Dagur - 12.02.1999, Qupperneq 3

Dagur - 12.02.1999, Qupperneq 3
rD^ftr FÖSTUDAGUR 12. FEBRÚAR 1999 - 3 FRÉTTIR Fræhðll rís í Fnj óskadáLmim Allt frá 1993 hafa staöið yfir tilraunir með lerkifrærækt í gróðurhúsi á Vögium. Niðurstöður sýna að hægt sé að gera ráð fyrir a.m.k. 1000 spírunarhæfum fræjum á hvern fermetra sem þýðir að nýja byggingin mun ekki rúma nema helming áætlaðrar ársþarfar. Þetta gróðurhús rúmar trúlega ekki átta metra há tré, enda barn síns tíma. 2-4 milljómr sparast á ári með því að fram- leiða lerkifræ hér- lendis. Allt að átta metra há tré verða alin í glerhýsi á Vögl- um. I gær var undirritaður samning- ur um byggingu fræhallar á Vöglum í Fnjóskadal. Viðstaddir voru Guðmundur Bjarnason Iandbúnaðarráðherra, Jón Lofts- son skógræktarstjóri, fulltrúar verktakans Gríms hf. á Húsavík sem mun ráðast í I. verkhluta og fleiri hlutaðeigandi. Fræhöllin verður þúsund fermetrar að stærð og er talin hagkvæm fyrir þjóðarbúið. Heildarkostnaður smíðinnar er metinn á um 13 milljónir. í ár verður 4 milljónum af Ijárlögum landbúnaðarráðu- neytisins varið til verksins. Með fræhöllinni skapast ákjós- anlegar aðstæður. Þar munu allt að átta metra há tré gefa af sér fræ við ákjósanlegan hita og raka. Jafnframt verður notast við hormóna við kynbæturnar. Fram kom í máli skógræktarstjóra að þörf fyrir gott fræ hefði aukist mjög að undanförnu. Fram til þessa hafa Islendingar keypt fræ frá Norðurlöndum og Rússlandi en upp á síðkastið hefur ekki verið hægt að treysta gæðum fræjanna. Lerki verður aðallega ræktað í fræhöllinnni en fræskortur á því hefur hamlað því að að hægt væri að nota það í jafn miklum mæli og menn hefðu kosið við uppgræðslu á hærri svæðum landsins. Allt frá 1993 hafa staðið yfir tilraunir með lerkifrærækt í gróðurhúsi á Vöglum. Niður- stöður sýna að hægt sé að gera ráð fyrir a.m.k. 1000 spírunar- hæfum fræjum á hvern fermetra sem þýðir að nýja byggingin mun ekki rúma nema helming áætl- aðrar ársþarfar. Aætlað er að 2-4 milljónir kr. á ári sparist við að rækta fræin hérlendis í stað inn- flutnings. Guðmundur Bjarnason land- búnaðarráðherra lýsti ánægju með skrefið sem nú væri stigið og minnti á að frumvarp til laga um landshlutabundin skógrækt- arverkefni lægi nú lyrir Alþingi. Hann sagði bændur í auknum mæli hafa tekið við skógrækt sjálfir. Hlutverk skógræktar ríkis- ins væri nú frekar í formi þjón- ustu en fyrr. — BÞ Árni Steinar Jóhannsson: „Ég vil nýta allar auðlindir og hvalir eru þar engin undantekning." Hvalaskoðim skaðar ekki veiðar Arni Steinar Jóhannsson, fram- bjóðandi Græns framboðs og frá- farandi stjórnarformaður Ferða- málamiðstöðvar Eyjafjarðar, leggst ekki gegn hvalveiðum þrátt fyrir rök aðila í ferðaþjón- ustu um hugsanlega skaðsemi slíkra veiða. Stór hluti ferða- manna á Norðurlandi hefur ár- lega brugðið sér í hvalaskoðun undanfarið og fer gestum mjög fjölgandi. Arni Steinar telur áhrif hvalveiða á hvalaskoðunina lítil. „Eg sé ekki að við myndum skaðast. Eg \ál nýta allar auðlind- ir og hvalir eru þar engin undan- tekning. Það er erfitt að fullyrða en ég held að áhrifin á hvala- skoðunarferðir yrðu Iítil. Ymsir í ferðaþjónustu telja áhrifin mikil en ég held að þau ráðist að mestu leyti af því hvernig staðið verður að veiðunum," segir Ami. Landssíniinn síyrkir Listasafnió Þórarinn V. Þórarinsson stjórnarformaður Landssímans, Guðmundur Björnsson forstjóri, Knútur Bruun og Úlafur Kvaran, forstöðumaður Listasafnsins, virða fyrir sér nýtt kynningarefni um safnið. mynd: hilmar Landssíminn styrkir Listasafn ís- lands um 12 milljónir króna á næstu 2 árum, samkvæmt samn- ingi sem undirritaður var í gær. Fjórar milljónir renna beint til safnsins en átta milljónum verð- ur varið til kynningarmála þess. Þórarinn V. Þórarinsson, stjórn- arformaður Landssímans, segir ástæðuna fyrir því að áhersla er lögð á kynningarmálin þá að listasafnið hefði lítið ijármagn til kynningarmála. „Það var sameig- inlegt mat okkar að hér er mynd- listarauðlegð 20. aldarinnar sam- ankomin og afar mikilvægt að koma henni á framfæri til þjóð- arinnar." Fyrsta samstarfsverkefni mark- aðsdeildar Landssímans og Listasafnsins ber fyrir augu landsmanna um helgina en þá hefst auglýsingaherferð safnsins í sjónvarpi og er markmið henn- ar einkum að ná til ungu kyn- slóðarinnar sem hefur ekki verið mjög áberandi í sölum safnsins til þessa. í gær var nýrri heima- síðu Listasafnsins, sem markaðs- deild Landssímans sér um, einnig hleypt út á Netið í fyrsta sinni. Slóðin er www.listasafn.is. Skautahús i alútboð Ásgeir Magnússon, formaður framkvæmdanefndar Akureyrar- bæjar, segir ekki koma til greina af hálfu hæjarins að setja meira fé í byggingu skautahúss en þær 150 milljónir sem þegar hafa ver- ið ákveðnar til verksins. Á bæjar- ráðsfundi í gær var þessi afstaða bæjarins áréttuð. Ásgeir segir að miðað við enduskoðaða hönnun- arforsögn sé talað um að 600 áhorfenda skautahús muni gróft áætlað kosta 180 milljónir, en með ýmsum tilfæringum mætti hugsanlega koma tölunni niður í 150 milljónir. Ásgeir segir að samþykktir framkvæmdanefndar og bæjarráðs séu til þess gerðar að árétta að bæjaryfirvöld telji að hægt sé að koma upp mjög fram- bærilegu skautahúsi fyrir 150 milljónir. Verkið mun nú fara í alútboð og var umsjón með verkinu líka boðin út. Það er tækni og verk- fræðistofan Opus sem bauð lægst og mun fara með verkefnis- stjórnina. Á bæjarráðsfundinum í gær var samþykkt að setja eina milljón króna alls í að borga þeim sem koma með tilboð í verkið en að sögn Ásgeirs er mjög dýrt að gera tilboð samkvæmt al- útboði og mikil vinna sem þar liggur á bak við. Hann segir milljón vera í lægri kantinum, en vonar að það muni þó ekki fæla menn frá að gera tilhoð. Síbrotamaður fékk tvo mánuði Héraðdómur dæmdi í gær 35 ára síbrotamann í tveggja mánaða fang- elsi fyrir þjófnað. Ekki eru nema örfáar vikur síðan Hæstiréttur stað- festi annan tveggja mánaða dóm yfir manninum fyrir þjófnað, en mað- urinn hefur nú alls 17 dóma að haki. Sá nýjasti var vegna þjófnaðar í Bónus við Holtabakka á matvörum, sælgæti, hreinlætisvörum, bókum og sjónaukum fyrir alls 55 þúsund krónur. Maðurinn játaði skýlaust brot sitt. Staðfesting Hæstaréttar í janúar var vegna þjófnaðar, sem ákærði þó neitaði; en hann var sakað- ur um að hafa kastað eign sinni á íþróttatösku. I henni v'oru soltkar, snyrtiv'örur, geisladiskur, silfurhálsmen, 3 silfurhringir, íþróttaföt, GSM-sími og 70 þúsund krónur. Töskunni hafði ákærði stolið úr bif- reið útlendings, sem stóð við Veghúsastíg. — FÞG Þingmeim fá myndband uni Eyjabakka Páll Steingrímsson kvikmyndagerðarmað- ur afhenti Ólafi G. Einarssyni þingforseta í gær 63 eintök af myndbandi um Eyja- bakka. Því fylgir hv'atning til þingmanna um að skoða það vandlega með íjölskyldu og vinum, en Eyjabakkar fara sem kunn- ugt er undir miðlunarlón ef Jökulsá á Fljótsdal verður virkjuð. Myndbandið hefur að geyrna sérstæðar senur af heiðargæsum og hreindýrum úr mynd Páls Oddaflug. Hann segir að mynd- bandið veki undrun og spurningar sem hugleiða beri í tengslum við fyrirhugaðar virkjanir. Páll segist ekki vilja hafa það á samviskunni að hafa ekki reynt að andmæla þeim meðan enn var tími til. SakamáLum fiölgaði um 18% Sakamálum fjölgaði á síðasta ári töluvert hjá Héraðsdómi Reykjavíkur eða um tæplega 18%. Á nýliðnu ári bárust 1.252 sakamál til héraðs- dómsins á móti 1.062 árið áður. Almenn einkamál höfðuð á síðasta ári voru 6.276, rúmlega 200 fleiri en árið áður. Á síðasta ári voru afgreidd 794 einkamál og 1.237 sakamál. Meðal- afgreiðslutími einkamála er um 7,5 mánuðir og litlir möguleikar að óbreyttu á að stytta þann tíma niður fyrir 7 mánuði. Meðalafgreiðslu- tími sakamála sem ríkissaksóknari höfðar er 2,5 mánuðir, en mála sem lögreglustjórar höfða þrjár vikur. Gjaldþrotamálum sem fara fyrir Hér- aðsdóm Reykjavíkur hefur fækkað töluvert síðustu tvö árin. - FÞG i

x

Dagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.