Dagur - 21.01.1999, Page 13

Dagur - 21.01.1999, Page 13
FIMMTUDAGUR 21. JANÚAR 1999 - 13 ÍÞRÓTTIR Fowler og Owen skap- aðir til að leika saman Samningar við Fowler eru nú á lokastigi og allar líkur á að hann verði leikmaður á Anfield Road til ársins 2005. Michael Owen og félagi hans Robbie Fowler hafa skorað 39 mörk, þar af þrjátíu á yfirstandandi leiktíð. Fáir höfðu trú á að Liverpool kæmist aft- ur á sigurbraut. Fowler hrokkinu í gang og vex með hverjum leik. Nýr samuingur við Liver- pool á lokastigi. Gerard Houllier, knattspyrnu- stjóri Liverpool, er ánægður með sig og lið sitt þessar vikurnar. Honum virðist hafa tekist það sem fáir höfðu trú á í kjölfar at- burða haustsins, þ.e.a.s. að koma Liverpool á sigurbraut á ný. Það sem vekur þó sérstaka gleði með Houllier er samvinna þeirra Robbie Fowler og Michael Owen. Samningar við Fowler eru nú á lokastigi og allar líkur á að hann verði leikmaður á Anfield Road til ársins 2005. Margir voru þeirrar skoðunar að Liver- pool ætti að selja Fowler meðan eitthvað fengist fyrir hann, en Fransmaðurinn var á annari skoðun, þrjóskaðist við og kom „vitinu“ fyrir knattspyrnumann- inn. Robbie Fowler mun ekki sprengja launaskala Liverpool. Fowler vex með hverjum leik Það voru þó fleiri ástæður fyrir því að margir vildu Fowler burt frá Anfield. Sú skoðun hefur oft komið fram að dúettinn, Fowler - Owen, geti aldrei gengið. Til þess séu leikmennirnir of líkir. Einnig telja margir að Robbie Fowler sé leikmaður á niðurleið þótt ungur sé. Þessu er Houllier ekki sammála og bendir á að Fowler hafi vaxið með hveijum leik eftir Iangvarandi meiðsl. Þrennan gegn Southampton um helgina er toppurinn hjá Fowler í vetur. Frakkinn telur að Fowler sé hrokkinn í gang og nú bíður hann spakur eftir að Ieikmaður- inn geti skipt í efsta gír. Hafa leiMð 47 leiki saman Michael Owen og Robbie Fowler hafa leikið 47 leiki saman fyrir Liverpool. I þeim leikjum hefur liðið skorað 80 mörk. Þar af hafa félagarnir Owen og Fowler skor- að 39 mörk, þar af þijátíu á yfir- standandi leiktíð. Robbie Fowler hefur vinninginn, með 22 mörk á móti 17 mörkum Owens. „Þeir eru skapaðir til að leika sarnan", segir Houllier. „Með Ieiknum gegn Southampton svöruðu þeir gagnrýnisröddunum sem telja þá ekki geta unnið saman. Michael skapaði mörg færi fyrir Robbie og öfugt. Það góða við þá er að þeir leita hvor að öðrum í leikn- um og hafa löngun til að leika saman," sagði Houllier og hefur ekki miklar áhyggjur af þeirri staðreynd að tölfræði þeirra fé- laga er ekki nema rétt í meðallagi í enska boltanum. Þurfum að styrkja liðið Aðspurður um það hvort hann væri farinn að gæla við meistara- vonina að vori sagði Fransmað- urinn: „Það eru sextán leikir eft- ir af tímabilinu og því alltof snemmt að fara að tala um meistaratitil. Við þurfum að ná meiri stöðugleika í leik okkar og styrkja lið okkar mun meira til þess að eiga möguleika á meist- aratitlinum. Eg held að eitt af þremur sætunum í meistara- deildinni ætti að geta verið raun- hæfur möguleiki fyrir okkur og við stefnum fyrst og fremst að því markmiði nú. Það er mikil- vægt fyrir okkur að halda áfram að vinna leiki og taka framför- um. Við erum enn nokkrum stig- um á eftir toppliðunum og þurf- um að vinna það upp.“ — GÞÖ GUÐNI Þ. ÖLVERSSON Liðimiun refsað Undirritaður hefur margoft Iýst þeirri skoðun sinni að gaman sé að bregða sér á völlinn og horfa á góða kappleiki. En það er ekk- ert gaman þegar mjög fáir áhorf- endur eru til staðar. Stemmn- ingin er í algjöru lágmarki og lít- ill peningur kemur í kassann hjá íþróttafélögunum. En ég hef áður skrifað um að aðgangseyrir inn á íþróttaviðburði sé of hár. Eg hverf ekki frá þeirri skoðun. Fólk setur svoleiðis hluti íyrir sig. Onnur ástæða fyrir dræmri aðsókn á leiki t.d. hjá KA í hand- bolta og Þór í körfubolta á Akur- eyri er sú að liðin eru ekki í toppsætum á Islandsmótunum. Kæru Akureyringar. Hvaða máli skiptir það. KA-menn eru með skemmtilegt lið sem náði mjög góðum árangri sl. vetur og eru að byggja upp sitt lið. Og það tekur smá tíma og er nóg eftir af Islandsmótinu. Þórsarar í körfuboltanum ákváðu að byggja upp lið á heimamönnum. Ungum strák- um sem eiga svo sannarlega framtíðina fyrir sér. En þeir þurfa stuðning. Þeirra uppbygg- ing tekur líka smá tíma. Stuðningsmenn eiga ekki endalaust að setja ryrir sig ár- angur hverju sinni. Arangur næst ekki nema með stuðningi áhorfenda. Hver kannast ekki við þá klisju. En hún er líklega rétt. Þetta helst allt saman í hendur. Kæru íþróttaáhugamenn. Metið stöðuna í heild sinni og lítið á það sem skemmtun að fara á völlinn. Auðvitað viljum við að liðið okkar sé efst og best, en það þarf mikið til. ÍÞRÓTTA VIÐTALIÐ Hörður Hilmarsson, hjá IT-ferðwn Síðustu vikuna ífebrúar munu IT-fetðirmeð stuðn- ingifræðslunefndar KSÍ efna til kynnisferðar til Englands, þar sem nokkur affrægustu knattspymufé- lögunum verðaheimsótt. Að sögn HaiðarHilmars- sonar hjá IT-ferðum erfeð- in hugsuð sem alhliða kyn- nig á öllum hliðurn knatt- spymunnar Kynnisferð í „vöggu kn att spyrn uiiii ar “ - Hvers konarferð þetta? „Þetta verkefni er unnið með stuðningi fræðslunefndar KSÍ og er ætlað fyrir þá sem koma að þjálfun liða, auk þeirra sem koma að stjórnun knattspyrnu- deilda og félaga. Kynnisferðin er skipulögð með allt ferli knatt- spyrnunnar í huga og hentar því ekld aðeins þjálfurum, því fram- kvæmdastjórar, stjórnarmenn, sjúkraþjálfarar, nuddarar, dóm- arar og aðrir forystumenn { knattspyrnuhreyfingunni fá líka sinn skammt í kynnisferðinni. Auðvitað varð Bretland fyrir val- inu sem „vagga knattspyrnunn- ar“ í heiminum og þar munum við heimsækja fjögur til fimm af þekktustu félögum Bret- landseyja. Haldnir verða fyrir- lestrar og fram fer „praktísk“ kennsla þekktra sérfræðinga á hinum ýmsu sviðum knattspyrn- unnar. I heimsóknum til félag- anna munum við hitta fyrir starfsmenn þeirra og stjórnendur og þar gefst mönnum kostur á að kynna sér alla starfsemi þeirra. Hver og einn getur kynnt sér það sem að honum snýr og til dæmis meðan stjórnarmenn og fram- kvæmdastjórar ræða saman, geta sjúkraþjálfarar og nuddarar rætt málin við sína „kollega" hjá lið- unum. Þessi ferð er sett upp í sam- vinnu við ferðaskrifstofu á Bret- Iandi sem heitir „Libro Internat- ional“. Skotinn Kenny Moys, bróðir David Moys Jr, fram- kvæmdastjóra hjá Preston er í forsvari fyrir skrifstofunni, en þeir bræður eru synir Islandsvin- arins David Moys, sem um árabil skipulagði æfinga- og keppnis- ferðir íslenskra knattspyrnu- manna til Skotlands. Fyrir þessi störf sfn er hann vel þekktur hér á Iandi og hefur fyrir þau hlotið heiðursveitingu Forseta Islands. Auk þess að vera í forsvari fyrir ferðaskrifstofuna er Kenny Moys einnig þekktur umboðsmaður knattspyrnumanna, með réttindi frá FIFA og hefur hann m.a. ver- ið umboðsmaður fyrir nokkra ís- lenska leikmenn, eins og Sigurð Jónsson, Ólaf Gottskálsson, Arn- ar Gunnlaugsson o.fl.“ - Hvaðafélög verða heimsótt? „Þau mál eru í höndum ensku ferðaskrifstofunnar, sem er að vinna í málunum. Við fáum það staðfest fljótlega hvaða félög það verða, en ég veit að þeir hafa fengið vilyrði frá Manchester United, Liverpool, Preston, Bolton og Glasgow Rangers. Einnig er ætlunin að hitta ein- hverja af framkvæmdastjórum þessara þekktu félaga. „ - Hvemig er ferðatilliögunin? „Hópurinn mun fljúga til Glas- gow og dvelja þar fyrsta daginn. Síðan er haldið til Wigan, þar sem hópurinn mun hafa aðsetur á fjögurra stjörnu hóteli. Stað- setningin er mjög góð, þar sem aðeins um hálfrar klukkustundar akstur til allra félaganna sem við heimsækjum. Hópurinn mun ferðast með glæsilegum hóp- vagni, með öllum tilheyrandi þægindum." - Eru einhverjir leikir á dag- skránni? ,/Etlunin er að sjá tvo leiki, sem væntanlega verða Manchest- er United gegn Southampton eða Newcastle gegn Arsenal og síðan er ætlunin að sjá Glasgow Rangers spila áður en haldið verður heim á sunnudegi." - Sérðufyrir þér að þessi kynn- isferð gæti nýst knattsyryrnu- hreyftngunni frekar hér heima? „Auðvitað getur hún gert það og mun eflaust gera það. Einnig sé ég fyrir mér að fjölmiðlar gætu nýtt sér þetta og þá tilvalið fyrir sjónvarpsstöðvarnar til upptöku og sýninga. Þetta er mjög gott efni, þar sem farið verður á æf- ingar félaganna, þar sem við hitt- um bæði leikmenn og fram- kvæmdastjóra liðanna. Þetta er því tilvalið tækifæri, sem eflaust gefst sjaldan. Einnig er hugsanlegt að ein- hver eða einhveijir fari með í ferðina frá KSI, sem ætti að vera gott mál fyrir fræðslunefndina." - Hafa svona ferðir verðir famar áður? „Við höfum áður tekið þátt í að skipuleggja ferðir fyrir þjálfara og leikmenn, en þetta er í fyrsta skipti sem svona almenn kynnis- ferð er skipulögð fyrir forystu- menn í knattspyrnuhreyfing- unni.“ - Hverjir eru þínir menn í enska boltanum og hverjir vinna deildina? „Mínir menn eru Liverpool, þó ég sé ekkert eldheitur. Eg á ekki von á að þeir klári deildina og held að það verði frekar United eða Chelsea."

x

Dagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.