Dagur - 02.02.1999, Qupperneq 7

Dagur - 02.02.1999, Qupperneq 7
ÞRIÐJUDAGUtt 2. FEBRÚAR 1999 - 7 n~uftr_ ÞJOÐMAL Öld bættra lífskjara IÍALLPOR ASGRIMS- SON utanr/kisrAðherra, FORMAÐUR FRAM- SÖKNARFLOKKSINS SKRIFAR Nú í upphafi árs er ekki úr vegi að líta yfir farinn veg og horfa fram á við og reyna að ráða í hvað framtíðin ber í skauti sér. Hafið er síðasta ár aldar sem fært hefur þjóðina úr litlum efnum til vel- sældar, tímabil sem íslenskri þjóð hefur í raun fleygt fram um margar aldir hvað varðar lífskjör og aðbúnað allan. Þannig markast öldin af ótrúlegum fram- förum og þótt ekki séu þær bundnar við íslenskar aðstæður hefur framþróunin í hinum vest- ræna heimi óvíða verið meiri. Áhrif Framsóknarflokksiiis Oldin er um leið tímabil átaka á mörgum sviðum. Sjálfstæðisbar- áttuna ber þar hæst en oft hefur þjóðin þurft að taka á sem einn maður og tekist það vel. Við höf- um líka mátt þola andbyr og tímabil hnignunar, fátæktar og harðræðis en staðið það allt af okkur með miklum sóma. Við getum því stolt litið um öxl og þakkað það sjálfum okkur en ekki síður kynslóðunum sem á undan gengu, að við búum nú við lífskjör sem eru með þeim allra bestu í heimi. Saga Framsóknarflokksins er samofin sögu þjóðarinnar á þess- ari öld. Flokkurinn hefur átt sæti í 18 rfkisstjórnum, þar af stýrt 10 þeirra. Hann hefur ævinlega haft það að markmiði sínu að beijast fyrir bættum hag íslensku þjóðar- innar og standa vörð um sjálf- stæði hennar og sérkenni. Hann hefur þannig haft veruleg áhrif á það líf sem við lifum í dag og þau kjör sem okkur er kleift að búa börnum okkar og komandi kyn- slóðum. Umskipti síðustu ára Framsóknarflokkurinn gekk til síðustu kosninga undir kjörorð- inu „Fólk í fyrirrúmi“. Við lögð- um stefnuskrá okkar í dóm kjós- enda, stefnuskrá sem var um margt framsækin og boðaði breytta tíma. A þeim tíma hafði íslenska þjóðin mátt ganga í gegnum nokkrar þrengingar í efnahags- og atvinnulífi. Ríkis- sjóður var rekinn með miklum halla, þrátt fyrir auknar álögur á almenning. Aukin gjaldtaka í heilbrigðis- og menntakerfi þjóð- arinnar mætti mikilli andstöðu, skattar og opinber gjöld fóru hækkandi. A þessum tíma hafði Iíka gert vart við sig draugur, sem íslenska „Sem dæmi um árangurinn á kjörtímabilinu má nefna: Fjölgun starfa um 14.000 frá árinu 1995 til aldamóta, atvinnuleysið hefur minnkað um 30-40%, segir Halldór Ásgrímsson m.a. í grein sinni. þjóðin hafði ekki orðið vör um langa hríð. Köld hönd vofunnar sem kennd er við atvinnuleysi lá yfir öllu eins og mara. Fjöldi fólks með fullt þrek, vel menntað og reiðubúið að taka að sér marg- vísleg verkefni, sat með hendur í skauti. Jafnvel var talað um land- flótta og víst er að fleiri íslenskar Qölskyldur en um langa hríð, sáu þann kost vænstan að flytjast af landi brott. Uppbygging íslensks samfé- lags Við þessar aðstæður Iagði Fram- sóknarflokkurinn fram áætlun um uppbyggingu íslensks samfé- Iags. Aætlun sem byggði á skipu- lagðri fjölgun starfa, stöðvun hallareksturs ríkissjóðs, eflingu heilbrigðis- og menntakerfis og sérstökum úrræðum fyrir fjöl- skyldur í greiðsluerfiðleikum. Við lögðum einnig fram áætlun um örvun hagkerfisins sem leiddi af sér aukinn hagvöxt og aukningu kaupmáttar launa. Þá boðuðum við ný vinnubrögð og breyttar áherslur í heilbrigðismálum, að- gerðir í byggðamálum og þannig mætti áfram telja. Viðbrögð mótherja okkar í stjórnmálum létu ekki á sér standa. Talað var um óraunhæfa, hástemmda Ioforðaskrá Fram- sóknarflokksins og jafnvel látið að því liggja að hún væri ekki í nokkrum tengslum við þann raunveruleika sem blasti við þjóðinni. Kjósendur voru hins vegar á öðru máli. Þeim féll okk- ar málflutningur vel í geð enda var áherslum okkar beint gegn vanda fjölmargra fjölskyldna í landinu og fengum við góðan stuðning í kosningum vorið 1995. Kosningar snúast um traust Framsóknarflokkurinn hefur haldið því fram að stjórnmál snú- ist um fólk og kosningar um traust. Þannig ráði það miklu um það hvaða stórnmálaflokk fólk kýs, hvernig það treystir honum og forystumönnum hans til að fylgja eftir þeim málum sem birt- ast í stefnuskrá flokksins. Nú hlýtur það að ráðast að nokkru leyti af reynslu, hvert það traust er sem stjórnmálaflokkar ávinna sér meðal kjósenda. Stjórnmála- flokkur eða stjórnmálamaður, sem gengur á bak orða sinna, er síður líklegur til þess að njóta trausts en sá sem fylgir eftir yfir- lýsingum með aðgerðum, stend- ur \ið það sem sagt hefur verið. Að afloknum síðustu alþingis- kosningum myndaði Framsókn- arflokkurinn ríkisstjórn með Sjálfstæðisflokki, en þessir tveir flokkar höfðu fengið afgerandi stuðning þjóðarinnar í kosning- unum. Margir mótheijar flokk- anna höfðu hátt að lokinni myndun stjórnarinnar, svo helst mátti skilja að nú hefði þjóðinni endanlega verið steypt í glötun. Við væri tekin stjórn sem hafa myndi stöðnun og afturhald að leiðarljósi, hér yrði engin fram- þróun á nokkru sviði. Þessar raddir eru nú löngu þagnaðar enda reyndin allt önnur. Arangursríkt samstarf Sem dæmi um árangurinn á kjör- tímabilinu má nefna: Fjölgun starfa um 14.000 frá árinu 1995 til aldamóta, atvinnuleysið hefur minnkað um 30-40%. Halla- rekstur ríkissjóðs hefur verið stöðvaður og raunar munu skuld- ir ríkisins lækka um 32 milljarða á þessu ári og því síðasta. Hag- vöxtur hefur stóraukist eftir ára- Ianga efnahagslægð, tekjuskattur einstaklinga hefur lækkað og lífs- kjör almennings hafa stórbatnað, enda kaupmáttur launa aukist um 17%. Nýir áfangar hafa náðst í orku- frekum iðnaði eftir áratuga stöðnun, með tilheyrandi örvun fyrir efnahags- og atvinnulíf þjóðarinnar. Bændum hefur ver- ið tryggð betri afkoma með nýj- um búvörusamningi. Húsnæðis- kerfið hefur verið endurskipu- lagt, lánstími lengdur og komið hefur verið á fót Ráðgjafarstofu um fjármál heimilanna. Ríkisvið- skiptabankarnir og fjárfestingar- lánasjóðirnir hafa tekið miklum breytingum og eru nú meðal fjöl- mennustu almenningshlutafé- laga landsins. Veruleg aukning hefur þegar orðið í framlögum til heilbrigðis- mála og frekari aukning verður á þessu ári. Framlög til forvarna- mála hafa verið aukin, frelsi í líf- eyrissparnaði hefur vaxið með nýrri löggjöf. Aherslan á virð- ingu fyrir náttúrunni og öllu um- hverfi okkar hefur einnig vaxið. Nokkrum áfanga hefur enn- fremur verið náð f þeirri viðleitni að hægja á flutningum fólks af landsbyggðinni til höfuðborgar- innar. Nægir þar að nefna aukin framlög til jöfnunar húshitunar- og námskostnaðar auk þess sem kynnt hefur verið ákvörðun ríkis- stjórnarinnar um uppbyggingu aðstöðu fyrir margþætta menn- ingarstarfsemi á landsbyggðinni. Hvað ber framtíðin í skauti sér? Eg hef í þessari grein farið yfir það sem liðið er, einkum síðasta kjörtímabil. Að viku liðinni mun ég gera grein fyrir nokkrum áherslumálum sem ég tel að verði uppi á næsta kjörtímabili og Framsóknarflokkurinn mun einkum beita sér fyrir að nái fram, verði hann í ríkisstjórn þá.

x

Dagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.