Dagur - 28.01.1999, Síða 7

Dagur - 28.01.1999, Síða 7
FIMMTUDA G UR 2 8 . JANÚAR i4 7í» %r- ÞJÓÐMÁL Framtíðarsýn gegn vinstra og hægra flialdi HEIMIRMÁR PÉTURSSON frambjódandi í prófkjöri sam- fylkingarinnar í Reykjavík skrifar Eftir tvo daga verður stigið eitt af fyrstu skrefunum í mótun nýrrar hreyfingar róttækra jafnaðar- manna á Islandi en nk. Iaugar- dag fer fram prófkjör samfylk- ingarinnar í Reykjavík. Það er mjög mildlvægt að vel takist til við mótun hreyfingarinnar og að á lista hennar í vor veljist fólk sem stendur fyrir Iýðræðislega og umbótasinnaða framtíðarsýn. Old mikilla átaka í hreyfingu vinstrafólks er að ljúka. A þeim tímamótum er mikilvægt að til verði ný hreyfing sem hefur skýra framtíðarsýn, beitir sér fyr- ir öflugu mennta- og heilbrigðis- kerfi fyrir alla og almannatrygg- ingakerfi sem tryggir að öryrkjar, fatlaðir og aldraðir geti tekið fullan þátt í samfélaginu. Þess vegna þarf hreyfing róttækra jafriaðarmanna að vera lýðræðis- leg og fijálslynd. Hún á að svara kalli þeirrar kynslóðar sem nú er á miðju sviðinu í atvinnu, menn- ingar og listalífi og þeirra kyn- slóða sem eru að vaxa upp. Allt er gott að meðaltali Við lifum á tímum mikils fjöl- breytileika sem býður upp á mikla möguleika. A móti þessum straumi berjast hins vegar íhaldsmenn til hægri og vinstri. Sameiginlega ver þetta íhald úr- elta atvinnuhagsmuni. Sameig- inlega ver þetta íhald úr sér gengnar hugmyndir og boðar að allt illt komi að utan. Ef íslend- ingar ætla sér hins vegar að halda uppi sama velferðarstigi og auka það í framtíðinni, verða þeir að tileinka sér nýjan hugs- mikli §öldi sem dregur fram lífið á 50-100 þús- und krónum á mánuði hefur staðið í stað. Það hefur jafnvel verið þrengt að öryrkjum og þeim sem Iifa á greiðslum frá al- mannatryggingum. Nú er svo komið að um 10% þjóðarinnar kveinka sér undan kostnaði við að ieita sér læknishjálpar, lyfja og menntunar. Og á sama tíma og ráðherrar hæla sér af því að ísland sé fimmta ríkasta land í heimi, hafa aldrei fleiri leitað ásjónar hjálparstofnanna. Sú ríkisstjórn sem nú situr hundsar algerlega að rækta mannauðinn, þá auðlind sem er hverri þjóð mikilvægust. Ríkis- stjórnin er svo upptekin við að veija sérhagsmunina að hún sér ekki þau tækifæri sem eru allt í kring um okkur. Henni finnst í lagi að til sé stór hópur af fátæku fólki í landinu, hún sér ekkert at- hugavert við að ungu fólki geng- ur illa að koma sér áfram í at- vinnu-, menningar- og listalífi vegna skilningsleysis stjórnvalda. Allt er í sómanum hjá ríkis- stjórninni á meðan einkavinirnir fá sitt og varðhundar sérhags- munanna sleikja hendurnar á ráðherrunum. Engin svor bara gelt Þegar efnhagsuppsveiflu vegna hagstæðra skilyrða og uppbygg- ingar gamaldags stóriðju lýkur, hefur ríkis- stjórnin engin svör. Hún hefur enga framtíðar- sýn. Þegar sjó- menn fóru í verkfall til að ná fram réttlátum kröfum sínum, skundaði ríkis- stjórnin á Al- þingi með lög á verkfallið. Það var aðeins fyrir samstöðu og ár- vekni stjórnar- andstöðunnar að ekkert varð úr þeirri ofbeld- isaðgerð. Þegar Hæstiréttur seg- ir Iög um stjórn fiskveiða bijóta í bága við stjórn- arskrána, vill formaður Fram- sóknar helst breyta stjórnar- skránni. Forsætisráðherra skammar hins vegar Hæstarétt og segir dómara ónákvæma og meirihluta prófessora við Há- skólann ólæsa. Það eru engin takmörk fyrir valdahrokanum og stjórnseminni. Ríkisstjórnin geltir á réttlætið og framtíðina. I því kosningabandalagi Al- þýðubandalags, Alþýðuflokks og Kvennalista sem heldur prófkjör á laugardag, koma margir straumar saman sem eru góður efniviður í öfluga breiðfylkingu róttækra jafnaðarmanna. Það er mjög mikilvægt að í prófkjörinu verði kallað til sem best úrval úr þessum flokkum og samtökum, þannig að jafnvægi ríki og fjöl- breytileikinn verði sem mestur. I hólfi Alþýðubandalagsins eru mestir möguleikar á endurnýjun. Þar er ungur þingmaður í hópi fólks með fjölbreytta reynslu úr listalífi, kennslu, heilsugæslu, stúdentapólitík, fjölmiðlum, borgarmálum og fleira. Vinstri- menn hafa því fulla ástæðu til að taka þátt í prófkjörinu og hafa þannig áhrif á þá nýju fjölda- hreyfingu sem nú er í mótun. Það hefur verið gefandi að taka þátt í því á undanförnum tveimur árum að skapa samfylk- ingu félagshyggjufólks. Eg hef hins vegar átt drauminn um þessa hreyfingu miklu Iengur. Árið 1986 var ég kosinn í Stúd- entaráð fyrir Vinstrimenn og tók þátt í því að búa til nýja hreyf- ingu félagshyggjufólks í Háskól- anum, Röskvu. Hún bauð síðan fyrst fram árið 1988. Sú kynslóð sem mótaði Röskvu er nú komin hist og her á vettvang þjóðlífsins. Hún er vön því að félagshyggju- fólk vinni saman og býður íhaldi til hægri og vinstri byrginn. Það eru því bjartir tímar framundan hjá samfylkingunni. anahátt. Heimurinn allur stend- ur Islendingum opinn ef þeir bara vilja. Lykill- inn að framtíð- inni felst því í víðsýni, al- mennri og góðri menntun þjóðar- innar og félags- legu réttlæti. Mikið hefur verið rætt um góðæri undan- farin misseri. I þeirri umræðu hefur eingöngu verið rýnt í með- altöl. Það hefur ekki fengið mikla athygli að þeir ríku hafa orðið enn þá rík- ari á meðan sá Ríkisstjórnin geltir á réttlætið og framtíðina, “ segir Heimir Már m.a. í grein sinni. Það verður að tryggja Al- þýðubandalaginu þrj á menn W; GESTSSON ■fc alþingismaður og 1 > skrifar í prófkjörinu á laugar- dag þarf Alþýðubauda- lagið að tryggja sér þrjá menu. Alþýðuflokkurinn knúði fram prófkjör í flestöllum kjördæmum Iandsins í samfylkingarkosning- unum í vor. Illu heilli. Það var slæmt því það var ávísun á það að Alþýðubandalagið kæmi illa út úr skipan Iistanna af tveimur ástæð- um: I fyrsta lagi þeirri ástæðu að Alþýðubandalagið er nú laskað eftir átök síðasta árs. En í öðru lagi vegna þess að alþýðubanda- lagsmenn kunna ekkert til próf- kjöra; þeir hafa enga reynslu í þeim fræðum en það hafa alþýðu- flokksmenn. Rannveig Guð- mundsdóttir er nú til dæmis að ganga í gegnum sitt sjötta próf- kjör en Sigríður Jóhannesdóttir í gegnum sitt fyrsta prófkjör. Ossur Skarphéðinsson hefur undirbúið prófkjör mánuðum saman; Ami Þór Sigurðsson hóf sinn undir- búning 3. janúar. Og svo mætti lengi telja. Það var því fráleitt og ósanngjarnt að knýja fram próf- kjör með þeim hætti sem Alþýðu- flokkurinn og nánustu banda- menn hans í hinum flokkunum gerðu. Afleiðingarnar fyrir samfylking- una gætu orðið jafnvægisleysi, gætu orðið þær að samfylkingin verði ekki samfylking. Því aðeins stendur samfylkingin undir nafni að Alþýðubandalagið komi sterkt til Ieiks. Það er unnt að tryggja í prófkjörinu á Iaugar- daginn kemur. Eg hvet alla vinstri menn hvar í flokki sem þeir hafa staðið og hvar sem þeir kunna að skipa sér í kosningunum í vor að taka þátt í prófkjörinu til þess að tryggja sig- ur Alþýðubandalagsins. Fær einn flnkkiirinn fjóra - en hinir bara tvo hvor! Prófkjörið er einfalt; þar er aðeins kosið um flokkana þrjá og/eða þá einstaklinga sem hver flokkur býður fram. Kjósandinn merkir með tölunum 1, 2, 3 og 4 við íjóra frambjóðendur í þeim flokki sem kjósandinn kýs. Sá flokkur sem fær flest at- kvæði fær fyrsta sæti listans og sá sem fær næstflest atkvæði kemur næst til álita en enginn flokkur fær færri en 2 sæti af 8, íjórða og Með hliðsjón af öllu þessu skora ég á alla viustri menu að drífa sig á kjörstað til þess að tryggja sterka út- komu og sigur Al- þýðubandalagsins. áttunda í minnsta lagi. Segjum að hæsti flokkur fái 100 atkvæði, næsthæsti 90 atkvæði og þar næsti flokkur 40 atkvæði. Þá rað- ast sætin þannig: 1. sæti samfylkingarinnar fær hæsti flokkurinn með 100 at- kvæðum og er það 1. sæti þessa flokks. 2. sæti fær næsthæsti flokkur með 90 atkvæðum og er það 1. sæti þess flokks. 3. sæti fær hæsti flokkur með 100:2 - það er með 50 atkvæðum - en þetta sæti er 2. sæti þess flokks sem flest atkvæðin fær. 4. sæti fær flokkurinn sem þá er ekki kominn enn á blað með 40 atkvæði og er þetta þá fyrsta sæti þess flokks sem hefur fæst at- kvæði. 5. sæti fær svo næsthæsti flokk- urinn á ný með 100:2 eða 50 at- kvæðum og er þetta annar full- trúi flokksins. 6. sæti fær hæsti flokkurinn með 100:3 eða 33 1/3 atkvæðum og er þetta þriðja sæti hæsta flokksins. 7. sætið verður svo þriðja sæti næsthæsta flokksins eða 90:3 eða 30 atkvæði. 8. sæti fær að sá flokkur sem nú hefur aðeins fengið einn mann, eða 40:2 með 20 atkvæð- um. 9. sætið fær hæsti flokkurinn og 10. sætið fær næsthæsti flokk- urinn samkvæmt sérstakri reglu. Þetta er í rauninni nauðaein- falt. Til þess að vera öruggur um þijú sæti þarf hins vegar næst- hæsti flokkurinn að fá að minnsta kosti rúmlega 75% af því sem stærsti flokkurinn fær. Það er ástæða til að gefa gaum að því að hætt er við að fjórar smurðar prófkjörsvélar megni sín svo mik- ils að þær hirði 4 menn af átta; það má ekki gerast. Þá fengi næststærsti flokkurinn aðeins 2 menn eins og minnsti flokkurinn og allir sjá að slíkt hefði miklar af- leiðingar. Með hliðsjón af öllu þessu skora ég á alla vinstri menn að drífa sig á kjörstað til þess að tryg- gja sterka útkomu og sigur AI- þýðubandalagsins. Eða hvernig lítur sú samfylking út sem hefur Alþýðuflokkinn í efstu sætunum alls staðar nema í tveimur kjör- dæmumr’ Það er ekki samfylking. Svo einfalt er það.

x

Dagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.