Alþýðublaðið - 07.02.1967, Síða 14

Alþýðublaðið - 07.02.1967, Síða 14
Áfengi Framhald af 1. síðu. 8 millj. króna og á Seyðis- firði fyrir 19,5 millj. króna. Áféngissala og neyzla fer ört vaxandi hérlendis. Eftir- farandi tölur sýna í milljónum króna hve miklu íslendingar eyddu til áfengiskaupa undan farin ár. AR: KR,: 1963 277,6 1964 319,2 1965 400,1 1966 502.3 Afengisneyzla á mann sömu ár er efth’farandi og eru talin samtals bæði veik og sterk vín: ÁR: LÍTRAR: 1963 1 93 1964 1.97 1965 2,07 1966 2,32 Áberandi er hve neyzla sterkra drykkja er miklu meii’i en léttra vína Á síð- asta ári t.d. var ne.vzlan á mann 2,08 af sterkum drykkj um en aðeins 0,24 1. af létt um vínum. Mótmæía Framhald af 1. síðu. aði honum að þegja. Annar maður reyndi að fá hópinn til að hrópa slagorð' gegn Kínverj- um, en enginn tók undir. Starfs menn sendiráðsins neituðu að taka við mótmælaskjali frá mannfjöldanum. Þetta er í fyrsta sinn sem efnt er til mótmælaaðgerða við sendiráð Kína í Moskvu, enda þótt deila Rússa og Kínverja sé sex ára gömul. Orkumál Framhald af 2. síðu. svæða og annarra meiri háttar orkumann virkj a. 7. Að stuðla að samvinnu allra aðila sem að orkumálum starfa, og vinna að samræmingu í rannsóknum, framkvæmdum og rekstri á sviði orkumála 8. Að hafa af hálfu ríkisins yfir umsjón með eftirliti með raf oi'kuvirkjun og jarðhitavirkjun til varnar hættu og tjóni af þeim. 9. Að hafa umsjón með öllum fallvötnum og jarðhitasvæðum í eigu ríkisins. halda skrá yfir þau með greinargerð fyrir skil yrðum til hagnýtingar þeirra, eins og bezt er vitað á hverj- um tíma og láta ríkisstjórn- inni í té vitneskju um þetta_ Ráðherra kveður með reglu- gerð nánar á um hlut.verk og starfshætti Orkustofnunar þar á meðal skiptingu hennar í deildii', að fengnum tillögum stofnunarinnar. Frumvarp þetta er samið af nefnd, sem raforkumálaráðhei’ra skipaði í desember 1965 til að endurskoða raforkulögin. í nefnd ina voru skipaðir þeir Gísli Jóns son. rafveitustjóri, Jón Sigurðs- son deildarstjóri og Valgarð Thor- oddsen vei'kfræðingur. Fijótlega eftir að nefndin hóf störf kom upp sú hugmynd að starfssvið hennar yiði víkkað þannig að hún endurskoðaði öll lög um nýt ingu innlendra orkuvera og varð það úr. Er þetta frumvarp árang urinn af störfum nefndarinnai'. Um efni frumvarps þessa segir á þessa leið í athugasemdum sem því fylgja: Helztu nýmæli frumvarps þessa varða stjórn orkumála. Ráðgert er að koma á fót sérstakri Orku- stofnun, er annist rannsóknir, á- ætlana og skýrslugerðir, á sviði orkumála og verði ráðherra til ráðuneytis í þeim efnum, jafn- framt því, sem stofnun þessari er ætlað að auðvelda samvinnu alli-a aðila, er stai'fa að orkumál um. Framkvæmdastjóri Orkustofn unar verður sérstakur embættis- maður, oi'kumálastjóri, en honurn til ráðuneytis í tæknilegum og fjárhagslegum efnum er sérstök nefnd, Tækninefnd Oi'kustofnun ai’, skipuð af ráðhei'i-a. í nefnd þessari eiga m a. sæti fulltrúar frá þeim aðilum, er helzt hafa hagsmuna að gæta á vettvangi orkumála. Fulltrúar þessir mundu því hafa sérstaka reynslu og þekkingu á þeim málum, sem kæmu til úrlausnar í nefndinni. Nefndinni er ætlað að tryggja samræmingu á starfsemi allra þeirra, sem vinna á sviði orkú- mála. í frumvarpi þessu er ráðgerð sú breyting, að afnema einka- rétt ríkisins til þess að reisa og reka í'aforkuvei'. Hins vegar er þannig um hnútana búið að rík isvaldið hefur það allt að einu í hendi sér, hverjir fá ieyfi til að reisa og i'eka raforkuver, þar sem leyfi Alþingis eða .láðherra er áskilið til þeirrar stai'fsemi. Þá er í frumvarpi þessu leit- azt við að gei-a glögg skil á Wlli stai-fssviðs orkumálastjóra og rafmagnsveitustjóra ríkisins. Mun orkumálastjóri sjá um gerð í-annsókna, áætlana og skýrslna á vettvangi oi'kumála, en rafmagns veitustjóri annast stjórn og rekst ur Rafmagnsveitna ríkisins og mun hann hér eftir heyra beint undir ráðherra, en eigi orku- ' málastjóra (raforkumálastjóra) Isvo sem nú er Frumvarpið gerir ráð fyrir, að raforkusjóður og jarðhUasjóður verði sameinaðir í Orkusjóð. Orkuráði, sem kemur í stað raforkuráðs, er ætlað að fara með stjórn Orkusjóðs, jafnframt því að gera tillögur um ráðstöfun stofntiliaga til lagningar raf- magnsveitna í strj'álbýli. Að endingu er rétt að geta þess, að frumvarpið ráðgerir, að héraðsrafmagnsveitur ríkisins verði sameinaðar Rafmagns-veit- um ríkisins, enda hafa þær ann azt rekstur héraðsrafmagnsveitn- anna. Kosygin og... fTramhald af 2. síðu. efndu til mótmælaaðgerða fyrir utan hótelið þar sem Kosyjgin dvelst meðan á heimsókn hans stendur. Flóttamenn frá Eystra- saltslöndunum oig Úkraínu efndu einnig til mótmælaaðgerða fyrir utan bústað brezka forsætisráð- herrans, Downing Street 10, þegar Kosygin kom þangað. áuglýsið í Alþýðublaðinu luglvsingasíminn 14906 Vegna jarðarfarar GUNNARS A. SIURÐSSONAR yfirfiskiinatsmanns, verða skrifstofur vorar lokaðar eftir liádegi þriðjudaginn 7. febfúar FISKMAT RÍKISINS. Sonur okkar. GUÐBJARTUR ÓLAFSSON, verður jai'ðsunginn frá Neskirkju fimmtudaginn 9. febrúar klukkan 130. DÓRA GUÐBJARTSDÓTTIR ÓLAFUR JÓHANNESSON. Maðurinn minn og faðir okkar, GUÐNI EINARSSON fyrrverandi kolakaupmaður. lézt 5. þ. m. ÁSA EIRÍKSDÓTTIR OG BÖRN. Appalló-slysið r ramhaid at i s»0u að því er heimildirnar herma. Tilrauninni var aflýst til þess að áætlanir stæðust. Hin afdrifa- ríka tilraun er leiddi til dauða geimfaranna Virgil Grissom, Ed- wards Whites og Roiger Ghaffees var gerð þrátt fyrir það að margra tæknibilana hefði orðið vart, en bilanirnar voru svo margar að starfsmenn stjórnstöðvarinnar vildu að tili’auninni yrði frestað. Sambandið milli geimfarsins og stjórnstöðvarinnar var slæmt vegna tæknibilana og varð það til þess að Grissom sagði: — Ef þið heyrið ekki í okkur í ótta kíló- metra fjarlægð, hvernig getið þið heyrt í okkur frá tunglinu? Einnig olli flutninigur súrefnis til geimfarsins erfiðleikum, ðg kvörtuðu þeir yfir vondri lykt skömmu eftir að þeir stigu upp í geimfarið. Seinna hvarf óþefur- inn, en engin skýring var gefin á því hvað komið hefði fyrir. Sumir sérfi'æðingar telja að súrefnisleki kunni að hafa valdið óþefnum og brunanum ef til vill líka. Rannsóknai'nefnd vinnur enn að gagnasöfnun til þess að geta full- yi't um orsök slyssins. En nú þeg- ar hafa verið igerðar ráðstafanir til að afstýra því, að svipuð slys komi fyrir aftur. Ein breytingin verður sú, að venjulegu lofti verð ur dælt inn i geimfarið í fi'amtíð- inni í stað hreins súrefnis. SCrJúpa fyrlr Stalín Framhald af 1. síðu. gin og aði’a endurskoðunarsinna lifandi." Konurnar voru fölar og þreytu- legar þegar þær stigu út úr flug- vélinni í Moskvu, og ein þeirra sagði að síðustu mánuðirnir í Pek- ing hefðu verið martröð. Engum hefði komið dúr á auga fyrir há- tölurum rauðu varðliðanna fyrii; utan sendiráðið, en Kínverjar hefðu markvisst stefnt að því að svelta sendiráðsfólkið. Þegar vél- in millilenti í Novosibirsk þorði barn einnar konunnar ekki að fara út úr flugvélinni, því að barnið hélt að mannfjöldinn á flugvell- inum mundi viðhafa sömu ólæti og múgui'inn í Peking. Flestar konurnar fengu blóm, þegar þær stigu út úr flugvélinni í Moskvu og margar þeirra grétu. Tass-fréttastofan hermir, að rauðir varðliðar hafi kyrrsett far- begalest. sem ætlaði til Moskvu. í tólf tíma. Þegar lestin kom í dag til landamærastöðvarinnar Zabai- kalskí vom vagnarnir albaktir á- róðursmiðum með andsovézkum orðurn. Á hverri einustu iárnbraut arstöð í Kína lömdu rauðir varð- liðar í vagnana með prikum og járnstöngum, vöktu faxþega úr fastasvefni, lýstu framan í þá með vasaljósum og ihrópuðu ókvæðis- orð og höfðu í hótunum við þá. Þorstegnn Framhald af bls. 11 margþættu undirstöðuati'iði knatt spyrnunnar.Enda árangurinn eftir því þegar á hólminn kom, Sem ungur drengur tók Þor- steinn sér stöðu undir merkjum knattspyrnuíþróttaninnar og vék ekki þaðan fyrr en ,,árin sögðu til sín.“ Hann brá aldrei trúnaði við íþrótt sína eða félag. Hann lagði sig ætíð allan fram í leik og starfi og skilaði þessvegna hlutverki sínu betur en flestir aðrir. Íþróttasíða Alþýðublaðsins fær- ir Þorsteini Einarssyni hugheilar hamingjuóskir á 60 ái'a afmælinu og ^rnar honum allra heilla í fram tíðinni um leið og þökkuð er hlut- deild hans og framlag til knatt- spyrnuíþróttai'innar hér á landi. Sveinamót Fram'hald af 10. síðu. Skúli Arnarsson, ÍR, 1,35 Elías Sveinsson, ÍR, 1,25 Ki'istinn Aðalsteinsson, ÍR, 1,20 Ólafur Sigurðsson, KR, 1,20 Einar Þórihallsson, KR, 1,10 (13 keppendur). Hástökk með atrennu: m: Skúli Arnarson, ÍR, 1,60 Stefán Jóhannsson, ÍR, 1,60 Elías Sveinsson, ÍR, 1,60 Björn Kristjánsson, KR, 1,50 Ólafur Sigurðsson, KR, 1,50 Þorvaldur Baldursson, KR, 1,45 (17 keppendur). PLAST- ÞAKGLUGGAR — fyrirliggjandi — 60x60 cm. og 90x90 cm. Æ UD.VI ITORI i J Laugavegi 15, Sími 1-33-33 Atvinna óskast Vélstjóri óskar eftir atvinnu. Hefur réttindi á gufu- og dieselvélar. Sarf á togara kemur einnig til greina. ERIK ERIKSEN, í'ute 1025 Opphus st — Östei'dalen. Norge. 3,4 7. febrúar 1967 - ALÞÝÐUBLAÐIÐ

x

Alþýðublaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.