Alþýðublaðið - 07.02.1967, Síða 2
iiiitiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiii(iiiiiiiiiiiiiiiiiiiiitaiiiaiiiiitiiiiiiiiiitiiiiiiiiiiiiaii«ttiiiiiiiiiittttintitivntraitt*ii(itiiiTii«itttiin
LANDBÚNAÐARMÁL:
Ingólfur Jónsson landbúnaðar- 1
ráðherra mælti í gær í neðri |
deild fyrir frumvarpi um jarð- I
eignasjóð ríkisins, sem á að |
hafa það hlutverk að kaupa =
jarðir af bændum, sem ekki |
þykir æskilegt að séu í ábúð. 1
Efni þessa frumvarps hafa áð- [
ur verið gerð skil hér í blað- =
inu. Var málinu visað umræðu- \
laust til nefndar. Þá mælti ráð =
herra fyrir öðru frumvarpi í É
sömu deild. Fjallar það um =
varnir gegn útbreiðslu næmra \
sauðfjársjúkdóma ög úti-ým- |
ingu þeirra. Málið fór umræðu- I
laust til nefndar. 1
SKIPULAG .
BORGARINNAR:
Einar Olgeirsson (K) mælti í
gær fyrir frumvarpi, sem hann
hefur flutt undanfarin ár um
skipulag miðbæjarins í Reykja
vík. Hann vék að lóðaverðmæt-
inu í miðbænum og taldi Aust-
urstræti mundu kosta um 327
milljónir ef kaupa ætti lliver.ja
einustu lóð þar á gangverði.
Mikið hefur verið eyðilagt í
skipulagi þessarar borgar, sagði
Einar, menn hefðu ævinlega
verið að skipuleggja örlitlar
einingar, en gleymzt hefði að
hugsa um heildarskipulag fyrr
en allt of seint. Hann gagn-
rýndi mjög skipulagið á Skóla-
vörðuhoiti, og ræddi einnig
nauðsyn þess að viðhalda göml
um húsum hér, og stakk upp á
að Vesturgatan til dæmis yrði
varðveitt í núverandi mynd.
Málinu var visað til allslierj-
amefndar.
I ÖNNUR MÁL:
= í efri deild mælti Alfreð Gísla- [
| son (K) fyrir tveim frumvörp- =
1 um, sem hann flytur einn og [
| fjalla þau um bætur almanna- =
É try.gginga, nema fjölskyldubæt- [
| ur verði undanþegnar útsvari [
| og tekju- og eignasköttum. [
= Kvað Alfreð meðferð þjóðfé- j
\ lagsins í dag á gamla fólkinu i
= vera til lítillar fyrirmyndar. 1
I í neðri deild mælti Ragnar |
1 Arnalds fyrir frumvarpi frá [
| Hannibal Valdimarssyni (K), 1
| sem fjallar um: „Stéttarsam- j
| band bænda, samningsrétt þess §
= og aðild að verðákvörðun á j
| landbúnaðarvörum, kjararann- j
| .Íúkri'ijí.stofnun bænda, rann- |
1 sóknar- og eftirlitsnefnd með j
| Vörudreifingu landbúnaðarins [
= og dreifingarkostnaði á land- =
| búnaðarvörum, framlí^ðsluá- j
| ætlanir, útflutningsráð land- f
[ búnaðarins o.fi.“
... .......................................IIII11111111111
Nýtt frumvarp frá ríkisstjórnínni
Öll lög um orkumál
í einn lagabálk
Reykjavík, — EG. <
Frumvarp til orkulaga var lagt
fyrir Alþingi í gær Er þetta
langt og ítarlegt stjórnarfrum-
varp, sem skiptist í ellefu kafla,
sem bera eftirfarandi fyrirsagn
ir: Orkustofnun, vinnsla raforku,
vinnsla jarðhita, héraðsrafmagns
veitur, hitaveitur, varnir gegn
hættu og tjóni af raforkuvirkjun
og eftirlit með þeim, jarðlioranir
ríkisins, Rafmagnsveitur ríkisins,
orkusjóður og almenn ákvæði.
Hefur þannig verið sett saman
í eitt frumvarp öll löggjöf um
nýtingu innlendra orkulinda.
Samkvæmt annarri grein frum
varpsins skal koma á fót Orku
stofnun og skal hlutverk hennar
vera:
1 Að vera rikisstjórninni til ráðu
neytis um orkumál.
2. Að annast:
Yfirlitsrannsóknir á orkulind-
um landsins, eðli þeirra og
skilyrðum til hagnýtingar
þéirra; yfirlitsrannsókni.r í
orkuþörf þjóðarinnar sé full-
nægt á sem hagkvæmastan
hátt á hverjum tíma; aðrar
rannsóknir á svífii oiíkumáiti,
eftir því sem tilefni gefast, og
sérstakar rannsóknir fyrjr orku
fyrirtæki eftir beiðni í livert
sinn og gegn greiðslu.
3. Að halda skrá um orkulindir
landsins. Skulu tilgreindar í
skránni allar þær upplýsingai'.
sem máli skipta, eins og þær
eru bezt vitaðar á liverjum
tíma.
4. Að vinna að áætlunargerð til
langs tíma um orkubúskap
þjóðarinnar og hagnýtingu
orkulinda landsins Um þetta
skal Orkustofnun hafa sam-
vinnu við aðrar ríkisstofnanir
og stofnanir, sem ríkið er að
ili að, og annast ' áætlunagerð
til langs tíma.
5. Að safna skýrslum um orku-
vinnslu, orkuinnflutning og út-
flutning og um orkunotkun
þjóðarinnar, vinna úr þeim og
gefa út. Að semja ár hvert og
gefa út yfirlit um rekstur orku
mannvirkja og um orkumál
landsins í heild.
6. Að fylgjast í umboði ráðherra
með rekstri rafmagnsveitna,
hitaveitna, orkuvera, jarðhita-
Frambald á 14. síð.u
iiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiii i mii ii im ii iii iiii ii iimif nm
Z 3
| Rúmenar neita j
| að sækja fund I
BERLIN, 6/2 (NTB-Reuter) f
Deila milli Rússa og Austur- |
Þjóðverja leiddi til þess í I
dag, að ákveðið var að flytja I
hina fyrirhuguðu ráðstefnu i
Varsjárbandalagsins í Aust- |
ur-Berlín til Varsjár, að því |
er áreiðanlegar hcimildir í I
Austxu--Berlín herma.
Rúmenar neituðu að senda I
nefnd á utanríkisráðherra- j
fund bandalagsins í höfuð- i
borg Austur-Þýzkalands j
vegna hinna hörðu árása er 1
Framhald á 13. síðu. j
lllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllia
Tankur til að
stöðualeika
Kosygin og Wilson
ræða Vietnammálið
LONDON, 6/2 (NTB-Reuter) —
Alexei Kosygin, forsætisráðherra
Sovétríkjanna, hóf strax að ræða
við Harold Wilson forsætisráð-
herra um Vietnam og önnur al-
þjóðamál þegar hann kom í op-
inbera heimsókn til Lundúna í
dag. Forsætisráðherrarnir halda
með sér fimm fundi meðan á viku
Iangri heimsókn Kosygins stend-
ur. 11 ár eru síðan sovézkur for-
sætisráðherra kom síðast í heim-
sókn til Bretlands.
Heimildir í brezku stjórninni
herma, að ekki megi búast við því
að viðræðurnar beri mikinn ár-
angur, en vonað er að þær stuðli
að auknum skilningi austurs og
vesturs.
Strax við komuna lagði Kosy-
gin á það áherzlu að hann kæmi í
heimsóknina á sama tíma og al-
varlegt ástand rikti í alþjóðamál-
það séu fyrst og fremst stjórnirn-
ar í Hanoi og Washington, sem
semja verði um frið í Vietnam.
Wilson mun gera allt sem í hans
valdi stendur til að flýta fyrir
staðfestingu samnings austurs og
vesturs um bann við frekari út-
breiðslu kjamorkuvopna og hann
mun einnig reyna að fá Rússa til
að auka innflutning sinn frá Bret-
landi.
Nokkrir flóltamenn frá Eystra-
saltslöndun.:m, sem innlimuð voru
í Sovétríkin í heimsstyrjöldinni,
Framhald á bls. 14.
Hingað til lands eru komnir
nokkrir menn frá norska fyrir-
tækinu Marine-Teknisk til aö
kynna íslenzkum útgerðarmönn-
um notkun tanks, sem setja á í
skipin til að draga úr veltingi
þeirra
Þessi tankur, sem á að draga
úr hreyfingu eða veltingi skipa
er þannig gerður, að í honum
er vatn, sem skipt er í hólf með
svokölluðu ventlakerfi. Fer það
þannig fram, að ef skipið veltur
á hægri hlið, fyllist sá hluti
tanksins, er hvílir á vinstri hlið
skipsins af vatni og dregur þann
ig úr veltingnum.
Þessi uppfinning á rót sína að
rekja til þýzku kaup- og olíu-
skipanna, sem notuð voru í
seinni heimsstyrjöldinni. Seinna
meir endurbættu svo Bandaríkja
menn þetta kerfi. Marine-Tekn
isk, sem er umboðsfyrirtæki fyr
ir Skandinavíu hefur nú ákveðið
að atliuga möguleika á notkun
bessa tanks, sem wríð sett
ur í eitt norskt skip með góð-i
um árangri. Þess skal getið, að
Norðmenn hafa í hyggju að
nota þetta eingöngu á fiskiskip
sín_
Tankur þessi kostar 18 þús.
dollara, en kostnaður við að
setja hann í skipið er um 2000
dollarar.
Stúdentöfundur
um sjávarútveginn
Stúdentafélag Háskólans heldur*
almennan stúdentafund um sjáv
arútvegsmál á Ilótel Borg
fimmtudaginn 9. febrúar og hefst
fundurinn kl. 21 Frummælend*
ur eru Guðmundur Jörundsson,
útgerðarmaður, 6g Jón Ármann
Iléðinsson, viðskiptafræðingur,
Frjálsar umræður á eftir og öll
um heimill aðgangur.
Trjálaufi eytf á vepn-
lausa svæðinu í Vietnam
um. En Rússar teldu að Bretar
gætu haft mikil áhrif í átt til
lausnar á þeim vandamálum, sem
mest væru aðkallandi. Wilson!
sagði, að Kosygin væri gamall
vinur og. stjórn’skörungur, sem
hann vissi af eigin raun að kald-
ur væri og klókur í dómum en
hjartahlýr.
Kosygin nefndi ekki þau aðkall-
andi vandam'ál, sem hann kvað
heiminn standa andspænis, en bú-
izt er við að hann endurtaki til-
löguna um ráðstefnu um öryggi
Evrópu og Ieggi á það áherzlu að
SAIGON, 6/2 (NTB-Reuter) —
Bandarískar flugrvélar dreifa eit-
urefnum yfir fnimskóginn á vopn
lausa svæðinu á Iandamærum
Norður- og Suður-Vietnam, að því
er frá var skýrt í Saigon í dag.
Tilgangurinn er sá, að eyða trjá-
laufi og gróðri svo að auðveldara
verði að fylgjast með vopna- og
liðsflutningum Norður-Vietnam-
manna suður á bóginn.
Bandarískur talsmaður sagði, að
gripið hefði verið til þessa ráðs
þar sem norður-vietnamskar her-
sveitir' hefðu sótt inn í Suður-
Vietnam ó 60 km breiðu belti. I
Bæði Norður-Vietnammönnum og !
Vieteong barst aðstoð um þessa
leið, sagði hann.
Flugvéhvrnar einbeiita sér að
fimm kílómetra breiðu belti við
suður-markalínu svæðisins. Að-
gerðirnar hófust í igær, og líða
munu um tvær vikur þar til lauf-
ið fellur.
Sams konar efnum hefur áður
verið beitt gegn gróðri á svæðum
þar sem Vietcongmenn hafast við.
Efnin eru ekki talin hættuleg
mönnum eða dýrum.
Bandaríkjamenn í Saigon segjs
að miklar vöru- og vopnabirgðir,
sem ætlaðar séu Vietconig, séu
faldar á svæðinu. Bandarískar flug
vélar hafa hvað eftir annað ráðizt
á svæðið.
Yfirvöld í Saigon kalla aðgerð*
irnar varnarráðstöfun í orðsend-
ingu til alþjóðlegu vopnahlésnefnd
arinnar. Þessi nefnd gegnir meðal
annai’s því hlutverki að hafa eft-
irlit með því að vopnlausa svæðið
sé ekki notað í hernaðarlegum til-
gangi. j
2 7. febrúar 1967 - ALÞÝÐUBLAÐIÐ