Alþýðublaðið - 07.02.1967, Síða 7
PERCY
Með hverju árinu, sem líður,
bætast margir — við vitum ekki
hve margir — í raðir frímerkja-
safnara. Að hinu leytinu hætta
líka margir, og eru það þá eink-
um drengir, sem eru að komast
af bernskuskeiðinu og verða full-
orðnir menn. Margir þeirra býrja
svo aftur síðar á æfinni, þegar
öf er æskufjörið. Um tíu ára ald-
urinn eru margir drengir um það
bil að hætta að leika sér að bíl-
um og flugvélum og öðrum leik-
íöngum. Vilja þeir þá gjarnan fá
einhver viðfangsefni í staðifin,
viðfangsefni, sem reyna meira á
hugsunina, eða eigum við að segja
heilbrigða skynsemi. Verður þá
gjarnan einhvers konar söfnun
fyrir valinu, oftast þá frímerkja-
söfnun. Við skulum því í þessum
þætti koma til móts við yngstu
safnarana, sem eru algerir byrj-
endur og rifja upp aðalatriðin.
Þegar safnarinn ungi hefur feng-
ið í hendur slatta af notuðum frí-
merkjum, sem límd eru á um-
slög eða annað, þarf strax að
gæta allrar varkárni, svo að ekki
skemmist merkin fyrir handvömm.
Gætið t. d. að höndum ykkar. —
Ekki er gott að fá fitubletti á
frímerkin. Leggið umslögín í yl-
volgt vatn, með örlítilli sápu í.
Varizt að mislitt umslaga-fóður
sé með, það getur gefið frá sér
lit. Þegar merkin eru laus, takið
þiö allt bréf burtu úr ílátinu og
eru þá merkin ein eftir. Hafið
vatnaskipti á þeim, svo allt lím
fari örugglega af. — Nú þarf að
gæta varúðar. Frímerkin eru af-
ar-viðkvæm meðan þau eru renn-
blaut og enginn takki á þeim má
Frímerkja-spjaldskrá.
kaddast, þá verða þau ónýt. Ef
að til er bók, sem ykkur er sama
um, t. d. gömul símaskrá eða því
um líkt, þá er ágætt að leggja
votu merkin inn í hana og lofa
þeim að þorna þar. Seinna farið
þið svo að aðgreina merkin, fyrst
og fremst eftir löndum og síðan
þá hvert land eftir aldri merkj-
anna. Ef þið eigið albúm, þá er
bezt að líma merkin inn með svo-
kölluðum lím-miðum eða frí-
merkja-hengslum. Munið, að nota
aðeins til söfnunar fullkomlega
ógölluð frímerki. Ekki má vanta
takka eða hluta af takka, ekki má
pappírinn, sem merkin eru prent-
uð á vera afrifin, eða þunnur á
blettum, ekki má stimpillinn vera
mjög ljótur og brot á merki eru
slæm. Allt kemur þetta með æf-
ingunni, þó er jafnan betra, að
hafa stækkunargler við höndina,
þegar merkin eru athuguð. Fjöl-
mörg atriði, sem byrjendur þurfa
að fá vitneskju um, eru enn ótal-
in, en „dagur kemur eftir þennan
dag,” eins og þar stendur, ef til
vill ræðum við nánar um þau
síðar.
Ekki fer hjá því, að þið eign-
ist mörg frímerki af sömu teg-
und. Þá cr gott að eiga geymslu
fyrir þau. Litið á þessa mynd, sem
hér er sýnd. Það er venjulegur
stór vindlakassi eða pappakassi.
Þið reynið að éignast hann og svo
tóm umslög, sem eru mátulega
stór til þess að raða þvert í hann.
Á umslögin skrifið þið svo hlaup-
andi tölur, 1, 2, 3, 4 o. s. frv. og
í umslögin leggið þið frímerkin
þannig, að vel fari um þau og
gæti eitt land verið í hverju. Um-
slögin standa lítið eitt upp úr
kassanum og mætti skrifa nafn
landsins á þau aftan við tölustaf-
inn.
Þetta er nú bara svona hug-
mvnd að frímerkjageymslu, sem
hér er skotið að ykkur. — Vitan-
lega eru líka til sérstakar bækur,
sem kallaðar eru innstungu-bæk-
ur, og fást þær í frímerkjaverzl-
unum. Að sumu leyti er þó
skemmtilegra að búa til sína eigin
frímerkjageymslu sjálfur og líka
ódýrara.
REAGAN
ÞÓTT forsetakosningarnar fari
ekki fram í Bandaríkjunum fyrr
en að 21 mánuði liðnum, er þeg
ar farið að bollaleggja, hver til
nefndur verði forsetaefni repú-
blikana. Þeir forystumenn repú
blikana, sem gera sér vonir um
að hljóta tilnefninguna, hafa þeg
ar gert framtíðaráætlanir og reyna
nú að búa svo um hnútana, að þeir
standi sem bezt að vígi þegar
streitan liefst á landsfundi repú-
blikana sumarið 1968.
Staðreyndin er nefnilega sú, að
tilnefningin virðist eftirsóknar-
verðari nú en fyrir aðeins fáum
mánuðum. Johnson forseti hefur
komizt í mikla erfiðleika, oig repú
blikanar stóðu sig vel í kosning
unum í nóvember í fyrra. Einnig
befur það orðið til þess að auka
sigurmöguleika repúblikana að
öfgamenn lengst til hægri í flokkn
um leggja nú orðið á það meiri
áherzlu en áður, að frambjóðandi
flokksins í forsetakosningunum
verði fær um að sigra Johnson
en að Ihann aðhyllist hið íhalds
sama hugmyndakerfi þeirra.
NIXON fyrrum varaforseti hef
ur áttað siig á þessari breytingu
enda er hann glöggur stjórnmála
maður. Hann biðlar nú ekki leng
Nixon og
ur eins ákaft til aðdáenda Gold
waters öldungadeildarmanns, for-
setaefnis repúblikana í forsöta
kosningunum 1964 heldur leggur
á það áherzlu, að hann sé sjálf
stæður í skoðunum, reyndur í
stjórnmálum, áhugasamur um al-
þjóðamál og að hann sé tengilið
ur við hefðir Eisenhowertímans.
Roekefeller
★ MORMÓNI
Með þessu reynir i hann að
treysta stöðu sína á kostnað Ge
orge Romneys, ríkisstjóra frá Mich
igan, sem einnig kemur mjög til
greina sem næsta forsetaefni repú
blikana. Romney hefur getið sér
mjög gott orð sem ríkisstjóri í
þessu mikilvæga iðnaðarríki. Hann
er guðrækinn mormóni og hefur
barizt ótrauður fyrir réttlæti og
með þvi 'áunnið sér mikla virðingu
enda er hér um að ræða örugga
leið til að afla sér vinsælda í landi
eins og Bandaríkjunum, þar sem
siðavandlæti á sér djúpar rætur
'En Romnej' 'hefur lijtlai sem
enga reynslu haft af utanríkismál
um — og þekking hans á utanríkis
málum er meira að segja af skorn
um skammti. Þetta er alvarlegur
veikleiki hjá frambjóðanda í for
setakosningum í Bandaríkjunum
nú á dögum. Ekki hefur það bætt
úr skák, að Romney hefur verið
hörmulega barnalegur í dómum sín
um um alþjóðleg mál.
Hægri menn í flokknum ekki
sízt hægrisinnaðir repúblikanar í
suðurríkjunum, inundu vafalaust
taká Nixon fram yfir Romney. Ein
af ástæðunum er sú, að Nixon hef
ur verið afar varkár í afstöðu sinni
til kynþáttadeilanna. Romney 'hef
ur aftur á móti tekið skýlausa af
stöðu með jafnrétti blökkumanna.
★ LEIKARI.
En hægrimennirnir munu einn
ig fylgjast með. ferli Ronaid Reag
ans, hins nýja ríkisstjóra Kaliforn
Framhald á 15. síðu..
ROCKEFELLER
ROMNEY
7. febrúar 1967 - ALÞÝÐUBLAÐIÐ J