvurisanum yfir á íslensku. Björn Bjarnason og ís- lenska ríkisstjórnin hafa unnið að málinu um þriggja ára skeið en formlegar viðræður hafa staðið yfir frá því i ágúst síðastliðinn. Samhliða var undirritað minnis- blað þar sem Microsoft lýsir þeim ásetningi sínum að þýða líka Office 2000 hugbúnaðinn yfir á íslensku og íslensk stjórnvöld skuldbinda sig til að vinna gegn ólöglegri notkun hugbúnaðar á Is- landi. Björn Bjarnason sagði við þetta tilefni að undirritunin markaði þáttaskil á íslandi varð- andi tölvuþróun og staða íslensk- unnar í upplýsingasamfélaginu væri treyst. Islenska er 31. tungumálið sem Windows er þýtt á en Microsoft ko&tar alfarið þýðinguna, en ráð- herra segir ekki hægt að nota fj'ár- hagslegar mælistikur á samning- inn. Heilbrigdisstofnun Austurlands Heilbrigðisstofnun Austurlands tók til starfa í byrjun þessa árs og var fyrsti fundur stjórnar á Egils- stöðum í gær. Starfssvæðið er frá Bakkafirði til Djúpavogs en Hornafjörður er reynslusveitarfé- Iag sem hefur öll heilbrigðismál á sinni könnu. Um er að ræða sam- einingu þriggja heilbrigðisstofn- ana og fjögurra heilsugæslu- stöðva á svæðinu undir einn hatt. Um 200 stöðugildi heyra undir hina nýju stofnun. Heilbrigðis- ráðherra hefur sett til bráða- birgða Viðar Helgason sem fram- kvæmdastjóra en innan tíðar verður auglýst eftir framkvæmda- stjóra. Katrín Ásgrímsdóttir, formaður stjórnar, segir að ýmiss hagur sé af þessu fyrirkomulagi. I fyrsta lagi flyst ákveðin ákvarðanataka frá heilbrigðisráðuneytinu og austur og þar með nær vettvangi og það geti gjörbreytt fagiegu um- hverfi heilbrigðisstofnana á Aust- urlandi. Það muni auðvelda að fá til starfa heilbrigðisstarfsmenn og auðvelda að samræma allt starf á svæðinu. „Það hafa ekki aðrir tekið jafn stórt skref til hagsbóta fyrir heimamenn, og það hlýtur að verða horft til okkar og því mikil- vægt að vel takist til,“ segir Katrín Ásgrímsdóttir. - GG Hús rýmd á Siglufirði Að höfðu samráði við sýslumann og almannavarnanefnd Sigluljarðar ákvað Veðurstofan í gærkvöld að rýma skyldi hús á snjóflóðahættusvæð- um í bænum. Mikið hefur snjóað og eru snjóalög ótrygg og veðurspá óhagstæð. Framboð í Jesú nafni Kristilegi Lýðræðisflokkurinn hefur ákveðið að bjóða fram í komandi al- þingiskosningum. Boðið verður fram í Reykjavík og Reykjanesi og vænt- anlega í fleiri kjördæmum. Guðlaugur Laufdal kosningastjóri og Kol- brún Jónsdóttir leiða framboðslista flokksins í Reykjaneskjördæmi en ekki hefur verið ákveðið hveijir verða í efstu sætum í Reykjavík. Á blaðamannafundi í gær kom fram að framboð flokksins sé í Jesú nafni. Þar kom einnig fram að unnið sé að því að fá forsætisráðherra Noregs til Islands til að leggja sjónarmiðum flokksins lið. Hinsvegar hefur ekki enn borist svar við þeirri beiðni. Kristilegi Lýðræðisflokkur- inn var stofnaður á grunni Kristilegrar stjórnmálahreyfingar sem bauð fram við síðustu þingkosningar árið 1995. — GRH Útvarp ísland að hefia útsendingar Islenska fjölmiðlafélagið mun um næstu mánaðamót helja útsendingar á nýrri útvarpsstöð, Utvarp Island. Stöðin mun senda út allan sólarhringinn og verður þar eingöngu Ieikin íslensk tónlist. Er markmið stöðvar- innar að hafa mikla breidd í tónlistinni, bæði aldri og flytjendum. „Stöðin mun standa fyrir Ijölbreyttum uppákomum og viðburðum tengdum íslensku tónlist- arlífi og stefnir á að gegna gróskumiklu menningar- og upplýsingahlutverki í framtíðinni,“ segir í fréttatil- Jón Axel Úlafs- kynningu. - Utvarp Island kemur til með að heyrast á son, útvarps- öllu Faxaflóasvæðinu, en þessa dagana er verið að stjóri Útvarps ís- ganga frá útsendingarbúnaði. Senditíðni verður kynnt lands. á næstu dögum. Utvarpsstjóri verður Jón Axel Olafs- son og dagskrárstjóri Ágúst Héðinsson. Þrír á slysadeHd og einn á gjörgæslu Fjórir voru fluttir á slysadeild í Reykjavík aðfaranótt miðvikudags eftir að bifreið þeirra hafði lent af miklu afli á ljósastaur á gatnamótum Hringbrautar og Sóleyjargötu. Ungur ökmaður bifreiðarinnar missti stjórn á henni með fyrrgreindum afleiðingum. Einn fjórmenninganna þurfti að dvelja á gjörgæslu en bifreiðin er gjörónýt.

x

Dagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.