Dagur - 28.01.1999, Síða 13
i-7 V N r. P.4GP. 2 8 „ 14, Y (U g J ■? 9.9 -
D^«r.
ÍÞRÓTTIR
Ferguson þökkuð góð
störf með fjögurra
daga hátíð í
Manchester. Golfmót,
kappreiðar og
rokktónleikar á dag-
skrá, auk þess sem
heimslið Erics Cant-
ona leikur gegn
United.
Það verður ekki lítið Iagt undir
þegar Manchester United þakk-
ar sigursælasta knattspyrnu-
stjóra áratugarins, Alex Fergu-
son, vel unnin störf. Meðan flest
lið láta sér nægja að setja upp
einn góðgerðarleik halda þeir
United-menn fjögurra daga há-
tíð sínum manni til heiðurs.
Fögnuðurinn hefst 5. júlf með
golfmóti. Þar geta áhugamenn,
sem efni hafa á, att kappi við at-
vinnumennina Tiger Woods og
Mark O’Meara. Mótinu verður
að sjálfsögðu sjónvarpað.
11. júlí verður slegið upp
kappreiðum og kampavínsveislu
í Hyde Park, á reiðveginum sem
Alex Ferguson ríður út á hestum
sínum þegar hann skreppur til
höfuðstaðarins. Sjónvarpið verð-
ur á svæðinu.
6. ágúst rennur síðan stóra
stundin, sem flestir bíða eftir,
upp. Manchester United mætir
heimsliði Erics Cantona á Old
Trafford. Cantona skrýðist bún-
ingi Mancester United.
Hátíðarhöldunum Iýkur síðan
20. ágúst með rokktónleikum í
Haydock Park. Vinur Fergusons,
Mick Hucknall, og Simply Red
leiða tónleikana sem verður að
sjálfsögðu sjónvarpað. Fimm
hundruð fyrirtæki, stór og smá,
hafa þegið boð forráðamanna
Manchester United um að fjár-
magna hátíðarhöldin. Reiknað er
með að fögnuðurinn gefi af sér
nálægt Ijögur hundruð milljónir
í aðra hönd.
Alex Ferguson hefur átt góða daga með Manchester United og hefur byggt upp eitt sterkasta knattspyrnulið
Engiands, frá því hann kom til liðsins fyrir um það bil áratug. Nú ætlar félagið að þakka honum góð störf með
eftirminnilegum hætti.
Orlando Magic - New York
á skjámim iim helgina
Keppnin í bandarísku NBA-
deildinni hefst um helgina og
fara fram hvorki meira né minna
en 27 leikir fyrstu þrjá daga
keppninnar, frá föstudegi til
sunnudags.
Mjög mikið álag verður á lið-
unum þann stutta tíma sem hún
stendur yfir, en riðlakeppninni
Iýkur í byrjun maí. Ef við tökum
sem dæmi lið Houston Rockets,
þá leika þeir alls 14 leiki í febrú-
ar, 17 í mars, 16 í apríl og síð-
ustu 3 leikina í byrjun maí. Það
gera samtals 50 leiki í riðla-
keppninni á þessum þremur
mánuðum.
Það verður forvitnilegt að fylgj-
ast með því hvaða áhrif þetta
stranga leikjaprógram hefur á
liðin og leikmenn þess, en mikið
má leggja á sig fyrir dollarana.
Eins og við sögðum frá áður,
mun sjónvarpsstöðin Sýn sýna
bein frá leikjum alla föstudaga
frá 5. febrúar til 24. apríl, auk
þess sem íjórir valdir leikir verða
sýndir einhverja sunnudaga á
tímabilinu. Fyrsti leikurinn verð-
ur sýndur nk. föstudag og er það
leikur Orlando gegn New York og
hefst útsendingin um klukkan
01:00 eftir miðnætti.
Þakkargjörð í Manchester
SKOBUN
SVERRISSON
Enn uin
stelpur
Um sl. helgi lék íslenska
kvennalandsliðið í handknatt-
leik tvo leiki við stöllur sínar frá
Rússlandi. Urslitin voru mikil
vonbrigði. Kannski ekki að sigr-
ar skyldu ekki vinnast, heldur
hitt að of mikill munur var á lið-
unum. Flestir töldu að kvenna-
boltinn væri í meiri framför.
Hverjar eru ástæður fyrir stór-
um ósigri? Er nógu mikill metn-
aður hjá íslenskum handbolta-
stelpum? Þessara spurninga
spyrja sig margir núna. Yfirritað-
ur hefur ekki hingað til hætt sér
mikið út í þá umræðu, en ætlar
að gera það nú.
Það er engum blöðum um það
að fletta að alltof fáar stelpur
eru tilbúnar að eyða góðum tíma
í æfingar. Þá helst æfingar í að
styrkja sig líkamlega. Líkamleg-
an styrk vantar þegar íslenska
kvennalandsliðið í handknatt-
Ieik mætir öðrum Iandsliðum.
Þá er ég ekki bara að bera okkar
stelpur saman við þær rúss-
nesku. Þær eru íturvaxnar, held-
ur flest landslið sem hafa heim-
sótt Island undanfarin ár.
Þetta er kannski viðkvæmt
mál og yfirritaður þykir djarfur
að tala um Iíkamlegan styrk
handboltakvenna. Stelpur, þið
verðið bara að leggja meira á
ykkur ef þið viljið vera í fremstu
röð.
GUNNAR
Körfubolti í
kvöld
DHL-deildin
KI. 20.00 ÍA-Haukar
Kl. 20.00 Skallagrímur-Tinda-
stóll
KI. 20.00 UMFG-KR
Kl. 20.00 UMFN-Snæfell
KI. 20.00 Valur-Keflavík
Föstud.
Kl. 20.00 KFÍ-Þór Ak.
ÍÞR ÓTTA VIÐTALIÐ
Siguiúur
Ingimundarsoti
köifukiiattleiksþjálfari.
Nú erljóstað Suðtir-
tiesjaliðin Keflavík og
Njarðvík leika til úrslita í
bikarkeppninni í
körjuknattleik. Sigurður
Ingimundarson, þjálfari
Keflvíkinga, segirað þetta
sé leikursem margirhafi
lengi beðiðspenntir eftir.
Gæti orðið stórskrýtinn leikur
- Hvemig líst þér á mótherjana
í hikarúrslitunum?
„Hreinn úrslitaleikur í bikarn-
um milli Keflvíkinga og Njarðvík-
inga er það sem margir hafa beð-
ið eftir. Það eru nú fimm ár síðan
liðin spiluðu sfðast til úrslita og
margir orðnir nokkuð langeygir
eftir þessum leik. Við unnum þá
í úrslitunum 1994, en þeir okkur
árið 1991, þannig að nú er kom-
ið að þriðja úrslitaleiknum milli
Iiðanna. Leikir Iiðanna eru alltaf
skemmtilegir og spennandi og
alltaf öðruvísi stemmning á þeim
heldur en í öðrum Ieikjum. Ná-
grannarígurinn er líka alltaf fyrir
hendi og eins og þetta hefur spil-
ast í vetur, þá er ljóst að þetta eru
tvö sterkustu liðin í DHL-deild-
inni, ásamt KR og Ieikurinn gæti
þess vegna orðið mjög skemmti-
legur og spennandi.”
- Áttu von á erftðum leik?
„Njarðvík er reyndar eina liðið
sem hefur unnið okkur í vetur,
en þeir unnu okkur 96-73 í fyrsta
leiknum í deildinni sem fram fór
1. október, í „ljónagryfjunni" í
Njarðvík. Við unnum þá svo í
seinni leiknum heima, 89-80, í
fyrsta leiknum eftir áramótin.
Þar voru þeir komnir tuttugu
stigum yfir í hálfleik þannig að
sveiflurnar hafa verið miklar.
Getulega eru liðin mjög svipuð
og dagsformið mun ráða miklu.
Þess vegna er ómögulegt að spá í
spilin fyrirfram, en eitt er víst að
Ieikurinn getur orðið stórskrýtinn
og búast má við öllu.”
- Hvaða leikur var erfiðastur á
leiðinni t úrslitaleikinn og hvað
finnst þér um Njarðvíkurliðið?
„Leiðin í bikarúrslitin var til-
tölulega létt, en erfiðasti leikur-
inn var gegn Tindastóli í undan-
úrslitunum. Við unnum fyrstu
þrjá leikina gegn KFI, IS og Snæ-
felli með töluverðum mun og
vorum að skora vel yfir 100 stig í
öllum leikjunum.
Hvað varðar Njarðvíkurliðið þá
finnst mér það betra í ár en í
fyrra. Þeir eru komnir með tvo
nýja stóra landsliðsmenn og eru
það Iið sem hefur á að skipa flest-
um landsliðsmönnum. Þeir eru
einnig með firnasterkan amerísk-
an leikmann og líklega að meðal-
tali með eitt hæsta liðið. Þeir
eiga líka góðar skyttur, þannig að
það er ljóst að þeir eru með
geysilega sterkt lið. Við erum
samt ósmeykir og ætlum okkur
að vinna Ieikinn."
- Hvað viltu segja um stöðuna
t DHL-deildinni?
„Staðan £ deildinni er nokkuð
svipuð því sem ég átti von á í
byrjun. Þar hefur fátt komið mér
á óvart, þó helst sé það gott gengi
KR-inga. Það er engin spurning
að þeir eru með sterkt lið, en
stöðugleikinn hefur komið mér
nokkuð á óvart. Annað sem
kannski mætti nefna, eru uppá-
komurnar hjá Grindvíkingum
sem hafa veikt þeirra lið mikið.
Öll sú vitleysa var með ólíkind-
um, þar sem þeir hafa gott bak-
land og gerir Iiðinu Iítið gagn.
Ég á von á að línurnar séu
orðnar nokkuð skýrar um stöð-
una. Toppsætið er auðvitað frá-
tekið fyrir okkur og síðan koma
KR og Njarðvík nokkuð örugg í
öðru og þriðja sætinu. Baráttan
um Ijórða til áttunda sætið á ör-
ugglega eftir að harðna og verða
spennandi, en þar munu sjö lið
keppa um þessi fimm lausu sæti
í úrslitakeppninni. Þar skiptir
töluverðu máli hvernig liðin rað-
ast í sæti, þannig að þar á barátt-
an eftir að verða hörð.
Liðin á þessu róli eru mjög jöfn
og erfitt að meta stöðuna, en lið
eins og Tindastóll, KFI, IA og
Haukar eiga eflaust eftir að berj-
ast um þessi sæti.“
- Hvað finnst þér um þessi st-
felldu skipti á erlendu leik-
mönnunum?
„Við Keflvíkingar höfum ekki
þurft að hafa af þessu áhyggjur í
vetur, en effaust er eitthvað um
það að liðin vandi ekki valið og
taki jafnvel leikmenn án þess að
vita nokkuð um þá. Mér finnst
þó umræðan um þessi mál kom-
in út í hött, því ef þú ræður
mann í vinnu sem ekki stendur
sig, þá er ekki um annað að ræða
en losa sig við hann. Þetta er gert
í ameríska boltanum og mér
finnst ekkert að því, ef Iiðin
treysta sér í það. Annars hefur
þetta kannski verið óvenju mikið
hér á landi í vetur, en oft getur þó
komið upp ófyrirséð ástand, eins
og til dæmis hjá Haukunum
núna sfðast og mannabreytingar
þá vel réttlætanlegar. Þessi um-
ræða vill oft verða alltof nei-
kvæð.“