Alþýðublaðið - 07.02.1967, Side 11

Alþýðublaðið - 07.02.1967, Side 11
KHF-úrvalið var hepp- /ð að sigra Fram 20:19 Leikur Fram og Kaupmanna-! hafnarúrvals (KHF) á sunnudag var að mörgu leyti skemmtilegri en leikur Reykjavíkurúrvalsins og sömu aðila daginn áður. Fram, Reykjavíkurmeistararnir náðu fljótlega frumkvæðinu í leiknum og það var hrein óheppni, að Fram tapaði leiknum. Sigur Dananna langt frá því að vera verðskuld aður. En það er ekki ávallt um það spurt. ★ FYRRI HÁLFLEIKUR. Gunnlaugur Hjálmarsson var allt annar og betri í þessum leik en með úrvalinu daginn áður. Hann skoraði fyrsta mark leiksins og alls átta af fjórtán mörkum Fram Illlllilliiliiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiilliliiiiiiiiliiiiiiiiiiiii' | Noregur sigr-1 I aði Svíþjóð | I NOREGUR sigraði Svíþjóð = 1 í handknattleik kvenna um É = helgina með 8 mörkum gegn § í 3. Staðan í hléi var 4U. Leik- i = urinn var háður í Arvika í i | Svíþjóð. Þess má geta, að 1 | öll mörk sænsku stúlknanna 1 I voru skoruð úr vítaköstum. s Í Áhorfendur voru aðeins 75 É i að leiknum. É j i“iiiiiiiiiiiiiiiiiiiii»iiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiii' ! í fyrri hálfleik, sem lauk með sigri Fram 14 mörk gegn 10. Lið Fram hafði ávallt yfirhönd ; ina í fyrri hálfleik utan einu sinni er Kaupmannahafnarbúarnir kom ust í 7:6. Ungur leikmaður Fram, Sigurbergur vakti töluverða at- hygli í þessum hálfleik og skoraði þrjú falleg mörk. Þessi góði leik ur Fram kom Dönum greinilega nokkuð á ó.vænt og þeim gekk illa að þola mótlætið. ★ SÍÐARI HÁLFLEIKUR. Síðari hálfleikur var geysi- spennandi frá upphafi til loka. Kaupmannahafnarliðið skoraði 4 fyrstu mörkin og þar með voru leik ar jafnir, 14 gegn 14. Þá skoraði Ingólfur úr vítakasti og Tómas af línu. Danirnir sækja ákaft og tekst að jafna metin 17:17. Síðustu mín. leiksins voru væg ast sagt geysispennandi. Pétur Böðvarsson skorar átjánda mark Fram af línu, en Nielsen jafnar úr vítakasti. Sigurður Einarsson skorar 19 mark Fram, en Gaard jafnar. Nú var fyrirliða Dananna vísað af leikvelli í 2 mín. fyrir endurtekinn grófan leik. Samt voru það Danir sem skoruðu og segja verður eins og er, að þeir voru mjög heppnir, eða Framarar ó- | heppnir, er Sigurði mistókst að j skora fyrir opnu marki á síðustu mínútunni. Honvéd sigraði FH 20:13 í blóðugum slagsmálaleik ★ LIÐIN. f Fram átti einn sinn bezta leik á keppnistímabilinu, sérstaklega var fyrri hálfleikurinn góður. Gunn laugur sem var bezti maður liðs ins skoraði átta mörk í fyrri hálf leik, en var lítið inn á í síðari hálf leik. Verður að gagnrýna slíkar skiptingar. Ungu mennirnir í Fram liðinu þeir Sigurbergur og Pétur Böðvarsson stóðu sig báðir með mikilli prýði. Guðjón stóð fyrir sínu eins og oftast áður, en Ing- ólfur var eitthvað miður sín í leikn- um, Þorsteinn varði yfirleitt á- gætlega. Danska liðið hefur sennilega gengið nokkuð öruggt til leiks, en slíkt er aldrei gott. Erfiðleikarnir í leiknum fóru dálítið í taugarnar á þeim dönsku og tvívegis varð Karl Jóhannsson dómari að vísa Gert Andersen af leikvelli fyrir slæma framkomu og fólsku. Karl Jóhannsson dæmdi leikinn yfirleitt prýðilega. Danir sækja ákaft í borgakeppninni á laugardag. en vörn Reyk- víkinga er sterk og bægir hættunni frá Sigurður Einarsson frír á línu en tókst ekki að skora. FYRRI LEIKUR FH og íslands- meistaranna í handknattleik og Honvéd þeirra ungversku í Evr- ópubiikarkeppninlni var háður í Búdapest á sunnudaiginn. Leiknum lauk með sigri Ungverjalands- meistaranna, sem skoruðu 20 mörk gegn 13, en staðan í hléi var 11:5 fyrir Honvéd. FH-ingar skoruðu tvö fyrstu mörkin, en síðan jöfnuðuUngverj- ar og við óskapleg fagnaðarlæti eitt þúsund ungverskra áhorfenda náðu Honvéd-menn öruggri for- .ystu í leikjum. Ekki er hægt að segja, að Ungverjarnir hafi sýnt fagran handknattleik, því að FH- ingar voru með blóðnasir og glóð- araugu eftir hina hörðu viðureign. Þeir voru bólcstaflega slegnir nið- ur og hinir blóðheitu ungversku áhorfendur fögnuðu þessu mjög. Um tíma í síðari hálfleik var ellefu marka munur 17:6, en þá tókst FH loks að sýna hið rétta FH-spil og jafna dálítið metin, þanniig að lokastaðan var 20:13 eins og fyrr segir. Dómarinn í leiknum var vestur- þýzkur og hafði ekki nein tök á leiknum, samanber fréttina um meðferðina á FH-ingum. Síðari leikur liðanna fer fram í íþróttahöllinni í Laugardal á sunnudaginn og til þess að kom- i sunnudag verði prúðmannlegri en ast áfram þurfa FH-ingar að sigra sá sem háður var í Búdapest á Ungverjana með 8 marka mun. sunnudaginn o@ vonandi tekst FH Við skulum vona, að leikurinn á jbetur upp. Þorsteinn Einarsson SEXTUGUR í gær varð einn af kunnustu knattspyrnumönnum vorum sex- tugur. Það er Þorsteinn Einars- son, sem um árabil áður fyrr, lék í stöðu miðherja í liði KR. Þó að Steini hafi lagt „skóna á hill- una“ fyrir löngu, er hans enn minnzt sem eins snjallasta knatt- spyrnumanns, sem við höfum átt, fyrr og síðar. Skotfimi, hraði og öryiggi í allri knattmeðferð var slík, að hún gleymist ekki þeim sem sáu við- brögðin. Hann var ógnvaldurinn í KR-liðinu, sem skaut mótherjun- um skelk í bringu í hvert sinn er hann tók sprettinn. En sá árangur sem hann náði í hinni glæsilegu knattspyrnuíþrótt, kom ekki af sjálfu sér fyrirhafn- arlaust. Nei, það kostaði mikla þrautseigju og æfingu, og það taldi Steini ekki eftir sér. Timum saman æfði hann oft einn, hin Framhald á bls 14 7. febrúar 1967 - ALÞÝÐUBLAÐIö 1|,

x

Alþýðublaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.