Alþýðublaðið - 07.02.1967, Blaðsíða 9
Utsala
Utsala
Stuttir og síðir kvöldkjólar, dagkjólar,
tækifæriskjólar og önnur tízkuvara.
ÚTSALA
Seljum fyrir áföllnum kostnaði allan fatnað frá 1961—1965,
sem ekki hefur verið sóttur.
Þetta verSa kjarakaup
Herrajakkar á kr. 100.00. Herrabuxur á kr. 100.00.
Ilerrafrakkar á kr. 150.00. Kvenkápur á kr. 150.00.
Kvenkjólar á kr. 100.00. Kvenpils á kr. 15.00.
Einnig barnafatna'ð o.m.fl.
Efnalaugin Lindin
Skúlagötu 51.
Blómaverzlun Michaelsen
Suðurlandsbraut 10.
ÞAÐ vakti undrun manna fyr-
ir nokkrum árum, þegar borgar-
stjórn Reykjavíkur varð sammála,
á einum næturfundi, um það að
stinga sér í tjörnina, allur hóp-
urinn, fimmtán að tölu. Þ.e.a.s.
sammála um, að reisa ráðhús í
tjörninni. En almennings-
álitið hefur og mun bjarga tjörn-
inni, þó að ævintýrið hafi kostað
borgarbúa 6 milljónir fyrir teikn-
ingar, sem aldrei verða notaðar.
Því er á þetta minnzt hér, að
segja má að álíka glóp.ska virðist
hafa hent hið háa Alþingi á sl.
ári, er meirihluti þess (36 gegn
17) samþykkti, að tekin yrði upp
hægri umferð hér á landi nú ó
næsta ári. Almenningsálitið hefur
nú d æ m t þessa ákvörðun þings-
ins þannig, að allir virðast vera
á móti breytingunni og geta ekki
komið auga á hvaða tilgangi þetta
þjónar.
Það er vitaö, að í heiminum í
dag hafa lönd, sem telja 800
milljónir manna vinnstri handar
umferð og hefur ekki heyrzt, að
neinar þessar þjóðir (nema Sví-
ar) ætli að breyta umferð sihni,
nema við íslendingar, sem teljum
aðeins 200 þús. íbúa. Bretlands-
eyjar með sínar ca. 50 milljónir
sem eru okkar næsti nágranni —
munu ekki hafa hug á að breyta
tii hægri, hafa víst næg verkei'ni
önnur að glíma við.
Sérstaða okkar íslendinga er
auðsæ hverju mannsbarni, nema
e.t.v. meiri hluta alþingismanna.
Við búum hér á eylandi, „langt
frá öðrum þjóðum,” fjögra daga
sigling til Evrópu og átta til tíu
daga sigiing til Vesturheims. Um
mikinn bílainnflutning ferða-
manna til og frá landinu getúr
því aldrei orðið um að ræða. Setu-
lið Bandaríkjahers virðist fara
hér allra sinna ferða, svo að á-
stæðulaust virðist vera að skipta
um vegna þeirra, en e.t.v. hefur
það verið sjónarmið Alþingis-
manna, að verndararnir væru eins
og heima lijá sér.
Mikið er vitnað í Svía vegna
breytingu þeirra í hægri umferð.
Þar er bara allt annað viðhorf,
þeir eru neyddir til þess að
breyta. Þeir eru umkringdir af
löndum með hægri umferð. En
íslands-álar eru djúpir og verða
seint brúaðir.
Allar umræður um steypta vegi
hér á landi um næstu framtíð á
langleiðum er fleipur eitt, en á-
gætt að ræða um fyrir kosningar.
Jafnvel þó að allt það fé, sem
tekið er -af umferðinni færi til
þess að leggja varanlega vegi
kæmumst við skammt, hér verða
malarvegir enn um langa framtíð.
Milli Reykjavíkur og Hafnarfjarð-
ar eru aðeins rúmir 10 km. — Á
þessum gamla, mjóa vegi er bíla-
lest frá morgni til kvölds alla
daga og um helgar má vegurinn
heita ófær vegna umferðar. Vegna
kostnaðar á lagningu þessa vegar-
spotta standa ríki og bæjarfélög-
in, sem hlut eiga að máli, ráð-
þrota vegna fjárskorts (vegurinn
yfir Kópavogsháls er talinn kosta
ca. 70 milljónir). Enginn veit hve
nær hafizt verður handa um að
gera fjölförnustu leið landsins ak-
færa. Hin mikla vegaáætlun eru
svipaðir loftkastalar og teikningin
af Tjarnarráðhúsinu og Engeyj-
arhöfnin. Við megum á næstu ár-
um þakka fyrir, ef það tekst að
gera tvöfaldan veg til Hafnar-
fjarðar og að halda vegakerfi
landsins í akfæru ástandi.
Upphafsmenn þessarar hægri
umferðar halda því fram. að þessi
breyting kosti ókki nema -smá-
upphæð, 60 — 80 milljónir, og þetta
eiga bifreiðaeigendur að fá að
greiða. Það mun sannast, að þessi
útreikningur er fjarri öllu iagi.
Reykjavíkurborg ráðgerir að
káupa heilan flota nýrra strætis-
vagna, nefna sumir töluna 30 stk.
Breyta þarf öllum langferðabílum,
sem kostar óhemjufé, öllum um-
ferðarmerkjum þarf að breyta og
ótal margt fleira, sem allri þess-
ari breytingu fylgir. Sem sagt
talan er óþekkt stærð hvað kostn-
aðarhlið snertir, gæti orðið nokk-
úr hundruð milljónir.
Einhverjum mundi nú finnast,
að þessari upphæð væri betur var-
ið til þess að koma áfram hálf-
byggðum sjúkralnisum, sem verið
hafa áratugi í smíðum. í þeim
málum er slíkt neyðarástand, að
veikt fólk verður að senda heim
f.vrr en æskilegt væri, til þess að
rýma fyrir fársjúku fólki — og
slösuðu. .
Hvaða ávinning höfum við svo
af öllu þessu brölti með umferð-
ina? Ekkert nema slysfarir og
hörmungar. Nú líður varla sá dag-
ur, að ekki séu umferðarslys, hvað
mun þá verða, þegar allri umferð
hefur verið snúið við að ástæðu-
lausu.
Ég skora nú á þjóðina aö stöðva
þessa framkvæmd og undirbún-
ingur að söfnun undirskriftá þarf
nú strax að hefjast.
i vor eru kosnlngar, auðvelt er
að hafa þjóðaratkvæði um málið.
Einnig er það mjög lýðræðislegt
og á hiklaust að gera, þegar um
stórmál er að ræða, sem snerta
hvern mann í landinu. Það er
auðvelt að greiða. um þetta at-
kvæði um leið og kosið er.
Það er mannlegt að gera mis-
tök, en stórmanrilegt að viður-
kenna þau. Vilja nú ekki 60-
meriningarnir við Austurvöll end-
urskoða afstöðu sína og taka upp
málið að nýju, fyrir það hlytu
þeir þakkir alþjóðar.
. ::;Á . Hjálmtýr Pétursson.
Blómaskálínn Hveragerði
POTTABLÓM — AFSKORIN BLÓM
BLÓMASKREYTINGAR — GJAFAVÖRUR
Blómaverzlun Michaelsen
Suðurlandsbraut 10 — Sími 31099.
Góð bilastæði.
Blómaskálinn Hveragerði
Húsmæður
Sendum heim alla daga, mjólk, brauð,
fisk og kjöt og allar nýlenduvörur.
Grensáskjör
Grensásvegi 46. — Sími 36740.
NÝKOMIN
Skólavörðustígr 9
7. febrúar 1967 - ALÞÝÐUBLAÐIÓ. 9