Alþýðublaðið - 07.02.1967, Blaðsíða 8

Alþýðublaðið - 07.02.1967, Blaðsíða 8
Ræða Ólafs Jónssonar við fyrstu afhendingu verðlaunanna síðastliðinn sunnudags k' sunnudag voru hin nýstofn- uðu bókmenntaverðlaun blaða- manna afhent í fyrsta sinn. — Ólafur Jónsson hafði orð fyrir dómnefnd gagnrýnenda, og fer ræða hans hér á eftir: ið, sem hér eruð stödd í dag, þekkið að sjálfsögðu tilefni þessarar samkomu : að hér á að veita í fyrsta skipti hin nýstofn- uðu bókmenntaverðlaun dagblað- anna, sem ætlunin er að veita árldga hér eftir og þá væntan- lega í ársbyrjun hverju sinni. Um leið og ég býð ykkur vel- komin hingað, vil ég geta þess að þessi samkoma er öðrum þræði hugsuð sem tilraun. Reynslan mun segja til um livaða hátt þyki bezt að hafa á þessari verð- launaafhendingu. En okkur sem að henni stöndum í þetta sinn þætti vel fara á því að nota þetta tækifæri til að efna til fundar með rithöfundum og út- gefendum og blaðamönnum þar sem menn geta átt saman dag- stund í næði og borið saman bæk- ur sínar. Einhverjum kann að þykja að rithöfundar og gagnrýn- endur eigi fátt vantalað sín í milli nema þá á prenti. En ég hygg að engu muni það spilla, þótt menn finnist stöku sinnum í góðu tómi og ræði í bróðerni sameiginleg áhugamál og annað sem í hugann kemur. Hér er eng- inn íburður viðhafður og engin hátíðleg formsatriði, en það er sem sagt von okkar, sem að henni stöndum, að við getum átt hér saman ánægjuiega stund. fiður en kemur að sjálfri verð- K launaafhendingunni, þykir lilýða að gera nokkra grein fyrir stofnun verðlaunanna. Ýmsir góðir menn hafa fyrir löngu komið auga á það, að það er til vansa að hér á landi skuli ekki veitt nein regluleg bók- menntaverðlaun eins og víða tíðk- ast annars staðar. Ríkisútvarpið úthlutar að vísu árlega nokkru fé úr rithöfundasjóði sínum, en það mun fremur liugsað sem styrkveiting en viðurkenning fyrir sérstök verk, og er auk þess eigið fé rithöfundanna og styrk- urinn veittur í samráði við sam- tök þeirra. Bókaforlög hafa fitj- að upp á verðlaunum, en þær til- raunir hafa runnið út í 'sandinn og verðlaunin lagzt niður jafn- harðan. Hins vegar hafa dagblöð- in í Reykjavík um árabil veitt árlega viðurkenning fyrir leiklist, silfurlampann sem leikdómendur biaðanna veita, og hygg ég að hún hafi mælzt vel fyrir, .bæði meðal leikara og leikhúsgesta. Því var það, að í haust urðu sam- tök meðal dagblaðanna að stofna til hliðstæðrar viðurkenningar f.vrir bókmenntir, verðlauna, sem veitt yrðu árlega fyrir beztu bók ársins að mati gagnrýnenda blað- anna. Engum þarf að segja, að slíkt mat orkar jafnan tvímælis, og er engri nefnd manna ætlandi að kveða upp endanlegan úr- skurð um það hver sé nú ,bezta’ bók ársins hverju sinni. Hitt var samhljóða álit þeirra, sem ræddu þessa hugmynd að viðurkenning sem þessi gæti orðið til að vekja aukna athygli á góðum bók- menntaverkum meðal almenn- ings .og örva þar með áhuga á bókmenntúm yfirleitt, og yrði auk þess nokkur uppörvun og sæmdarauki þeim sem hlyti þau hverju sinni. í þeirri trú, er til þessara verðlauna stofnað, að þau verið bókmenntunum í landinu gagnleg. Æskilegast værL að vísu að viðurkenningunni gæti fylgt álitleg peningaupphæð. Ritstörf eru sem kunnugt er illa launuð störf hér á landi og opinberir skáldastyrkir lágir; það er því nóg svigrúm fyrir einkaaðila sem kjósa að efla bókmenntir með styrkveitingum til skálda með verðlaunum fyrir vel unnin verk eða með öðrum hætti. Enginn slíkur aðili mun hafa látið á sér kræla hér um langa hríð. Og það er ekki á færi fátækra dagblaða að stofna til slíkra skáldstyrkja, þótt þeir kæmu sér vel. En þess- ari hugmynd er hér með komið á framfæri við þá höfðingsmenn sem kynnu að vera fallnir til að framkvæma hana. Ilndirbúningur þessa máls í haust var sem sagt í því fólg- inn að samþykkt var að stofna til verðlaunanna með jöfnu tillagi dagblaðanna í Rey.kjavík og á- kveðið að leitast eftir því við Jóhannes Jóhannesson listmálara og silfursmið að hann gerði sjálf- an verðlaunagripinn. Þá voru settar reglur um úthlutun verð- launanna og eru þær sem hér segir að meginmáli: 1 1. Dagblöðin í Reykjavík veita árlega verðlaun fyrir beztu bók ársins að mati dómnefnd- ar. 2. Verðlaunin gru silfurgripur smíðaður af Jóhannesi Jó- hannessyni og áletraður „bókmenntaverðlaun dagblað- anna” ásamt nafni viðkomandi höfundar og ártali. Verðlauna- gripurinn er eign þess sem hlýtur hann hverju sinni. 3. Til álita koma við úthlutun ný skáldverk frá næstliðnu ári eða önnur verk bók- menntalegs eðlis, ef ástæða þykir til. 4. Dómnefnd skipa ritdómarar frá dagblöðunum, einn frá hverju blaði. 5. Dómnefnd úthlutar verð- laununum með leynilegri at- kvæðagreiðslu. Skal hver nefndarmaður tilnefna þrjár bækur, þannig, að sú, sem hann kýs fyrsta hlýtur 100 stig, aðra 75 stig og þriðju 50 stig. Hlýtur stigahæsta bókin verðlaunin. Hljóti tvær eða fleiri bækur jafna og hæsta stigatölu, skal kosningin end- urtekin á milli þeirra. 6. Dómnefnd skal koma saman í ársbyrjun hvert ár, en niður- stöðu um verðlaunin ber henni að skila fyrir lok janúarmán- aðar. gins og kemur fram í þessari síðasttöldu grein byrjar sú dómnefnd sem nú starfar á því að brjóta sínar eigin reglur. Það á sér einfalda skýringu: tíminn reyndist ekki nægur til að gera verðlaunagripinn úr garði í tæka tíð, en mikið þótti undir því kom- ið, að vel tækist til í fyrsta sinni. Hins vegar er ætlunin, að verð- launin verði fyrr á ferðinni hér eftir, enda eðlilegast, að þau séu veitt sem fyrst eftir að bókaút- gáfu ársins lýkur. Jóhannes Jó- hannesson tók að sér að smíða gripinn og á hann heiðurinn af hugmynd hans og allri gerð. En verðiaunin eru hestmynd úr silfri, og er það ætlun lista- mannsins að móta nýja mynd hvert ár. Það verður með öðrum orðum e.kki einn og sami hestur- inn sem gengur í þessum verð- launum ár fyrir ár, en öllu held- ur sérstök hestaætt. Vil ég nota þetta tækifæri til að þakka Jó- hannesi Jóhannessyni fyrir hönd nefndarmanna þessa prýðilegu hugmynd og áhuga á verkinu, og svo lipra og alúðlega samvinnu við undirbúning þessa máls; en sjálfur lofar hesturinn smiðinn. Enn sem komið er, hefur hestin- um ekki verið gefið sérstakt nafn, en við viljum biðjast undan því að hann verði kenndur við Pegasus sem er útlendur hestur og vængjaður. Ekki er þetta held- ur hestur Óðins, Sleipnir, sem fer með liiminskautum, en hann var áttfættur eins og allir vita. En hugkvæmist einhverjum gott nafn á hestinum þykist ég vita, að allir aðiljar taki því með þökk- um. á er loks komið að hinni fyrstu úthlutun þéssara nýju bókí menntaverðlauna. Atkvæðagreiðasla lór fram með þeim hætti sem reglurnar segja til um, en dómnefnd skip- uðu þessu sinni: Andrés Kristj- ánsson frá Tímanum, Árni Berg- mann, Þjóðviljanum, Eiríkur Hreinn Finnbogason, Vísi, Er- lendur Jónsson, Morgunblaðinu, og Óiafur Jónsson, Alþýðublað- inu. Atkvæði féllu á átta bæ.kur alls, en tvær þeirra hlutu að vísu langhæsta stigatölu. Þessir höf- undar og bækur hlutu atkvæði: Bugði Beygluson, Öðru nafni Steinar Sigurjónsson, fékk 50 stig fyrir skáldsögu sína, Skipin sigla. Friðrik Þórðarson hlaut 50 stig fyrir þýðingu sína á sögunni um Dafnis og Klói. Guðbergur Bergsson hlaut 2x100 stig og 2x- 75 stig, alls 350 stig fyrir skáld sögu sína Tómas Jónsson, met- sölubók. Guðmundur Halldórsson hlaut 75 stig fyrir smásögur sín- ar Hugsað heim um nótt. Hannes Sigfússon hlaut 75 stig fyrir Ijóðabók sína Jarteikn. Matthías Johannessen hlaut 75 og 50 stig, alls 125 stig fyrir ljóð sín, Fagur er dalur. Snorri Hjartarson hlaut 3x100 stig og 50 stig, alls 350 stig fyrir Ijóð sín Lauf og stjörn- ur. Og Stefán Jónsson hlaut 50 stig fyrir smásögur sínar Við morgunsól. Tvær . bækur urðu sem sagt efstar og jafnar að stigatölu, Lauf og stjörnur Snorra Hjartarsonar og saga Guðbergs Bergssonar um Tómas Jónsson, báðar með 350 stig Var því kosið á ný um þær tvær og hlaut Guðbergur nú 2x100 stig og 3x75 stig, alls 425 stig, en Snorri Hjartarson 3x100 stig og 2x75 stig, alls 450 stig. Hefur því bók hans, Lauf og stjörnur, hlotið bókmenntaverð-, laun dagblaðanna fyrir árið 1966. jlg ætla ekki að hafa mörg orð Framhald á 15. síðu. Ólafur Jónsson afhendir Snorra Hjartarsyni silfurhestinn, i 7. febrúar 1967 - ALÞÝÐUBLAÐIÐ

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.