Dagur - 21.01.1999, Síða 6

Dagur - 21.01.1999, Síða 6
6 -FIMMTUDAGUR 21. JAXÚAR 199 9 ÞJÓÐMÁL Útgáfustjóri: eyjólfur sveinsson Ritstjóri: ELÍAS SNÆLAND JÓNSSON Aðstoðarritstjóri: birgir guðmundsson Framkvæmdastjóri: marteinn jónasson Skrifstofur: strandgötu 3i, akureyri, GARÐARSBRAUT 7, HÚSAVÍK OG ÞVERHOLTI 14, REYKJAVÍK Símar: 460 6100 OG 800 7080 Netfang ritstjórnar: ritstjori@dagur.is Áskriftargjald m. vsk.: í.soo KR. Á mánuði Lausasöluverð: 150 kr. og 200 kr. helgarblað Grænt númer: 800 7080 Símbréf auglýsingadeildar: 460 eiei Símar auglýsingadeildar: creykjavík)563-1615 Ámundi Ámundason (AKUREYRI)460-6191 G. Ómar Pétursson OG 460-6192 Gréta Björnsdóttir Netfang auglýsingadeildar: omar@dagur.is Símbréf ritstjórnar: 460 617i(akureyri) 551 6270 (reykjavíK) Leið að niðurstöðu í fyrsta lagi Það er rétt sem fram kom í athyglisverðri grein Halldórs As- grímssonar, utanríkisráðherra, í Degi, að umræðan um virkj- anir á Austurlandi þarf að snúast um alla meginþætti málsins. Hér áður fyrr var fyrst og fremst litið á stórvirkjanir og stóriðju sem atvinnuskapandi verkefni; tæki til að renna fleiri stoðum undir íslenskt atvinnulíf. Umhverfissjónarmið komu þá lítt til álita. Nú eru umhverfisáhrif slíkra framkvæmda ofarlega á baugi, en minna fer fyrir mati á atvinnusköpun og uppbygg- ingu byggðar í landinu. Það er verkefni stjórnmálamanna, vís- indamanna og fjölmiðla að sjá svo um að öll þessi viðhorf kom- ist til skila. í öðru lagi Það er einnig rétt hjá utanríkisráðherra að „hin stóra spurn- ing“ varðandi fyrirhugaða Fljótsdalsvirkjun er hvort landið á Eyjabökkunum verður sett undir vatn eða ekki. Ákvörðun um það var tekin fyrir mörgum árum, þegar viðhorf almennings til umhverfismála var með allt öðrum hætti en nú gerist. Nýleg skoðanakönnun bendir eindregið til mikillar andstöðu við þá fyrirætlan. Valdið er formlega í höndum Alþingis, ríkisstjórnar og Landsvirkjunar, en eins og utanríksiráðherra bendir á í grein sinni hlýtur álit almennings alltaf að ráða mestu um hvað stjórnmálamenn geta gert. í þriðja lagi Það er einmitt í ljósi gjörbreyttra viðhorfa í umhverfismálum sem sú krafa er hávær að Fljótsdalsvirkjun fari í gegnum sama hreinsunareld og lög krefjast nú vegna nýrra framkvæmda af þessu tagi - hið svokallaða lögformlega umhverfismat. Það ferli er aðferð til að tryggja annars vegar að allar nauðsynlegar rannsóknir fari fram og hins vegar að önnur stjórnvöld en Landsvirkjun, hagsmunasamtök og almenningur fái tækifæri til að koma viðhorfum sínum á framfæri og að hafa áhrif á endanlega ákvörðun. Lögformlegt umhverfismat er aðeins leið að niðurstöðu; mikilvægt tæki til að auðvelda endanlegt mat á því hverju sé fórnað vegna framkvæmdanna og hvort það sé þess virði. Elías Snæland Jónsson Utgáfufélag: dagsprent MiML tíðlndi! Stórtíðindin gerast nú í ís- lenskum stjórnmálum. Sögu- legar sættir verða á hverjum vígstöðvunum á fætur öðrum og Samfylking jafnaðarmanna er ekki fyrr komin í augsýn en jafnvel enn stórfenglegri tíð- indi berast úr heimi stjórnmál- anna. Fijálslyndir eru á góðri leið með að sameinast í einum flokki. Eins og fyrr eru það frumkvöðlarnir Sverrir Her- mannsson og Valdimar Jó- hannesson sem ganga á undan við gerð þessa mikla friðarsam- komulags. Sverrir hefur ótví- rætt skipað sér á bekk með öfl- ugustu siðbótarpólit- íkusum þjóðarinnar eftir að hann slapp úr heljargreipum Lands- bankans. Hann hefur tekið upp merki alþýð- unnar í fiskveiðistjórn- unarmálinu og ráðist gegn fámennisklíkunni sem öllu ræður í sjáv- arútvegi samhliða því að hann berst gegn hinni pólitísku spillingu hvar sem hana er að finna. Þióðhetjan Valdimar er hins vegar orðinn að þjóðhetju eftir að hann setti fiskveiðistjórnunarkerfið á annan endann með því að vinna dómsmál í Hæstarétti. Staða hans í þjóðfélaginu hef- ur gjörbreyst og þar með pólit- ískt mikilvægi hans. Valdimar mun hafa gegnið í Frálslynda flokkinn í gær, en eins og al- þjóð veit er Fijálslyndi flokkur- inn flokkur Sverris Hermanns- sonar. Sá flokkur var stofnaður gagngert til að Sverrir og Járn- blendis-Jón þyrftu ekki að vera með Valdimar, Bárði og öðrum slíkum „lúserum" í flokki. Eftir stóradóm Hæstaréttar er Valdi- mar hins vegar hættur að vera V „lúser“ og er nú nægjanlega fínn pappír til að vera í flokki með fyrrverandi bankastjórum og stórforstjórum. Ekki er að efa að félagar Valdimars í Frjálslyndra lýðræðisflokknum munu nú fylgja með inn í sam- starfið. FjöldahreyfLng En nú stefnir semsé í að nýtt afl verði til í íslenskum stjórn- málum - Samfylking frjáls- lynda, sem í daglegu tali mun þá væntanlega verða kölluð „Samfylkingin II“. Þessi fjölda- hreyfing gæti jafnvel náð til sín 2-3% fylgi á örskömm- um tíma. Að sjálfsögðu mun það afl verða und- ir leiðsögn Sverris flotaforingja. Samfylk- ing frjálslyndra gæti sem hægast ráðið úr- slitum um stjórnmála- framvinduna í landinu, enda ekki ólíklegt að þetta nýja afl verði griðastaður allra fijáls- Iyndra afla í landinu. Þannig munu enn vera til menn sem telja sig til stuðningsmanna Samtaka frjálslyndra og vinstrimanna sem Hannibal stofhaði á sínum tíma. Þá má minna á að Valdimar sjálfur og fleiri góðir menn og konur voru í því félagi í Alþýðu- flokknum sem kallaðist Fijáls- Iyndir jafnaðarmenn. Og þegar þessi hópur allur er kominn í bandalag við breiðfylkinguna í Frjálslynda flokknum hans Sverris og í Fijálslynda lýðræð- isflokknum hans Bárðar, þá má búast við að færð verði pólitísk fjöll! Það eru mikil pólitísk tíð- indi að gerast! Garri Sverrir Her- mannsson. JÓHANNES SIGUKJÓNS- SON skrifar Holdið er veíkt en verðmætt Það hefur verið fjallað um það í fréttum að samfarir Hjálpræðis- hermanna og innfluttra nektar- dansmeyja séu ekki nógu góðar í sambýli þessara aðila við Suður- götuna í Reykjavík og sér ekki fyrir endann á þeim sambúðar- erfiðleikum. Nokkur vöxtur virð- ist vera hlaupinn í innflutning á ungum konum sem iðka Iistræn- an dans á veitingahúsum, og segja fróðir menn í bransanum að þetta stafi af því að nú sé hægt að ráða mun ódýrari meyj- ar en áður, með því að sækja þær til fyrrum Sovétríkja. Samfara þessum innflutningi hefur farið af stað umræða um hættuna á því að vændi fylgi hugsanlega þeirri vegsemd að fá allar þessar skjólklæðalitlu listakonur til landsins. Þessi umræða hefur raunar verið á kreiki frá því fyrstu súlu-danspíurnar hófu að dilla sér á veitingahúsum, en hefur aukist eftir að austanstúlk- ur mættu til leiks. Súnavændi Þessi umræða varðar hugsanlega við lög. Þarna er ver- ið að vega að starfs- heiðri fólks í tiltek- inni atvinnugrein. Og eltki hægt um vik fyrir stúlkurnar að verja mannorð sitt og heiður, því í fyrsta Iagi tala þær væntan- lega ekki íslensku og í annan stað eiga þær ekki öflugt stéttarfélag að bakhjarli, enga Dagsbrún nektardansara. Það yrði að minnsta kosti uppi fótur og fit ef einhver leyfði sér að halda því fram að símaviðgerðar- menn (call-boys'?) stunduðu ýmis viðvik í bólum húsmæðra meðfram viðgerðum á tólum. Eða að læknar í húsvitjunum fitluðu við fleira en það sem beinlínis tengdist krankleikum kroppsins. Slíkt hefur reyndar hent, án þess þó að læknastéttin almennt sé grunuð um græsku og sökuð um vændistengda starfsemi í hjáverk- um. Og ugglaust hefur það einnig gerst að nektardans- mær hefur selt kúnna blíðu sína, en á sama hátt óþarfi að væna allar kollegur hennar um vændi. Andlegt vændi Og raunar er með öllu óþarfi að vera að fetta fingur út í hugsan- legt vændi á Islandi, eða hvað? Eru ekki boðorð markaðsfrelsis öllum lögum æðri hér á Fróni? Og lögmál framboðs og eftir- spurnar? Og hafa ekki konur og karlar full yfirráð yfir eigin lík- ama? Er okkur ekki heimilt að eyðileggja þennan líkaman með ólifnaði hvurskonar? Og megura við ekki brúka hann í fjáröflun- arskyni, til dæmis með því að gerast fyrirsátar- og sætur eða at- vinnumenn í íþróttum? Því má þá ekki stíga skrefið til fulls og hafa nokkurn arð af eigin kroppi með því að brúka hann í sex- bransanum ef eftirspurn er næg? Ha? Fyrir utan það náttúrlega að á meðan sjálfsagt þykir og eðlilegt að selja sálu sína, skoðanir og hugsjónir, sem sé stunda andlegt vændi, þá er dálítið undarlegt ef mönnum finnst eitthvað athuga- vert við að falbjóða vesælt og veikt holdið. SPUlíÉ® svaraö Fylgist þú með leitinni að tíkinni Tínu í Mos- fellsbæ? Jörundux Valtýsson stjómmálafræðingur. „Ekki geri ég nú það. Eg sá þetta í fréttum í gær og vona að þeir finni tíkina, hún er vel klædd þannig að hún ætti að þola hríðarbylina í Mosfellsbæn- um. Hinsvegar finnst mér málið allt nokkuð skrýtið, bæði að ver- ið sé að gera veður út af einni tík þó dýr sé og líka að fjölmiðlar eltist við málið. Mér finnst nú óþarfi að hafa sérstaka frétta- skýringu um málið.“ Herdís L. Storgaard hjúkmnarfiæðingur. „Nei, það geri ég. Ég hef ekki einu sinni heyrt af þessu máli, aðal- lega út frá slysum sem verða á börn- um og ungl- ingum - en ekki hundum." Herbert Guðmundsson „Ég las greinina um þetta í blöð- unum í morgun, en ég fylgist ekkert með málinu. Mér sýndist á þessu máli að það sé gúrkutíð í janúar, mál- ið er ekki stórt í sniðum enda þó konan sem passar tíkina sé auð- vitað í öngum sínum, á meðan eigandinn sólar sig á Spáni. Ég get vel sett mig í spor konunnar því sjálfur hef ég átt hund.“ Sigríður Ásgeirsdóttir formaðurSambands Dýravemdunatfé- lagaíslands. „Já, það hef ég gert. En sástu frétt- irnar á Stöð 2 á þriðju- dagskvöld? Þar var ein vandaðasta frásögn um samskipti manna og dýra sem ég hef séð lengi. Fyrst var talað um litla kópinn í Húsdýragarðinum sem var með kýli á bakinu, sem Katrín dýralæknir hefur nú fjar- Iægt, síðan var sagt frá konu sem býr hér fyrir innan bæ og hefur gefið fulgunum 100 kg. af korni það sem af er vetri. Síðan kom þessi frétt um litlu tíkina í Mos- fellsbænum sem fjöldi fólks leit- ar nú að. Jákvæð umræða um dýrin er góð og til þess fallin að vekja virðingu manna fyrir þeim. Sem er náttúrulega hið besta mál.“ söngvari.

x

Dagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.