Dagur - 30.01.1999, Síða 7
LAVGARDAGUR 30. JANÚAR 1999 - 7
RITS TJÓRNARSPJALL
íslendingar hafa öldum saman verið viðkvæmir fyrir því sem útlendingar skrifa um land og þjóð; fagna að sjálfsögðu hrósinu en úthúða gjarnan þeim sem dirfast að gagnrýna hegðun og hátt-
erni landans.
„Þetta eru asnar!“
-| ELIAS
| SNÆLAND
J JONSSON
SKRIFAR
íslendingum hefur löngum þótt
mikið til þess koma sem útlend-
ingar skrifa um land og þjóð.
Stundum jafnvel svo að ráðist hef-
ur verið í mikil varnarskrif gegn
raunverulegri eða meintri fávisku
þeirra erlendu manna sem áhuga
hafa haft á að segja álit sitt á
gjörðum okkar, háttum og hegð-
an.
Þessi árátta lifir enn góðu lífi í
genunum, eins og sjá má af við-
brögðum hérlendis að undan-
fömu við umfjöllun í erlendum
stórblöðum um íslenskt þjóðfélag
almennt og um gagnagrunninn
miðlæga sérstaklega. Því er auð-
vitað fagnað ákaft sem fagurlega
er sagt um ástand mála hér á
Iandi, en viðbrögðin við hinu nei-
kvæða eru gjaman af því tagi sem
best verður lýst með heitinu á
einni af bókum Einars Kárasonar:
„Þetta eru asnar, Guðjón!"
í fótspor feðranna
Því var gjarnan haldið að nemend-
um hér áður fyrr að erlendir menn
hafi gegnum tíðina ritað býsnina
alla af rugli og níði um Island og
Islendinga. Það hafi verið mikið
verk merkra fræðimanna, svo sem
Arngríms lærða, að hrekja þá vit-
leysu alla og segja útlendingum
satt og rétt frá landi og þjóð.
Og satt er það að margt mis-
jafnt var í tímans rás sett á þrykk
um þessa skrítnu þjóð sem bjó á
hjara veraldar og trúði á álfa,
huldufólk og tröll. Þar var stund-
um blandað saman sögusögnum,
staðreyndum og tómum tilbún-
ingi.
En það var líka margt satt og
rétt skrifað um Island í erlendum
ritum fyrri alda, þótt íslendingum
þeirra tíma þætti til Iítils vegsauka
að sannleikurinn spyrðist út með-
al annarra þjóða. Landinn brást
því oft ókvæða við þegar erlendir
menn sögðu tæpitungulaust skoð-
anir sínar á Iifnaðarháttum sögu-
þjóðarinnar og lýstu fátækt, eymd
og óþrifnaði - kölluðu það níð,
rógburð og rugl.
Að þessu Ieyti til fara sumir nú-
tíðarmenn í fótspor feðranna þeg-
ar þeir úthúða erlendum mönn-
um sem dirfast að hafa aðrar
skoðanir á því sem Islendingar eru
að gera en rétt þykir.
ísland í stórblödimum
Það sem af er þessum fyrsta mán-
uði ársins hafa þekktir erlendir
prentmiðlar fjallað óvenjumikið
um fslendinga almennt og um
gagnagrunninn hans Kára Stef-
ánssonar sérstaklega. Um hið síð-
amefnda hafa þannig verið ritaðar
ítarlegar greinar í sum þekktustu
dagblöð heims, svo sem New York
Times og Washington Post.
Einnig var vönduð úttekt í einu
kunnasta tímariti Bandaríkjanna -
The NewYorker.
Austan Atlantshafsins hefur
verið fjallað um landið á öðrum
nótum og almennari að undan-
förnu, ekki síst í breskum tímarit-
um - þar á meðal í þeim þekktustu
eins og The Economist. Því hefur
að sjálfsögðu verið haldið vel til
skila hér heima, að blaðamenn
Economist fundu ekkert athuga-
vert við íslenskt samfélag nema
gífurlega samþjöppun fjármagns
og valds í þeim bandalögum sem
kennd eru við kolkrabba og
smokkfisk. Economist-mönnum
fannst orðið tfmabært að „gaman-
skáldið" í forsætisráðuneytinu
hleypti hákörlum hins aðþjóðlega
viðskiptalífs líka að íslensku kjöt-
kötlunum. Sem sagt að rétt væri
að etja erlendum hákörlum á þá
innlendu. Það yrði vafalaust
skemmtileg tilbreyting frá þessari
hefðbundnu hornsílaveiði sem ís-
lenskir hákarlar viðskiptalífsins
verða yfirleitt að láta sér nægja -
að minnsta kosti ef miðað er við
alþjóðlegan mælikvarða.
Málefnaleg úttekt
ítarleg umfjöllun New Yorker
tímaritsins á gagnagrunnsmálinu
er bæði öfgalaus og málefnaleg.
Það kemur mjög rækilega fram,
meðal annars í ítarlegu viðtali við
Kára Stefánsson, hvaða væntingar
eru bundnar þessari hugmynd
hans, sem nú er orðin að lögum.
Einnig er gerð skilmerkileg grein
fyrir því hvað það er sem gerir Is-
land svo ákjósanlegt til rannsókna
af þessu tagi.
Höfundur greinarinnar skýrir
einnig frá áhyggjum þeirra sem
óttast gagnagrunninn og það sem
honum kann að fylgja. Og hann
áttar sig vel á þeirri hættu, sem
aldrei er hægt að útiloka, að upp-
Iýsingar sem fara inn í grunninn
Iendi í röngum höndum með al-
varlegum afleiðingum fyrir við-
komandi einstaklinga.
Hvort svo fer eða ekki veit eng-
inn í dag. Það er því rétt, sem haft
er eftir forsætisráðherra í New
Yorker, að ákvörðunin um gagna-
grunninn er spurning um traust.
Stjórnvöld og mikill hluti almenn-
ings eru reiðubúin að setja traust
sitt á Kára Stefánsson í þessu
máli. Framtíðin ein mun leiða í
ljós hvort það var rétt ákvörðun
eða röng.
Gáfaðastur, vinsælastur...
Kára Stefánssyni og hugmyndum
hans eru gerð góð skil í úttekt
New Yorker, en blaðamaður tíma-
ritsins getur þó ekki látið hjá líða
að benda á að „auðmýkt11 sé hon-
um afar framandi.
Það endurspeglast reyndar í
ýmsum þeim ummælum sem Kári
lætur hafa eftir sér í tímaritinu.
Hann vekur til dæmis athygli
blaðamannsins á því að fyrra
bragði, að blöðin hér heima full-
yrði að hann, það er Kári, sé bæði
vinsælasti og gáfaðasti maður Is-
lands. Einnig að hann gæti hæg-
lega náð kjöri til hverrar þeirrar
stöðu í þjóðfélaginu sem hann
kynni að gimast. Sjálfur tekur
hann heilshugar undir þetta síð-
astnefnda.
Afstaða Kára til andstæðing-
anna í gagnagrunnsmálinu er ein-
nig á sömu nótum: „Eg er umset-
inn af smámennum!" er haft eftir
honum (“I am besieged by Iittle
people").
Stundum er sagt að það sé
merki um veikan málstað að ráð-
ast á persónur andstæðinganna í
stað þess að svara einungis rökum
þeirra. Ef Kári hefur jafn góðan
málstað og hann sjálfur er sann-
færður um, og fjölmargir aðrir
trúa líka, þá ætti að vera óþarfi að
níða gagnrýnendur niður sem
smámenni, eða þá sem öfgamenn
eins og lesa mátti í viðbrögðum
hans við nýlegri grein Lewontins
prófessors í New York Times.
Þótt gagnagrunnsfrumvarpið sé
orðið að lögum er mörgum spurn-
ingum um framkvæmd málsins
enn ósvarað. Vonandi tekst þeim
sem nú vinna að reglugerð og
einkaleyfi að ganga svo frá málum
að þeim sterku efasemdum, sem
vissulega eru enn í hugum mar-
gra, verði eytt.
Með öðrum orðum: íslensk
stjórnvöld og Kári Stefánsson
verða að sýna það í verki á næstu
misserum og árum að þeir séu
verðir þess mikla trausts sem
meirihluti þjóðarinnar hefur sýnt
þeim. Boltinn er hjá þeim.
Risahakarlamir
Alþjóðavæðing er vinsælt orð um
þessar mundir. I vaxandi mæli er
litið á viðskipti, menningu og
samskipti af öllu tagi í hnattrænu
ljósi. Þetta á alveg sérstaklega við
í heimi fjármála og fyrirtækja-
reksturs þar sem risavaxnir há-
karlar gleypa jafnvel stórfyrirtæki
minni þjóða í einum munnbita.
Þetta er þróun sem margir telja
af hinu góða. Aðrir benda réttilega
á að henni fylgja líka ýmsar miður
góðar afleiðingar, ekki síst þegar
risarnir eru að kaupa upp sam-
keppnisfyrirtæki í þeim eina til-
gangi að draga verulega úr starf-
semi þeirra eða jafnvel að leggja
þau niður. Það skilar oft góðum
hagnaði til risans mikla, en fólkið
sem hefur haft afkomu sína af
starfsemi samkeppnisaðilans upp-
sker atvinnuleysi og þrengingar.
Svíum mun hafa brugðið nokk-
uð í vikunni þegar eitt helsta
flaggskip þjóðarinnar var selt til
bandarísks risa. Fordsamsteypan
ameríska keypti sem sagt fólksbif-
reiðadeild Volvo. Bílategundin
sem allir þekkja samstundis sem
„sænska bílinn" er þar með orðin
amerísk.
Auðvitað er þetta eðlileg afleið-
ing þess að allt er sett á alþjóðleg-
an markað. Ef horft er til lengri
tíma, til dæmis tíu-fimmtán ára,
er ekkert sem bendir til annars en
að hið sama verði uppi á teningn-
um hér á landi. Það er því alls
ekki ólíklegt að einhver erlend
stórfyrirtæld fái fyrr en síðar
áhuga á að bæta sumum stærstu
íslensku fyrirtækjunum í alþjóð-
legt net sitt, þrátt fyrir smæð okk-
ar í alþjóðlegu samhengi. Það er
því líldegra en ekki að þekkt ís-
Iensk fyrirtæki, sem eru á almenn-
um markaði, verði keypt upp af
erlendum risum á fyrstu áratug-
um næstu aldar. Stærstu sam-
göngufyrirtækin til dæmis. Trygg-
ingafélög. Bankar og önnur Qár-
málafyrirtæki. Það er sú framtíð
sem við blasir.