Dagur - 02.02.1999, Side 6

Dagur - 02.02.1999, Side 6
6 - ÞRIÐJVDAGVR 02. FEBRÚAR 19 99 ÞJÓÐMÁL Útgáfufélag: dagsprent Útgáfustjóri: eyjólfur sveinsson Ritstjóri: ELÍAS SNÆLAND JÓNSSON Aðstoöarritstjóri: birgir guðmundsson Framkvæmdastjóri: marteinn jónasson Skrifstofur: strandgötu 31, akureyri, GARÐARSBRAUT 7, HÚSAVÍK OG ÞVERHOLTI 1A, REYKJAVÍK Símar: 460 6ioo OG soo 7080 Netfang ritstjórnar: riistjori@tlagur.is Áskriftargjald m. vsk.: í.soo kr. á manuði Lausasöiuverð: iso kr. og 200 kr. helgarblað Grænt númer: 800 7080 Símbréf augiýsingadeiidar: 460 6161 Simar auglýsingadeildar: (REYKJAVÍK)563-1615 Ámundi Ámundason CAKUREYRI)460-6191 G. Ómar Pétursson OG 460-6192 Gréta Björnsdóttir Netfang auglýsingadeildar: omar@dagur.is Símbréf ritstjórnar: 460 6171(akureyrí) 55i 6270 (reykjavíK) Skilaboð fólksins í fyrsta lagi Meginskilaboðin í prófkjöri Samiylkingarinnar um helgina eru hávær krafa um að ráðist verði gegn misskiptingu góðærisins. Þeir stjórnmálamenn sem hvað harðast hafa barist fyrir hags- munum öryrkja, aldraðra og annarra þeirra sem halloka hafa farið í baráttunni um stærri bita af þjóðarkökunni, fá glimr- andi útkomu. Það á einkum við um Jóhönnu Sigurðardóttur, sem hlaut fyrsta sæti væntanlegs framboðslista, og Astu Ragn- heiði Jóhannesdóttur sem hafnaði í því fimmta, en fékk samt þriðja mesta atkvæðaljölda. Þetta er einfaldlega krafa um auk- inn jöfnuð og meira félagslegt réttlæti. í örðu lagi Jóhanna Sigurðardóttir er að sjálfsögðu sigurvegari prófkjörsins. Hún tók verulega áhættu með því að hafna öruggu sæti og sýndi enn einu sinni að í pólitíkinni á hún níu lif. Þá skilar prófkjörið að minnsta kosti þremur nýjum mönnum í örugg þingsæti. Mörð- ur Arnason og Arni Þór Sigurðsson fengu báðir afgerandi stuðn- ing í sínum „hólfum“ og Guðrún Ogmundsdóttir velti úr sessi eina þingmanni Kvennalistans sem studdi Samfylkinguna og mun því setjast á þing í krafti samkomulags sem tryggir kvennalista- konum áhrif án tillits til atkvæðafjölda í prófkjörinu. í þriðja lagi Ekki er ástæða til að draga úr ánægju Samfylkingarmanna með gífurlega þátttöku í prófkjörinu; hún var jafnvel enn meiri en bjartsýnustu spár gerðu ráð fyrir. En það er óvarlegt að reik- na með því að allir sem kusu í prófkjörinu muni merkja við lista Samfylkingarinnar á kjördag eftir rúma þrjá mánuði. Að hluta til er það þó í höndum forystumanna hinnar nýju hreyf- ingar. Samhent forysta sem einbeitir sér að því að berjast við Sjálfstæðisflokk Davíðs Oddssonar og leggur áherslu á þau meginmál sem snerta beint hagsmuni alþýðu manna - hún á vissulega tækifæri núna. En það er einkar auðvelt að glutra því niður með sundurlyndi eða ómarkvissum málflutningi. Elias Snæland Jónsson Pollýönniir Þetta var gríðarlegur sigur hjá Samfylkingunni í Reykajvík um helgina enda tapaði eng- inn. Ekki einu sinni Guðný Guðbjörnsdóttir. Þetta er sig- ur segir Guðný og neitar að segja hvers vegna hún telur sig hafa fallið niður í 8. sætið. Hún ætlar sko ekki að vera með nein leiðindi segir hún, þannig að ekki fer á milli mála að bak við brosið bíða semsé einhver leið- indi. Sennilega er hún ósátt við að Reykjavíkurlista- konurnar unnu með Guðrúnu Ogmunds en ekki henni. En Guðný er Pollýanna prófkjörsins og bros- ir gegnum tárin. Margrét Frímannsdóttir. Pollýaima II En PoIIýönnur eru víðar. Sig- hvatur Rjörgvinsson er líka glaður. Þátttakan var svo mik- ill sigur fyrir Samfylkinguna. Hins vegar leggur formaður Alþýðuflokksins sig í fram- króka við að undirstrika að þetta hafi samt síður en svo verið sigur Alþýðuflokksins. Að vísu kusu tveir af hverjum þremur undir merkjum Al- þýðuflokksins, en Sighvatur segir að það sé ekkert að marka því Þjóðvakaliðið og óháðir hafi dregið svo marga til sín. Alþýðuflokkurinn nán- ast tapaði í prófkjörinu segir Sighvatur og er að tala við okk- ur kjósendur, en horfir af ein- hveijum ástæðum ábúðamikl- um augum á alla gamalgrónu Allaballana í Reykjavík. Og Sighvatur minnir enn á hve safnið var stórt sem menn komu með af fjalli að þessu sinni - og gerir gott úr öllu. Hann er líka Pollýanna próf- kjörsins. Pollýaima III Það er einna helst Jóhanna Sigurðardóttir sem stendur nú uppi sem hin eina sanna Sam- fylkingardrottning noti lág- stemmdari lýsingarorð um sig- urinn. Hún vill t.d. ekki alveg viður- kenna að hana beri að krýna strax sem leiðtoga hreyfingar- innar og muldrar eitthvað um Sighvat og Margréti. En það er auðvitað líka til að gera gott úr öllu og leyfa þeim líka að vera svolitlir leið- togar um stund. Og Ossur vann líka og er glaður þótt hann hafi tapað fyrir Jóhönnu. Sama gegnir um Bryndísi og Árna Þór. Og ungu mennirnir sem ekki komast að sigruðu líka. En glöðust af öllum er þó Margrét Frímannsdóttir sem stýrir Al- þýðubandalaginu. Það fékk ekki nema eitt af hverjum fjór- um atkvæðum í prófkjörinu, sem auðvitað er alveg sérstakt gleðiefni og mikill sigur fyrir flokkinn í Reykjavík. Gleði Margrétar er raunar slík að hún hlýtur að teljast aðal Pollýanna prófkjörsins. Það þarf nefnilega mikla Pollýönnu til að geta sagt, eft- ir það sem á undan er gengið, að það hafi nú ekki skipt svo mildu máli, að Alþýðubanda- lagið fengi góða útkomu í pró- kjörinu í Reykjavík. -GARRl JÓHANNES SIGURJÓNS „ / i SON yv , .*.# X skrifar Tími til að tengja „Er ekki tími til kominn að teng- ja?“ Var spurt í heimspekilegum texta Arnars Björnssonar, íþróttafréttamanns, og sungið af Skriðjöklapiltunum frá Akureyri. Og fleiri snillingar hafa fjallað um tímann í verkum sínum; Steinn kvað um Tímann og vatn- ið og þjóðskáldið kvað „tíminn vill ei tengja sig við mig.“ Tíminn er allstaðar afstæður og æfinlega nálægur. Hann er til dæmis afskaplega mikilvæg- ur í tímamótaviðburðum í póli- tík. Frægasta setning úr pólitík síðustu ára er ugglaust yfirlýs- ing Jóhönnu Sigurðardóttur: „Minn tími mun koma!“ En lengi vel vildi tíminn ekki teng- ja sig við Jóhönnu, eða allt fram að síðustu helgi þegar hennar stund var loksins upp runnin í glæsilegum sigri í prófkjöri Samfylkingarinnar í Reykjavík. Þimi tími er liðinn! Pólitískir analistar (eða er það analystar?) liggja nú undir feld- um og skoða og skilgreina sigur Jóhönnu. Sumir sjá plott og póli- tískar leikfléttur í hverju horni. Þannig gengur ein kenningin út á það að Ingi- björg Sólrún sé arkitekt þessarar niðurstöðu próf- kjörsins. Sólrún hafi sem sé sjálf áhuga á að verða leiðtogi sam- einaðra vinstri- manna þegar fylkingunni vex fiskur um hrygg og telji þægilegra að stjórnmála- maður af eldri kynslóð taki við forystuhlutverki nú, en að yngra fólk komist til valda og nái hugs- anlega að festa sig f sessi. Borg- arstjóri ætli sér svo að stíga fram eftir nokkur ár og segja við Jó- hönnu: „Þinn tími er liðinn og röðin komin að mér!“ Ymsar fleiri kenningar eru auðvitað á kreiki og ekki jafn langsóttar og þessi. En eðlilegast er auðvitað að álykta sem svo að sigur Jó- hönnu byggist á verðskulduðum vinsældum hennar sem ganga þvert á ílokka. Áð kjós- endur telji ein- faldlega að hennar tími sé kominn. Principessa Jóhanna Sigurðardóttir er og hefur verið harðskarpur, einarð- ur og heiðarlegur stjórnmála- maður. Hún hefur farið refsi- vendi um skúmaskot samfélags- ins og sópað út í horn, eins og landsbankastjórar og fleiri kónar hafa fengið að kenna á. Hún hef- ur verið prinsipmanneskja, (principessa?) í pólitík og Íítt sveigjanleg til málamiðlana. Þessvegna hefur hún kannski rekist illa í flokkum, Iitlum flokk- um. Og þessvegna óttast sumir að hún rekist ekki betur í stórum flokki. Að hún verði þar ein- stefnumanneskja, stefnan verði hennar og þeir sem ekki fylgja leiðtoganum verði bara að éta það sem úti frýs. Aðrir eru á þeirri skoðun að Jóhanna skynji vel sinn vitjunar- tíma, skilji að hennar tími er kominn og því sé tími til kominn að tengja. Og það muni hún gera með sóma - án þess að slá af þeim eindregnu siðferðiskröf- um í pólitík og stjórnsýslu sem hafa aflað henni vinsælda og virðingar fjölda fólks um allt land. Er Jóhanna Sigutðar- dóttir næsti leiðtogi Samfylkingarinnar á landsvísu? Halldór Ásgrímsson, fonnaðurFramsólmatjjokksitis. „Það er ekki mitt að dæma um það, en hinsvegar fannst mér merkileg sú yfir- lýsing Margrét- ar Fímannsdótt- ur um helgina að Samfylkingin þyrfti engan leiðtoga. Eg veit ekki um neitt stjórnmálaafl sem ekki þarf forystusveit, eða getur þú annars bent mér á eitthvað slíkt til dæmis frá Bretlandi, Bandaríkjunum, Þýskalandi eða annarsstaðar frá? Mér finnst þetta annars benda til þess að Samfyklingin ætli ekki að reka neina samræmda stefnu heldur spila frítt eftir því sem hentar í hveiju kjördæmi." Steingrímur J. Sigfússon, þ ingmaður Vinstrihreyfingarinnar. „Eg ætla að forðast að blan- da mér í hin innri mál svo- kallaðrar Sam- fylkingar. Ég taldi hinsvegar á sínum tíma að eitt af fjölmörgum atriðum sem nauðsynlegt væri að ná sam- komulagi um áður en ákvarðanir yrðu teknar um nánara samstarf stjórnarandstöðuflokkanna, ætti það að heppnast, væru forystu- málin. Mér sýnist það mál enn vera í lausu lofti." Einar Kr. Gudftnnsson, 'j i ngmaður Sjálfttæðisflokks. „Ef það er rétt sem sumir tals- menn Samfylk- ingarinnar segja að prófkjörið í Reykjavík sé upphafið að endalokum Al- þýðuflokks, Alþýðubandlags og Kvennalista þá sér maður ekki hlutverk formanna þessara flokka mikið lengur. Og þá virðist nær- tækast að leiðtoginn sé Jóhanna Sigurðardóttir, eftir þessa af- dráttarlausu kosningu sem hún fékk um helgina." Siv Friðleifsdóttir, þ ingmaðurFramsólmarfloltks. „Nei, hún getur ekki gert tilkall til þess, þar sem hún kemur ekki úr þeim tveimur stærstu stjórn- málaöflum sem standa að Sam- fylkingunni. Jóhönnu er vandi á höndum að halda saman öllum sem standa að Samfylkingunni, sérstaklega þá Alþýðubandalag- inu sem fer illa út úr prófkjörinu í Reykjavík. Jóhanna getur því enn ekki sagt að sinn tími sé kominn, til þess þarf hún að ná leiðtogahlutverkinu um allt land.“

x

Dagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.