Dagur - 02.02.1999, Side 1

Dagur - 02.02.1999, Side 1
YfLrfuU íbúð á Akur- eyri af rotnandi og illa lyktandi sorpi. Fyllti 70 stóra sorp- poka. Nánast fokheld á eftir. Félagsmálayf- irvöld gagnrýnd. Kerf- ið þegir. Félagsmálayfirvöld á Akureyri höfðu ekki afskipti af gigtveikum öryrkja, konu um fertugt, sem bjó í einni af íbúðum Oryrkja- bandalagsins í fjölbýlishúsi í bænum. Þegar ættingi hennar kom til að taka til íbúðinni í sl. viku eftir að íbúinn hafði farið til lækninga á Reykjalundi blasti við ófögur sjón og óþefurinn var óbærilegur. Ibúðin var yfirfull af rotnandi og illa Iyktandi sorpi, teppin orðin að leðju, skápar ið- uðu af Iirfum og öðrum sníkju- dýrum, eldhúsinnréttingin nær horfin undir sorp og af svölunum Iak sorpleðja niður á næstu sval- ir. Þá var íbúðin svo illa farin að hún er nánast aðeins fokheld. Talið er að konan hafi safnað þessu rusli á nokkrum árum því þarna fundust matarleifar og umbúðir utan af kjöti frá því í júní árið 1996. Ruslið var í haug- um í allri íbúðinni nema í svefn- herbergi. Fyllti 70 poka Ibúar hússins eru felmtri slegnir. Þeir spyrja sig hvernig svona hlutur gat átt sér stað að einn íbúi hússins hafi nánast getað grafið sig lifandi í eigin sorpi. Þeir spyrja líka hvers vegna fé- lagsmálayfirvöld hafi ekkert gert í málinu, þrátt fyrir að hússtjórn- in hafi oftar en einu sinni kvart- að við þau og Oryrkjabandalagið vegna óþefs úr íbúðinni. Til marks um sorpmagnið þá fyllti það 70 stóra sorppoka. Þá var ástandið svo slæmt í þessari tveggja herbergja íbúð að starfs- menn hreingerningafyrirtækis afþökkuðu vinnu við þrif og hreinsun hennar. Það kom því í hlut ættingja, vina og íbúa húss- ins að fjarlægja óhroðann. Sótt- hreinsa þarf alla íbúðina og lagn- ir, auk þess sem samband hefur verið haft við heilbrigðiseftirlit og meindýraeyði. Friðhelgi heimilisins Formaður húsfélagsins í fjölbýl- ishúsinu segir að kvartanir vegna óþefs í búðinni hefðu byijað að berast sl. haust. Hún segir að þótt fulltrúar frá félagsmálayfir- völdum hefðu komið eftir að þeim kvörtunum var komið á framfæri við þá, hefðu þeir ekki komist inn í íbúðina í óþökk leigjandans. „Friðhelgi heimilis- ins“ eins og hún orðar það hefði einnig komið í veg fyrir að stjórn fjölbýlishússins hefði getað kannað ástand íbúðarinnar gegn vilja leigjandans. Hún telur hins vegar nokkuð Ijóst að kerfið hafi brugðist í þessu máli og þá sér- staklega gagnvart Ieigjandanum. I gær voru verkamenn frá hús- næðisdeild Oryrkjabandalagsins að hreinsa út úr íbúðinni inn- réttingar og gólfefni, og voru þeir í sérstökum búningum og með andlitsgrímur. Kerfið þegir Valgerður Magnúsdóttir, félags- málastjóri Akureyrar, sagðist kannast við málið. Hún gæti hins vegar ekki tjáð sig um það að öðru Ieyti en því að það væri til meðferðar hjá félagsþjónust- unni. Hún sagði þó að félags- málayfirvöld hefðu ákveðið sam- starf við Öryrkjabandalagið vegna leigu á íbúðum þeirra í bænum. Valdimar Brynjólfsson, for- stöðumaður Heilbrigðiseftirlits Eyjafjarðar, sagðist ekki heldur geta tjáð sig um þetta mál. Hann sagði þó að eftirlitinu hefðu ekki borist neinar kvartanir vegna íbúðarinnar frá íbúum fjölbýlis- hússins. Anna Ingvarsdóttir, formaður hússjóðs Öryrkjabandalagsins, sagðist í gær ekki vitað nógu mikið um þetta tiltekna mál til að tjá sig eitthvað um það. Hún kannaðist hins vegar ekki við að neinar kvartanir hefðu borist til þeirra vegna umræddrar íbúðar. - GRH Guðný Guðbjörnsdóttir ætlar ekki að þiggja 8. sætið á lista sam- fylkingarinnar, en Kvennalistinn gerir áfram tilkall til sætisins. Kvenna- listinn á 8. sætið Menn hafa verið að velta því fyr- ir sér, eftir að Guðný Guðbjörns- dóttir ákvað að gefa ekki kost á sér í 8. sæti samfylkingarinnar í Reykjavík, sem hún hlaut í próf- kjörinu, hvort þeir sem eru fyrir aftan verði færðir fram. Haukur Már Haraldsson, sem var fulltrúi Alþýðubandalagsins í þeirri nefnd sem kom prófkjör- inu á, sagði í gær að tilfærsla kæmi ekki til greina. Um það hefði verið samið og frá því geng- ið að Kvennalistinn ætti tvö af átta efstu sætunum og eitt af Ijórum efstu. „Kvennalistinn á því þetta sæti og samkvæmt prófkjörinu er það Ilulda Ólafsdóttir sem sest í það,“ sagði Haukur Már. — S.DÓR Sjá nánar um prófkjör samfylkingarinnar bls. 8-9 og á forsíðu Lífsins i landinu. Loðskinn segir upp Skinnaverksmiðjan Loðskinn á Sauðárkróki hefur sagt upp 23 starfsmönnum sínum vegna sölutregðu afurða. Aður hafði verið gripið til þess ráðs að fá fólk til að skipta með sér störfum þannig að menn unnu annan hvern dag og voru í hálfu starfi. Engin sala héfur verið á afurðum að undanförnu en vonir standa til að aftur lifni yfir markaðnum með vorinu. Þá má búast við endurráðningum. — GG woniow/DE express EITT NÚMER AÐ MUNA 5351100 Afgreiddir samdægurs ÍVenjulegir og demantsskomir trúlofunarhringar GULLSMIÐIR SIGTRYGGUR & PÉTUR AKUREYRI • SÍMI 462 3524

x

Dagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.