Dagur - 28.01.1999, Page 1

Dagur - 28.01.1999, Page 1
82. og 83. árgangur- 18. tölublað Álit listfræðinga á við skyggnilýsingu Saksóknari vill að Pétur Þór Giiimars- son verði dæmdur í 18 mánaða óskilorðs- bimdið fangelsi. Verj- audi líkti vitnisburði listfræðinga við skyggnilýsiugarfuudi. Himinn og haf voru á milli túlk- ana Jóns Snorrasonar saksóknara og Björgvins Þorsteinssonar verj- anda Péturs Þórs Gunnarssonar á niðurstöðum í málverkafölsun- armálinu í héraðsdómi í gær. Jón taldi að óyggjandi sannanir Iægju fyrir um sekt Péturs, bæði er varðar falsanir og bókhaldsbrot og gagnrýndi hann harðlega fyrir að hafa reynt með skipulögðum hætti að eyðileggja rannsókn málsins, afvegaleiða lögregluna og færa fram röng og jafnvel föls- uð gögn sér til varnar. Krafðist Jón að ákærði fengi vegna fals- ananna allt að eins og hálfs árs fangelsi óskilorðsbundið, auk refsingar fyrir bókhaldsbrotin. Verjandinn hélt því hins vegar fram að engar óyggjandi sannan- ir lægju fyrir um sekt ákærða. Hann gerði kröfu til þess að dómurinn viðhefði strangt sönn- unarmat. Falsgögn Jón lýsti því hvernig rannsóknir og framburður vitna sönnuðu að Pétur hefði keypt þrjú málverk sem verk eftir Wils, afmáð höfundar- nafnið og selt verkin með höf- undarnafninu Jón Stefánsson. Niðurstöður rannsókna væru styrkar og fram- burður vitna um hið sama trúverð- ugur. Framburður Péturs væri breytilegur og ótrúverðugur. Saksóknarinn fór sérstaklega yfir vitnisburð Jónasar Freydals Þorsteinssonar, Þórhalls Arnórs- sonar og Patrice Aagren. Einkum var hann harðorður í garð Jónas- ar, sem væri náinn félagi Péturs og hefði verulega hagsmuni af því að hann verði sýknaður. Framkoma Jónasar hefði verið afar sérstök og bent til þess að hann hefði eitthvað að fela. Hann hefði lagt fram Ijósmyndir sem sannað sé að séu fölsuð gögn eða falsgögn til að afvega- leiða dóminn. Saksóknari taldi framburð Þórhalls mjög ótrúverðugan og benti á að hann hefði reynt að fela nána samvinnu sína við Pétur. Þá hefði vitnis- burður Patricie um sölu á verki til Péturs verið afar ótrúverð- ugur og leyni- fundir Péturs með því vitni með ólíkindum - framburður hennar væri einfaldlega rangur. I lok máls síns talaði Jón um forherð- ingu Péturs gagnvart kaupend- um verkanna og skeytingarleysi hans gagnvart listamanninum Jóni Stefánssyni. Skáldlegar stílæfmgar Verjandinn taldi fráleitt að nokk- uð hefði verið sannað á Pétur. Hann staðhæfði að Pétur hefði keypt tvær myndir eftir Wils rammanna vegna, en látið Jónas fá myndirnar. Þriðju myndina hefði hann keypt af Patricie Aagren. Fullyrti hann að ef um fölsun væri að ræða væri skýr- inganna að leita hjá Jónasi. Verjandinn gagnrýndi harðlega niðurstöður ófullnægjandi rann- sókna og framburð sérfræðinga sækjanda. Rannsóknir á mál- verkunum hefði þurft að fram- kvæma erlendis og vera mun ná- kvæmari en reyndin varð. Eina myndina hefði Olafur I. Jónsson forvörður reyndar eyðilagt sem sönnunargagn. Ekkert væri byggjandi á glærum Viktors Smára Sæmundssonar forvarðar, frekar en öðrum rannsóknum hans. Hann hafnaði einnig alfar- ið framburði listfræðinga Lista- safns Islands, sem byggðust á huglægu mati og væru þegar best léti „skemmtilegar og skáld- legar stilæfingar" - líkari skyggni- lýsingarfundi en vitnisburði fyrir dómi. — FÞG Benedikt Gúðmundsson, starfs- maður Byggðastofnunar, pakkar gögnum í kassa í gær, en útibúið á Akureyri hættir á morgun. mynd: brink Byggða- stofnun suður Byggðastofnun á Akureyri hætt- ir störfum á morgun, föstudag, samkvæmt ákvörðun stjórnar stofnunarinnar. I gær og síðustu daga hafa menn verið að setja skjöl og gögn í kassa, sem sumir hverjir verða fluttir á hina nýju þróunardeild stofnunarinnar á Sauðárkróki, en aðrir fara suður til Reykjavíkur. Það má því með nokkrum sanni segja að sjálf Byggðastofnun á Akureyri sé á leiðinni suður. Fjöldi manns hefur sýnt málverkafölsunarmálinu áhuga, jafnt innan réttarsalar sem utan. Úttast „smurðar profkjörsvélar66 „Hvernig lítur sú samfylking út sem hefur Alþýðuflokkinn í efstu sætunum alls staðar nema í tveimur kjördæmum? Það er ekki samfylking. Svo einfalt er það,“ segir Svavar Gestsson, al- þingismaður, í grein sem Dagur birtir í dag. Þar lýsir Svavar mikl- um áhyggjum af því að „smurðar prófkjörsvélar" frambjóðenda Al- þýðuflokksins í Reykjavík „megni sín svo mikils að þær hirði 4 menn af átta; það má ekki ger- ast. Þá fengi næststærsti flokk- urinn aðeins 2 menn eins og minnsti flokkurinn og allir sjá að slíkt hefði miklar afleiðingar." Hann bendir á að til þess að vera öruggur um þrjú sæti þurfi sá flokkur sem fær næstflest at- kvæði í prófkjörinu að fá að minnsta kosti rúmlega 75% af því sem stærsti flokkurinn fær. Sjd bls. 7 Mikinn snjó setti niður í Reykjavík í gær og lentu margir I vandræðum með bíla sína afþeim sökum. Unnur og Fanney í Breiðholtinu létu engan bilbug á sér finna og sögðu aðstæðum stríð á hendur með skóflurnar að vopni. Dreifist á nokkra staði Valtýr Sigurbjarnarson, for- stöðumaður stofnunarinnar hér á Akureyri, var í gær staddur í útibúinu á Sauðárkróki að koma af sér ýmsum málum en þegar Dagur ræddi við hann. Valtýr sagði að starfsemi útibúsins á Akureyri myndi dreifast á nokkra staði, hluti færi yfir til nýs Atvinnuþróunarfélags í Eyjafirði, hluti flyttist á Sauðár- krók og sá hluti sem tengdist lánamálum og fjárhagslegri fyr- irgreiðslu myndi flytjast til Reykjavíkur. Fjórir hætta Fjórir starfsmenn munu nú fara á biðlaun samkvæmt kjarasamn- ingum, en einn mun flytjast til Sauðárkróks. Hús Byggðastofn- unar við Strandgötu hefur verið auglýst til sölu og rennur til- boðsfresturinn út í dag. Að sögn Valtýs hafa mjög margar fyrir- spurnir komið um húsið bæði frá heimamönnum og öðrum. WOfUDW/OE EXPRESX EITT NÚMER AÐ MUNA 5351100 Afgreiddir samdægurs Venjulegir og demantsskomir trúlofunarhringar GULLSMIÐIR SIGTRYGGUR & PÉTUR AKUREYRI • SÍMI 462 3524

x

Dagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.