Dagur - 30.01.1999, Síða 5

Dagur - 30.01.1999, Síða 5
LAUGARDAGUR 30. JANÚAR 1999 - S FRÉTTIR Harkan er hlaupin úr öllunt böndum Stjómarflokkamir sagðir skipta sér af prófkjöri samfylking- arinnar á Norðurlandi vestra. Enn einu sinni berast sögur um óeðlilega hörku í prófkjörsslag og nú frá samfylkingarmönnum í Norðurlandi vestra, þar sem prófkjör fer fram 13. febrúar næstkomandi. Þar er talað um að öllum meðulum sé beitt og að „kosningavéfar" annarra flokka séu að vinna fyrir einstaka fram- bjóðendur. I héraðsfréttablaðinu Feyki á Sauðárkróki er grein eftir séra Gfsla Gunnarsson í Glaumbæ, sem er sjálfstæðismaður og odd- viti sveitarstjórnar Skagafjarðar. Þar er hann að bera af sér sakir um að hann hafi tekið þátt í kosningabaráttu Herdísar Sæ- mundsdóttur hjá framsóknar- mönnum á dögunum. Hann er einnig sagður vinna nú fyrir ákveðna frambjóðendur í próf- kjöri samfylkingarinnar. samfylkingarinnar á Norðurlandi vestra. Því er haldið fram að vel smurð „kosningavél" Hjálmars Jónssonar, alþingismanns Sjálf- stæðisflokksins, sé að vinna fyrir ákveðinn frambjóðanda í próf- kjörinu og sömuleiðis er sagt að „kosningavél" framsóknarmanna hafi ekki verið stöðvuð eftir próf- kjör þeirra á dögunum og vinni nú fyrir annan frambjóðanda í prófkjöri samfylkingarinnar. „Svona sögur dæma sig sjálfar. Eg á enga „kosningavél" sem ég get ræst hvenær sem mér þókn- ast og látið vinna fyrir hvern sem er. Eg er að vísu að safna liði um þessar mundir til að vinna að undirbúningi sjálfrar kosninga- baráttu Sjálfstæðisflokksins í vor. Það sem verður til þess að svona sögur fara af stað er senni- Iega það að Jón Bjarnason skóla- stjóri, sem tekur þátt í prófkjöri samfyikingarinnar, er mágur minn. Annað er það nú ekki,“ sagði Hjálmar þegar þetta var borið undir hann. - S.DÓR Eftir að séra Gísli hefur hafnað því al- farið að hafa komið nálægt prófkjörsslag framsóknar- manna og bent á að svona sög- ur verði alltaf til í prófkjörum segir hann: „Ég vona hins vegar að þegar menn koma aftur til sjálfs sín eftir þennan slag, þá muni ævintýra- sögur sem þess- ar ofbjóða skyn- semi þeirra, - flestra." „Ég á enga „kosningavél“ sem ég get ræst hvenær sem mér þóknast og látið vinna fyrir hvern sem er, “ segir sr. Hjálmar Jónsson. Lítið þarf til „Ég kannast við þessar sögur all- ar en vil ekkert tjá mig um þær. Hins vegar get ég staðfest að það er hreint ótrúleg harka í þessu prófkjöri okkar hér á Norður- landi vestra," sagði Anna Kristfn Gunnarsdóttir á Sauðárkróki, sem er í framboði í prófkjöri Raimsókn iniöar vel Þórður Ingvi Guðmundsson, fyrrum forstjóri Lindar. „Rannsókn Lindarmálsins hefur miðað vel áfram. Það er búið að yfir- heyra marga einstaklinga og afla mikilla gagna. Það má segja að rann- sóknin hafi dregist örlítið á langinn vegna þess að hver ný yfirheyrsla hefur kallað á öflun frekari gagna, en málið er unnið í samvinnu við Ríkissaksóknara- embættið og við vonumst til að geta tekið ákvarðanir um fram- hald málsins innan einhverra vikna,“ segir Jón H. Snorrason, saksóknari og yfirmaður efna- hagsbrotadeildar Ríkislögreglu- stjóra, í samtali við Dag. Bankaráð Landsbankans óskaði eftir opinberri rannsókn á Lindarmálinu sl. vor. Endur- skoðendur telja að Þórður Ingvi Guðmundsson, framkvæmda- stjóri Lindar, hafi farið frjálslega með kostnaðarheimildir og farið út fyrir heimildir og er grunur uppi um að framkvæmdastjórinn hafi gerst sekur um ónákvæmni og ekki veitt stjórn félagsins eða bankaráði Landsbankans nægi- lega greinargóðar upplýsingar að því er varðar vanskil félagsins og málefni rekstrarieigunnar. — fþg Reyiit að lappa upp á stjóm Iðnskólans Skýrsla imi úrbætur í boð- og samskiptaleið- um Iðnskólans í Reykjavík. Skólinn að drabbast niður og flótti hjá kennuram. Allt að 90% fall í raf- iðnaðardeildum. „Þessi skýrsla kemur í framhaldi af þessum uppákomum sem voru í vetur og haust. Það er engin spurning um það,“ segir Gunnar S. Björnsson, húsasmíðameistari í skólanefnd Iðnskólans í Reykja- vík. Tillögiir til úrbóta Tveir sérfræðingar hafa tekið saman skýrslu um það sem betur má fara í boð- og samskiptaleið- um í Iðnskólanum í Reykjavík. Gunnar S. Björnsson segir að skýrslan hafi verið unnin að frumkvæði menntamálaráðu- neytisins. Þar séu gerðar tillögur um það sem betur má fara í sam- skiptum stjórnenda skólans við starfslið og þá 1700 nemendur sem eru við nám í skólanum. Þá mun ekki vera gerð tillaga um skipan tilsjónarmanns með skól- anum. Skýrslan hefur verið kynnt skólanefndarmönnum og verður tekin fyrir á fundi nefnd- arinnar annan þriðjudag. Þögn Ingvar Asmundsson skólameist- ari vill ekki tjá sig um efni skýrsl- unnar, en hann hefur frest fram yfir helgi til að gera athugasemd- ir við efni hennar. Hann neitar því einnig að menntamálaráðu- neytið hafi boðið honum starfs- lokasamning sl. haust en því boði hafi hann hafnað. 90 prósenta fall Sem kunnugt er þá kastaðist í kekki á milli skólameistara og kennara í fyrra með þeim afleið- ingum að einn kennari var rek- inn en síðan ráðinn á ný. Sá ágreiningur var um túlkun á ákvæðum kjarasamninga. Þá hefur andrúmsloftið í skólanum ekki verið sem best og m.a. vegna þess að skólinn hefur ekki getað sem skyldi endurnýjað tækjabún- að sinn til kennslunnar vegna fjárskorts. Þetta hefur leitt til flótta í kennaraliði einstakra deilda og m.a. í rafiðnaðardeild- um. Enda telur Guðmundur Gunnarsson, formaður Rafiðn- aðarsambandsins, að skólinn hafi drabbast mikið niður á und- anförnum árum og m.a. sé brost- inn á flótti í kennaralið rafiðnað- ardeilda skólans. Þá hefur fall á sveinsprófum í þessum deildum aukist til muna á liðnum árum og hefur það numið allt að 90%. Skýrari stefna Gunnar S. Björnsson segir að í skýrslunni sé að mestu sneitt framhjá þeim vandamálum sem upp hafa komið í skólanum á síð- ustu misserum. I staðinn sé reynt að leita leiða til að slík vandamál komi ekki upp á borð- ið á nýjan Ieik í framtíðinni. Bent sé á það sem betur mætti fara innan veggja skólans. Fyrsta skil- yrðið í þá veru sé að setja skólan- um skýrari markmið um stefnu. - GRH Ungfrú ísland gengin út, í beinni! Ungfrú ísland 1998, Guðbjörg Her- mannsdóttir, trúlofaðist í beinni út- sendingu á útvarpsstöðinni Frostrásinni á Akureyri í gær um klukkan 17.30. Hinn hamingjusami heitir Þengill Stefánsson. Parið var á „rúntinum" á Akureyri þegar Þengill bað sinnar heittelskuðu en þau voru í símasambandi við útvarpsstöðina. - GG Hálfur miUjarður greiddur í arð Rekstrarhagnaður Fjárfestingarbanka atvinnulífsins (FBA) á árinu 1998 var 734 milljónir króna. Vöxtur efnahagsreiknings var um 33,7% á fyrsta starfsárinu og námu heildareignir FBA við lok árs 72,8 milljörðum króna. Stjórn bankans mun leggja tillögu fyrir aðalfund um 8% arð- greiðslu til hluthafa á árinu 1999. Það eru um 75% af hagnaði síð- astliðins árs eða sem nemur 554 milljónum króna. Þetta er hæsta fjárhæð sem íslenskt fyrirtæki skráð á Verðbréfaþingi hefur greitt í arð til hluthafa. Stærstu hluthafar í FBA eru Ríkissjóður Islands með 51 % hlutafjár og Kaupthing Luxembourg S.A. með tæplega 25% hlutafjár. Fyrstu tölur klúkkan tíu í kvöld Prófkjör samfylkingarinnar í Reykjavík hefst í dag klukkan 10.00 og kjörstöðum verður lokað kl. 21.00. Talning atkvæða hefst kl. 18.00 og er búist við að fyrstu tölur verði tilbúnar um klukkan 22.00 og að úrslit liggi fyrir um eða fyrir miðnætti. Kjörstaðir í prófkjörinu eru fjórir, á Hótal Sögu, Grand Hótel að Sigtúni 38, í Gerðubergi í Breiðholti og í kjallara að Langarima 21 í Grafarvogi. Jarðskjálftahriua við Grímsey Framhald varð í gær á jarðskjálftum á Norðurlandi, þó ekki við Kópa- sker. Jarðskjálftahrina hefur verið norðaustur af Grímsey, sem á upp- tök sín um 15 km frá eyjunni og hafa þeir stærstu verið af stærð- argráðunni 2 á Richterkvarða. — GG

x

Dagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.