Alþýðublaðið - 07.02.1967, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 07.02.1967, Blaðsíða 3
Flutningar FÍ jukust verulega á liðnu ári Flutningar flugvéla Flugfélags íslands jukust verulcga á síðasta ári miðað við árið á undan. Mest varð aukningin í farþegaflutning um innanlands, svo og í vöru- flutningum innanlands og milli landa. MILLILANDAFLUG: í áætlunarflugi milli landa fluttu flugvélar Flugfélagsins 48.604 farþega en 42,986 árið áð ur. Aukning er rúmlega 13%. Póstflutningar milli landa námu 148,5 lestum en 136 8 lestum ár ið á undan. Aukning er 8,5%. Vöruflutningar með flugvélum félagsins milli landa jukust veru lega: Á sl. ári námu þeir 613,6 lestum en 437,3 lestum árið áður og er aukning því 40,3%. INNANLANDSFLUG: í áætlunarflugferðum innan- lands fluttu flugvélar félagsins á árinu 111,052 farþega á móti 88 064 árið á undan, og er aukn ing 26%. Póstflutningar innan- lands námu 350,8 lestum, en voru 176,9 árið áður. Aukning er 98,3%. Vöruflutningar námu 1924,7 lestum eji voru 1287.7 ár Framhald af 13. síðu. Fjársöfnunardagur RKÍ er á morgun Á morgun er liinn árlegi fjár söfnunardagur Rauka Kross ís- lands um Iand allt, og munu all ar deildir hans annast merkja- sölu, hver á sínu svæði, auk margra einstaklinga, þar sem deildir eru ekki starfandi. Allt Kennslugjöld hækkuð í Bretlandi Samkvæmt upplýsingum frá sendiráði íslands í Lundúnum hefur ríkisstjórn Bretlands. ákveð ið. að kennslugjöld erlendra stúdenta í brezkum háskólum skuli hækkað að mun. Hefur sendiráðinu þegar borizt tilkynn ing frá háskólanum í Newcastle, þar sem frá því er skýrt að kennslugjöld fyrir erlenda stúd- enta muni við 'þann háskóla nema 250 sterlingspundum á ári frá næsta hausti, og telur sendi ráðið líklegt, að tilkynningar svipaðs efnis berist frá öðrum háskólum á næstunni. Sé því nauðsynlegt fyrir íslenzka stúd- enta, er sótt hafi um námsvist við brezka háskóla á næsta vetri að vera viðbúna auknum náms- kostnaði af þessum sökum Menntamálaráðuneytið 3. febrúar 1967. sem inn kemur rennur til starf- semi deildanna og R.K.I. Deildir Rauða Krossins eru nú 31 talsins. Sjö félagsdeildir ann ast sjúkraflutninga, tvær reka sumardvalarheimili fyrir börn, átta annast lán á sjúkragögnum, ein rekur ljósabaðstofu, níu hafa kennt hjálp í viðlögum, o. s. frv. Að sjálfsögðu er stærsta Rauða Kross deildin hér í R-vík, og hafa borgarbúar daglega fyrir augum til hvers m a. fé því er varið sem inn kemur. Þar er átt við sjúkrabifreiðarnar. Þær fóru árið 1966 á níunda þús und ferðir með sjúka og slasaða. Eins og áður er getið er merkjasöludagur Rauða Krossins á rnorgun, sem er öskudagurinn, og verður merkjasalan með sama sniði og áður. Hundruð ungra námsmeyja úr Kvennaskólanum í Reykjavík Húsmæðraskólanum, o fl. annast stjórn á sölu merkj anna á útsölustöðum víðsvegar um borgina. Foreldrar eru vinsamlega beðn ir að hvetja börn sín til merkja sölu, og koma á útsölustaðina á öskudagsmorgun kl. 9.30. Börnin fá 10% sölulaun Foreldrar ættu umfram allt að minna börnin á að vera hlýlega klædd. Byrjað verður að afhenda merkin kl. 9.30 — en til þess er ætlazt að börnin hafi skilað af sér fyr ir kl. 5. Bridgespilarar Spilum bridge í Ingólfskaffi Iaugardaginn 11 febrúar kl. 2 f stundvíslega. Stjórnandi Guðmundur Kr. Sigurffsson. ÖIl- á um er heimill aðgangur. f Alþýffuflokksfélag Reykjavíkur. I iiHiiiiiiiimiiiiiiiiimiiiimiiimiiiiimiimmiiiiimimiiiiiii ✓ i Snorri Hjartarson hlaut bók- É menntaverfflaun blaðanna, sem i afhent voru í fyrsta skipti síð’- 1 astliffinn sunnudag. Snorri fékk í verfflaunin fyrir ljóffabók sína i Lauf og stjörnur, sem kom út i fyrir síðustu jól og hlaut ein- = róma lof gagnrýnenda. Ólafur É Jónsson, bókmenntagagnrýn- = andi Alþýffublaffsins, hafffi orff i fyrir dómnefndinni viff afhend- : inguna og birtist ræffa hans í i opnunni í dag. — Á myndinni : hér til hliöar sést verðlauna- \ hafinn ásamt verfflaunagripn- i um og höfundi hans, Jóhannesi = Jóhannessyni. iiiiiiiiiiiimiiiiiiiiiiimiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiimiiiiiiiiiimmiiii ) Mikiff óveffur geispffi uin allt land um sl. helgi. í Reykjavík var veffurhæffin mest síffari liluta sunnudags og voru þá um 10 vind- stig. Frost var og éljagangur víffa um landiff. 1 Reykjavík urðu nokkrar skemmdir af völdum veðursins, sérstaklega á rafmagnslínum. Til dæmis fór rafmagn tvisvar af Gróttuvitanum og sævarselta safn- aðist á línurnar á eyðinu út í Gróttu og slógust línurnar saman. Laust fyrir kl. hálf sjö tók fyrir allar útsendingar útvarps og sjón- varps þar sem rafmagnsbilun varð á Vatnsendahæð. Þegar mest var að gera við við- gerðirnar á ímnnudag unnu um Opiumsmygl GENF, 4/2 (NTB-Reuter) — Eit- urlyfjanefnd SÞ segir í skýrslu sem birt var í dag, að voldug og fjársterk alþjóðasamtök smygli mörgum smálestum af ópíum til Suður-Vietnam. Engar tölur eða nánari upplýs- ingar um smyglhringinn er að finna í skýrslunni, en bent er á, að stjórnin í Saigon hafi skýrt frá því að helztu miðstöðvar ópí- umverzlunarinnar séu Kambódía, Laos og Thailand. í skýrslunni segir, að megnið af þeim 1200 lestum af ópíum, sem milljónir manna um allan heim misnoti, komi frá Suður-Asíu. 20 manns í aukavinnu hjá Raf- magnsveitu Reykjavikur. Sérstak- lelga var ástandið bágt í nýja Hraunbæjarhverfinu, en þar eru víðst bráðabirgðalínur enn sem komið er og slitnaði mikið af þeim. í gærdag var búið að gera við allar rafmagnsbilanir, sem urðu í óveðrinu nema við Jaðar þar sem tveir háspennustaurar brotnuðu. Lágu staurarnir í mýri og var Reykjavík, — EG Þingmenn Vesturlandskjördæm is hafa flutt þingsályktunartil- lögu um fullkomna rannsókn á samgöngumöguleikum yfir Hval- fjörff. Gerir tillagan ráff fyrir aff þriggja manna nefnd verffi faliff aff kanna málið. Flutningsmenn tillögunnar eru: Jón Árnason (S) Sigurffur Ágústs son (S) Benedikt Gröndal (A) Ás geir Bjarnason (F) og Halldór E. Sigurffsson (F) Tillaga þeirra er svohljóðandi: Alþingi ályktar að skora á ríkisstjórnina aff skipa þriggja manna nefnd til að ann ast alhliða rannsókn á því livern ig hagkvæmást muni aff Icysa samgönguþörfina milli þét.tbýlis- allt þarna umflotið yatni og erf- itt að athafna sig. Þó var hægt að ljúka viðgerð þarna í gærkvöldi. Úti á landi urðu rafmagnstrufl- anir mestar á Suðurlandi og í Vestmannaeyjum en allt var kom- ið í samt laig í gærdag. Vegir tepptust víða vegna snjókomu og skafrennings en umferð var 'hvergi mikil vegna veðurofsans. Allt inn- anlandsflug lá niðri um helgina vegna veðursins. ins í og viff Reykjavík annars- vegar og Akraness, Borgar- fjarffar og til Vestur og Norffur lands liins vegar. Verði nefnd- inni heimilaö aff ráffa sérfræffi- lega affstoff, bæffi verkfræffilega og liagfræðilega svo unnt verffi aff finna niffurstöffu byggffa á eins traustmn grundvelli og mögu legt er bæffi aff því er varffar tæknileg og þjóðhagsleg sjónar- mið í nefndinni verffi val- inn cinn maffur búsettur á Akra nesi. Nefndin skili áliti fyrir árslok 1967. Kostnaffur viff rann sókn þessa greiffist úr rikissjóði. Tillögu þessari fylgir ítarleg greinargerff, sem síffar verffur birt hér í blaðinu. Allir Þingmenn Vesturlands flytja Hvalfjarðartillögu 7. febrúar 1967 - ALÞÝÐUBLAÐIÐ 3

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.