Alþýðublaðið - 07.02.1967, Qupperneq 16
rAT
MMMS>
ÍSLENDINGAR KEPPA í BÚDAPEST...
Fyrir mörgum árum, einmitt
þegar kalda stríðið stóð sem liæst
•birtist fyrirsögn í einu dagblað
anna á þessa leið: ÍSLENDINGAR
. 'KEPPA í BUDAPEST. Og í undir
fyrirsögn fyrir neðan stóð: TVEIR
FUÝJA Á EINTRJÁNINGI. Þetta
■þótti mörgum á sínum tíma ágæt
frétt, og sumir töldu hana ágætt
dæmi urri það hve ástandið væri
illt þarna austan við tjaldið, að jafn
vel íslenzkir íþróttamenn sem þang
að kæmu í skyndiheimsókn skyldu
sjá sig tilneydda til að flýja það
an í einhverju frumstæðasta far
artæki ,sem um getur í veraldar
sögunni.
Þetta rifjaðist upp í gær, þegar
Ölafur Björnsson
Nú sefur jörðin svört og hvít.
Nú safnar margur kverkaskít.
En þingmennirnir þjarka um völd
og þreyta mikil ræðuhöld.
Og Ólafur er alltaf vís
til umræðu um ,laun og prís
og talar bæði títt og ótt
um tolla og skatta fram á nótt.
Á Alþingí við Austurvöll
hleðst orðkynnginnar lausamjöll
í djúpa skafla óg dyngjukaf
og dregur stundum gaman af.
í hagfræðingsins hetjusöng
er hríðin bæði dimm og löng.
Og enginn veit á áttum skil
í Ólafs mikla talnabyl.
\
1»
\
\
\
\
I
fréttir báru.st um nýja keppnisför
íslendinga til Búdapest. Landinn
virðist hafa fengið þar slíkar mót-
tökur, að engum hefði þurft að
koma á óvart að einhverjir úr lið
inu legðu á flótta á hverju því far
artæki, sem þeir gætu komizt yfir
Þeir gerðu það hins vegar ekki
og sýnir það betur en mörg orð
hve langtum framar nútíma í-
þróttamenn standa félögum sínum
fyrir tíu til fimmtán árum.
í keppnisför sinni til Búdapest
að þessu sinni fengu íslendingar
á sig 20 mörk, 2 glóðaraugu og
5 blóðnasir, en settu á móti aðeins
13 mörk. Ungverjarnir unnu því
með yfirburðum, höfðu 7 mörk,
glóðaraugun og blóðnasirnar fram
yfir.
Svo virðist sem ísienzku íþrótta
mennirnir hafi ekki átt von á þess
um aðförum, og segir einn þeirra
í viðtali í einu blaðanna í gær, að
þeir hafi verið svo liissa, að þeir
hafi ekki getað borið liönd fyrir
höfuð sér og orðið að taka því með
píslarvættisjafnaðargeði að vera
slegnir hvað eftir annað í gólfið.
Hefur landinn þarna sýnt meira
af kristilegu umburðarlyndi en
menn eiga annars að venjast, og
virðist þetta benda til að trúarvakn
ingin, sem hofst með grailaraskapn
um um áramótin, hafi ekki fallið í
grýttan jarðveg. Raunar má vera
að undrunin hafi líka haft sitt að
segja, eins og einn leikmaðurinn
bendir á í viðtalinu og er það þá
ekki í fyrsta skipti sem siðir út
lendra manna hafa gengið svo í
augun á íslendingum að þeir hafi
orðið að gjalti og hvorki mátt
hrærast né mæla sakir undrunar.
En hversu sem því er varið, þá fá
íslendingar von bráðar tækifæri
til að liefna ófara sinna, og kemur
þá í ljós hvort friðsemi þeirra hafi
fremur stafað af hógværð og hjart
ans lítillæti eða af heimalnings
hætti. Ungverjarnir ætla sem sé að
koma hingað og sýna íþrótt sína
hér, og eftir það sem á undan er
gengið virðist ekki ótrúlegt að þar
geti dregið til tíðinda. Vonandi
tekst þó ekki svo illa til að þeir
sjái sig tilneydda til að flýja, eins
og íslendingarnir sem sóttu þá
heim forðum daga, þótt raunar sé
ekki nema sjálfsagt að dálítið sé
gengið í skrokk á þeim. Það er að
minnsta kosti líklegt að þeir yrðu
að verða sér úti um öflugri farar
tæki en eintrjáninga, því að djúp
ir eru íslandsálar, eins og kelling
in sagði.
— Þetta getur alls ekki oröið dýrti Það einasta sem að er, er að ekki
er hægt að keyra hann.
— Ekki vegna þess að ég haldi að þú þurfir á því að halda, en hvað
um fallega og sterka dráttartaug fyrir aðeins hundrakall?
ÞEIR VORU DÚS VIÐ
DAUÐANN.
Fyrirsögn í Mogga á grein
um geimfarana bandarísku er
fórust á Kennedyhöfða.
Tíminn líður liratt. Það er
eins og harrn sé líka á flótta
frá nútímanum.
Að maðurinn sé gáfaðasta
skepna veraldarinnar cr okk-
ur kennt í skólanum. En það
er ekki að ajá á kennarablók-
inni að það sé rétt.
Ég harðneitaði að sverja við
drengskap minn á skatta-
skýrslunni, hvernig sem þeir
létu á skattinum, og sagði að
ef ég fengi ekki sverja við
meydóm minn sværi ég ekki
neitt.