Dagur - 12.02.1999, Qupperneq 5

Dagur - 12.02.1999, Qupperneq 5
l^MT' FÖSTUDAGVR 12. FEBRÚAR 1999 - S FRÉTTIR L. Hart deilt um kjör- dæmabreytingima Landsbyggðarþing- ineini gagnrýna harð- lega marga þætti í frumvarpi um hreyt- ingar á kjördæmaskip- an sem var til 2. um- ræðu á Alþingi í gær. Landsbyggðarþingmenn gagn- rýndu fyrirhugaðar breytingar á kjördæmaskipaninni harðlega við 2. umræðu um kjördæma- frumvarpið á Alþingi í gær. Eink- um eru menn ósáttir við hversu stór kjördæmin verða eftir breyt- inguna. Þá gagnrýndi Steingrím- ur J. Sigfússon að Norðurlands- kjördæmin tvö skuli ekki gerð að einu kjördæmi með Akureyri sem höfuðmiðstöð í miðju þess. Hjörleifur Guttormsson gagn- rýndi harðlega stærðina á norð- austurkjördæminu sem á að ná frá Siglufirði að Skeiðará. Hann sagði það Iandfræðilega um helming alls Islands og út í hött að kalla það norðausturkjör- dæmi. Steingrímur gagnrýndi einnig að 5% atkvæða þurfi til að fá uppbótarþingsæti samkvæmt frumvarpinu. Hann sagði það hróplegt óréttlæti að framboð sem nær einum manni kjörnum en fær 4,9% atkvæða á landsvísu fái ekki uppbótarþingsæti sam- kvæmt frumvarpinu. Gagnrýnt var að skipta eigi höfuðborginni í tvö kjördæmi. Svavar Gestsson var því þó mjög hlynntur og sagði mikið verk að sinna höfuðborginni allri sem einu kjördæmi. Hjörleifur gerði grín að því og taldi fráleitt að skipta Reykjavík í tvö kjördæmi. Einar K. Guðfinnsson, þing- maður Vestfirðinga, gagnrýndi þá kenningu þeirra nefndar- manna er sömdu kjördæma- frumvarpið að jafna þyrfti vægi atkvæða. Hann \dtnaði til Bret- lands í þessu sambandi þar sem eru einmenningskjördæmi og ekki er verið að tala um jafnt vægi atkvæða. Hann sagðist vara við því að vera sífellt að ræða málin á þessum nótum, það væri hættulegt lýðræðinu. Búsetuxöskun ástæðau Steingrímur benti á að nefndin sem frumvarpið samdi hafi gefið sér þá forsendu að þingmenn í hverju kjördæmi skyldu vera 9+1 eða 9+2 og það hefði síðan leitt til þessarar slæmu skiptingar í annars vegar risastór kjördæmi og hins vegar í tvö kjördæmi í Reykjavík. Hann spurði líka hvers vegna menn þyrftu hvað eftir annað á þessari öld að vera að taka upp kosningalögin og gera breytingar á fyrirkomulaginu. „Jú, ástæðan er ein, og hún er sú geigvænlega byggðaröskun og þeir miklu bú- ferlaflutningar innanlands og það mikla ójafnvægi í fólksljölg- un í landinu og hvar þetta kem- ur frarn," sagði Steingrímur. Ekki yrði hjá því komist að ræða þessa miklu byggðaröskun og ástæður hennar og að bæta þyrfti úr. Hann sagði að bæta þyrfti samgöngur á landi innan kjördæma. I breytingartillögum stjórnar- skrárnefndar er gert ráð fyrir þeim möguleika að fjölga kjör- dæmum í 7 með venjulegri laga- breytingu en kjördæmin verði fæst sex. Segir í tillögunni að þetta sé gert til að auka sveigjan- leika og að hægt verði að breyta kjördæmaskipan samkvæmt þessu með lögum. — S.DÓR Ekki sáttur viö tón Náttúruvemdar Svavar í utan rikisþjónustu Svavar Gests- son alþingis- maður tekur við stöðu sendifulltrúa hjá utanríkis- ráðuneytinu samkvæmt heimildum fréttastofu Sjónvarps. Um ræðir eina af þremur stöðum sem heimilt er að ráða í í tengslum við landafundaverkefnið. Þetta kom fram í sjónvarpsfréttum í gærkvöld. Landafundanefnd undirbýr nú hátíðarhöld árið 2000 vegna fundar Vínlands. Svavar mun samkvæmt fréttum Sjónvarps taka við stöðunni um miðjan mars en hverfa til starfans að fullu í júní, líklega með aðsetur í Winnipeg í Kanada. Einnig kom fram í frétt Sjón- varpsins að Svavar myndi að landafundaverkefninu loknu taka við sendiherrastöðu í Kanada en áformað er að setja upp sendiráð þar með sérstaka áherslu á viðskipti, þó Iíklega ekki fyrr en á næsta ári. Ekki náðist í Svavar í gær- kvöld þar sem hann er erlendis. Leiðrétting I frétt Dags í gær um Kísiliðjuna var tilvitnun sem sögð var úr drögum að mati á umhverfisá- hrifum sem fyrirtækið Hönnun er að vinna. Það er ekki rétt heldur var hún úr bréfi frá Nátt- úruvernd. Leiðréttist þetta hér með og er beðist velvirðingar á þessum mistökum. Náttúruvemd ríMsins minnir á samkomu- lagið frá 1993 og sönuuuarbyrði Kísil- iðjuuuar. Umhverfis- ráðherra gagnrýuir fyrirfi’am neikvæða afstöðu NR. Árni Bragason, forstöðumaður Náttúruverndar ríkisins, minnir á samkomulag sem gert var milli umhverfisráðherra og iðnaðar- ráðherra árið 1993 um að Kísil- iðjan hætti vinnslu árið 2010. „Ef menn geta hins vegar sýnt fram á svo óyggjandi sé að lífríki Mývatns sé ekki ógnað, þá er ekkert að kísilgúrvinnslu. Þeir vísindamenn sem hafa tjáð sig um málið telja ekki miklar líkur á að líftími fyrirtækisins verði framlengdur, en einhver ný vinnslutækni, sem ekki liggur fyrir í dag, gæti hugsanlega breytt einhverju," segir Arni. Ákveðið hefur verið að taka til- boði frá fyrirtækinu SS-Byggi í uppsteypu á 3. áfanga Lundar- skóla. Tilboðið sem tekið var var ekki það Iægsta en lægsta tilboð- ið kom Iíka frá SS-Byggi. Munur- inn á tilboðunum fólst fyrst og Guðmundur Bjarnason: Ekki sáttur við tóninn í starfsmönnum Nátt- úruverndar ríkisins. Finnur Ingólfsson iðnaðarráð- herra sagði í Degi í gær að allt yrði gert af hálfu ráðuneytisins til að tryggja líftíma Kísiliðjunnar og bindur hann vonir við nýja vinnslutækni. Hið sama gerir Guðmundur Bjarnason umhverf- isráðherra: „Eg tel mjög litlar Iík- ur á að hægt sé að ná ásættan- legri sátt um framhaldið með fremst í verklokum en lægsta til- boðið gerði ráð fyrir að verkinu yrði skilað í Iok júní, en það til- boð sem tekið var, gerir ráð fyrir verklokum 28. maí. Það hljóðar upp á rétt tæpar 20 milljónir króna. óbreyttri tækni. Ég bind hins vegar miklar vonir \dð nýja tækni. Ég held að hún sé forsenda þess að við getum haldið námi áfram.“ Umhverfisráðherra er ekki ánægður með þátt Náttúru- verndar ríkisins í málinu að und- anförnu. „Ég hef ekki verið alls kostar sáttur við þann tón sem gefinn hefur verið af hálfu starfs- manna Rannsóknastöðvarinnar við Mývatn og Náttúruverndar ríkisins um það að þeir hafi fyrir- fram efasemdir um hina nýju tækni. Mér finnst slíkar efa- semdir hafa skinið í gegn í mál- flutningi þeirra," segir Guð- mundur. Dagur bað ráðherra að leggja mat á lífslíkur fyrirtækisins. „Það er mjög erfitt fyrir mig að segja nokkuð um þær á þessu stigi. Ég hef verið bjartsýnn og fylgst vel með þeim tilraunum sem fram hafa farið í vinnslutækninni. Ég þori ekki að lofa neinni niður- stöðu fyrr en ég sé hverju þessar tilraunir skila.“ — BÞ Ásgeir Magnússon, formaður framk\æmdanefndar Akureyrar- bæjar, segir að ástæðan fyrir því að menn vildu hraða verkinu sé einfaldlega sú að það liggi á hús- næðinu og hugmyndin sé að hefja kennslu þar næsta haust. Svavar Gestsson alþingismaður. SS-Byggir við Limdarskdla Misnotaði stúlku- bam Maður hefur í Hæstarétti verið dæmdur í Ijögurra mánaða fang- elsi fyrir að misnota 12 ára stúlkubarn kynferðislega og til að greiða barninu 200 þúsund króna miskabætur. Atburðurinn átti sér stað á ættarmóti í sal þar sem stúlkan svaf. Maðurinn neitaði sakargiftum og gaf þá skýringu að hann hafi verið mjög ölvaður og eingöngu verið að leita að áfengi. Atvikið átti sér stað í júní 1997 og tilkynnti hálfsystir stúlkunnar það til lögreglu. Hún kom að manninum og sagði móður þeirra frá því sem hana grunaði. Hún sá ákærða á vettvangi og bar að hann hefði verið að hífa upp um sig buxurnar. Þessu neitaði ákærði staðfastlega. Stúlkubarnið bar að maðurinn hafi verið allsnakinn, náð henni úr nærbuxunum og gert tilraun til að misnota hana, en hún með einhverjum hætti komist frá honum. Ákærði hefur níu sinnum gengist undir sátt og átta sinnum hlotið dóma fyrir ýmiss konar brot á tímabilinu frá 1983 til 1997. Skattsvikamál ómerkt Hæstiréttur hefur ómerkt dóm héraðsdóms, þar sem fram- kvæmdastjóri fyrirtækis var dæmdur í 12 milljóna króna sekt fyrir meint brot á virðisauka- skattslögum og fleiru. Var mál- inu vegna galla á málsmeðferð vísað aftur til héraðsdóms. Maðurinn var ákærður fyrir skattalagabrot sem fram- kvæmdastjóri og stjórnarformað- ur iðnfyrirtækis. Var ákærði sak- felldur fyrir þau brot, sem hon- um voru gefin að sök og dæmd- ur til að greiða 12 milljóna króna sekt. Engar bætux Hæstiréttur hefur staðfest frá- vfsunardóm í máli þar sem Klemenz Jónsson krafðist um fjögurra milljóna króna bóta vegna slyss sem hann varð fyrir í íþróttahúsi Olafsfjarðarbæjar. Klemenz slasaðist þegar hann rann til í knattleik og fótur hans lenti undir brún hlífðarplötu sem hékk á rimlum íþróttasalar- ins, 10-15 sentimetra frá gólfi. Átti platan að nema við gólf og auðvelt var að færa hana til. Hæstiréttur taldi að þar sem Klemenz hefði ásamt fleirum tekið húsið á leigu til íþróttaiðk- ana á eigin vegum hafi þeim bor- ið að gæta þess að útbúnaður væri í réttu horfi og var ekki talið að sýnt hefði verið fram á að sú skylda hafi hvílt á starfsmönnum Olafsfjarðarbæjar. Var bærinn jm' ekki talinn bera bótaábyrgð á slysinu. — FÞG i

x

Dagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.